Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. nóvember 1974. TÍMINN 5 p®s UÍ«m<Kí«^:x::.; |ii ,iv»t*V*ií I •’ 'Jt-**■*-■*-■* * «'<*'*” r* '■ 4 ;^.n*.v*v** ,rÍ.vv/.v í U w«í»tm-t»t«i • « » i | iíii&sámwm4é« « « ««i^stss8i III * *»w»wwt*w« i 4 4 Union Carbide viðræðum frestað HJ-Reykjavik. Vegna fyrir- hugaðrar málmblendiverksmiðju i Hvalfirði hafa um alllangt skeið staðið yfir viðræður við fulltrila bandariska fyrirtækisins Union Carbite. Von var á fulltrúum þess hingað til lands um siðustu helgi til framhaldsviöræðna um málið, en ýmsar áætlanir, sem fyrir hendi þurfa að vera I viöræðun- um, voru ekki tilbúnar og var þvi ákveðið að fresta frekari fundum um viku. Viðræðurnar fara nú að nálgast lokastigið og má gera ráð fyrir, að fundirnir um næstu helgi geti orðið þeir síðustu. Verði svo, benda allar llkur til, að mögulegt verði að leggja frumvarpiö um málmblendiverksmiðjuna fyrir Alþingi fyrir lok þessa mánaðar. Sjónvarps- auglýsingar um bænahald Foreldrar hvattir til bæna með börnum sínum SJ-ReykjavIk. Eitt af þeim mál- um.semnúeru fyrir kirkjuþingi, eru auglýsingar bænahalds i sjónvarpi. Sr. Bjarni Sigurðsson flutti á kirkjuþingi tillögu þess efnis að biskupi verði falið að birta I sjónvarpi vandaðar auglýsingar á hverju laugardals- kvöldi, þar sem foreldrar séu hvattir til bæna með börnum sin- um og brýnt sé fyrir almenningi að sækja kirkju næsta drottins- dag. Sönglög eftir Maríu Brynjúlfsdóttur BH-Reykjavlk. Blaðinu hefur borizt hefti með 20 sönglögum eftir Marlu Brynjólfsdóttur, sem er nýútkomið. Lögin eru öll við ljóö Islenzkra skálda og nokkur þeirra tileinkuð söngvurum, sem túlkað hafa þau. Hér er um að ræða smekklega útgáfu á hugljúf- um lögum. Carl Billich hefur > séð um frágang á lögunum, Gunnar Sigurjónsson um nótna- og leturteikningu og uppsetningu, og Guðmundur Kr. Jónsson sá um káputeikningu. Bókin er prentuð I Kassagerð Reykja- vlkur. 2 sóttu um Hallgrímskirkju og 5 um Akraneskirkju UMSÓKNARFRESTUR um tvö prestaköll rann út fyrir skömmu. Um Hallgrlmsprestakall sóttu tveir, séra Karl Sigurbjörnsson, Vestmannaeyjum og séra Kol- beinn Þorleifsson. Um Akranes- prestakall sóttu fimm, séra Arni Sigurðsson, Blönduósi, séra Björn Jónsson, Keflavlk, séra Hreinn Hjartarson, Kaupmannahöfn séra Ingólfur Guðmundsson/ Reykjavlk og séra Sigfús Jón Arnason, Miklabæ. Blönduósing- ar mótmæla Ekki er enn lokið rækjustriöinu, sem staðið hefur við Húnaflóa. A mánudaginn voru forsætis- ráðherra, Geir Hallgrimssyni þannig afhentir undirskriftarlist- ar með nöfnum 260 Blönduósbúa, sem rituðu nöfn sin undir eftir farandi mótmæli og áskorun: „Við undirritaðir Ibúar á Blöndu- ósimótmælum þeirriákvörðun að banna starfsemi rækjuvinnslu- stöðvar á staðnum og skorum á stjórnvöld að endurskoða nú þeg- ar afstöðu sina i máli þessu, þannig að Blönduóssbúar sitji viö sama borð og aðrir landsmenn.” Heimsþekkt gæðavara VERÐ 27.550 KR. Útsölustaðir hjá kaupmönnum og kaupfélögum viða um land FÁLKINN* Suðurlandsbraut 8 . Reykjavík . Sími 8 46 70 íslenzkur leiðarvísir NECCHI sjólfvirkar saumavélar SILLI & VALDI í GLÆSIBÆ ORÐIN SS-BÚÐ SJ-ReykjavIk. Sláturfélag Suður- lands tók formlega við rekstri matvöru- og snyrtivöruverzlana Silla & Valda I Glæsibæ • 4. nóvember, en verzlunin var lokuð þann dag. Deilumál vegna sölu verzlana þessara hefur orðið til- efni blaðaskrifa að undanförnu. Starfsfólk Silla & Valda sat um kyrrt I verzluninni eina nóttina og aðra nótt var vörður um húsið, en lögfræðingar kaupenda, þ.e. Sláturfélags Suðurlands, og fyrri eigenda Valdimars Þórðarsonar og erfingja Sigurliða Kristjáns- sonar sátu slimusetur á samningafundum. Agreiningurinn stafaði af þvi hvort Valdimar Þórðarson hefði haft lagalegan rétt til að ganga frá sölu verzlananna. En nú hafa sem sagtfarsællega tekizt sættir i málinu og barst blaðinu i gær eftirfarandi fréttatilkynning: „1 tilefni blaðaskrifa undan- farna daga um ágreining vegna sölu á verzlunum Silla & Valda i Glæsibæ til Sláturfélags Suður- lands viljum við taka eftirfar- andi fram: Að kvöldi 31. október sl. hófust samningaviðræður fulltrúa beggja eiganda Silla & Valda annars vegar og fulltrúa Slátur- félags Suðurlands hins vegar um yfirtöku Sláturfélags Suöurlands á rekstri matvöru- og snyrtivöru- verzlana Silla & Valda i Glæsibæ. Þessar viöræður hafa staðið siðan og hafa leitt til undirritunar samninga i dag. Samkvæmt þessu tekur Sláturfélag Suður- lands við rekstrinum i dag, 4. nóvember 1974. Forráöamenn Silla & Valda vilja nota þetta tækifæri til að þakka starfsfólki Glæsibæjar- verslananna ánægjulegt samstarf og ennfremur þakkar Silli & Valdi öllum viöskiptavinum sinum við- skiptin og væntir þess, að Slátur- félag Suðurlands megi njóta við- skipta þeirra framvegis. Forráðamenn Sláturfélags Suðurlands óska þess að samstarf takist viö starfsfólk og viðskipta- menn verzlananna.enda mun það leitast við að veita viöskipta- mönnum sinum þá beztu þjón- ustu, sem völ er á.” JARÐSÍMASTRENG- UR SKEMMIST gébé Reykjavlk — Ekki virðist vera tekið mikið mark á teikning- um Landsimans af jarðsima- strengjum, sem liggja við Barna- heimili Landsspitalans i Reykja- vik. I annað skipti á stuttum tima hefur jarðsimastrengur verið stórskemmdur. Veldur þetta aö sjálfsögðu miklum og óþægileg- um truflunum. Það var um sl. helgi að fyrr- nefndur strengur varð fyrir skemmdum, er verið var að grafa skurð við Barnaheimili Land- spitalans. Strengurinn fór ekki I sundur, en skemmdirnar urðu það miklar, að allar tallinur við Gufunes fóru úr sambandi og auk þess linur erlendu fjarritanna. Það var fyrir aðeins um tveim vikum að sami strengur var stór- skemmdur, aðeins tuttugu metra frá þeim stað, sem hann skemmdist svo aftur um helgina. Eru skurðgröfur þarna að verki og skemma þær strenginn þegar þær eru við skurðgröft. Landsim- inn hefur að sjálfsögðu teikningar af legu jarðsimastrengsins, en það virðist sem litið sé farið eftir þeim. Viðgerð hófst þegar i stað er vart var við skemmdirnar, og lauk bráðabirgðaviögerð um klukkan 16.00 á mánudag. Þurfti að skipta um bút I strengnum. Þessi jarðsimastrengur er mjög stór og mikilvægur, allar Guðjón Ingimundar- son heiðraður á órsþingi Ungmenna- sambands Skagaf jarðar A ársþingi Ungmennasam- bands Skagafjarðar sl. vor var Guðjón Ingimundarson iþrótta- kennari á Sauðárkróki kjörinn heiðursfélagi sambandsins. Guðjón lét af störfum sem for- maður UMSS árið 1973, eftir að hafa gengt þvi starfi af einstökum áhuga og samviskusemi um 29 ára skeið. A formannaráðstefnu UMSS fimmtudaginn 31. okt, afhenti svo formaöur sambandsins, Stefán Pedersen, Guðjóni vandað gullúr að gjöf frá öllum ungmenna- felögum I Skagafirði. Með þessu vilja ungmennafélagar þakka Guöjóni farsæla forustu um ára- tuga skeið og ómetanlegan þátt hans i þvi æskulýðsstarfi, er unnið hefur verið á sambands- svæðinu. A Sauðárkróki er nú einhver glæsilegasta Iþróttaað- staða, sem þekkist á landinu. Þeirri uppbyggingu hefur Guðjón stjórnað frá byrjun af framsýni og áræði og gerir enn. Það vilja ungmennafélagar einnig þakka. linur, sem liggja út úr Reykjavik eru I honum, þannig að ef ekki hefði tekizt að gera við strenginn i tæka tið, hefði allt orðið sam- bandslaust, nema loftsamband. Menningartengsl Albaníu og íslands Menningartengsl Albaniu og Is- lands — MAÍ — voru stofnuð 1967. 20. október s.l. héldu þau aðalfund sinn, en áður hafði starfsemin að mestu legið niðri um nokkurt skeið. Félagið var stofnað til að efla menningarlegt samstarf milli Al- baniu og Islands. Ber þvi að veita fræðslu um menningu, þjóð- félagshætti og visindi i Albaníu og stuðla að þvi að kynna þar is- lenzka menningu. Þann 29. nóvember n.k. eru lið- in 30 ár frá stofnun Alþýðulýð- veldisins Albaniu, og hyggst MAÍ þá halda almennan fræðslufund um land og þjóð. Allir þeir, sem vilja efla sam- skipti Albaniu og Islands, geta fengið nánari upplýsingar um starfsemi MAI i slma 20804. TERRA HERRA frá Gefjim KEA Herradeild Kaupfélagið Fram Neskaupsstað Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum Kaupfélag Skagfirðinga Sauðérkróki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.