Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 9
TÍMINN
MiOvikudagur 6. nóvember 1974.
Miövikudagur 6. nóvember 1974.
TÍMINN
ATHYGLI tsiendinga beinist nú
ööru fremur aö hættumerkjum á
sviöi efnahagsmála. Veröbóigan,
sem lengi hefur veriö förunautur
okkar, er komin á nýtt og óþekkt
stig. örar kaup- og verölags-
breytingar hafa ruglaö veröskyn
almennings og komiö glundroöa á
fjármál einstaklinga, fyrirtækja og
hins opinbera.
Þegar kom til stjórnarmyndunar
aö loknum þingkosningunum, fór
fram heildarathugun á stööu efna-
hagsmála. Samkvæmt þeirri at-
hugun voru horfur á, aö þjóöartekj-
ur á mann aö raunverulegu verö-
gildi minnkuöu beinlinis á árinu og
mikill viöskiptahalli yröi viö útlönd
og talsverö rýrnun gjaldeyrisstöö-
unnar, þrátt fyrir miklar erlendar
lántökur. Aætlanir um þróun verö-
lags og kaupgjalds sýndu örar
hækkanir, og var ljóst, aö óbreytt
þróun stefndi langt yfir 50% verö-
bólgu, ef bráöabirgöaráöstafanir
fyrrverandi rikisstjórnar féllu úr
gildi 1. september, án þess aö aörar
ráðstafanir kæmu i staöinn.
Rekstraráætlanir sjávarútvegsins
leiddu i Ijós, aö viö blasti mikill
hallarckstur hjá báta- og togara-
flotanum, og framundan var stór-
felldur taprekstur frystihúsa. Loks
bentu áætlanir um fjármál hins
opinbera til tæprar stööu rikis-
sjóös, mikilla erfiöleika ýmissa
rikisfyrirtækja og fjárvöntunar til
framkvæmda og fjárfestingarlána-
sjóöa. Eftir aö þessi úttekt var gerö
hefur þróunin fram til haustsins
enn versnaö.
Efnaha gsaðgerðir
rikisstjórnarinnar.
Er núverandi rlkisstjórn var
mynduö 28. ágúst siðastliðinn biðu
hennar þvi mörg verkefni á sviði
efnahagsmála, sem kröfðust tafar-
lausrar úrlausnar. Að dómi rikis-
stjórnarinnar var óhjákvæmilegt
aö beita þegar samræmdum að-
gerðum til lausnar á þeim vanda,
sem við var að etja. Ljóst var, að
þróun efnahagsmála hafði tekið
afar hættulega stefnu og i húfi var
að tryggð yrðu góð lifskjör.
Forsenda þess er efnahagsjafn-
vægi bæði innanlands og i utanrik-
isverzlun. Við undirbúning efna-
hagsráðstafananna var fyrst og
fremst tvennt haft i huga, að allar
aðgerðir skertu sem minnst kjör
hinna lægstlaunuðu og kæmu i veg
fyrir atvinnuleysi.
Það lá hins vegar i augum uppi,
að ekki var unnt að auka kaupmátt
launa um fimmtung eða fjórðung á
ári, þegar horfur eru á, að raun-
verulegar þjóðartekjur á mann
minnki, vegna skertra viðskipta-
kjara við útlönd. Þess vegna var
taliö nauðsynlegt, að rjúfa um sinn
sjálfvirka vixlhækkun verðlags og
launa.
Sé gerð tilraun til að draga
saman kaupmáttaráhrif þeirra
ráðstafana, sem gripið hefur verið
til, og þeirrar verðþróunar, sem nú
er fyrirsjáanleg, er niðurstaðan sú,
að stefnt er að svipuðum
kaupmætti launa og var á árunum
1972 og 1973 fyrir launþega i heild
og ivið meiri kaupmætti fyrir þá,
sem lægstv ■>.fa launin. Takist okk-
ur að ná þ a marki hlýtur það að
teljast góbur árangur.
Rikisstjórnin samþykkti 29.
ágúst, tillögu Seðlabankans um
gengislækkun krónunnar um 17%,
en þegar 21. ágúst hafði Seðlabank-
inn afnumið gengisskráningu, þar
sem talið var, að aðstæður til
skipulegra gjaldeyrisviðskipta
væru ekki lengur fyrir hendi.
Gengislækkun var við þaö miðuð,
aö hún tryggði rekstrarafkomu
fyrirtækja i sjávarútvegi, ef jafn-
framt væru gerðar ráöstafanir til
tekjujöfnunar milli sjávarútvegs-
greina og ekki yrði framhald á
hinum sjálfvirku vixlhækkunum
verðlags og kaupgjalds, heldur yrði
einungis um að ræða leiðréttingu á
fiskveröi. Gengislækkuninni var
einnig ætlað aö bæta viðskipta-
jöfnuðinn við útlönd um 4.000-5.000
m.kr. á tólf mánuöum, þótt aðeins
sé gert ráð fyrir, að gengis-
breytingin hafi takmörkuð áhrif á
geiðslustöðuna i ár. 1 framhaldi af
gengisákvörðuninni samþykkti Al-
þingi stjórnarfrumvarp til laga um
ráðstafanir vegna ákvöröunar
Seðlabanka Islands um breytingu á
gengi krónunnar.
Þá samþykkti Alþingi þrenn lög
um hækkun óbeinna skatta, sölu-
skatts, bensingjalds og þunga-
skatts af dieselbifreiðum og verð-
jöfnunargjalds af raforku, sem
samtals munu gefa um 2.800 m.kr.
á heilu ári i auknar tekjur. Þessi
skattalækkun var nauðsynleg bæði
til að styrkja stöðu rikissjóðs, sem
hafði farið versnandi á árinu, m.a.
vegna hinnar miklu niðurgreiðslu-
aukningar, ófullnægjandi fjár-
mögnunar vegasjóðs og rekstrar-
halla ýmissa rikisfyrirtækja og
stofnana, og til að draga úr
almennri eftirspurn og þenslu.
Rikisstjórnin beitti sér siðan
fyrir þvi 20. september s.l., að sett
voru bráðabirgðalög um ráðstaf-
anir I sjávarútvegi og ráðstöfun
gengishagnaðar. 1 lögum þessum
er gert ráð fyrir takmörkun fisk-
verösákvörðunar við 11% hækkun
almenns fiskverðs frá 1. september
til ársloka. Ástæður þessa voru
einkum tvær: takmarkað svigrúm
fiskvinnslunnar, einkum frysting-
ar, til að greiða hærra fiskverð.og
þörfin á þvi að tryggja samræmi i
tekjuþróun stétta I milli, en rikis-
stjórnin hafði þá þegar tekið
ákvörðun um setningu laga um lág-
launabætur i stað almennra verð-
lagsbóta á laun. Meginákvæði lag-
anna eru hins vegar um tekjujöfn-
un milli sjávarútvegsgreina og til-
færslu fjár frá þeim greinum, sem
högnuðust beinlinis og með skjót-
um hætti á gengislækkuninni, til
annarra, þ.e. frá fiskvinnslunni til
fiskveiðanna. Ennfremur eru skil-
yrði verðjöfnunarsjóðs fiskiðnað-
arins til verðjöfnunar rýmkuð.
Eftir mjög itarleg samráð við
aðila vinnumarkaðarins gaf rikis-
stjórnin svo út bráðabirgðalög 24.
september um launajöfnunar-
bætur, bætur almannatrygginga og
verðlagsmál, sem koma skyldu i
staö ákvæða laganna um viðnám
gegn verðbólgu. Hefðu lögin ekki
komiö til stefndi að nær 36% hækk-
un kaupgjalds til ársloka, ef talin
er með umsamin 3%
grunnkaupshækkun 1. desember
n.k. Kauptaxtar höfðu þegar
hækkað um 30% frá ársbyrjun,
þannig að með þessu stefndi i
hvorki meira né minna en 77%
hækkun kauptaxta á einu ári.
Hvernig sem á málið var litið,
tefldi slik þróun skipulegri efna-
hagsstarfsemi og atvinnuöryggi i
voða, auk þess sem svo ör verð-
bólga hefur ranglát áhrif á tekju-
skiptinguna i þjóðfélaginu. Til þess
að skapa svigrúm til varanlegra
úrræða varð ekki hjá þvi komist að
rjúfa um sinn sjálfvirka vixl-
hækkun verðlags og launa, en hlifa
þó kjörum hinna tekjulægri eftir
þvi sem kostur var.
Auk framangreindra laga hefur
stjórnin beitt sér fyrir ýmsum að-
geröum i lána- og peningamálum.
Lánafyrirgreiðsla bankakerfisins
við atvinnuvegina hefur verið
styrkt. Unnið er að þvi að semja
um greiðslu lausaskulda sveitar-
félaga, rikisstofnana og fyrirtækja.
Nokkuð hefur verið bætt úr fjár-
skorti fjárfestingarlánasjóða, en
um leið reynt að takmarka útlán
þeirra. Hafa útlánsvextir lánasjóða
veriö hækkaðir og verðtrygging
útlána aukin, enda var að miklui
leyti treyst á fjáröflun frá lifeyris-
sjóðum, sem er að fullu
verðtryggð. Loks hefur miklum
rekstrarhalla ýmissa opinberra
þjónustufyrirtækja verið mætt með
verðhækkunum á vöru þeirra og
þjónustu.
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið
1975 liggur nú frammi og mun
fjármálaráðherra fjalla um það I
fjárlagaræðu sinni. Frumvarpiö
endurspeglar"þvi miður þann geig-
vænlega verðbólguvöxt sem orðið
hefur siðan fjárlög yfirstandandi
árs voru samþykkt. Enda þótt ekki
hafi tekist að marka djúp spor i
fjármálastefnu rikisins á þeim
skamma tima, sem gefist hefur til
að móta fjárlagafrumvarpið, fellur
það engu að siður inn i heildar-
ramma efnahagsaðgerða ríkis-
stjórnarinnar og mun stuðla að
auknu efnahagsjafnvægi. Viðnám
gegn útþenslu rikisbúskaparins og
aðhaldssemi i opinberum
framkvæmdum mun styrkja fjár-
hagsstöðu rikissjóðs. 1 frumvarp-
inu er gert ráð fyrir, að 250 m. kr.
af yfirdráttarskuld rikissjóðs I
Seölabankanum verði greidd á ár-
inu 1975, en áætlað er að skuldin
nemi 1.000 m.kr. nú um áramótin.
Ennfremur er gert ráð fyrir 500 m.
kr. endurgreiðslu úr rikissjóði
vegna fyrstu spariskirteinanna,
sem útgefin voru 1964. Þessar
greiðslur létta bæði skuldabyrði
rikissjóðs og spyrna öfluglega gegn
efnahagsþenslunni. Þá er gert ráð
fyrir 500 millj. kr. tekjuskattslækk-
un eða samsvarandi hækkun fjöl-
skyldubóta og ennfremur öðrum
500 millj. kr. til ráðstafana i kjara-
og verðlagsmálum.
Framtiðarhorfur.
Árangur efnahagsaðgerðanna
verður takmarkaður á þessu ári,
enda langt á árið liðið. Samkvæmt
nýendurskoðaðri þjóðhagsspá er
enn gert ráð fyrir um 3 1/2-4% vexti
þjóðarframleiðslunnar á árinu
1974. Hins vegar er búist við, að
rýrnun viðskiptakjara geti numið
4-5% af þjóðarframleiðslunni,
þannig að þjóðartekjur minnki um
1/2-1% frá þvi I fyrra. Siðustu spár
benda til, að neyzluvöruverðlag
hækki að meðaltali um 42% á árinu
1974. Fari sem horfir, er gert ráð
fyrir um 12.500 m.kr.
viöskiptahalla, en það er um 9 1/2%
af þjóðarframleiðslu, samanborið
við 2.615 m.kr. halla á s.l. ári eða
um 3% af þjóðarframleiðslu. Þegar
reiknað hefur verið með hinni
óvenju miklu notkun erlends láns-
fjár á árinu, verður heildar-
greiðslujöfnuðurinn við útlönd
óhagstæður um nálægt 6.500 millj.
kr. miðað við núgildandi gengi.
Verður þá gjaldeyriseign'in nettó1
aðeins um 2000 millj. kr. um næstu
áramót, en það jafngildir hálfs
mánaðar gjaldeyrisnotkun.
Horfur fyrir árið 1975 eru
óráðnari en oftast áður, m.a. vegna
þeirrar óvissu, sem nú rikir um
framvindu efnahagsmála i
umheiminum. Fyrstu drög að þjóð-
hagsspá fyrir árið 1975, sem
jafnframt eru meginforsenda fjár-
lagafrumvarps, benda til um 1 1/2
2% aukningar þjóðarframleiöslu.
Jafnframt er gert ráð fyrir nokk-
urri hömlun eftirspurnar vegna
greiðslustöðunnar við útlönd og
sem hluta heildaraðgerða gegn
veröbólgu. Með þvi væri einnig
dregið úr þenslu á vinnumarkaðin-
um án þess að stefna fullri atvinnu i
hættu.
Spár um þróun verðlags gera ráð
fyrir, að verðbólga muni fara
minnkandi á næsta ári, þrátt fyrir
heldur örari verðbreytingar á sið-
asta ársf jórðungi þessa árs, m .a. af
völdum gengislækkunarinnar og
skattbreytinganna i september.
Strax á fyrsta ársfjórðungi næsta
árs er gert ráð fyrir að dragi úr
verðbólgunni og samkvæmt for-
sendum verðlagsspánna væri búist
við minna en 15% verðbólgu á árs-
grunni undir lok ársins 1975. Með
efnahagsaðgerðum rlkisstjórnar-
innar er þannig að þvi stefnt að ná
verðbólgunni niður á stig ná-
grannaþjóða okkar eftir lok næsta
árs.
Fyrstu spár um framvindu
innflutnings og útflutnings á næsta
ári, byggðar á forsendum fjárlaga-
frumvarps og varkáru mati á við-
skiptakjörum, benda enn til veru-
legs viöskiptahalla, (9.000-9.500
m.kr.), eða sem næmi um 5% af
þjóðarframleiðslu. Gætir hér ekki
sizt hinnar miklu oliuverðhækkun-
ar á árinu. Núverandi vitneskja um
fjármagnshreyfingar á næsta ári
bendir til, að þessi halli yrði að
mestu jafnaður með innstreymi
fjármagns, en þó gæti
greiðelujöfnuður við útlönd orðið
óhagstæður um 1.500-2.000 m.kr.
samanborið við um 6.500 m.kr.
greiösluhalla á sambærilegu gengi
á þessu ári. Hér ber að athuga, að
spárnar um viðskiptakjör og
innflutning eru varfærnislegar og
gæti jöfnuður i greiðslum við útlönd
þvl náðst á næsta ári, sem má telja
viðunandi bata á svo skömmum
tima. Hins vegar sýna þessar tölur,
að horfur um stöðu þjóðarbúsins út
á viö eru enn tvisýnar, ekki sizt
þegar litið er til þess óvissu-
ástands, sem rikir i efnahags-
málum umheimsins, veikrar gjald-
eyrisstöðu þjóðarinnar og erfið-
leika á erlendum lánsfjármörkuð-
um.
Meginmarkmið efnahagsstefn-
unnar fyrir áriö 1975 er að draga
verulega úr hraða verðbólgunnar
og tryggja sæmilegan jöfnuð I við-
skiptunum við útlönd, án þess að
gripið sé til of harkalegra sam-
dráttaraðgeröa, sem tefla at-
vinnuöryggi og þar með lifskjörum
almennings I tvisýnu. Full atvinna
er meginforsenda efnahagsstefn-
unnar.
Til þess að ná árangri, sem
eitthvað varir, er hins vegar
nauðsynlegt að beita samræmdum
aöhaldsaðgerðum, einkum á sviði
peninga- og lánamála og á sviði
rikisfjármála, markvisst og I lang-
an tima.
Á næstu mánuðum veröur unnið
að þvi, að hrinda 'þeirri frambúðar-
stefnu i framkvæmd, sem boðuð
var I stefnuyfirlýsingu rikisstjórn-
arinnar. Haft er samráð við
samtök þeirra aöila, sem beinan
hlut eiga að máli og tillögur um
nýja eða breytta löggjöf verða
lagðar fyrir Alþingi eins fljótt og
tök eru á. Nú skal vikið nánar að
helztu málaflokkum, sem þar um
ræðir.
Frambúðarstefnan i
efnahagsmálum.
Það er stefna stjórnarinnar i
efnahagsmálum að treysta
grundvöll islenzks atvinnulifs,
skapa betra jafnvægi og meira at-
vinnuöryggi, svo að unnt verði að
tryggja vaxandi velmegun
samfara réttlæti i tekjuskiptingu
og aðstöðu manna.
Þessi stefna byggist á tveimur
höfuðþáttum. Annar þátturinn felst
I umbótum á sjálfu efnahagskerf-
inu, sem miða að meiri hagkvæmni
i rekstri þess og auknu félagslegu
réttlæti. Hinn þátturinn felst i þvi
að hlúa að nýjum atvinnugreinum,
Skipan kjaramála.
1. Fyrirkomulag
á greiðslu
visitöluuppbótar.
Eitt af þvi sem magnar
verösveiflur, er til landsins berast,
er án efa núverandi kerfi kaup-
greiðsluvisitölu. Visitölugreiðslur á
kaup hafa raunar tiðkast lengi hér
á landi, þótt með nokkuð mismun-
andi hætti hafi verið. Það er
viöurkennt, að þær veita
launþegum nokkra tryggingu fyrir
afkomu þeirra og mynda meiri ró á
vinnumarkaði en ella hefði orðið. Á
hinn bóginn hafa þær oft á tiðum átt
drjúgan þátt i að magna verðbólgu
og þannig grafið undan heilbrigð-
um rekstri þjóðarbúsins og stefnt
hagsmunum launþega sjálfra i
voða. Ber hér einkum þrennt til: 1
fyrsta lagi hafa miklar hækkanir
grunnkaups óhjákvæmilega leitt til
verðhækkana, sem svo vegna
áhrifa vlsitölukerfisins hafa leitt til
nýrra launahækkana og enn frekari
verðhækkana. 1 öðru lagi fela
veröhækkanir á innfluttum vörum i
trygginga. Að þvi mun rikisstjórnin
vinna I samráði við samtök
launþega og vinnuveitenda. Stefna
verður að þvi, að endurbætt vísi-
tölukerfi feli i sér þá tryggingu
fyrir launþega, einkum þá, sem
lægst eru launaðir, að kjör þeirra
versni ekki á samnings
timabili. Eftir þvi sem tök eru á
verður að komast hjá þeim skað-
legu verðbólguáhrifum, sem fylgt
hafa visitölukerfinu. 1 þessu
sambandi verður einnig að taka
inn I myndinaathugun á
verðlagningu búvöru og tengsl
hennar við visitöluna.
2. Vinnuaðgerðir við
gerð kjarasamninga.
Kjarasamningar hér á landi hafa
verið gerðir til styttri tima en oft
ast tiðkast i nágrannalöndum
Einníg heiur sxort mikiö á, að
kjarasamningar fylgdust að i tima
og mikils misræmis hefur gætt i
samningum einstakra starfshópa.
Allt hefur þetta leitt til óróa á
vinnumarkaði, stuðlað að
verðbólguþróun og valdið misrétti
tekiö til athugunar, hvort unnt er
að framkvæma þá breytingu strax
á þessum vetri.
1 fjárl.frumvarpi næsta árs er
gert ráð fyrir 500 m.kr. lækkun
tekjuskatts vegna þessarar endur-
skoðunar skatta- og trygginga-
kerfis, sem kæmi til framkvæmda
með þvi að hækka enn fjöl-
skyldubætur, persónufrádrátt eða
breyta skattstiga, eins og fram
kom i viðræðum rikisstjórnarinnar
við aðila vinnumarkaðarins.
í kjölfar þessa verður sameining
tekjuskatts og ýmissa bóta lifeyris-
trygginga könnuð.
Helzta vandamálið við undir-
búning hins nýja samræmda
skatta- og tryggingakerfis er,
hvernig haga skuli endurgreiðslum
til þeirra, sem hafa lægri tekjur
til skatts en hækkuðum
persónufrádrætti nemur. Gagnrýni
hefur komið fram vegna skattaf-
sláttarkerfisins, sem tekið var upp
við álagningu skatta á árinu og
þarf að ráða bót á þeim
annmörkum. Astæðulaust er, að
þeir njóti endurgreiðslna, sem hafa
lágar tekjur til skatts vegna af-
STEFNA FORSÆTIS
RÁÐHERRA
FLUTT
Á 96. LÖGGJAFAR
ÞINGINU 1974
efla þær, sem fyrir eru, og gera
stórátak i byggðamálum.
A. Efnahagslegar og
félagslegar umbætur.
Hagsveiflur eru tiðari og öflugri
á Islandi en meöal flestra þjóða, er
búa viö svipuð lifskjör. Verðbólga
er einnig meiri. Okkur er þvi nauð-
syn að taka upp virkari efnahags-
stjórn. Rikisstjórnin mun leita
nýrra hagstjórnartækja og efla
þau, sem fyrir eru, auk þess, sem
unnið verður að almennum umbót-
um á hagkerfinu.
Ymislegt hefur þegar veriö gert
til aö milda áhrif ytri sveiflna á
þjóðarbúið. Má þar nefna gjaldeyr-
isvarasjóð, sveigjanlega gengis-
skráningu, verðjöfnunarsjóð fisk-
iðnaðarins og stóriðja hefur aukið
fjölbreytni útflutningsgreina.
Marka verður virka og aðhalds-
sama stefnu i peninga- og lánamál-
um með sveigjanlegri notkun
vaxta, verðtryggingar og annarra
lánskjara með tilliti til aðstæðna f
efnahagsmálum. Þegar verðbólga
eykst er nauðsynlegt að beita vöxt-
um og verðtryggingu til að örva
sparnað og tryggja verðgildi
almennra sjóða, jafnframt þvi,
sem hamlað er gegn óhóflegri
eftirspurn eftir lánsfé, sem orðin er
til fyrir von um verðbólguhagnað.
Auk þess er nauðsynlegt aö binda
innlenda lánastarfsemi og notkun
erlends lánsfjár innan ramma
heildaráætlunar um fjármagns-
markaðinn. Þá er æskilegt að
skapa skilyrði fyrir myndun
varasjóða rikis, sveitarfélaga, at-
vinnugreina og einstakra
fyrirtækja, sem úr yrði greitt á
samdráttartimum.
Fylgja þarf áfram friverzlunar-
stefnu i utanrikisviðskiptum.
Óhindraður aðgangur aö helztu
markaðssvæðum heims er for-
senda aukinnar fjölbreytni og
stööugleika i útflutnings-
framleiðslu bæði i heföbundnum og
nýjum greinum, en efling út-
flutnings og öruggra utanrikis-
viðskipta erundirstaða hagsældar I
landinu.
sér skerðingu á raunverulegum
lifskjörum þjóðarinnar og engar
launahækkanir innanlands geta pvi
bætt þær. í þriðja lagi er ekki unnt
að vega áhrif tekjuöflunar rikis-
sjóös með óbeinum sköttum upp
með launahækkunum, ef sú
aukning opinberrar þjónustu,
framkvæmda eða félagslegrar
aöstoöar,. sem stefnt er að, á að
geta átt sér stað. Astæðulaust er
einnig.að stjórnvöld séu knúin til að
Geir Hallgrímsson
forsætisráðherra
afla fjár með beinum sköttum, er
ganga inn I visitöluna.
öll þau atriði, sem hér hafa verið
nefnd, voru til staðar á árinu 1974,
og af þessum ástæðum reyndist
óhjákvæmilegt að taka visitölu-
kerfið úr sambandi, fyrst til bráða-
birgða yfir sumarmánuöina, siðan
til átta mánaða, samfara greiðslu
launajöfnunaruppbótar. Þennan
tima skal nota til að reyna að
Koma á enöuróættu kerfi visitölu-
á milli launþegahópa, ekki sizt
gagnvart þeim, sem lágt eru
launaðir og veika aðstööu hafa á
vinnumarkaðinum. Það er brýnt
úrlausnarefni samtaka launþega
og vinnuveitenda aö koma á starfs-
háttum i þessu efni, sem eru i betra
samræmi við hagsmuni þeirra
sjálfra og þjóðfélagsins alls en þeir
starfshættir, sem tiðkast hafa.
Samstarfsnefnd Alþýöusam-
bands Islands og vinnuveitenda
mun þegar hafa rætt um endurbæt-
ur á þessu sviði, annars vegar eink-
um að þvi er varðar aðdraganda
samningsgerðar, uppsagnarfresti
og kröfugerðir og hins vegar
vinnubrögð i tengslum viö sáttatil-
raunir, stöðu og starf sátta-
semjara, og mun rikisstjórnin
veita að sinu leyti atbeina til
nauðsynlegra breytinga.
3. Sameinað
tekjujöfnunarkerfi.
Rikisstjórnin hyggst vinna að
nýtti skipan kjaramála með
umbótum i skatta- og trygginga-
málum.
I fyrsta lagi er áformaö að leggja
ekki tekjuskatt á almennar
launatekjur. Þetta þýðir til dæmis
að hjón með 2 börn á framfæri
greiddu að jafnaði ekki tekjuskatt
af 1100 þús. kr. brúttótekjum þessa
árs eða sem svarar til 830 þús. kr.
nettótekna.
I öðru lagi er stefnt að
sameiningu tekjuskatts og helztu
bóta almannatrygginga.
Meginröksemdir fyrir samhæfingu
og samræmingu tekjuskatts og
tryggingabóta eru tvær. í fyrsta
lagi er með einu samfelldu kerfi
auðveídara að ná með markvissum
hætti þeim tekjujöfnunarmark
miðum^sem ab er stefnt. I öðru lagi
felur sameining I sér einföldun I
framkvæmdbæði fyrir almenning
og hið opinbera og gæti án efa leitt
til samdráttar I rikisbákninu. Hið
nýja tekjujöfnunarkerfi mun
tryggja þjóðfélagsþegnum lág-
markstekjur. Fyrsta skrefið i
þessa átt verður sameining fjöl-
skyldubóta og tekjuskatts. Verður
skrifta og annarra hliðstæðra
ástæðna.
4. Lifeyrissjóðir.
I samræðum við aðila
vinnumarkaðarins hafa málefni lif
eryissjóöa og lifeyrisþega verið öf
arlega á þagskrá) Flestum er ljóst
að mikið misræmi er á milli stöðu
lifeyrisþega, eftir þvi hvort sjóðir
þeirra eru verðtryggðir eða ekki,
og nauðsynlegt er að leiðrétta þetta
misræmi að þvi marki sem unnt er
svo og að samræma og tryggja kjör
aldraöra og öryrkja.
Aöur hefur verið til umræðu einn
lifeyrissjóður fyrir alla landsmenn,
en sú leið fæli i sér samsteypu
núverandi ellitrygginga og' meira
en 100 lifeyrissjóða. Nú mun talið,
að sjálfstjórn lifeyrissjóðanna og
óskir lifeyrisþega um bein tengsl
við sjóðí sína valdi þvi, að þessi leið
sé ekki æskileg. Þá ber þess og að
gæta, að sjóðir þessir eru stofnaðir
með gagnkvæmum samningum
hlutaðeigandi aöila og þvi eign
þeirra.
En nauðsynlegt er að setja
rammalöggjöf um starfshætti lif-
eyrissjóöanna einkum hvernig
haga skuli ávöxtum og
verðtryggingu lifeyris og útlána.
Jafnframt kemur til greina aö
beita almennu tekjuöflunarkerfi og
lágmarkstekjutryggingu elli- og
örorkulifeyrisþega til jöfnunar á
stöðu þeirra.
5. Húsnæðismál.
I stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar-
innar er áherzla lögð á, að jöfnun
húsnæðiskostnaðar og aðstöðu við
öflun húsnæðis verði þáttur i kjara-
málum.
Húsnæðiskostnaður fjölskyldna
skiptir oft mestu máli um afkomu
þeirra. Af þessum ástæðum er öll
viöleitni til að jafna þennan
kostnað jafnframt skref til
raunhæfra kjarabóta. A
verðbólgutimum standa þær
fjölskyldur höllum fæti, sem eiga
eftir að koma þaki yfir höfuð sér.
Og hinir, sem nýfluttir eru inn i
eigiö húsnæði eiga yfirleitt i mikl-
um erfiðleikum með að afla
lánsfjár til að brúa síðasta bilið.
Þótt verðbólgan sé talin auðvelda
mörgum afborganir lána, þá tor-
veldar hún fleirum að hefjast
handa.
Auk öflugs almenns lánakerfis til
ibúöarbygginga hljóta riki og sveit-
arfélög einnig að stuðla sér-
staklega að þvi að byggðar verði
ibúðir til sölu til ungs fólks og
tekjulágs með hagstæðum kjörum.
Jafnframt verður starfsemi
byggingarfélaga verkamanna
studd. Og loks má minnast þess, að
nokkur sveitarfélög, þar sem hús-
næðisskortur rikir, hafa byrjað
byggingu leiguibúða i samræmi við
fyrirheit rikisins um fjármöghun
framkvæmdanna.
6. Föst skipan á samráð
ríkisstjórnarinnar við
aðila vinnumarkaðarins.
Rikisstjórnin hefur átt margar
viðræður við flest stærstu hags-
munasamtökin sem talin eru til
svonefndra aðila vinnu-
markaðarins og haft við þá náið
samráð. Erfitt verður að finna
sliku samráöi fast form, sem ekki
verður of þungt i vöfum, en ljóst er,
að t.d. samstarfsnefnd Alþýðusam-
bands íslands og vinnuveitenda er
eölilegur samráðsaðili. Ennfremur
er athugandi, hvort sameiginlegir
fundir með formönnum helstu
hagsmunasamtaka og ráðherrum
gætu ekki tryggt upplýsingamiðlun
og nauösynleg skoðanaskipti, er
siðan gæfu tilefni til samráðs um
úrlausn afmarkaðra vandamála.
Þannig hefur samráð hafist um
stefnumótun i mörgum þeim
málum, sem fjallað er um i þessari
ræöu og verður áhersla lögð á að
halda sliku samráði áfram við
fulltrúa launþega og vinnu-
veitenda og þau hagsmunasamtök,
sem hlut eiga að máli hverju sinni.
Aðhald i ríkisfjármálum
og umsvifum hins
opinbera
Otgjöldum rikisins og annarra
opinberra aðila er varið til marg-
vislegrar þjónustu og félagslegrar
aðstoðar við almenning. Vaxandi
geta þjóðarbúsins og auknar
þjóðartekjur hafa i för með sér
sifellt meiri kröfur til slikrar
þjónustu og aðstoðar, og útgjöldin
fara þar af leiðandi vaxandi.
A hinn bóginn verður al-
menningur sjálfur að sjálfsögðu að
greiða fyrir þá þjónustu og aðstoð,
sem látin er i té, með sköttum og
gjöldum af tekjum sinum. Af
þessum sökum er mikillar aðgátar
þörf við allar ákvarðanir um opin-
ber útgjöld. Ætið verður að hafa i
huga að útgjöld opinberra aðila
komi almenningi að sama gagni og
heföi hann sjálfur, eða þau fyrir-
tæki, sem sjá um rekstur atvinnu-
vega þjóðarinnar, ráðið yfir
þessum fjármunum. Jafnframt
veröur að gæta þess, að opinber út-
gjöld, i hversu gagnlegum tilgangi,
sem þeim er varið, skili sem
beztum árangri.
Rikisstjórnin hefur áhyggjur af
vexti rikisbáknsins og áformar að
hafa öfluga stjórn á hvers konar
opinberri starfsemi. Það sjónarmið
mun sitja i fyrirrúmi, að rikisút-
gjöld vaxi að jafnaði ekki hraðar en
þjóðartekjur. Hafa verður þó
hugfast, að stjórnvöld munu beita
rikisfjármálum i sveiflujöfnunar-
skyni, og geta þvi rikisútgjöld
aukist hraðar en þjóðartekjur,
þegar illa árar, en hægar þegar
árferði er gott. Leitast verður við
að bæta áætlanir rikisstofnana og
rikisfyrirtækja og herða aðhald og
auka eftirlit með útgjaldaáformum
og útgjaldaþróun þeirra. Aformað
er að efla fjármálastjórn rikisins
og tryggja yfirsýn yfir útgjöld og
tekjur hins opinbera i heild. Loks
verður kannað, hvort verölagning
opinberrar þjónustu er raunhæf og
hvaða leiðir séu vænlegastar til að
tryggja öllum slika þjónustu sem á
henni þurfa að halda, um leið og
þess er gætt að verðmæti fari ekki i
súginn.
Umbætur á tekjuöflun
rikisins
Aformaðar eru ýmsar endur-
bætur á tekjuöflun rikisins. Hér
verður ekki rætt itarlega um fyrir-
hugaðar skattkerfisbreytingar, en
um þær mun fjármálaráðherra
fjalla I fjárlagaræðu. Eins og áður
er getið verður stefnt að einfaldari
og ódýrari skattheimtu og fækkun
tekjustofna og afsláttarliða. Stefnt
veröur að staðgreiðslukerfi skatta
og við það miðað að skattgreiðslur
fari fram, sem næst þeirri stundu,
sem teknanna er aflað. Oft er þetta
til hagræðingar bæði fyrir
greiðanda og móttakanda, en
einnig er um réttlætismál að ræða,
þar sem með þessum móti næðist
til skattgreiðenda, sem ella slyppu
aö einhverju eða öllu leyti við
greiðslur.Loks er þess að geta, að
áformað er að taka sem fyrst upp
virðisaukaskatt i stað söluskatts.
Skipan lánamála
Rikisstjórnin hefur i hyggju að
endurskipuleggja lánastarfsemina
i landinu. Stefnt verður að þvi, að
þróun lánsfjármarkaðarins verði
stjórnað i rikari mæli en hingað til
með sveigjanlegri notkun vaxta- og
verðtryggingar. Áformað er, að
fyrir árslok verði gerð áætlun um
heildarskipan útlána fjárfestingar-
sjóða og fjármagnsöflun. Jafn-
framt stendur nú yfir enn frekari
endurskoðun á útlánakjörum en
þegar hefur verið gerð.
Mikilvægt er að draga skýrari
linu en hingað til milli almennrar
lánastarfsemi annars vegar, þar
sem eðlilegast er að láta lánskjörin
mótast af markaðsaðstæðúm, og
félagslegrar lánastarfsemi hins
vegar, þar sem lánskjör yrðu opin-
skátt bætt með skatttekjum.
Verðlagsmál
Siðastliðin þrjátiu og fimm ár
hefur verið hér á landi verðlags-
eftirlit, sem falið hefur i sér bein
afskipti af verðlagningu i verzlun,
iðnaði og þjónustu. Slikt eftirlit
tíðkaðist i flestum löndum á
styrjaldarárunum, en var alls
staðar afnumið á árunum eftir
styrjöldina nema hér á landi, þar
sem þvi hefur verið haldið áfram i
litt breyttri mynd fram á þennan
dag. Þetta verðlagseftirlit hefur
alls ekki megnað að halda verð-
bólgunni i skefjum, sem þó átti að
heita höfuðmarkmið þess.
Kerfið hefur þvi ekki þjónað
þeim tilgangi; sem til var ætlast.
Það er þvi jafnmikið hagsmuna-
mál launþega, neytenda, iðnaðar
og verzlunar að frá þessu kerfi sé
horfið. I stað þess verður að koma
ný löggjöf um verðmyndun, við-
skiptahætti og verðgæzlu I likingu
við þá, sem tiðkast I öðrum
löndum, og stefnir til almenns
eftirlits neytenda með viðskipta-
háttum, örvunar heilbrigðrar sam-
keppni og eðlilegrar verð-
myndunar. Slik löggjöf verður nú
undirbúin I samráði við samtök
launþega og neytenda, annars
vegar, og samtök verzlunar og
iðnaðar hins vegar.
B. Efling atvinnuvega
og byggðamál
Auk framangreindra umbóta i
félags- og efnahagsmálum mun
rikisstjórnin vinna kappsamlega
að eflingu jafnt nýrra sem hefð-
bundinna atvinnuvega, og stórátak
er fyrirhugað i byggðamálum.
Byggðastefna
Þótt við islendingar séum fáir og
búum i viðáttumiklu landi viljum
við byggja og nýta landið allt.
Efling byggðasjóðs er nauðsynleg
forsenda þess að stórátak verði
unnið i málefnum strjálbýlisins. 1
fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1975
er gert ráð fyrir, að 2% af út-
gjöldum samkvæmt þvi, eða
samtais 877 m. kr. renni I byggða-
sjóð. Auk þess hefur sjóðurinn svo
yfir eigin fé að ráða.
Miklu varðar, að með stóreflingu
byggðasjóðs verði unnt að fjár-
magna framkvæmdir, er sérstak-
lega bæta samgöngur og stuðla að
umbótum i félags-, heilbrigðis-,
mennta- og atvinnumálum strjál-
býlisins. L á n a s t a r f s e m i
byggðasjóðs hlýtur i verulegu mæli
aö beinast til eflingar atvinnu-
reksturs en á ekki að fjármagna
taprekstur heldur búa svo i haginn
strax i upphafi, að atvinnurekstur-
inn úti á landsbyggðinni standi
traustum fótum fjárhagslega og
skili þjóðarbúinu fljótt arði.
Nú eru starfandi nefndir, sem
kanna ýmsar hliðar byggðastefn-
unnar. Skila þær liklega áliti I
vetur. Eftir athugun á niðurstööum
nefndanna mun ríkisstjórnin gera
ráðstafanir og leggja fram tillögur
til úrbóta á ýmsum sviðum
byggðamála.
Nauösynlegt er að skapa skilyrði
fyrir þjónustustöövar i byggða-
kjörnum og flytja ákvarðanir af-
greiðslu og úrlausnir mála út á
landsbyggðina, i eins rikum mæli
og unnt er. Fljótvirkasta aðferðin
til þess er, að sveitarfélögin fái
aukin verkefni, sem rikisvaldiö
hefur nti með höndum, og ákveða
réttarstöðu landshlutasamtaka
sveitarfélaga með það I huga. Um
leið og sveitarfélögum eru falin
aukin verkefni, verður að endur-
skoða fjárhagslegan grundvöll
þeirra til þess að tryggja sjálfstæði
sveitarfélaga og framkvæmdagetu
Framkvæmdastofnun
rikisins
Hafin er endurskoðun löggjafar
um Framkvæmdastofnun rikisins,
og verður þar með mðtuð heildar-
löggjöf um málefni byggðasjóðs og
um almenna áætlanagerð. Slik
áætlanagerð er nauðsynleg til að
öðlast yfirsýn yfir liklega og æski-
lega þróun atvinnuveganna, þannig
að fullt samræmi sé milli öflunar
atvinnutækja og möguleika á
nýtingu vinnuafls og landsgæða.
Almenn áætlanagerð er ekki vald-
bundin framkvæmdaáætlun,
heldur til viðmiöunar og leið-
beiningar fyrir einstaklinga, sam-
tök þeirra, fyrirtæki og atvinnu-
vegi. Þá er ekki sist nauðsynlegt,
að hið opinbera sýni gott fordæmi
og geri vandaðar áætlanir um opin-
berar framkvæmdir og um
byggðaþróun I samráöi við sveitar-
félög.
Orkumál:
Stórbrotin, en viðkvæm náttúra
Islands er einn dýrmætasti fjár-
sjóður landsmanna. Beita þarf
visindalegum vinnubrögðum til að
varöveita þessa eign, jafnframt
þvi, sem náttúruauðlindir landsins
verði nýttar i þágu þjóðarinnar
allrar.
Þær miklu sviptingar, sem orðið
hafa á alþjóðlegum orkumarkaði
undanfarið, hafa sýnt enn betur en
áður hvilik verðmæti felast i
óbeizluðu vatnsafli og jarðhita hér
á landi. Þessi ðdýri orkugjafi er
ásamt dugmiklu og menntuðu
starfsfólki og gróðurmoldinni og
auðugum fiskimiðum mikil-
vægasta auðlind islenzks efnahags-
lifs. Breytt samkeppnisstaða
Islenzkra orkugjafa kallar á endur-
mat á framtiðarstöðu okkar i
þessum efnum. Er það raunar gert
nú þegar i þeim viðræðum, sem
fara fram um býggingu og rekstur
málmblendiverksmiðju.
Rikisstjórnin leggur áherzlu á
aukin hraða i virkjun islenzkra
orkugjafa, bæði til iðnvæðingar og i
þvi skyni að gera islendinga
óháöari en ella innfluttri orku.*
Framkvæmdir til nýtingar inn-
lendra orkulinda hljóta að hafa al-
geran forgang. Viðræður við orku-
öflunaraðila um að hraða stór-
virkjunum og áætlanagerð um
virkjun vatns- og varmaorku
landsins eru nú á byrjunarstigi.
Ýmsar framkvæmdir eru strax
hafnar eða i undirbúningi sem
tryggja munu landshlutum, er eiga
við orkuskort að búa, næga
raforku.
Aformað er að koma upp hita-
veitum þar sem aðstæður leyfa, en
tryggja annars staðar sem fyrst
raforku tii húshitunar. í þessu
sambandi er hafinn undirbúningur
að stofnun og rekstri hitaveitu fyrir
alla þéttbýliskjarna á Reykjanesi.
Skipulag, stjórn og eignaraðild
orkuöflunar- og dreifingarfyrir-
tækja er nú i endurskoðun, og er
stefnt að auknum áhrifum strjál- í
býlisins og sveitarfélaga á stjórn '
slikra fyrirtækja.
Hafréttarmál —
200 milurnar
Hafréttarmálefni verða ofarlega
á baugi á þessum vetri. Hafréttar-
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna
heldur áfram, þar sem unnið er að
þvi að ná alþjóðlegri samstöðu um
200 milna efnahagslögsögu og
önnur óleyst og viðkvæm
ágreiningsefni. Stefna rikis-
stjórnarinnar á hafréttarráðstefn-
unni er skýr. Meginatriði hennar
felast i stuðningi við 12 milna land-
helgi og 200 milna efnahagslög-
sögu. íslendingar eru fylgjandi þvi,
að alþjóðahafsbotnssvæðið lúti
sterkri stjórn og millivegur verði
farinn varðandi yfirráð strandrikja
yfir hafsbotninum utan 200 milna
efnahagslögsögu. Þá eru islend-
ingar fylgjandi samvinnu um
Framhald á bls. 13