Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 16
Tímínn er peníngar Auglýsíd i Timamim fyrirgóöan mat ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Kurt Waldheim við setningu Matvælaróðstefnu S.Þ.: 200 MILLJÓNIR BARNA SVELTA Reuter-Róm. Matvælaráöstefna Sameinuöu þjóöanna hófst i Róm igær. Henry Kissinger, utanrikis- ráöherra Bandarikjanna, hélt ræöu i gær á ráðstefnunni og gerði grein fyrir hugmyndum Banda- rikjastjórnar til lausnar á hungurvandamálinu. Kissinger sagði, að ráðstefnan ætti aö setja sér háleit markmið: Að innan áratugs þurfi ekkert barn að ganga hungrað til hvilu, engin fjölskylda að kviða brauð- skorti aö morgni og enginn maður að óttast fæðuskort i framtiðinni. Bandariski utanrikisráðherr- ann lét svo um mæit, að mann- kyniöréði nú i fyrsta sinn yfir svo mikilli tækniþekkingu, að unnt ætti að vera að bægja hungurvof- unni frá þjóðum heims. Þá lagöi hann fram áætlun i fimm liðum til lausnar á hungurvandamálinu. Þaö, sem gera þarf að mati Bandarikjastjórnar, er eftirfar- andi: 1) Auka matvælaframleiðslu þeirra rikja, sem flytja út mat- væli. 2) Flýta fyrir framleiðsluaukn- ingu I þróunarlöndunum. 3) Bæta dreifingu á matvælum og taka til endurskoðunar fjár- mögnun I matvælaframleiðslu. (Liklega i þvi skyni að halda verðlagi stöðugu.) 4) Bæta gæði fæðu þeirrar, sem neytt er. 5) Koma upp varnarkerfi gegn skyndilegum fæðuskorti af völd- um náttúruhamfara o.þ.h. Til að ofantöldu verði náð, legg- ur Bandarikjastjórn til, að stofnað verði eins konar forða- búr matvæla fyrir allan heiminn, sem hafi að geyma allt að 60 millj. tonna af matvælum. Það er þó skilyrði af hálfu stjórnarinnar, að Sovétrikin og fylgiriki þeirra taki þátt i stofnun sliks forðabúrs. Tilhögun sú, sem Bandarikja- stjórn gerir ráð fyrir, útheimtir og, að riki þau, er standa að forðabúrinu, skiptist á upplýsing- um um matvælaforða sinn á hverjum tima. Sovétrikin gætu orðið treg til að fallast á siðastnefnt skilyrði. Þau eru t.d. ekki aðili að FAO (Mat- væla- og landbúnaðarstofnun S.þ.) og hafa frá upphafi verið treg til að láta öðrum i té upp- lýsingar um matvælabirgðir þær, sem til eru i landinu hverju sinni. Tilgangur Matvælaráðstefnu S.þ. er að finna leiðir til lausnar hungurvandamáli þvi, er nú steðjar að æ fleiri ibúum heims. Sérfræðingar hafa spáð þvi, að heilu þjóðirnar verði hungur- morða, ef ekkert verður að gert hið fyrsta. Kurt Waldheim, aðalritari S.þ., er setti ráðstefnuna, sagði, að tvennt þyrfti fyrst og fremst að gera til að mæta vandanum: Að auka matvælaframleiðslu i þróunarlöndunum og koma upp nægilegum varaforða matvæla. — Framtlð mannkynsins er i höndum okkar — niðurstaða okk- ar getur ráðið örlögum þess. sagði Waldheim. — 200 milljónir barna viðs vegar i heiminum þjást nú af fæðuskorti. SHORNA ÁMILU Alda verkfalla í Frakklandi Endurtekur sagan fró 1968 sig? Reuter - Nairobi. Jomo Kenyatta sór i gær embættiseið, sem forseti Kcnya i þriöja sinn. Hann hef- ur áður gegnt forsetaembætti i tiu ár. I ræðu, sem Kenyatta hélt við þetta tækifæri, bauð hann útlendinga velkomna til landsins og hét þeim sömu réttindum og innfæddum. Um leið varaði hann þá við að stofna sjálfstæði landsins i hættu. A stórum útifundi i Nairobi i gærréðist Kenyatta á þá, sem bæru út óhróður um Kenya er- lendis. Hann sagöi, að slikum Jomo Kenyatta. mönnum yrði framvegis ekki hleypt inn i landið. Þótt for- setinn hafi ekki nefnt nein nöfn, telja fréttaskýrpndur, að átt sé við fréttir um mikla spillingu innan stjórnvalda i Kenya, sem nýlega hafa birzt i erlendum fjölmiðlum. Kenyatta, sem nú er á áttræðisaldri, var endur- kjörinn forseti i kosningum, sem fram fóru 14. október s.l. t sömu kosningum gerðist það óvenjulega fyrir kosningar i Afrikurikjum: Meira en helmingur þingmanna, þ.á.m. fjórir ráðherrar, féllu i kjör- dæmum sínum. ★ NTB-New York. Hussein Jórdaniukonungur ætiar aö breyta stjórnarskrá Jórdaníu á þann veg, að Palestinu- arabar, er byggja vestur- bakka Jórdanár, eigi ekki lcngur fulitrúa i stjórninni i Amman. Hussein upplýsti þetta i viðtali við bandariska blaðið New York Times. Hann sagði, aö aöstæður hefður breytzt og yrði að taka mið af þvi: — Vesturbakkinn er ekki lengur hluti af Jórdaniu og við mun- um ekki taka þátt i viðræðum um framtíð landssvæðisins, sagði konungur ennfremur — Sem kunnugt er viðurkenndi Hussein PLO (Samtök Palestinuaraba) sem eina fulltrúa Palestinuaraba á fundi æðstu manna Araba i Rabat i lok október). ★ Reuter-Washington. t gær gengu bandarlskir kjósendur að kjörboröinu, til aö kjósa þriðjung öldungadeildar- manna, alla fulltrúadeiidar- menn Bandarikjaþings og rikisstjóra I 35 af 100 rikjum Bandarikjanna. Uemókrötum var spáð stór- sigri i kosningunum, einkum vcgna Watergate- hncykslisins. Kjörsókn I gær var fremur dræm, enda er bandariska þjóöin oröin þreytt á spillingu stjórnmáiamanna. Veður, a.m.k. I noröurhluta landsins, var heldur ekki tii aö auka kosningaþátttökuna. Geraid Ford forseti flutti sjónvarpsávarp til þjóðarinnar I gær en dvaldi i nótt i Hvita húsinu til að fylgjast meö kosningaúrslit- um. Reuter-Paris. Mikil verkfalls- alda reið yfir Frakkland i gær. Starfsmenn pósts og sima, járn- brauta og afistööva iögöu niður vinnu. Þetta er I fyrsta sinn, aö efnt er tii skipulagöra verkfalla i stjórnartlö Valery Giscard d’Estaings forseta, scm tók viö völdum i mai s.l. Frönsk stjórnvöld lýstu þvi yfir I gær, að verkföllin væru af pólitiskum toga spunnin. Verka- lýðsforystan sagði á hinn bóginn, að þau væru andsvar við sparnaðarstefnu stjórnarinnar, sem þegar hefur leitt til sam- dráttar I frönsku athafnalifi. Þúsundir verkamanna fóru i mótmælagöngu I Paris I gær, en að henni lokinni var efnt til úti- fundar við Bastilluna. Frétta- skýrendur segja, að þessar fyrstu verkfallsaðgerðir séu ekki eins stórar i sniðum og þær, sem gripið var til árið 1968, er stjórn Charles de Gaulles riðaði til falls. Efnahagur Frakklands nú er þó talinn mun bágbornari en þá. Jacques Chirac forsætisráð- herra lét svo um mælt i þingræðu I gær, að ofbeldi yrði ekki liðið: — Við munum aldrei liða neinum að brjóta niður þjóðskipulag lands vors. Verkfall starfsmanna i raf- magns- og gasstöðvum hafði þegar áhrifiParis’ i gær, þar sem rafmagn og gas var skammtað. Aftur á móti höfðu verkföllin litil áhrif á samgöngur I Frakklandi i gær. Giscard d’Estaing: Verkföllin eru af pólitiskum toga spunnin. aðeins fyrir áskrifendur Tímans Þeir sem gerast áskrifendur að Tímanum fá Heimilis-Tímann frá upphafi sem kaupbæti Tíminn, Aðalstræti 7, símar 12323 og 26500. Papadopoulos dkærður fyrir: Landráð, uppreisn og manndráp Reuter-Aþenu. Yfirheyrslur fyrir grlskuin dómara hefjast i dag eða á morgun yfir George Papado- poulosi fyrrum forseta og 49 öör- um, sem sæti áttu í grisku her- foringjastjórninni. Yfir- heyrslurnar eru upphaf máia- ferla gegn fimmtiumenningun- um, en þeir eru ákæröir fyrir landráö og uppreisn — uppreisn, sem haföi i för meö sér dauöa fjölda manna. Menelaos Koutsakos, aðalsak- sóknari Aþenuborgar, fór fram á i gær, að yfirheyrslur yrðu hafnar, og fékk George Voltis rannsókna- dómara málið til meðferðar. Koutsakos hefur ákært fimmtiumenningana fyrir að hafa undirbúið og framkvæmt bylting- una, sem gerð var 21. april 1967. Þá var löglegri stjórn landsins steypt af stóli, en við tók sjö ára stjórn herforingja. Að sögn háttsettra embættis- manna verður fjöldi vitna yfir- heyrður af Voltis dómara, þ.á.m. Panayotis Kanellopoulos, er var forsætisráðherra, þegar byltingin var gerð. Að vitnayfirheyrslum loknum fá þeir ákærðu að taka til máls og bera fram varnir sinar. Að svo búnu úrskurðar dómarinn, hvort málið haldi áfram og dóm- ur verði kveðinn upp. Paþadopoulos á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp af ásetn- ingi, vegna afskipta af aðgerðum hers og lögreglu gegn stúdentum fyrir tæpu ári. í þeim átökum létu 34 lifið, en yfir 1000 særðust. Papadopoulos er sem stendur I útlegð á eynni Kea I Eyjahafi, ásamt fjórum fyrrverandi sam- starfsmönnum sinum. Papadopoulos I útlegö á eynni Kea.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.