Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. nóvember 1974. 'TÍMINN 13 O Stefnuræða verndun fiskistoína í hafinu utan lögsögu strandrikja og vilja að settar verðí viðtækar og fast- mótaðar reglur um varnir gegn mengun sjávar. Náist ekki heildarsamkomulag á hafréttarráðstefnunni, er það mjög mikilvægt fyrir okkur islendinga að fá skjalfestan stuðning sem flestra rikja við viðtæka lögsögu strand- rikis. Sendinefnd Islands á ráð- stefnunni mundi þá vinna að þvi og á þann hátt styrkja grundvöllinn fyrir einhliða aðgerðir, fari ráðstefnan út um þúfur. Stefna rikisstjórnarinnar er sú að færa fiskveiðilögsögu íslands út i 200 milur á árinu 1975, og strax er hafinn undirbúningur þeirrar út- færzlu. Jafnframt verður lögð áherzla á nauðsynlega friðun fiski- miða og fiskistofna með skynsam- lega nýtingu veiðisvæða fyrir augum. Rikisstjórnin lýsti þvi yfir I stefnuyfirlýsingu sinni, að hún ætlaði að fylgja fram ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972 um út- færzlu fiskveiðilögsögunnar I 50 milur. Samið hefur verið við breta. Mikill áhugi er af islendinga hálfu á að leysa fiskveiðideiluna við vestur-þjóðver ja. Embættis- mannasendinefnd hefur nú átt viðræður við fulltrúa vestur-þýzku rikisstjórnarinnar og eru niður- stöður þeirra viðræðna nú til at- hugunar hjá rikisstjórninni. titfærsla fiskveiðilögsögunnar að ári krefst vandlegs undir- búnings. Til dæmis er enn óljóst um ýmis atriði varðandi markalinur milli landa eða eyja, sem óbyggðar eru eins og Rockall eða litt byggðar eins og Jan Mayen. Munu þessi mál skýrsast á framhaldsfundi haf- réttarráðstefnunnar i Genf, sem hefst 17. mars n.k. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar I 200 sjómílur er lokamarkið I þeirri viðleitni og stefnu Islendinga, sem mörkuð var með landgrunnslög- unum frá 1948 og lokasigur i barátt- unni fyrir útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Svo sem kunnugt er, er meiri hluti rikja heims eindregið fylgj- andi óskertri 200 milna efnahags- lögsögu og yfirgnæfandi likur eru fyrir að a.m.k. 2/3 rikja heims muni samþykkja slíka lögsögu með einhverjum fyrirvörum þó. A hafréttarráðstefnunni i Genf i vor munu ýmis riki sækja fast að fá umþóttunartlma, eftir að ákveðin hefur verið viðari lögsaga en áöur. Þær þjóðir, sem veiðar stunda á fjarlægum miðum, krefjast bæði sögulegs réttar innan væntanlegrar 200 milna efnahagslögsögu og umþóttunartima. Væntanlega verða einnig uppi háværar kröfur um skyldu strandrikja til að afhenda öðrum þjóðum það fiski- magn, er strandrikið nýtir ekki, og um gerðadóm i deilum um slika skyldu. Verður það eitt helzta verk- efni Islenzku sendinefndarinnar á hafréttarráðstefnunni að reyna að afstýra þvi, að slikar kröfur nái fram að ganga. Utanríkismál Við framkvæmd utanrikisstefnu sinnar mun rikisstjórnin leggja áherzlu á þátttöku íslands I starfi Sameinuðu þjóða, samstarf Norðurlanda, varnarsamstarf vesirænna rikja, samstarf þjóða Evrópu og þátttöku íslands i þeim aögeröum, sem ætlað er að bæta sambúð austurs og vesturs. Þá styður rikisstjórnin eindregið alla viðleitni til að vernda mann- réttindi, auðlindir og umhverfi með alþjóðlegri samstöðu. Þróun alþjóðamála I okkar heimshluta hefur undanfarin ár einkennst af viðleitni rikjanna i austri og vestri til að minnka spennuna i samskiptum sínum og bæta sambúðina milli ólikra stjórn- kerfa. Arangur þessarar viðleitni er ekki kominn i ljós, þótt andrúmsloftiö hafi breyzt. Þvi miður blasir sú staðreynd við, að gangur mála á öryggisráð- stefnu Evrópu er mun hægari nú en búist var við i upphafi. óvist er hvenær fyrsti áfangi næst I samningaviðræðunum um samdrátt herafla I Mið-Evrópu, sem hófust i fyrra. Bandarikjunum og Sovétrikjunum hefur ekki tekist þrátt fyrir Itrekaðar tilraunir að finna nýjan samningsgrundvöll I viðræðum sinum um takmörkun gjöreyðingarvopna — SALT-við- ræðunum svonefndu. Við stöndum á þeim timamótum nú, að verulega reynir á samstarfs- vilja rikjanna I austri og vestri. Samningaviðræðurnar hafa leitt i ljðs hver ágreiningurinn er, en eftir er að jafna hann. Markmið Atlantshafsbandalags- rikjanna i viðræðunum við rikin i austri er skýrt. Þau vilja efla friðinn með þvi að draga úr spenn- unni. Leiðin að markmiðinu hefur einnig verið mótuð. Allur samdráttur herafla skal vera gagnkvæmur hjá báðum aðilum. Að öðrum kosti raskast rikjandi jafnvægi, og það gæti leitt til hættu- ástands. öll hlýtur okkur að dreyma um þá framtið, að ekki verði lengur nauðsynlegt að tryggja friðinn með vopnum. Sú framtiðarsýn verður ekki að veruleika, ef við röskum þvi friðarkerfi, sem við nú búum við. í stefnuyfirlýsingu sinni lýsir rikisstjórnin yfir stuðningi við aðild Islands að Atlantshafsbanda- laginu. Þar segir jafnframt, að viðræðum við bandarikjamenn um fyrirkomulag varnarmáianna skuli haldið áfram með það fyrir augum, að Keflavikurstöðin geti gegnt hlutverki sinu i samræmi við öryggishagsmuni Islands á hverjum tima. Framhaldsvið- ræðurnar fóru fram i Washington 26. september siðastliðinn, og utan- rikisráðherra náði samkomulagi við bandarikjastjórn um ýmsar breytingar á framkvæmd varnar- samningsins. Þetta samkomulag hefur nú verið formlega staðfest og endúrskoðuninni samkvæmt 7. gr. varnarsamningsins er þar með lokið. Akveðið hefur verið, að varnar- liðsmönnum skuli fækkað um 420 menn, en þeir hafa einkum verið bundnir við störf, sem ekki eru hernaðarlegs eðlis. Varnarliðið mun aðstoða við að þjálfa Islendinga til að taka við þessum störfum. Þá hefur einnig verið ákveðið, að allir varnarliðsmenn veröi búsettir á vallarsvæðinu svo fljótt sem auðið er og munu banda- rikjamenn byggja Ibúðarhúsnæði I þessu skyni fyrir varnarliðsmenn á næstu þremur árum. Aðskilja skal almenna flugstarfsemi frá varnar- stöðinni og munu bandarikjamenn taka þátt i þeim kostnaði, er af þvi hlýzt, sem og almennum endur- bótum á Keflavikurflugvelli. Þess verður að sjálfsögðu gætt, að fram- kvæmdirnar leiði ekki til óæski- legra þensluShrifa. Rikisstjórnin mun hafa öryggis- málin til Stöðugrar athugunar og taka þær ákvarðanir innan ramma varnarsamningsins, sem hún telur nauðsynlegar. Að sjálfsögðu verður haft náið samstarf við utan- rikismálanefnd Alþingis um þennan þátt utanrikismálanna sem aðra. Rikisstjórnin mun fagna öllum umræðum um utanrikis- og varnarmál á Alþingi, þvi að aldrei veröur nægilega oft endurtekið, hve Islendingum er nauðsynlegt að halda uppi stöðugri athugun á öryggishagsmunum sinum og al- mennri stöðu sinni i heiminum. Hér verður ekki fjallað að öðru leyti um óinstaka þætti utanrikis- mála, enda gefst til þess sérstakt tækifæri á hverju þingi. Þó vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að minna á nauðsyn þess, að við eigum greiðan aðgang að evrópskum mörkuðum fyrir fram- leiðsluvöru okkar, svo að við séum ekki bundin of fáum viðskipta- löndum. 1 þvi tilliti er brýnt, að viðskiptasamningur okkar við efnahagsbandalagið öðlist fullt gildi, svo að sala sjávarafurða strandi ekki á tollmúrum þess. Endurskoðun stjórnarskrárinnar Allt frá þvi að stjórnarskrá lýð- ' veldisins tók gildi 1944 hafa verið uppi áform um endurskoðun hennar.Fram til þessa hafa menn ekki orðið sammála um neinar meginbreytingar hins vegar hefur ákvæðunum um kjördæmaskipun og fjölda þingmanna verið breytt einu sinni, 1959. Sérstök nefnd vinnur nú að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og hefur hún leitað eftir ábendingum og tillögum með opinberri auglýsingu. A næstu mánuðum mun hún taka til við að kanna þær tillögur um breytingar, sem henni berast. Lokaorð Herra forseti. Stefnuræðan hefur að þessu sinni einkúm fjallað um fjóra megin- málaflokka: efnahags- og kjara- mál, eflingu atvinnulifsins i heild, án þess að farið hafi verið orðum um einstaka þætti þess, hafréttar- málefni og utanrikismál með sér- stöku tilliti til varnarmála. Verk- efni rikisstjórnarinnar er-u að sjálf- sögðu mun fleiri. Kemur það m.a. fram á skrá þeirri, sem fylgir þessari ræðu, en þar er greint frá þeim lagafrumvörpum, sem einstök ráðuneyti hafa i undir- búningi og verða m.a. væntanlega lögð fyrir þetta þing. Ásamt traustum efnahag er likamlegt og andlegt atgervi þjóðarinnar forsenda allra fram- fara. Eigi þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þess, að heilsugæzla, hverju nafni, sem nefnist, fullnægi kröfum timans. Sú staðreynd blasir við, að allir ibúar landsins sitja ekki við sama borð i þeim efnum. Úr þvi þarf að b.æta eftir föngum. Ljóst er, að vart verður unnt að veita jafnmiklu fjármagni til þessara mála og æskilegast verður talið, og þvi þarf að nýta fjár- veitingar sem bezt. Að þvi mun rikisstjórnin vinna. Sjálfstæði Islands sækir afl sitt til islenzkrar menningar. An eigin menningararfs og menningarlifs væri vegur íslendinga litill i sam- félagi þjóðanna. Visindi og menntun eru hornsteinar nútima þjóðfélags. Menntun hefur i senn gildi fyrir einstaklinginn og þjóð- félagið. Áherzla verður m.a sér- staklega lögð á tengsl skólastarfs og atvinnulifs, verk- og tækni- menntun og fræðslu fullorðinna. Orö eru til alls fyrst. En stefna án viljafestu til að framkvæma hana má sin lítils. Nauðsynlegt er, að hver og einn leggi sitt af mörkum, svo að góð áform nái fram að ganga. Við höfum lengi talað um böl verðbólgunnar og nauðsyn þess að bæta kjör hinna lakast settu. Nú er sá prófsteinn fyrir okkur lagður, hvort okkur sé alvara. Auðvitað eru hagsmunaátök i þjóðfélagi okkar og ágreiningur um skiptingu þjóðartekna. En erum við menn til þess að komast hjá þvi, að átök verði að árekstrum? Getum við jafnað ágreining með friðsamlegum hætti? Höfum við biðlund til þess að ná viðspyrnu gegn verðbólgu? Ef ekki, þá er sjálfgert að hætta að tala um böl verðbólgunnar og kjarabót til hinna lakast settu.' Miklir erfiðleikar i efnahags- málum steðja nú að um heim allan. íslendingar eiga einnig við sina erfiöleika að striða. Sameinuð þjóð getur sigrast á slikum erfiðleikum, en ekki sundruð þjóð. Arangur getum ekki náðst, ef stétt stendur gegn stétt, launþegar gegn fyrir- tækjum, þéttbýli gegn strjálbýli, riki gegn sveitarfélögum. Rikisstjórnin nýtur viðtæks stuðnings meðal þjóðarinnar og mikils meirihluta á Alþingi. Hún hefur ekki I huga að beita afli sinu til sundrungar. Rikisstjórnin vill hvetja hagsmunasamtök I þjóð- félaginu og flokka I stjórn og stjórnarandstöðu til samstarfs, svo að við getum með sameinuðu átaki sigrast á þeim vanda, sem við okkur blasir. Vegna timamarka samkvæmt þingsköpum kann ræðan að styttast i flutningi. 0 V-Þjóðverjar og fremst af „principástæðum” og svo hinu, að allt, sem Þjóð- verjar eru að bjóða fram eru hreinir smámunir miðað við þau stóru þjóðarverðmæti sem i húfi eru, er öryggi og nýting fiski- stofnanna við Island eru i veði. Þvi koma engir samningar til greina við Þjóðverja nú og krefj- ast verður, að þeir sem vinaþjóð sýni skilning á stöðu íslands og fiskistofnanna við ísland og kalli nú þegar togara sina burt af Is- landsmiöum. Nýir blaða- menn á Al- þýðublaðinu Nokkrir blaðamanna Alþýðu- blaðsins létu mjög snögglega af störfum um mánaðamótin eins og frá hefur verið skýrt hér I blað- inu. Nú hafa nýir menn ráðizt til starfa við blaðið, þannig að út- gáfa þess er tryggð hvað mann- afla áhrærir. o Sjólfstæði frumvarpið, þegar það var lagt fram I fyrra fyrir árið 1974, þá er hækkunin 65%. Þetta fjárlaga- frumvarp sannar betur en nokkuð annað það sem ég hef haldið fram, að til þess að lækka fjárlög þarf að breyta lögum, sem ákveða útgjöld rikisins, þvi að mikill hluti fjárlaganna er bund- inn af lögum, sem alþingi hefur samþykkt. Siðar i ræðu sinni vék Halldór E. Sigurðsson að þingrofinu og kosningunum s.l. vor. Hann sagði: ■ — Framsóknarflokkurinn stofnaði til alþingiskosninganna i júni s.l. til þess að samstæður meirihluti gæti myndazt á alþingi til að leysa þánn efnahagsvanda, sem þjóðin á við að búa, þar sem ekki tókst um það samstaða án kosninga. Fyrir kosningar lýsti Framsóknarflokkurinn þvi yfir, að hann væri fylgjandi áfram- haldandi samstarfi með þeim flokkum, sem hann vann þá með, ef þeir næðu þeim þingmeiri- hluta, sem með þyrfti og sam- staða næðist þeirra I milli um lausn efnahagsvandamálanna. Eða að útfærsla yrði frekar á þann væng stjórnmálanna, ef samstaða næðist um það. Hins vegar væri það fjarri honum, að útiloka samstarf við nokkurn flokk i landinu. Hann taldi það sitt höfuðverkefni með kosningunum aö ná þingmeirihluta, sem standa vildi að aðgerðum i efnahags- málunum, sem mætti að gagni koma. 1 samræmi við þetta stóð Framsóknarflokkurinn að tilraun til stjórnarmyndunar með þeim flokkum, sem telja sig vinstra megin i stjórnmálum. Þær strönduðu á óbrúanlegri andstöðu Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokks hvor til annars. Um það veröur ekki deilt með rökum, þvi að um það vitna þeirra eigin blöð, þ.e, skrif þeirra meðan á stjórnarsamningaviðræðum stóð og eftir að upp úr þeim slitnaði. Stjórnarsamvinna Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins byggist á þvi, að þessir flokkar komu sér saman um að freista þess að leysa efnahagsmálin og halda áfram byggðastefnunni i landinu, sem Framsóknar- flokkurinn gerði einnig að skilyrði fyrir þátttöku sinni I ríkisstjórn. Halldór E. Sigurðsson lauk máli sinu þannig: Aðgerðir þær, sem gerðar hafa verið af hálfu núverandi rikis- stjórnar i efnahagsmálum eru miðaðar við þessi takmörk, og starfsemi rlkisstjórnarinnar framvegis mun byggjast á þvi, að reyna að hafa hemil á efnahags- málum þjóðarinnar, og að full at- vinna haldist i landinu með þvi að treysta stöðu atvinnuveganna. Stöðu þjóðarinnar út á við verður að bæta frá þvi sem nú er. Það verður að gera með stóru átaki i sölu framleiðsluvara okkar og þjóðin verður einnig að gæta hófs I innflutningsverzlun sinni svo að gjaldeyrisstaðan verði traust. í ræðu minni hér að framan hefi ég gert grein fyrir þvi, að verri viðskiptakjör og sölutregða á is- lenskum framleiðsluvörum, ásamt of mikilli kröfugerð veldur fyrst og fremst erfiðleikum i efnahagskerfinu. Af hálfu Framsóknarflokksins hefur hvorki skort aðvaranir né tillögugerð til lausnar efnahags- vandanum. Hans er ekki sökin þó aðgerðir yrðu ekki gerðar þegar i fyrra vetur, sem farsælast hefði reynzt. Framsóknarflokkurinn telur, að kjósendur hans geri þær kröfur til þingmanna sinna, að þeir láti hagsmuni og heill þjóðarinnar sitja I fyrirrúmi og séu ábyrgir i afstöðu sinni til málefna. Þess vegna halda þeir áfram þeirri vinnu, sem hafin var i tið fyrrver- andi rikisstjórnar undir forystu þáverandi forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar, með full- tingi alls þingliðs Framsóknar- flokksins, að vinna bug á þeim efnahagsvanda, sem nú er við að fást. Það er langt frá þvi, að veru- legur árangur hafi náðst i þvi verki ennþá. Meðan vinstri stjórnin sat að völdum naut þjóð- in þess góðæris, sem þá var i landinu. Það verður þá einnig að vera hlutskipti hennar nú, að axla byrðarnar með réttlátum hætti til þess að tryggja það sem mestu máli skiptir, atvinnuöryggi og efnahagslegt sjálfstæði sitt. Enda er hún betur undir það búin nú en áður vegna útfærslu landhelginn- ar og þeirra nýju atvinnutækja, sem hún hefur aflað sér á siðustu árum. Þjóðina á þvi hvorki að skorta þrek né úrræði til þess að ganga með sigur af hólmi úr þeirri viðureign. Samtök garðyrkjubænda: Vilja söluskatt af grænmeti afnuminn Samband garðyrkjubænda er eins og heitið ber með sér, banda- lag garðyrkjubændafélaga lands- ins, en þau eru 4 að tölu i helztu jarðhitahéruðum landsins. Árlegur aðalfundur Sambands- ins var haldinn I Reykjavik þann 18. okt. sl. að viðstöddum fulltrú- um úr öllum félögunum. Á dag- skrá voru ýmis mál og m.a. sam- þykktar eftirfarandi framkomnar tillögur: t fyrsta lagi: um að beina þeim tilmælum til stjórnar sambands- ins, að hún vinni ötullega að þvi, að fá söluskatt af grænmeti af- numinn og leita samráðs við Sölu- félag garðyrkjumanna um málið. t ööru lagi: að vinna að þvi, að samtök garðyrkjubænda fái öll réttindi I hendur til blómainn- flutnings. Var það samróma álit fundarins, að aðeins með þvi móti væri unnt að koma i veg fyrir, að blómainnflutningur hefði trufl- andi áhrif á sölu innlendrar blómaframleiðslu, eins og oft hefði gerzt að undanförnu. t þriðja lagi var samþykkt, að óska eftir þvi að fá fulltrúa garð- yrkjubænda til setu á fundum til- raunaráðs landbúnaðarins. Jafn- framt lýsti fundurinn ánægju sinni yfir þvi, sem áunnist hefði á sviði garðyrkjutilrauna. í fjórða lagi var gerð eftirfar- andi samþykkt varðandi Garð- yrkjuskóla rikisins: „Aðal- fundurinn leyfir sér að vekja at- hygli á þvi, að enn er ekki lokið uppbyggingu Garðyrkjuskólans á Reykjum, sem hafizt var handa um árið 1961. Slikt seinlæti, sem hér um ræðir, er með öllu óviðun- andi og sýnilegt er, að þegar á næsta ári verður ekki unnt að taka inn nemendur og framfylgja kennslu samkvæmt gildandi reglugerð skólans. Það er þvi ein- dregin áskorun aðalfundar Sam- bands garðyrkjubænda til stjórn- valda, að garðyrkjuskólinn fái þegar nægilegt fjármagn til þess að geta lokið nauðsynlegum framkvæmdum, sem þegar hefur orðiö allt of langur dráttur á vegna þess hversu árlegar fjárveitingar hefa verið ófullnægjandi.” Núverandi formaður Sambands garðyrkjubænda er Emil Gunn- laugsson, Laugarlandi, Hruna- mannahreppi. Fjarvinnsla í tölvu — nýjung hjá KEA HJ-Reykjavik. KEA mun á næst- unni taka tölvutæknina i þjónustu sina. Unnið er að þvl, að tekin verði upp tölvuvinnsla til að færa bókhaid og gera þær marghátt- uðu skýrslur, sem krafizt er. Gangi allt samkvæmt áætlun veröur unnt aö taka hluta bók- haldsins, þ.e viðskiptamannabók- hald, innlánsdeild og iaunaút- reikninga, I tölvu um eöa eftir næstu áramót. Hinnýja tölva SÍS veröur notuð til úrvinnslu, en upplýsingar sendar frá Akureyri um sima- linu. Gagnaskráningartæki, prentvél og sendi- og móttöku- tæki, sem einnig má nota til skráninga, verða staðsett á Akureyri. Þessi tæki eru af IBM- gerð og þess má geta, að þetta verður fyrsta umtalsverða fjar- vinnslan um langa vegalengd, sem fram fer hér á landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.