Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.11.1974, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 6. nóvember 1974. TÍMINN Stundum erfitt að líta upp til hinna vígðu bræðra okkar — segir sóknarnefndarformaður Hallgrímssöfnuðar HJ-Reykjavik. Nú standa fyrir dyrum prestskosningar i Hallgrimsprestakalli. Dr. Jakob Jónsson sóknarprestur hefur sagt embætti sinu lausu og mun lik- lega kveðja söfnuðinn fyrir ára- mót. Embættið var auglýst laust til umsóknar i byrjun októbermánaðar, en umsóknar- frestur rann út 1. nóvember s.l. Umsækjendur um brauðið voru þrir, séra Karl Sigurbjörnsson. séra Kolbeinn Þorleifsson og séra Páll Pálsson. Allmikill styrr hef- ur staðið, nú fyrir kosningarnar, og m.a. ásakaði einn umsækjenda, séra Kolbeinn, út- varpið fyrir að taka þátt i kosningabaráttunni einum umsækjenda til framdráttar. Málið er þannig vaxið, að tveimur dögum áður en umsóknarfrestur rann út, var lesið i útvarpinu erindi, sem hr. Sigurbjörn Einarsson biskup hafði flutt árið 1944, en hann var þá sóknarprestur i Hallgrims- prestakalli. Erindið nefnist „Vér skulum fara til að byggja”. Nú vill svo til, að einn umsækjenda, séra Karl er sonur biskups og sagði séra Kolbeinn i viðtali við dagblaðið Visi, útvarpið ekki gæta hlutleysis sins með þvi að útvarpa erindi föður eins umsækjendanna tveimur dögum H rossa-útf lutni ng- ur mun minni á ár gébé Reykjavik. — Hrossa-út- flutningur verður um helmingi minni I ár, heldur en i fyrra. Þetta eru án efa áhrif oliukreppunnar, sagði Agnar Tryggvason hjá Sambandinu. Flutningsgjöld hafa hækkað að minnsta kosti um 30%, bæði innanlands og utan. Sambandið seldi hross fyrir um sjötiu milljónir siðastliðið ár, eða 900 hross. í ár munu ekki vera flutt nema 450 hross út, að and- virði um þrjátiu og fimm milljón- ir króna. Nú virðist þó, sem áhugi og eftirspurn sé að aukast hjá er- lendum aðilum, þannig að búizt er við, að þegar liður á veturinn og fram á næsta vor, aukist út- flutningurinn mikið frá þvi sem hefur gerið I ár. Það er V-Þýzkaland, sem er stærsti kaupandinn, þá kemur Noregur, Danmörk og Holland. Einnig eru hrossin flutt út til Fær- eyja, Sviþjóðar, Austurrikis, Frakklands Sviss og Bretlands. Flutningarnir fara nú orðið að- 100 ár frá fæðingu Ingóifs í Fjósatungu 1 dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Ingólfs Bjarnarsonar i Fjósatungu. Ingólfur fæddist I Haga I Gnúpverjahreppi 6. nóv. 1874. Ingólfur gengdi fjölmörgum trúnaöarstörfum um ævina. Hann var formaður stjórnar Sambands Islenzkra samvinnufélaa 1913- ’36 og hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn 1922-’33. Hann stundaði kennslu og var lengi bæjarfógetaskrifari á Akureyri og var þá oft settur bæjarfógeti og sýslumaöur. Ingólfur lézt I Reykjavik 1936. eins fram með flugvélum, og er það fyrirtækið Iscargo sem þá hafa stundað. Iscargo hraktist úr landi meö starfsemina á sínum tima, og hafði bækistöðvar sinar I Ostende I Belgiu. Nú hafa hrossa- flutningarnir komið fótum undir fyrirtækið að nýju, þannig að þeim er kleift að hafa bækistöðv- ar sinar hér á landi aftur. Ingólfur tungu. Bjarnarson I Fjóia- Tankvæðing hjd mjólkur- samlagi KEA HJ-Reykjavik. Mjólkursamlg KEA á Akureyri hefur nú yfirað ráða fjórum mjólkurtankbilum. Tankvæbingin er óðum aö ryðja sér til rúms og i sumar var lokið tankvæðingu i þremur deildum félagsins, þ.e. Hrafnagilsdeild, Saurbæjardeild og Höfð - hverfingadeild. Auk þess var tankvæðing þegar hafin i Strandardeild og Öngulsstaða- deild. Um siðustu mánaðamót fluttu mjólkurtankbllarnir fjórir þvi mjólk frá 137 bæjum úr þess- um 5 félagsdeildum. Bændur i Akureyrardeild, Glæsibæjardeild, Hörgárdal og Öxnadal samþykktu á fundi ný- lega að hefja tankvæðingu hjá sér næs.ta sumar. Verður þá væntan- lega bætt við einum mjólkur- tánkbil. áður en umsóknarfrestur rann út. Einn umsækjendanna, séra Páll Pálsson, dró umsókn sina til baka og sagðii viðtali við Visi, að óeölileg vinnubrögð hefðu verið viðhöfð i sambandi við væntan- legar prestskosningar, og hefði hann ekki áhuga á að verða aðili að þvi, sem nú væri að gerast á Skóla vörðuholtinu. Timinn sneri sér til Hermanns Þorsteinssonar, formanns sóknarnefndar Hallgrimspresta- kalls. Hermann var fremur ófús til að tjá sig um máliö, en kvaðst þó undrast fjarstæðukennd ummæli, er dagblaðið Visir hefði eftir séra Kolbeini Þorleifssyni og hryggjastyfir þvi, er séra Páll Pálsson léti blaðið hafa eftir sér i siöustu viku. „Það er ómaklegt. — Ég hefði betur skilið, ef séra Kolbeinn, hefði orðið óhress yfir þvi að frétta, er hann kom frá Kaupmannahöfn i síðustu viku, að séra Páll hefði látið sig hafa það, að koma tvisvar fram i helgistund sjónvarpsins á sunnudagskvöldum, eftiraðhann haföi sótt um prestsembættið hjá Hallgrimssöfnuði. Það hefði hann ekki átt að gera, vel þekkjandi orðin, „það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Við leikmenn i þjónustu kirkjunnar viljum gjarnan lita upp til hinna vigðu bræðra okkar, en það reynist stundum erfitt. Ekkert er við þvi að segja, að nokkurs glimuskjálfta gæti einnig I sambandi við prestskosninar, en allt kapp er bezt með forsjá og drengskap,” sagði Hermann Þor- steinsson að lokum. 54.500 fjár slátrað í haustslátrun KEA HJ-Reykjavik. Slátrun I sláturhúsi KEA á Akureyri hófst 11. september s.l. og skömmu siðar I sláturhúsum félagsins á Dalvik og Grenivfk. Sláturtlð lauk svo þann 23. október. I haust var alls slátraö i sláturhúsum félagsins um 54.500 fjár. Þar af var slátrað tæplega 37.000 fjár á Akureyri u.þ.b. 12.000 á Dalvik og 5.500 á Grenivlk. Nú I nóvember verður svo stór- gripaslátrun og eru horfur á mikilli nautgripaslátrun. a. 1 Skólamál á Austurlandi Vilhjálmur Hjálmarsson menntamáiaráð- herra skrifar grein I Austra 31. f.m. um skólamál á Austurlandi. I greininni segir m.a.: „Austfirðingar hafa nú þegar mörg járn í eldi i skólamálum fjórðungsins og stór verkefni eru framundan. Hér sem annars staðar þarf aö framkvæma nýja löggjöf og er það eitt ærið viöfangsefni. Fræðsluskrifstofa verður sett á stofn innan tiðar samkv. grunnskólalögunum. Þar á að vinna hluta af þvi starfi sem nú er unnið I ráðuneyti menntamála. Þeirri stofnun er ætl- að að færa verk og vald heim I hérað og spara að nokkru sporin — til Reykjavikur. Menntaskóli með svokölluöu fjölbrautarsniði er I mótun og svo iðnfræðslumálin I fjórðungnum. En raunar er iönlöggjöfin sjálf I endurskoðun og verið að hefja undirbúning að gerð nýrrar náms- skrár fyrir iönfræðsluna. Mjög viða er unnið að nýbyggingu skóiamannvirkja á Austurlandi og á ófáum stöðum eru umfangsmiklar skóiabyggingar að rfsa af grunni þar sem notast hefur verið viö „gömlu skólahúsin til þessa”. Enn eru til sveitarfélög sem ekki eiga kennsluhúsnæði. En einnig þar virðist úrlausn i nánd, fengin með frjálsu samstarfi fleiri aöila eftir þvi sem viö á á hverjum stað. 1 vaxandi mælier nú að takast samstarf um skólamálin með þétt- býliskjörnunum og byggðunum, sem að þeim liggja. Dæmigerðir fyrir slfkt samstarf eru þeir hættir sem nú eru upp teknir á Vopna- firði með samtengingu heimavistarskólans á Torfastöðum og skól- ans á Tanganum. Var gert sérstakt átak I vegamálum til að auð- velda þetta samstarf.” Samvinna um fræðslumól t grein menntamálaráðherra segir enn fremur: „Á seinustu árum hafa augu manna upplokist og flestir skilja nú nauösyn þess að hjálpa ungmennum, sem eiga bágt iskóla. Vandasamt er oft að afla slikrar hjálpar og hún kostar fjármuni. Nýstofnað, en nokkuð öflugt foreldrafélag, kemur nú til hjálpar við skólafólkiö á þessu sviöi. Eykur það llkur á sæmilegum árangri. Á fleiri sviðum fræöslumálanna, sem oft hafa orðið nokkuð útund- an, hafa áhugahópar komið til liös viö skólana. Svo er t.d. um tón- mennt, Hkamsrækt og verkþjálfun. En betur má ef duga skal. Ljóst er öilum, sem eitthvað þekkja til, að Austfirðingar sitja ekki auöum höndum aö þvf er varðar skólamái fjórðungsins og munu þó eiga fullt I fangi að fullnægja kröfum nýs tfma og óvéfengjanlegri þörf. Riður þvi á miklu aö sem bezt samstarf sé með skólafólkþ sveitarstjórnum og þingmönnum, svo og stjórnvöldum öllum, sem um þessi mál eiga að fjalla.” Þ.Þ. Dalvík: AAikill afli á land — stöðug vinna í frystihúsi KEA HJ-Reykjavik. Fyrstu átta mán- uði þess árs tók frystihús KEA á Dalvik á móti 3.450 smálestum af fiski, en á sama timabili i fyrra bárust þangað 2.260 smálestir af fiski. 1. september i ár höfðu ver- ið fluttir út 46.700 kassar af freö- fiski, en I fyrra voru þeir 19.500 á sama tima. Stöðug vinna hefur verið i frystihúsinu frá þvl um miðjan febrúar og enginn virkur dagur fallið úr. Mánuðina júni, júli og ágúst var unnið á tveimur 8 tima vöktum, 60-70 manns á hvorri vakt. A Dalvik hafa lagt upp afla sinn hinir nýju togarar Dalvik- inga, Björgvin og Baldur, heima- bátarnir og stöku sinnum Akur- eyrartogararnir. Einnig hefur fiskur verið sóttur á bilum til Akureyrar og Húsavikur. Frystihús KEA á Dalvik flutti þann 17. september s.l. i fyrsta sinn nýjan bátafisk með flugvél frá Akureyri til Zeebrugge i Belglu. Var þar um að ræða 12.5 smálestir af steinbit, skarkola, smálúðu, ýsu og þorski. Onnur slik ferð var farin 3. október s.l. og þá flutt úr 12 smálestir af fiski. Má búast við að fleiri slikar út- flutningstilraunir verði geröar, þótt þeim fylgi ýmsir örðugleik- ar. Hnífstungumólið: Líðan piltsins betri gébé-Reykjavik. — Liðan piltsins, sem varð fyrir hnifsstunguárás- inni aðfaranótt laugardagsins á Akranesi, var heldur betri i gær- kvöldi. Guðjón Guðmundsson, yfirlæknir á Akranesi, sagði þó, að hann væri ekki úr allri h.ættu enn, en næstu sólarhringar myndu skera úr um hvernig færi. Hnlfurinn, sem Sigurður Guðjónsson var stunginn með, snerti hjartað, og gat yfir- læknirinn ekki sagt um hvort að sárið kæmi til með að há piltinum I framtiðinni, aðeins timinn gæti skoriö úr um það. Lögreglan á Akranesi vinnur enn aö rannsókn I málinu, þó aö það sé upplýst, þvi hinn nitján ára piltur játaði fljótlega á sig verknaðinn eftir aö hann hafði verið tekinn fastur. Komið hefur I ljós að Sigurði og árásarmanninum varð sundur- orða snemma á laugardagskvöld, og mun það sennilega vera orsök tilræðisins. Mikill fjöldi af vitnum hefur verið yfirheyrður, þvi að eins-og áður hefur komið fram, gerðist þetta fyrir utan hótelið á Akra- að ljúka og nesi, um það bil sem dansleik var staðnum. var fjöldi manns á Höfðingleg gjöf DANSKUR vinur og veigjörðar- maður Skálholts, Kaj Kaae Sörensen, forstjóri var hér á ferö um siðustu helgi ásamt konu sinni. Fóru þau til Skálholts sl. sunnudag, með biskupi og nokkr- um vinum sinum. Við athöfn I Skálholtskirkju af- henti Kaj Kaae Sörensen biskupi peningagjöf tii Skálholts sem nemur um 600 þús. isl. kr. Það er ósk getandans, aö þessu fé veröi varið til að styrkja útgáfu bókar um endurreisn þá, sem oröin er i Skálholti. Dráttarbátur á leið með Stolt Vista til Noregs Gsal-Reykjavik. — Norska flutningaskipið, Stolt Vista, sem vélvana varð rúmlega 150 sjónilur suö-austur af Stokksnesi fyrir nokkru, er sprenging varö i vélarrúmi, er nú á leið til Noregs og hefur hollenzkur dráttarbátur flutningaskipið I togi. Tveir skipverja á Stolt Vista liggja i sjúkrahúsi i Færeyjum mikið brenndir. Varðskipið Þór var nálægt skipinu i fyrrinótt til aðstoðar ef með þyrfti. Um nóttina gekk veður niður á þessum slóðum, en i fyrradag hafði verið mjög slæmt veður á þessum slóðum. I gær- morgun um klukkan tiu, kom Hvitabjörninn að flutninga- skipinu ööru sinni og sóttu þeir annan ' brenndan mann yfir i Stolt Vista. Þegar maðurinn var kominn yfir i Hvitabjörninn hélt skipiö þegar með hann til Fær- eyja I hendur lækna. Þriðji maðurinn, sem brenndist leldsvoðanum iStolt Vista, þurfti hins vegar ekki á sjúkrahúsvist i Færeyjum að halda og fór hann með flutningaskipinu áleiðis til Noregs. Hollenzki dráttarbáturinn Utrektkom að Stolt Vista laust fyrir klukkan ellefu og var strax komið taug á milli skipanna. Stuttu siðar héldu skipin áleiðis til Noregs, — en varðskipið islenzka hélt áleiðis til Islands með báöa sjúkraliðana bandarisku, sem stukku úr Herkúles-vél, björgunarmiðstöðvarinnar á KeflavikurUugvelli i sjóinn, og veittu hinum brenndu mönnum læknishjálp. Fyrir hádegi hringdi björgunarmiðstöð danska flotans i Færeyjum til SVFÍ, og greindi frá þvl, að Hvitabjörninn væri lagður af stað til Þórshafnar og ennfremur tilkynntu þeir, aðþeir hefðu móttekið skilaboö frá skipstjóra Stolt Vista, þar sem har.n þakkaði öllum, sem i hlut áttu, fvrir hjálpina, bæði hvað varöaöi skipið og skipsáhöfnina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.