Tíminn - 05.12.1974, Page 2

Tíminn - 05.12.1974, Page 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 5. desember 1974. Fimmtudagur 5. desember 1974 Vatnsberinn (20. jan. — 18. febr.) bað er hætt við þvi, að þú megir ekki gera þér vonir um aðstoð eða hjdlp frá neinum áhrifamiklum i dag. En þú skalt búa þig undir að láta undan starfsfélögum þinum og leggja áherzlu á að koma ýmsu fram eftir óvenjulegum leiðum. Fiskarnir (19. febr. — 20. marz.) bú skalt hafa augun hjá þér i dag, sérstaklega hvað varðar alla vélræna hluti. t starfi þinu get- ur ýmislegt og harla óvenjulegt komið fyrir i dag — og þú skalt vera þvi viðbúin að þurfa að gefa fljót svör og skýr. Hrúturinn (21. marz — 19. april) bú skalt renna huganum að fjármálunum hjá þér i dag. bað er ýmislegt sem þarf athugunar við, fleira en þú heldur. bað er svo sem engin ástæða til að vera með áhyggjur en þú gætir komiðýmsu i lag með þvi að brjóta heilann. Nautið (20. april — 20. mai) bolinmæði þin og þrautseigja verða til þess að bjarga þvi, sem bjargað verður i einhverri and- stöðu, sem þú lendir i við ættingja þina. bað væri hyggilegt af þér með tilliti til þessa að fresta ýmsum fyrirhuguðum aðgerðum. Tviburarnir (21. mai — 20. júni) Leynimakk er fráleitt i dag. bú skalt ræða málin og semja fyrir opnum tjöldum, þó að þin sé freistað ærið sterklega. Likaminn hefur orðið útundan. Sýndu honum meiri umhirðu og ræktarsemi. bjálfun er heppileg og holl. Krabbinn (21. júni — 22. júli) Útgjöldin hjá þér færast i aukana, en þaö er algjör óþarfi að vera að auka enn á þau með alls konar óþarfa innkaupum. bað lltur út fyrir að eldra fólk þurfi mjög á tillitssemi þinni að halda. betta eykur á ábyrgð þina. Ljónið (23. júli — 23. ágúst) i dag ættirðu að hafa fyrir kjörorð að flýta þér hægt. Hitt er annað mál, að þú ættir að kappkosta að gera upp ógreidda reikninga, og þá fyrst geturðu slappað af. Kvöldið hefur sinar skemmtiiegu hliðar. Jómfrúin (24. ágúst — 22. sept) bú skalt halda þinu striki. Ofgar og smáatriði ættirðu algjörlega að leiða hjá þér, og meta einfaldleikann réttilega bað litur út fyrir, að þér berist einhverjar fréttir. bær gætu leitt til skoöanaskipta. Vogin (23. sept. — 22. okt.) Nú er komið að þér að gera þitt til að efla virðingu hjá þeim, sem þér þykir eitthvað til um. bað er eitthvað, sem þér hefur verið trúað fyrir. Ráðstafafaðu þvi ekki fyrr en þú ert viss um, að ráðstöfunin sé rétt. Sporðdrekinn (23. okt. — 21. nóv). bað er mikiö um að vera hjá þér i dag, og allt, er starfinu viðvikur gengur fyrir, svo að fjölskyldan og félagslif verður að sitja á hakan- um. Afsakanir i ákveðnu máli skaltu bera fram nógu timanlega til að forðast vandræði. Bogmaðurinn (22. nóv. — 21. des.) bað getur vel verið, að þér leiðist óskaplega mikið þessi hversdaglegu, vanabundnu störf, en það kemur ekki að neinu haldi. bú getur ekki komið þér undan þvi að vinna þau. bað stoðar þér ekkert að reyna að þjösnast áfram i dag. Steingeitin (22. des. — 19. jan.) bú heíur möguleika á að ná prýðisgóðum árangri, en þvi aðeins að þú leysir þau vanda- mál, sem að höndum ber jafnóðum og þau skjóta upp kollinum. Haföu það hugfast, að þau snerta fleiri en þig. Einfaldasta lausnin kemur oft eftir samræður. UR EIK , TEAK OG PALESANDER ÖDÝRT OG HAC^KVÆMT Húsgagnavei'slun Reykjavíknr hí'. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 sf Hvaða tónlist er hornreka hjó útvarpinu? Nokkur orð um poppið og harmonikutónlistina i dtvarpinu. Nýlega var ég að blaða i Morgunblaðinu, en það geri ég oft, þvi eins og vænta má með jafn birðulegt og útbreitt blað eru þar mörg og margvisleg mál tekin til meðferöar. í áðurnefndu blaði sé ég að rekið hafði á fjörur blaðamannanna ungan mann og þeir af háttvislegri kurteisi tóku hann tali og þessi ungi maður hafði frá ýmsu að segja. Hann hafði ráðizt til útvarpsins og átti að sjá þar um og stjórna poppþætti, en starfsfólk tónlistardeildar útvarpsins var honum eitthvað óþægur ljár i þúfu, þvi fyrir þeim er poppið einungis hávaði og garg. Lái þeim hver sem vill, ég geri það ekki. Ungi maðurinn varð óánægður sagði upp starfi sinu og fór sina leið, og þá spurði blaðamaðurinn: Er popptónlistin að verða horn- reka hjá útvarpinu? —• bessi spurning og viðtalið við unga manninn varð til þess að ég gat ekki þagað lengur, enda erum við, sem unnum fagurri harmónikutónlist búnir að þegja allt og lengi. Við hefðum átt að vera búnir að láta heyrra frá okkur og það fyrir löngu, og reyna að fá þennan villimannlega popp- draug eitthvað minnkaðan i dag- skrá útvarpsins, og ef þessi gauragangurá aðryðja burt allri tónlist, úr dagskrá útvarpsins þá þarf ég að minnsta kosti ekki að ómarka mig viö að skrúfa þar frá þegar hljóoðfæraleikur er þar auglýstur og svo mun verða um fleiri. begar ég var að alast upp austur á Vattarnesi i Fáskrúðs- fjarðarhreppi á árunum fyrir og um eftir siðari heimsstyrjöldina, voru alltaf flutt harmonikulög i útvarpinu á föstudagskvöldum áður en auglýsingar fyrir kvöld- frettir voru lesnar, svo voru þessi lög flutt á anna dag i dagskránni og loks alveg lögð niður. bað heyrðust alltaf nokkur harmonikulög i danslagatima út- varpsins og lengi vel átti blessaður karlinn hann Júlarbo sina vissu syrpu þar með gömlu dönsunum en allt slikt er löngu búið að leggja niður. Einu sinni byrjuðu tveir þættir i útvarpinu annars vegar var jassþáttur sem Jón Múli þulur sá um og er reyndar með ennþá ööru hverju, hins vegar var svo harmonikuþáttur, sem Karl Jónatansson sá um með mikilli prýði og færhann hér þakkir fyrir þótt seint sé. begar Karl hætti tóku þeir við Henry J. Eyland og Högni Jónsson og þeim skal lika þakkað fyrir góða þætti. Reynir Jónasson skal lika fá þakkir fyrir góða þætti. Undir lok harmoniku- þáttanna voru svo einhverjir með harmonikuþætti i stuttan tima. en svo voru þeir alveg lagðir niður og nú er svo komið að á meðan poppið glymur i útvarpinu 2 á dag með bumbubarsmið, git- arhamranda, rafmagnsorgelvæli, auðvitað með viðeigandi neyðar- ópum frá þt-im. sem berja þessi hljóðfæri. fvrst morgunpopp i hálftima t'yrir hádegi og popp- horn seinni hluta dagsins ekki skemmri tima þá fáum við har- monikuunnendur tvö þrjú og kannski fjögur lög einu sinni i viku seint á þriðjudagskvöldum og I prentaðri dagskrá stendur, að þau eigi að vara i 15 minútur. en venjulega er klipið af þeim tima i báða enda. Fyrst er það kvöldsaga, sem oft fer inn i þessar 15 minútur og svo er það þáttur, sem Björn Th. Björnsson sér um Hann þarf stundum að byrja fyrr en honum er ætlað samkvæmt prentaðri dagskrá og þá veröa harmoniku- lögin bara tvö. Til hvers er verið aö leika þessi lög? Er það bara gert til þess að ergja okkur? Miklu betra væri fyrir útvarpiö aö legga þessi lög niður. bá fengi kvöldsagan nógu langan tíma og Björn Th, fengi lika aukinn tima fyrir sinn þátt og viö þyrftum þá ekki að vera að biða eftir tveimur lögum. Já, hvers vegna er verið að eyða fjár- munum útvarpsins i kaup á har- monikuplötum, sem enginn má svo heyra? bað væri bæði fróðlegt og gaman ef forráðamenn tón- listardeildar útvarpsins vildu svara þvi. Ég hef fyrir löngu gert mér grein fyrir þvi hvaða álit forráða- menn lista- og skemmtideildar sjónvarpsins hafa á harmoniku- tónlist enda hef ég aldrei vænzt neins sliks úr þeirri átt. Ég varð þvi ekki litið hissa og um leið tor- trygginn, þegar sjónvarpið fór allt i einu I sumar að auglýsa mynd með finnskum harmoniku- leikara, Vitko Avinanen enda kom á daginn, að hún var litið annað en snuð, þrjú lög fékk hann að leika en langmestur hluti myndarinnar var samtal við manninn og auðvitað á hans móöurmáli, og nú brá svo við að þessi mynd þurfti ekki að fá sömu meðferð og aðrar erlendar myndis, sem sýndar eru i sjón- varpinu. Nei, það þurfti ekki að þýða samtalið eða hafa textana með.-myndinni.það var bara verið að tala við harmonikuleikara. Hvern varðaði um það, hvað hann hafði að segja af sinum lista- mannsferli? Hvers vegna var verið að sýna þessa mynd? Miklu betra hafði verið fyrir sjónvarpið að sleppa henni alveg og það hafði þá fengið lengri tima fyrir allar morðmyndirnar, sem það býður áhorfendum upp á og má þar nefna þrjá flokka mynda: Dýrð- lingurinn, Mannix og Lögreglu- foringinn. Langflestar þessar myndir byrja með morði, en svo fer mestur hluti þeirra i að sýna eltingaleik lögreglu og einka- spæjara viðmorðingjann og undir lokin tekst þeim svo að ná honum og þá er auðvitað framið annað morð, sem allir verða að sjá, þvi morðingjann verður að drepa. bað væri nokkuð heilbrigðara að lofa fólki að sjá góðan harmónikuleikara einu sinni i mánuði, en til þess þarf sjálfsagt hugarfarsbreytingu og manna- skipti við blessað sjónvarpið okkar, svo slikt verður ekki nema þá sem snuð eins og myndin i sumar. Ég hef nokkrum sinnum komizt i þá aðstöðu að sjá Kefla- vikursjónvarpið, sem á að vera alræmt og hafa vond áhrif á tslendinga, enda er nú búið að loka þvi fyrir þeim, en hvað um það, þar sá ég þá fallegustu mynd sem ég hef'séð i sjónvarpi, en það var fegurðarsamkeppnin á Langasandi, þar sem margar af fallegustu stúlkum veraldar voru saman komnar, en eins og allir vita er virkilega falleg stúlka eitt af þvi allra fallegasta, sem al- máttúgur guð hefur gefið okkur mönnunum. Svoleiðis mynd kemur ekki i islenzka sjón- varpinu. Hún er sjálfsagt allt of dýr fyrir það og svo var ekkert morð framið i myndinni. Ég er vist kominn út fyrir um- ræðuefnið svo bezt verður að ljúka þessu, en áður vildi ég bera frá bá tillögu að einu sinni I viku leggi útvarpið annan poppþáttinn niður og komi harmonikuþáttur i staðinn og svo bið ég alla harmonikuunnendur að þegja ekki en láta frá sér heyra um þessi mál. Höfn, Hornafirði 25/11. 1974 Aðalbjörn Ulfarsson frá Vattar- nesi Borgfirðingafélagið Félagsvist og dans verður i Domus Me- dica við Egilsgötu föstudaginn 6. desember kl. 20,30. Góð hljómsveit. Hver fær jólaverðlaunin. Skemmtinefndin. Birta og ylur í skammdeginu. Vetur er sú árstíð, sem bezt hentar til að mála innanhúss. Færið birtu og yl í húsið, með samstemmdum litum og litatónum. .VITIIITEJ! Munið nafnið VITRETEX, það er mikilvægt, því: Endingin vex með VITRETEX. «Framleiðandi á íslandi: Slippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.