Tíminn - 05.12.1974, Síða 5

Tíminn - 05.12.1974, Síða 5
Fimmtudagur S. desember 1974. TÍMINN 5 Hverfasamtök Framsóknarmanna í Breiðholti: Æskja úrbóta á löggæzlu- málum í Breiðholtshverfum A fundi hjá hverfasamtökum Framsóknarmanna i Breiöholti 26. nóvember s.l. var samþykkt eftirfarandi ályktun, sem send hefur veriö dómsmálaráöherra og lögregiustjóranum i Reykja- vik: 1. Viö viljum vekja athygli á þvi ófremdarástandi, sem rikir i löggæzlumálum Breiöholts- hverfa og óskum eftir úrbótum i þeim efnum sem fyrst. 2. íbúum Breiöholtshverfanna finnst einkennilegt, að lög- reglumenn þeir, sem i hverfin koma, viröast helzt fylgjast meö þvi aö ökumenn á Rejkja- nesbraut og Breiöholtsbraut brjóti ekki reglur um aksturs- hraöa og annað, sem kann að varöa umferöarlögin, og er þaö vel, en unglingar I hverfunum safnast gjarna saman við verzlanir, sem hafa kvöldsölu, svo og veitingastað þann, sem er viö Eddufell, og hafa þar i frammi ýmis ólæti, auk þess að ónáöa fólk, sem notar vagna S.V.R. á biöstöö vagnanna, sér- staklega viö Eddufell. Einnig eru eignir manna eyöilagðar, svo og eignir borgarinnar, ljósastaurar o.fl. Einnig verða vinnuskúrar byggingarfélaga og einstaklinga fyrir baröinu á þeim öflum, sem virðast rikja hér I hverfunum seint á kvöld- in, eru þeir bæði skemmdir, svo og stolið úr þeim. 3. Viö teljum ekki nægilegt, að lögreglubifreiö aki um i hverf- unum endrum og eins. bað myndi skapa mikið aðhald fyrir þessi öfl, ef lögregluvarðstöð yröi reist hér i hverfunum. 4. Von okkar er að þeir aðilar, sem ráða þessum málum, verði á einhvern hátt við tilmælum okkar i þessum efnum, þar sem taka verður tillit til þess, að i Breiðholtshverfunum eru fleiri íbúar en i stærstu kaupstööum landsins, og reynsla siðustu 2ja ára hefir sýnt, aö margir háskalegir atburðir hafa átt sér stað I Breiðholtshverfunum og má t.d. nefna skotárásina á al- menningsvagn hér i hverfinu. 5. Loks vilja hverfasamtökin benda á, að margir af Ibúum hverfanna hafa beðið okkur að koma þessu á framfæri við yö- ur og hafa einnig beðið hverfa- samtökin um að gangast fyrir undirskriftasöfnun I þvi sam- bandi, en ákveðið var aö rita yður fyrst þetta bréf til þess að kanna undirtektir yöar, og hvort yður er fært að sinna málinu. Undirskriftasöfnun er allmikið verk, en verður unnið engu að siður, ef þessu bréfi verður ekki svarað á einhvern hátt. t'Tnrmf.i.ia.iír.....: viðurkenningu sem höfundur. Hann hlaut verðlaun úr rit- höfundasjóði rikisútvarpsins i fyrra og hefur verið á starfsstyrk frá menntamálaráði undanfarna fimm mánuði. Að sögn hans er hann að leggja siðustu hönd á greinasafn og ljóðabók, sem koma munu út á næsta ári. - JG. TVÆR NYJAR BÆKUR EFTIR INGIMAR ERLEND SIGURÐSSON Skáldsagan UNDIRHEIMUR og Ijóðabókin FISKAR Á FJALLI. Er UNDIRHEIAAUR ein „djarfasta" skáldsaga, sem út hefur komið á íslandi? Bókaútgáfan Letur hefur sent frá sér tvær nýjar bækur eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Heita þær FISKAR A FJALLI og UNDIRHEIMUR. Fiskar á Fjalli er ljóðabók, 111 blaðsiður og inniheldur um eitt- hundrað ljóð, ýmist órimuð eða rimuð. Þetta er þriðja ljóðabók Ingimars Erlends. Sú fyrsta Sumarhólmar, kom út árið 1959, en Ort á öxi kom út i fyrra. Höf- undur hefur myndskreytt bókina, en kápuna gerði Gunnar S. Magnússon listmálari. Höfundur tileinkar Margréti Blöndal bók- ina. Yrkisefni Ingimars eru marg- visleg, sum úr samtið, eins og merkilegt kvæði um rússneska skáldið Solzhenitsyn og kvæði tileinkað Ólafi Jónssyni bóka- gagnrýnanda, svo eitthvað sé nefnt. Stjórnmál, ást og ástriður manna og trú. Skáldsagan UNDIRHEIMUR er þriðja skáld- saga Ingimars Erlends Sigurðs- sonar, og er „Bókin bönnuð fólki yfir fertugt”. Uppsetning hins rit- aöa máls minnir á ljóö, og texti INGIMAR ERLENDUR bókarinnar lika. Þetta er saga mikilla uppáferða, eða „djörf” saga eins og þaö heitir á finu máli. Hún er 173 blaösiöur. Kápu- mynd geröi Gunnar S. Magnús- son. Bækur Ingimars Erlendar eru nú orðnar 8 talsins, og hefur hann veriö mikilvirkur, þar eð þetta er þriðja bókin frá hans hendi á tveim árum. Ingimar hefur hlotið Brúðarkórónaneftirnorsku skóldkonuna Anitru BRÚÐARKÓRÓNAN eftir Anitru er nýkomin út hjá Isafoldarprent- smiðju hf., en bók þessi er beint framhald af Erföasilfrinu, sem Þrjór ungl- ingabækur Höfuð að veöi nefnist unglinga- bók, sem út er komin hjá Erni og örlygi. Höfundur er Jack Lancer, en Eirikur Tómasson þýddi. Söguhetjan i bók þessari nefnist Christopher Cool og er sá njósnari að atvinnu og lendir auðvitað i ýmsu misjöfnu eins og gerist i bókum af þessu tagi. Þá er og útkomin hjá sama for- lagi Leyndardómur Draugaeyj- unnar. Höfundur þeirrar bókar heitir Robert Arthur, en þýöandi er Þorgeir Orlygsson. Þetta er einnig njósnasaga og hér koma við sögu njósnaþrenningin, þ.e. söguhetjurnar þrjár, ásamt Al- fred Hitchcock. Þriöja barna og unglingabókin frá Erni og örlygi er og út komin. Heitir hún Emmusystur og er eft- ir Noel Streatfield. Jóhanna Sveinsdóttir þýddi. Þessi bók er annars eðlis en hinar tvær og ei hér fjallað um þrjár systur of ýmis ævintýri, sem þær rata i. ’ t kom út I fyrra og varö mjög vinsæl hér. Þeir, sem lásu þá sögu Anitru, mega ekki láta þessa framhjá sér fara. Anitra heitir réttu nafni Aslaug Jevanord. Hún hefur um langt skeið átt heima á Heiömörk, þar sem sér yfir vatnið Mjösa og I þvi umhverfi lætur hún flestar sögur sinar gerast. Anitra hefur lengi veriö einn vinsælasti höfundur Norðmanna, sem ritar um þjóðlif á Heiðmörk og I sveitum þar um slóðir. Hún hefur einnig oröiö mjög vinsæl hér á landi, en Brúðarkórónan er niunda bók hennar, sem kemur út hjá forlagi Isafoldarprentsmiðju. Bókin, sem er 216 bls. að stærö, er þýdd af Hersteini Pálssyni. Islands kóngur SJÁLFSÆVISAGA JÖRUNDAR HUNDADAGAKONUNGS Skipstjórinn, erindrekinn, byltingarmaðurinn, njósnar- inn, Islandskóngurinn, rit- höfundurinn, leikskáldið, presturinn, refsifanginn, spilagikkurinn, hjúkrunar- maöurinn, landkönnuðurinn, blaðamaðurinn, útgefandinn og lögregluþjónninn Jörgen Jurgensen segir frá. Hilmirht UR EIK , TEAK OC PALESANDER ÓENDANLEGIR MÖGULEIKAR i Húsgagnrivei'slun Reykjcivíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 í ' B: Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð á fasteignunum Borgarbraut 33 og Kveldúlfsgötu 4 Borgarnesi, sem auglýst var i 14., 16 og 17. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1974, verður sett i skrifstofu embættisins Borgamesi, miðvikudaginn 18. desember 1974 kl. 14, eftir kröfu lögmanna i Reykjavik, innheimtu rikissjóðs i Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og sveitarstjórans i Borgar- nesi, samkvæmt þinglýstum fjárnáms- gerðum og lögtökum og siðan háð á fast- eignunum sjálfum eftir nánari ákvörðun réttarins. Borgarnesi 3. des. 1974. Sýslumaðurinn i Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. fs X y‘71 iXy: S •rs >WJ r r i. 'f Fiskiræktarfulltrúi V, Starf fiskiræktarfulltrúa er auglýst ',vJ • •-- -- <í£y k ?>■> W.. y-' V J-i laust til umsóknar Fiskiræktarfulltrúi er framkvæmdastjóri veiði- og fiskiræktarráðs og fer meö daglega stjórn þeirra mála, sem undir ráðið heyra, svo og verkefni á sviði um- hverfismála, eftir þvi sem ákveðið er hverju sinni. Nánari upplýsingar um starfið og starfskjör veitir skrifstofa borgarstjóra, en umsóknum ber að skila þangaö eigi siðar en 18. þ.m. 4. desember 1974, <, * •Msr* ö- Borgarstjórinn i Reykjavík. ':>*r Verzlunarstjóri óskast Vér leitum eftir manni til að annast stjórn á Vörusölu vorri i Vestmanna- eyjum, en hún annast sölu á kjötvörum og ýmsum iðnaðarvörum frá verk- smiðjum vorum á Akureyri. Skriflegar umsóknir á umsóknarblöð vor óskast sendar starfsmannastjóra vorum fyrir 12. des. n.k. en hann gefur allar nánari upplýsingar. ^ SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.