Tíminn - 05.12.1974, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 5. desember 1974.
Loðnuverk-
smiðja SR í
Grindavík?
Jón Armann Héðinsson (A)
hefur lagt fram þings-
ályktunartillögu þess efnis, aö
Alþingi skori á rikisstjórnina
að fela stjórn Sildarverksm.
rikisins að hefja nú þegar
undirbúning að þvi að reisa
verksmiöju i Grindavik, er
brætt geti allt að 1500 tonn af
loðnu á sólarhring og aö hún
verði tilbúin til vinnslu i
ársbyrjun 1976.
1 greinargerð rekur
flutningsmaður þróun loðnu-
veiða hér við land, sem hafi
aukizt gifurlega frá þvi, að
þær hófust fyrst, eða úr 50
þúsund tonnum 1965 i tæplega
500 þúsund tonn á siðustu
vertið. Einnig bendir hann á,
að f jöldi veiðiskipa hafi aukizt
mjög og á siðustu vertið hafi
30 skip tekið þátt i veiðunum. 1
framhaldi af þvi segir
flutningsmaður:
„Ljóst er aö þessi aukning
á veiðiflota er svo mikil, að
mæta veröur afkastagetu
flotans með þvi að reisa nýjar
verksmiðjur sem allra fyrst.
Vitað er einnig, að margir
hafa hug á þvl að kaupa enn
ný og stór veiðiskip, og er
afkastageta þeirra svo mikil,
að þau mundu ein sér gera
meira en afla fyrir verksmiðju
með 2500 tonna sólarhrings-
vinnslu. Það er þvi augljóst
mál, að brýna nauðsyn ber til
að hef ja nú þegar undirbúning
aö nýrri stórri verksmiðju á
vegum Sildarverksmiðja
rikisins S.R. eiga frá fyrri
tima mikið af tækjum, sem
ekki eru nýtt, og hlýtur að
teljast timabært að taka þessi
tæki I notkun, þegar verkefni
eru fyrir hendi, og það sem
fyrst.
Með hliðsjón af þessu og svo
augljósri þörf til að bjarga
auknum afla er þessu máli
hreyft hér á þingi. Þessu til
viðbótar kemur svo, að nú
innan tiðar verður fiskihöfnin i
Grindavik gjörbreytt og getur
tekið við öllum stærðum skipa.
Heildarfjármagn i þessar
framkvæmdir verður 600-700
milljónir, og er augljóst, að
höfnin mun þurfa á öllum
möguleikum til tekjuöflunar
að halda.
Þótt Loðnuflutningasjóður
starfi með ágætum, má ekki
gleyma þvi, að það kostar
marga tugi milljdna i oliu-
eyðslu að sigla með loönu
norður fyrir land, og hækkandi
verð á oliunni veldur mönnum
áhyggjum. Þótt ný verk-
smiðja verði reist I Grindavlk,
mun hún samt sem áður ekki
gera meira en að mæta hluta
af þeirri aukningu, sem vænta
má. Þaö er skoðun flutnings-
manns, að ekki verði langt i
það að S.R. verði einnig að
reisa aöra verksmiðju og
staðsetja hana i Þorlákshöfn,
þegar höfnin þar er fullgerð.
Rekstur ríkisverksmiðjanna
hefur gengið erfiðlega undan-
farin ár vegna hráefnisskorts
og mundi verksmiðja I
Grindavik bæta hér verulega
úr. Þvi er þessi þings-
ályktunartillaga flutt”.
Séð yfir höfnina f Grindavfk.
Fjármálaráðherra
deildi á fyrrverandi
orkumálaráðherra
— í umræðum um nýtingu innlendra orkugjafa í stað olíu
Harðar umræður urðu í
neðri deild í gær/ þegar
rætt var um þingsályktun-
artillögu Magnúsar
Kjartanssonar og Lúðvíks
Jósepssonar (AB) um nýt-
ingu innlendra orkugjafa í
stað olíu. Áttust þar aðal-
lega við Magnús Kjartans-
son og Matthías A. Mathi-
esen f jármálaráðherra.
Matthias A.
Mathiesen
sagöi I þessum
umræðum, að
Magnús Kjart-
ansson hefði
ekki af mikiu að
státa á valda-
ferli slnum sem
orkumálaráö-
herra. Taldi hann, að Magnús
hefði tafið fyrir hitaveitufram-
kvæmdum I Kópavogi og Hafnar-
firði með þvi að leggjast á móti
eölilegum gjaldskrárhækkunum
til Hitaveitu Reykjavikur. Hann
minntist einnig á hitaveitu á
Suðurnesjum. Þá sagði Matthias,
að Magnús Kjartansson heföi
skilizt þannig við málefni
byggðarlinunnar svonefndu, að
ekki hefði verið neitt fjármagn til
áframhaldandi framkvæmda.
Aætlunin hefði hljóðað upp á 200
millj. króna, en aöeins hefði verið
búið aö tryggja 25 millj. króna til
framkvæmda.
Magnús
Kjartansson
gagnrýndi, að
núverandi
rikisstjórn hefði
látiö undir höf-
uð leggjast að
halda áfram
ýmsum
rannsóknum á
sviði orkumála. Hann gerði grein
fyrir þingsály ktunartillögu
þeirri, sem til umræðu var, en i
henni er skoraö á rikisstjórnina
aö láta fullgera endanlega áætlun
um nýtingu innlendra orkugjafa i
staö innfluttrar oliu. Verði
áætlunin við það miöuð, að lokiö
verði viö jarðvarmaveitur, þar
sem þær eru hagkvæmar fyrir 1977
og að fyrir lok þessa áratugs, eigi
landsmenn kost á nægri raforku
til húshitunar og annarra þarfa.
1 greinargerð með þessari
þingsályktunartillögu segja
flutningsmenn:
,,A siðasta reglulega þingi
flutti þáverandi rikisstjórn
ályktunartillögu um hliðstæð
markmið og hér er fjallað um.
Tillagan studdist við skýrslu sem
Alþingi var flutt um nýtingu inn-
lendra orkugjafa i stað oliu, en
ýtarleg könnun á þvi efni hafði
veriö framkvæmd af Verkfræði-
skrifstofu Sigurðar Thoroddsens
og Seðlabankanum að ósk
iönaðarráðuneytisins. Skýrslur
þessar báru mjög fljótlega meö
sér aö þessi markmiö væru bæði
Fjórir þingmenn endurflytja
stjórnarfrumvarp um réttindi
til nýtingar jarðvarma
Magnús Kjartansson mælti fyrir
frumvarpinu i neðri deild í gær, en í því
er einnig kveðið nónar um skiptingu
á lóghita- og hdhitasvæðum
Magnús Kjartansson
(AB) mælti i gær fyrir
frumvarpi um breytingu
á orkulögum varðandi
nýtingu jarðhita i neðri
deild Alþingis, en
flutningsmenn eru, auk
hans, Gunnar Sveinsson
(F), Benedikt Gröndal
(A) og Magnús Torfi
Ólafsson (SFV). Frum-
varp þetta hefur verið
flutt sem stjórnarfrum-
varp á undanförnum
þingum, en ekki hlotið
afgreiðslu.
1 lagafrumvarpi þessu er greint
milli umráða- og hagnýtingar-
réttar á jarðhita eftir þvi, hvort
hann er að finna á háhitasvæðum
eða lághitasvæðum. Gert er ráð
fyrir, aö allur jarðhiti á lághita-
svæðum, svo og hverir og annar
Krafla, Þeistareykir og önnur
jarðhitasvæði með sömu eigin-
leikum.
Rikið á allan rétt til umráða og
hagnýtingar jarðhita á háhita-
svæðum og uppleystra efna og
gastegunda, sem háhitavatni og
gufu fylgja, þó með takmörkun-
um, sem i lögum þessum greinir.
Rikisstjórnin lætur með
rannsóknum ákveða mörk háhita
svæða Islands. Meðan sú
rannsókn fer fram, skal Orku-
Framhald á 14. siðu.
þjóðhagslega hagkvæm og
raunsæ. Alyktunartillaga rikis-
stjórnarinnar varð ekki útrædd,
en fulltrúar allra flokka lýstu
stuðningi viö þau markmið sem
þar var gerð tillaga um.
Fyrir tæpum áratug var þvi
haldiö fram af þáverandi
stjórnarvöldum að nýting inn-
lendra orkulinda væri að verða
þjóðhagslega óhagkvæm, aðrir
ódýrari og hagkvæmari orkugjaf-
ar mundu taka við. í samræmi viö
það var meira en helmingi allrar
raforkuframleiðslu landsmanna
ráðstafað til erlends fyrirtækis
fyrir afar lágt verð sem haldast
skyldi óbreytt til ársins 1997.
Reynslan hefur nú staðfest
hversu fráleitar þær kenningar
voru og sú orkusala sem þá var
ákveðin. Þetta hefur aldrei oröiö
augljósara en eftir að oliukrepp-
an hófst, olia og aörir hliöstæðir
orkugjafar margfölduðust i verði
og reynslan leiddi i ljós að raf-
orkuframleiðsla i kjarnorkuver-
um var margfalt áhættusamari
og dýrari en menn höfðu imyndað
sér.
Um það verður ekki lengur deilt
að orkulindir Islendinga verða æ
dýrmætari og geta á ókomnum
áratugum tryggt landsmönnum
vaxandi öryggi, velmegun og
sjálfstæði. Nærtækasta og brýn-
asta verkefnið er að tryggja
landsmönnum öllum næga orku
tildaglegra þarfa sinna, þ.á.m. til
húshitunar. Slik nýting jafngildir
verulegri gjaldeyrisöflun þar sem
hún dregur stórlega úr innflutn-
ingi á æ dýrara eldsneyti. Hún
styrkir efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar, gerir hana óháðari
pólitiskum átökum sem hlotizt
geta af sivaxandi orkukreppu.
Hún eykur jafnrétti landsmanna
og jafnvægi i byggð um leið og
aflétt hefur verið þvi ástandi að
verulegur hluti landsins búi við
orkuskort. Þvi telja flutnings-
menn aö þetta verkefni verði að
hafa algeran forgang á sviði
orkumála næstu árin, ráðstöfun
orku til annarra þarfa komi ekki
til greina ef hún rekst á þau
markmið að flýta svo sem vinnu-
afl, fjármagn og aðrar aðstæður
leyfa nýtingu innlendra orkugjafa
i stað innflutts eldneytis og
tryggja jafna aöstöðu almennings
I öllum landshlutum.”
náttúrulegur jarðhiti á yfirborði
háhitasvæða, sé háður
einstaklingseignarrétti landeig-
enda, en annar jaröhiti á háhita-
svæbum sé i almannaeign og i
umráðum rikisins. Þó skuli þeir,
sem boraö hafa eftir jarðhita á
háhitasvæðum og byrjað vinnslu
hans við gildistöku laganna, hafa
þann rétt óskertan.
1 lagafrumvarpi þessu er lagt
til, að 9. gr. orkulaganna hefjist
svo:
„Með jaröhitasvæði er I lögum
þessum átt við uppstreymissvæði
frá rennsliskerfi heits grunn-
vatns. Jarðhitasvæði skiptast I
háhitasvæði og lághitasvæði.
Jarðhitasvæöi telst háhitasvæði I
lögum þessum, ef innan þess
finnst 200 gr. C hiti ofan 1000
metra dýpis. önnur jaröhitasvæöi
nefnast lághitasvæði. Meðal
háhitasvæöa eru þessi svæði:
Reykjanes, Svartsengi, Krýsu-
vik, Brennisteinsfjöll, Hengill,
Geysir, Kerlingafjöll, Hveravell-
ir, Torfajökull, Vonarskarö,
Grimsvötn, Kverkfjöll, Askja,
Fremrinámur, Námafjall,
Þekkt og llkleg háhitasv œðl d (slondi