Tíminn - 05.12.1974, Page 7

Tíminn - 05.12.1974, Page 7
Fimmtudagur 5. desember 1974. TÍMINN 7 IV <$■ wmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn Franikvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Heigason. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð i iausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hógværar umræður í fyrradag fóru fram stytztu og hófsamlegustu umræður, sem hafa farið fram um varnarmál á Alþingi, en til umræðu var það samkomulag, sem nýlega var gert milli íslands og Bandarikjanna um framkvæmd varnarsamningsins. Af skrifum Þjóðviljans hafði mátt búast við allmiklum ádeilum af hálfu Alþýðubandalagsins, en svo varð ekki. Af hálfu þess töluðu aðeins tveir menn, sem fluttu mál sitt hógværlega og málefnalega af Alþýðubandalagsmönnum að vera. Ástæðan til þess, að viðbrögð þingmanna Alþýðubandalagsins voru jafn hófleg og raun varð á, er vitanlega sú, að þeir finna, að þetta nýja samkomulag stefnir i rétta átt, þótt þeir telji ekki pólitiskt rétt að viðurkenna það opinberlega. Þeim er lika ljóst, að hefði verið mynduð vinstri stjórn með þátttöku Alþýðuflokksins á siðast liðnu sumri, myndi hafa verið gert litið annað i varnarmálunum en það, sem felst i þessu samkomulagi. Ef Alþýðubandalagið hefði viljað koma á vinstri stjórn, eins og fullyrt er i stjórn- málaályktun nýlokins landsfundar þess, hefði það orðið að sætta sig við, að ekki væri annað aðhafzt i varnarmálunum en það, sem felst i umræddu samkomulagi. Neiti Alþýðubandalagið þessu, neitar það jafnframt að það hafi viljað mynda stjórn á siðast liðnu sumri, þvi að Alþýðu- flokkurinn var ófáanlegur til samstarfs á öðrum grundvelli. Einar Ágústsson utanrikisráðherra og Stein- grimur Hermannsson áréttuðu báðir, að stefna Framsóknarflokksins i öryggis- og varnarmálum væri óbreytt eða sú sama, sem mörkuð var á flokksþinginu 1971. Hún er i stuttu máli sú, að ísland verði i Nato að óbreyttum aðstæðum, að hér verði ekki her á friðartimum og herinn fari i áföngum. Við þetta voru þær tillögur miðaðar, sem Einar Ágústsson lagði fram i viðræðunum við Bandarikin i marzmánuði siðast liðnum. Úrslit þingkosninganna urðu þau, að þessar til- lögur höfðu ekki lengur meirihlutafylgi á Alþingi. Fyrir Framsóknarflokkinn var þvi um tvennt að velja: Að draga sig I hlé og hindra myndun meiri- hlutastjórnar, eða að taka þátt I meirihlutastjórn og sætta sig við að ná fram þvi, sem hægt var i varnarmálunum, þótt það gengi skemmra en stefna hans. Fyrir Framsóknarflokkinn var ekki áhorfsmál að velja siðari kostinn, enda ekki annað i samræmi við það meginloforð hans i kosingabaráttunni, að efnahags málin ættu að sitja i fyrirrúmi fyrir öllum örðum málum á næsta kjörtimabili. Með hinu nýja samkomulagi er stefnt augljóst i þá átt, sem Framsóknarflokkurinn hefur markað. Fækkað verður i hernum og íslendingar taka við störfum, svo að auðveldara verður að láta herinn fara, þegar þar að kemur. Einangrun hersins verður aukin. Fylgt verður fram tak- mörkunum á útsendirigum hersjónvarpsins. Það er ekki annað en brosleg sögufölsun, þegar Alþýðubandalagsmenn segja, að hér sé verið að fylgja fram stefnu Sjálfstæðisflokksins. Eða vill Þjóðviljinn benda á, hvenær Sjálfstæðisflokkur- inn hefur barizt fyrir fækkun varnarliðsmanna, aukinni einangrun hersins eða takmörkun á her- sjónvarpinu? Jafnvel Alþýðubandalagsmenn finna, að hér er verið að stefna I rétta átt. Þess vegna voru þeir ánægjulega hógværir og hljóðir i umræðunum á Alþingi i fyrradag. Þess vegna mun utanrikisráð- herra lika fá verðskúldaða viðurkenningu og þakkir fyrir þann áfanga, sem hér hefur náðst. Þ.Þ. \ Forustugrein úr The Times, London: Stirðari sambúð milli Bandaríkjanna og Kína Því valda Taiwan og Vladivostokfundurinn Margt bendir til þess, að viðræður þær, sem Kissinger átti við kinverska ráðamenn eftir fund þeirra Fords og Brézjneffs I Vladivostok, hafi verið með erfiðara móti. i fyrsta lagi er Kinverjum litið um bætta sambúð Sovétrikjanna og Bandarikj- anna gefið, og I öðru lagi munu þeir hafa talið fundar- staðinn illa valinn, þar sem Vladivostok og umhverfi hennar var klnverskt land fram á sfðustu öld, en þá lagði rússneski herinn þetta land undir sig og fékk þáver- andi Klnastjórn til að samþykkja það. Vladivostok er aðeins 35 mílur frá kln- versku landamærunum. Á öllum hótelherbergjum, þar sem erlendir blaðamenn gistu, meðan Kissinger var I Peking, var að finna greini- legar uppiýsingar um þetta. Athygli hefur vakið, að Mao ræddi ekki neitt við Kissing- er að þessu sinni. Þá veldur afstaðan til Taiwan árekstr- um, eins og rakið er I eftir- farandi grein. Þrátt fyrir þetta teija stjórnir Kina og Bandarikjanna rétt að halda auknum samskiptum áfram, eins og ráða má af fyrirhug- aðri ferð Fords til Kina á næsta ári. Hefst svo greinin úr The Times: I VIKUNNI, sem leið, kom dr. Kissinger i heimsókn til Peking I sjöunda sinn, og nærri liggur að lita á þá heim- sókn sem upphaf að stirðari sambúð Bandarikjamanna og Kinverja en verið hefir um skeið. Ef til vill hefir verið óhjákvæmilegt frá upphafi, að hin nýja vinátta kólnaði. Stjórnir beggja rlkjanna sáu sér hag I sambúðarbótunum, en þær litu á málin sln frá hvorum sjónarhóli. Hvað Bandarik jamenn áhrærði, endurvakti hin nýja vinátta við Kínverja fornar tilfinningar og bægði um leið hættu frá. Kinverjar og Bandarikjamenn höfðu barizt i Kóreu, og þeir höfðu virzt ógna hvorir öðrum um tveggja áratuga skeið, bæði i stjórn- málum og hermálum. Timi var þvl kominn til að takast i hendur og láta fyrri grun- semdir og erjur lönd og leið. KÍNVERJAR voru þvi einn- ig fegnir, að hættan liöi hjá. Einn ljóður var þó á. Sam- kvæmt byltingarstefnuskrá þeirra á þessari öld var fyrsta og brýnasta markmiðið sameinað og sjálfstætt Kina. Árið 1950 höfðu óvæntar skuld- bindingar Bandarikjamanna við stjórnina á Taiwan komið I veg fyrir, að þessu markmiði yrði náð. Frá sjónarhóli Kínverja séð var sambúðarbótin ekki i þvl einu fólgin, að tvö frjáls og fullvalda rlki væru að reyna að jafna fyrri ágreining. Málið var ekki svo einfalt. Þeir litu svo á, að þarna væri á annan bóginn um að ræða frjálst og fullvalda riki, sem hindraði I verki, að hitt rlkið kæmi á fullri einingu og óskoruðu sjálfstæði. KINVERJAR lýstu þvl und- andráttarlaust I upphafi, hve þeir teldu Taiwan miklu skipta. I opinberri tilkynningu þeirra I febrúar árið 1972 var hún talin „aðal þröskuldur eðlilegrar og góðrar sambúð- ar” Bandarikjamanna og Kín- verja. Klnverjar hafa ekki séð ástæðu til að breyta þessum orðum slðan þau voru viðhöfð, Chia* Kuan-hua, utanrikisráðherra Klna aö skýra lag fyrir Kissinger og frú. og enginn getur vænzt þess, að nein rikisstjórn i Peking liti öðrum augum á þetta mál. Viðurkenning Bandarikjamanna á rikis- stjórn Chiang Kai-shek er ekki einungis hryggilega rangt val af þeirra hálfu að dómi Kin- verja, val, sem þarf að fá þá ofan af. Viðurkenningin var þar á ofan tvimælalaus af- skipti af innanlandsmálum I Kina, að mati stjórnarinnar I Peking. ÞEIR Kinverjar, sem gagnrýndu sættirnar við Bandarlkjamenn fyrir þremur árum, munu festa augun á at- burðum þess árs, sem liðið er slðan að Kissinger var slðast á ferðinni. Mikils metinn sendi- herra Bandarikjanna I Taipei lét af störfum á þvl ári, en við af honum tók annar, ef til vill enn meira metinn. Enn frem- ur hefir sendiráð Taiwan I Bandarikjunum aukið umsvif sln. Gagnrýnendurnir spyrja þvi sennilega, hvar sé að finna árangurinn af sambúðarbót- unum? Og sé slikur ágreining- ur I raun og veru uppi meðal forustumanna I Peking, hljóta umræður um Taiwan að hafa hitnað verulega síðast liðna viku. RENNA má grun I, að Kin- verjar hafi lagt að Kissinger að lofa einhverjum breyting- um á afstöðunni til Taiwan, en um það er ekkert vitað. Fyrsta vlsbendingin um mikilvægi þessa máls hefði getað fólgizt i þeirri orðsendingu Kínverja á afmælisdegiSovétrikjanna, aö við brotalömina á afstööuþrihyrningnum mætti ef til vill gera með sáttum Klnverja og Sovétmanna. En hafi þessi visbending átt að felast I orðsendingunni, reyndist hún ekki nema orðin tóm. Brézjneff var fljótur að vlsa þessari hugmýnd á bug, þegar hann hélt frá Vladivo- stok til Ulan Bator! . t Bandarikjunum og Sovét- rlkjunum var mikið gert úr mikilvægi leiðtogafundarins I Vladivostok. Þetta kom að sjálfsögðu óþægilega við Kln- verja, og ekki slður það sem oröin gáfu I skyn, eða að bætt sambúð risaveldanna tveggja skipti þau meira máli en sambúð hvors um sig við Kln- verja. VERÐUR þá að draga af þessu þá ályktun, að sambúð Bandarikjamanna og Kin- verja hljóti að fara verulega versnandi? Fjarri fer þvi, að svo sé. Kissinger hefir áreiðanlega lagt sig allan fram i viðleitn- inni til að varðveita þann yI, sem unnt var. Hann hefir efalaust lýst af hreinskilni, hversu Bandarlkjamenn ættu erfitt um vik að hafast nokkuð það að, sem leiddi til brott- hvarfs sendisveitar þeirra frá Taipei. Hann kann svo að hafa hugsað með sér, að foringinn á Taiwan væri að nálgast nírætt og foringinn I Peking kominn á níræðis aldur. Ef til vill yrði þvl ekki langt að blða breytinga, sem gætu dregið úr spennunni yfir Formósusundi og bætt þar með aðstöðu Bandarikjamanna. Andspænis svipuðum vanda hafa stjórnmálamenn oft hugsað sem svo: Bíðum og sjáum hvað setur. EKKI blasir heldur við nein bein ástæða 'til að ætla, að Kinverjar séu áfjáðir I að hverfa frá viðleitninni til sambúðarbóta við valdhafana I Washington, enda þótt fram- vindan i sambandi við Taiwan hafi valdið þeim vonbrigðum. Ariö 1949, þegar nýja stjórnin var mynduð, gerðu þeir sér jafnvel vonir um þolanlega sambúð við Bandarikjamenn sem mótværi gegn Sovét- mönnum handan landamær- anna. Þetta er jafn skynsamleg túlkunáhagsmunum þeirra nú og þá hvort heldur aö horft er af sjónarhóli stjórnmála eða hermála. Kinverska þolin- mæðin gæti þvi enzt enn um sinn, hversu mikill gustur sem kann að hafa verið i viðræðunum I Peking I vik- unni, sem leið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.