Tíminn - 05.12.1974, Qupperneq 16

Tíminn - 05.12.1974, Qupperneq 16
Tíminn er peníngar Augt^kT iTimamim fyrirgóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Blaðburðarfólk óskast: í KÓPAVOGI: Reynihvamm og Birkihvamm Upplýsingar í síma 4-20-73 í REYKJAVÍK: Laufásveg, Stigahlíð, Hraunteig, Sundlaugaveg Upplýsingar í síma 1-23-23 Á SELTJARNARNESI: Skólabraut og Melabraut - Upplýsingar í síma 1-23-23 ÞaA varö lítiö úr kveöjum, er Mills sneri aftur til Arkansas og hitti eiginkonu sina — er ailt haföi komizt upp. MILLS FÆR MAK- LEG MÁLAGJÖLD Reuter—Washington. Wiibur Mills fulltrúadeildarmaöur, sem olli stórhneyksli i Bandarikjunum fyrr i haust, er upp komst um samband hans viö fatafelluna Fanne Foxe, veröur ekki endur- kjörinn formaöur fjúrveitinga- nefndar fulltrúadeiidarinnar. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum, er Carl Albert, einn af mestu áhrifamönnum ( fulltrúadeildinni, hélt i gær. Al- bert sagöi, að svo til allir fuiltrúa- deildarmennirnir — 435 að tölu — væru á einu máli um, að svipta Mills formennsku i fjárveitinga- nefndinni. Fjárveitinganefndin er — eins og viðast hvar — ein áhrifamesta nefnd þingsins. Mills hefur gegnt formennsku i henni i sextán ár og ráðið mestu um störf hennar á þeim tima. Ekki er ljóst hvort Mills sem nú dvelst á sjúkrahúsi, segir af sér, áöur en til formannskjörs kemur eða biöur átekta. Mills er nú 65 ára að aldri og hefur setið á þingi i 36 ár. Hann var mikilsvirtur, einkum fyrir dugnað og ósérhlifni, unz upp komst um samband hans við fata- felluna fyrir tveim mánuðum. Bresjnef í París Reuter-Paris. — Leonid Bresjnef, aöalritari sovézka kommúnista- flokksins, kom tii Parisar I gær. Bresnjef mun dveljast þrjá daga I Frakklandi og eiga viöræöur viö Valery Giscard d’Estaing um þau mál, sem efst eru á baugi i heiminum i dag. Giscard d’Estaing tók á móti Bresnjef á Orly-flugvelli i gær og snæddu þeir saman kvöldverð á flugvellinum. Talið er, að Bresjnef leiki for- vitni á að vita, hvort utanrikis- stefna Frakka hefur tekið nokkr- um breytingum eftir valdatöku Giscard d’Estaings, en góð sambúð hefur rikt á milli Frakk- lands og Sovétrikjanna um ára- bil. Reuter—London. Brezka stjórnin hefur skorað á stjórn Suður-Afríku að hverfa frá Namibiu (Suövestur-Afrlku). James Callaghan, utan- rikisráðherra Bretlands, skýrði frá áskorun stjórnar- innar i ræöu f neöri málstof- unni I gær. Þetta er I fyrsta skipti, aö stefna stjórnar verkamannaflokksins i þessu máli kemur skýrt I Ijós. Stjórn Suður-Afriku hefur farið meö stjórn f Namibiu á grundvelli umboðs, sem henni var fengið, þegar fyrri heims- styrjöldinni lauk, en Suðvest- ur-Afrika var áður nýlenda Þjóðverja. Við stofnun Sam- einuðu þjóðanna varð land- svæðið gæzluverndarsvæði Suður-Afriku. Stjórn Suöur-Afrfku I Nami- biu hefur veriö lftt til fyrir- myndar, t.d. knúðu suð- ur-afrísk stjórnvöld fram að- skilnaðarstefnu I kynþátta- málum þar sem og heima fyrir. Þetta leiddi til þess, að Suður-Afriku var stefnt fyrir Alþjóðadómstolinn, er kvað upp þann dóm árið 1971, að stjórn Suður-Afriku i Namibiu væri andstæð alþjóðarétti. Callaghan sagði I þingræð- unni, að brezka stjórnin liti á framferði Suöur-Afriku- stjórnar ( sem ekki hefur hlitt dómi Alþjóðadómstólsins) sem ólögmætt. 1 ræðunni vék Callaghan litillega að þróun mála i Ródesiu, en hugsanlegt er að samkomulag um framtiðar- stjórn landsins náist á næst- unni. Hann kvaö útlitiö bjart- ara nú en oft áður og sagðist reiðubúinn til viðræðna um lausn Ródesiudeilunnar hvenær sem er. Callaghan heldur til sex Afrikjuríkja f lok desember til viðræðna við ráðamenn þeirra. Reuter—Moskvu. Geim- fararnir tveir, sem eru um borð I sovézka geimfarinu Soyuzi 16, hafa beint farinu inn á þá braut umhverfis jöröu, sem farin veröur, er banda- riskt geimfar verður tengt viö sovézkt úti f geimnum á næsta ári. Þeir Anatoli Filipchenko og Nokolai Rukavishnikov tendr- uðu eldflaugar á hlið geim- farsins, er komu þvi á fyrr- greinda braut — sem er í 250 km fjarlægð frá jörðu. Þetta er liður f undirbúningi undir samtengingu banda- risks geimfars við sovézkt úti i geimnum, en ráðgert er, að förin verði tengd saman i tvo daga, meðan bandarfskir og sovézkir geimfarar vinna að sameiginlegum rannsóknum utan þeirra. Tass-fréttastofan sagði i gær, að geimförunum liði vel. Ekki kom þó nánar fram, hvort geimferðin hefði að öðru leyti gengið að óskum. Samningar um framtíðarstjórn Ródesíu e.t.v. ú næsta leiti: Smith samningafús Reuter-Lusaka. — Þrir leiðtogar Afrfkurikja komu saman i Lusaka, höfuöborg Zambiu, i gær. Tilefnið er, aö samkomulag um framtiöarstjórn Ródesiu er ef til vill á næsta leiti. Það voru þeir Július Nyerere, forseti Tanzaniu, og Seretse Khama, forseti Botswana, sem komu til Lusaka til fundar við Kenneth Kaunda, forseta Zamblu. í útvarpsfréttum i Lusaka var ekki greint frá umræðuefni fundarins, en talið vist, að hann snúist eingöngu um hugsanlegt samkomulag við stjórn Ian Smiths i Ródesiu. Forsetarnir þrfr héldu leynilegan fund i Lusaka I fyrra mánuði með — að þvi er áreiðanlegar fréttir herma — tveim leiðtogum þjóðfrelsis- hreyfingarinnar i Ródesiu, þeim Jósúa Nkomo og Nbabaningi Sithole. Þeir Nkomo og Sithole hafa setið I fangelsi f Ródesíu, en var að sögn sleppt úr haldi, svo að þeir gætu sótt fundinn i Lusaka. Heyrzt hefur I Salisbury, höfuð- borg Ródesiu að þeim Nkomo og Sithole hafa verið sleppt öðru sinni úr haldi og þeim leyft að sækja fund þann, er nú stendur yfir I Lusaka. Fréttaskýrendur telja, að stjórn Ian Smiths sé reiðubúin til samninga, en óliklegt sé, að hún fallist á skilmála viðsemjenda sinna — þ.e. tryggingu fyrir meirihlutastjórn blökkumanna i Ródesiu, en þeir eru yfirgnæfandi meirihluti af ibúum landsins. Rodesia var sem kunnugt er nýlenda Breta, en stjórn Ian Smiths lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs rikis árið 1965. Brezka stjórnin hefur ekki viðurkennt stofnun rikis i Ródesiu, en hefur þó ekki gripið til neinna refsi- aðgerða gegn stjórn Ian Smiths — að undanskildu viðskiptabanni þvi, er samþykkt var að setja á Ródesíu i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum. Heyrzt hefur, að von sé á Ian Smith og John Vorster forsætis- ráðherra Suður-Afriku, til Lusaka einhvern næstu daga, en sú frétt hefur ekki verið staðfest af opinberri hálfu i Zambiu. Nýjung frá Marks & Spencer. Kvenfata-samstæður í fjölbreyttu litaúrvali: Golftreyjur, vesti, blússur, pils, peysur og síðbuxur. Fallegur og smekklegur klæðnaður í völdum ^litasamsetningum. Fæst í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91, Vöruhúsi KEA Akureyri og kaupfélögum um land allt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.