Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. desember 1974.
TÍMINN
11
r
v.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 —
auglýsingasimi 19523.
Verð i lausasöiu kr. 35.00.
Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Charles W. Yost, fyrrverandi sendiherra:
Hvað er hægt að gera
við olíudollarana?
Eitt mesta vandamál vestrænna ríkisstjórna
Auglýst
eftir nafni
Leifarnar af Samtökum frjálslyndra og vinstri
manna héldu nýlega svokallaðan landsfund, og
átti það að vera eitt helzta verkefni hans að velja
þeim nýtt nafn. Þetta tókst ekki, og lauk hörðum
deilum um nafngiftina á þann veg, að auglýst
verður eftir tillögum um nafn. Það er alls ekki
ósennileg spá, að samtökin hafi lognazt út af áður
en samkomulag hefur náðst um nafnbreytinguna.
Reynslan, sem fengizt hefur af Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna, er sannarlega ekki
hvatning um að sliku klofningsstarfi sé haldið
áfram. Vinstri stjórnin færi enn með völd, ef
Samtökin hefðu ekki klofnað i marga hluta, þegar
á reyndi, Þetta sýnir eftirminnilega, að starfhæf
vinstri stjórn getur ekki byggt á klofningsflokki,
samsettum af fólki, sem hefur safnazt saman um
stundarsakir af ólikustu ástæðum. Slikur flokkur
hrynur til grunna strax og á reynir, eins og
Samtökin gerðu á siðast liðnu vori. Þótt sá hópur,
sem myndaði Samtökin áður, væri ósamstæður,
er sá hópurinn, sem myndar þau nú, ekki aðeins
miklu smærri heldur lika miklu ósamstæðari og
óþroskaðrifélagslega. Hann myndi strax sundrast
i ótal agnir, ef hann þyrfti að taka þátt i ábyrgu
starfi. Eina von Samtakanna um lif er að vera i
óábyrgri andstöðu, og sennilega nægir það þó ekki.
Svo sundurþykkir og ólikir eru þeir menn, sem þar
hafa safnazt saman i bili, að samstaða þeirra
getur aldrei haldizt lengi. Landsfundurinn leiddi
lika i ljós, að ýmsir þeirra, sem stóðu i fremstu
viglinu hjá Samtökunum i kosningunum i vor, hafa
þegar dregið sig i.hlé, og þeim, sem fylgja þeim
eftir, mun fjölga i vaxandi mæli. Ósamkomulagið
um nafn flokksins er aðeins örlitið dæmi þess,
hvernig ástatt er.
Hannibal Valdimarsson, sem var stofnandi
Samtakanna og aflaði þeim mests fylgis um skeið,
gerði sér ljóst i upphafi, að þessi liðssveit hans var
svo sundurlaus, að hún hlaut að leysast upp fyrr en
varði. Þess vegna lýsti hann yfir þvi, að Samtökin
væru stofnuð i þeim eina tilgangi, að þau gerðust
þátttakandi i stóru bandalagi eða flokki, og yrðu
þá lögð niður. Þess vegna reyndu þeir Hannibal og
Björn Jónsson að sameina þau Alþýðuflokknum,
en þegar það tókst ekki, sáu þeir fram á endalok
Samtakanna og breyttu samkvæmt þvi. Aðrir voru
ekki jafn framsýnir og reyndu að halda áfram með
brotthlaupsmönnum úr öðrum flokkum Það mun
ekki gefa þeim lif, heldur gera þau enn ósam-
stæðari og ábyrgðarminni en áður, þegar
sundrung þeirra varð þó til þess að fella vinstri-
stjórnina.
Slik klofningssamtök geta þvi ekki gert annað en
það eitt að veikja samstöðu umbótamanna og áhrif
þeirra. Það, sem nú er áhrifamest fyrir umbóta-
menn landsins, er að fylkja sér sem bezt um
Framsóknarflokkinn, og tryggja þannig áhrif hans
á stjórnarstefnuna. Með þvi treysta menn nú bezt
byggðastefnuna og áframhaldandi sókn i land-
helgismálinu. Með þvi er það einnig bezt tryggt, að
haldið verði áfram að draga sem mest úr áhrifum
hersetunnar, meðan hún varir, og að fylgt verði
fram þeirri stefnu, að Island verði herlaust land á
friðartimum.
UGGVÆNLEGUR vandi
veldur bankamönnum og
starfsmönnum fjármála-
stjórnar i Bandarikjunum,
Evrópu og Japan sifelldum
áhyggjum. Vandinn er,
hvernig bregðast eigi við
uppsöfnun fjármagns eða
hinna svonefndu oliudollara,
sem hlaðast upp hjá oliusölu-
rikjunum vegna skyndilegrar
fjórföldunar oliuverðs.
Aætlað hefir verið, að
uppsöfnunin nemi allt að 100
milljörðum dollara á ári,
miðaö við núverandi verðlag
oliu. Naumast verður unnt aö
eyða af þessu fé til vörukaupa
jafnóðum nema 20-30 millj-
örðum, jafnvel þó að gert sé
ráö fyrir kaupum á allmiklu af
dýrum og fullkomnum
hergögnum.
Þegar þess er minnzt, að
fjárfesting Bandarikjamanna
erlendis er ekki orðin nema
um 60 milljarðar dollara á
mjög mörgum árum, má geta
nærri, hver áhrifin verða á
alþjóða peningamarkaði,
þegar við bætist hærri upphæð
á einu ári.
ÞESSI áhrif geta valdið
mjög svo miklum truflunum
með fernu móti. I fyrsta lagi
skerðir þetta afar mikið
möguleika jafnt fátækra sem
rikra þjóða, sem þurfa að
kaupa oliu fyrir háar
upphæðir gjaldeyris, en hafa
áður varið þessum gjaldeyri til
þess að varðveita ávanin lifs-
kjör sin óbreytt um langt
árabil, hvort sem þau eru rúm
eöa knöpp.
í ÖÐRU lagi hljóta ollusölu-
rikin að hafa til ráöstöfunar
70-80 milljarða dollara, og
enda þótt þau láni eða gefi
þurfandi þjóðum litinn hluta
af þeirri fjárhæö, munu þau
reyna að verja meginhluta
fjárhæðarinnar i „örugga”
fjárfestingu i hálfri tylft efna-
hagslega traustustu rikja
heims, fyrst og fremst þó i
Bandarikjunum og
Vestur-Þýzkalandi. Þar með
væri orðið á ábyrgð þessara
fáu rikja að endurdreifa
meginhluta fjárhæðarinnar til
fjölmargra annarra rikja, allt
frá Italiu til Indlands, en þessi
riki verða að hafa efni á að
greiöa innflutning sinn.
1 ÞRIÐJA lagi er fjár-
magnið svo gifurlega mikið,
að torfundin mun girnileg
fjárfesting til langs tima.
Mjög miklu fé verður þvi að
ráðstafa til banka um
skamman tima, og þá vofir
yfir bankakerfinu stöðug
hætta á mikilli úttekt eöa
tilfærslu af skyndingu og án
fyrirvara.
1 FJÓRÐA og siðasta lagi
eru nálega allir þessir mill-
jarðar i eigu rikja. Einka-
fyrirtæki, sem fjárfesta
erlendis, hafa stundum gerzt
sek um tilraunir til áhrifa á
stjórnmálaframvinduna.
Augljóst ætti þó að vera, að
rikisstjórnir eru miklu liklegri
til slikra hluta. Til dæmis er
sennilegt, að reynt verði að
beita fénu sem stjórnmála-
vopni, ef til áreksturs kemur
enn á ný milli Araba og
Israelsmanna.
ÞETTA veldur vestrænum
bankamönnum og embættis-
mönnum miklum áhyggjum,
einsog áðurer sagt. Enn getur
varla heitið, að þess veröi
vart, að það valdi forustu-
mönnum oliusölurikjanna
áhyggjum, en þeirra er þó
óneitanlega ábyrgðin.
Gjaldeyrir vestrænna landa er
I stöðugri hættu vegna
tilfærslna oliudollaranna.
Ahyggjuleysi forustumanna
oliusölurikjanna stafar að
nokkru leyti af þvi, aö þeir
þykjast lengi hafa búiö við
óréttlæti, meðan þeir þurftu
árum saman að selja ódýrt og
kaupa dýrt. Þeir lita þvi svo á,
aö hinn nýi snúningur
hamingjuhjólsins sé fyllilega
réttlætanlegur, og varla nema
kaup kaups. A aðra hlið stafar
áhyggjuleysið af þvi, að þessir
leiðtogar eru nýliðar I alþjóð-
legri fjármálakeppni. Þeir
hafa ekki enn gert sér nægi-
lega ljósa grein fyrir hugsan-
legum sveifluáhrifum hinnar
skyndilegu auðsöfnunar og
þeim afleiðingum, sem allt
eins liklegt er að komi niöur á
þeim sjálfum.
1 þessu sambandi væri
hyggilegt af leiðtogum óliu-
rikjanna að rifja upp reynslu
bandamanna og Bandarikja-
manna að fyrri heimsstyrjöld-
inni lokinni. Þeim varð
dýrkeypt sú reynsla, að hvorki
var unnt að greiða striðs-
skaðabætur Þjóðverja né
striðsskuldir bandamanna
með öðru en tilfærslu vöru og
þjónustu. Ef svo fer, að ollu-
sölurikin sjálf — eða nokkrar
rikisstjórnir vestrænna rikja
og bankar, sem kynnu að taka
að sér endurdreifingarumboð
þeirra — hlaða upp lánum hjá
rikjum sem ekki geta staðið I
skilum, hvorki þegar i stað né
siðar, verður afleiðingin
einfaldlega efnahagshrun og
gifurleg afföll skuldanna. Þá
yrði meginhluti gullsins að
ösku.
HVAÐ er þá til ráða?
Vist er um það, að rétt lausn
felst ekki I þvi að hóta oliu-
sölurikjunum refsiaðgerðum,
enda sennilega illmögulegt að
framkvæma þær. Hótanirnar
verða til þess eins að ala á
hefnigirni leiðtoga oliurikj-
anna og þjappa þeim saman.
Lausnin er heldur ekki I þvi
fðlgin að telja leiðtogana á að
lækka oliuverðið um einn eða
tvo dollara, þó að mögulegt
væri, enda meginvandinn
illviðráðanlegur eftir sem
áður. Og ekki væri lausnin að
fá oliurikin til að verja fúlgu
sinni til kaupa rikisskulda-
bréfa traustustu vestrænu
ríkjanna. Þetta litur ekki illa
út i fljótu bragði, en verður til
þess eins, þegar betur er
athugað, að ábyrgðin á endur-
dreifingu þessa mikla kaup-
máttar til umheimsins flyzt
yfirá herðar þeirra rikja, sem
gefa skuldabréfin út.
Ekki er um að ræða neina
eina og einfalda lausn. Sýni-
lega er fyrsta skrefið ekki
fólgiö I þvi að snúast gegn
leiðtogum oliusölurikjanna
eða gera við þá einn og einn
samninga tveggja ríkja,
heldur að fá þá sameiginlega
til þátttöku I samninga-
viðræðum. Þetta væri hyggi-
legra en að reyna að efna til
neytendasamtaka, sem bæru
óneitanlega svip af
auðmannaklúbbi, og hlytu auk
þess að sundrast, þegar alvar-
legum þrýstingi yrði beitt.
FYRSTA markmið
samningaviðræðnanna ætti aö
vera viöhlitandi samkomu-
lagslausn á endurdreifingar-
vandanum I bráð. Þarna
kemur einkum til álita
ráðstöfun fjár til fátækra og
nauðstaddra þjóða, ýmist
fyrir milligöngu Alþjóöa-
bankans, Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins, stofnana Sameinuðu
þjóðanna, OECD eða einka-
bankakerfisins. Einnig gæti
komið til greina milliganga
nýrra stofnana, sem efnt væri
til i þessu augnamiði.
Lantimamarkmiö
samningaviðræðnanna — sem
flestar þjóðir þurfa meö
timanum að eiga aðild að —
ætti að vera endurmótun alls
hins alþjóðlega efnahags-
kerfis i grundvallaratriðum.
Þar á ekki einungis aö fjalla
um oliu, heldur og mat,
peninga, verzlun, þfoun og
önnur undirstöðuatriði sam-
ábyrgðar okkar allra, sem
erum óneitanlega hver öðrum
háðir, en skilningurinn á
þeirri samábyrgð er ekki á
marga fiska, enn sem komið
er.
Þ.Þ.