Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 24
Föstudagur 6. desember 1974.
er
peningar
Auglýsid'
iThnammi
GEÐI
fyrirgóöan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Poul Hartling stendur I ströngu þessa dagana. A myndinni sést hann dsamt nokkrum ráöherrum úr
dönsku stjórninni ræða við fuiltrúa launþega um tillögurnar I efnahagsmálum.
Allt útlit fyrir
nýjar kosningar
í Danmörku
Réttir Glistrup Hartling hjálparhönd á síðustu stundu?
NTB/Reuter-Kaupmannahöfn.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma veröur efnt til nýrra þing-
kosninga I Danmörku á næstunni.
Þannig hijóðaði upphaf fréttar
NTB-fréttastofunnar sfðdegis i
gær. Poul Hartling forsætisrað-
herra sagði i danska þinginu i
gær, að allt útlit væri fyrir, að til-
lögur stjórnar hans i efnahags-
málum næði ekki fram að ganga.
Þó bað hann um tveggja tima hlé,
til að stjórnin gæti komiö saman
og rætt stjórnmálastöðuna.
Umræður um tillögur
stjórnarinnar stóðu i samfleytt 7
klukkustundir. t lok umræðnanna
kvaðst Hartling aðeins telja sig
eiga visan stuðning 81 þingmanns
af 179 við þá tillögu að visa
málinu til þingnefndar.
Þeir stjórnarandstæðingar,
sem til máls tóku, höfðu allir eitt-
hvað við tillögurnar að athuga. 1
ljós kom þó, að þingmenn Rót-
tæka vinstri flokksins, Ihalds-
flokksins, Miðdemókrata, Kristi-
lega þjóðarflokksins og tveir
þingmenn, sem hafa klofið sig úr
Fra m f a ra flokki Mogens
Glistrups, visuðu tillögunum ekki
algerlega á bug.
Stuðningur framangreindra
þingmanna auk þingmanna
Vinstri flokksins, sem að
stjórninni stendur nægir ekki, til
að meirihluti náist á þingi. I gær-
morgun óskaði Framfara-
flokkurinn þess, að fram færu
viðræður milli leiðtoga hans og
Vinstri flokksins. Fréttaskýrend-
ur litu á þetta tilboð flokksins sem
merki um, að hann gæti fallizt á
tillögurnar með vissum skilyrð-
um en stuðningur hans hefði nægt
stjórn Hartlings.
Sfðdegis f gær kom þó i ljós, að
Hartling virtist ekki reiða sig á
stuðning Framfaraflokksins, þótt
Glistup væri á annarri skoðun. En
fréttaskýrendur telja, að kostir
þeir, er Framfaraflokkurinn setji
fyrir stuðningi, séu óaðgengilegir
— og þvi sé lausnin aðeins ein:
Þingkosningar, sem væntanlega
fara fram i janúar n.k.
Nixon sleppur
við að bera vitni í Watergate-málinu
Reuter-Washington. John Sirica,
dómari i Watergate-málinu svo-
nefnda, neitaði i gær að gefa
réttarhlé yfir jólin, svo að tfmi
gæfist til að yfirheyra Richard
Nixon, fyrrum Bandarikjafor-
seta, á heimili hans I Kaliforniu.
Sirica rökstuddi ekki úrskurð
sinn, en bæði saksóknari og
verjendur ákærðu höfðu farið
fram á að réttarhöldunum yrði
frestað, svo að tóm gæfist til að
yfirheyra Nixon á heimili hans.
(Hann má sem kunnugt er ekki
bera vitni í réttarsal fyrr en I
febrúar n.k. af heilsufars-
ástæðum).
Úrskurður Sirica bendir til, að
réttarhöldum f Watergatemálinu
ljúki fyrir jól. Nixon losnar þá við
að bera vitni i málinu, en þrir
læknar sem skipaður voru til að
rannsaka heilsufar hans, kváðu
upp þann úrskurð, að hann yrði
fyrst fær til að bera vitni á heimili
sinu þann 6. janúar n.k.
Samskipti Frakka og
Sovétmanna styrkt
NTB-Reuter-Paris. Leonfd
Bresjnef, aðalritari sovézka
kommúnistaflokksins, og Valery
Giscard d’Estaing Frakklands-
forseti áttu viðræður I gær, en
Bresjnef er sem stendur i opin-
berri heimsókn I Frakklandi.
Þeir Bresjnef og Giscard
d’Estaing eru sagðir hafa náð
samkomulagi um að styrkja
böndin milli Sovétrfkjanna og
Frakklands, bæði bein tengsl
rikjanna tveggja og samstöðu I
alþjóðamálum.
Sagt er, að Bresjnef hafi viljað
fá að vita, hvort utanrikisstefna
Frakka hefði breyzt við valda-
töku Giscard d’Estaings, en for-
setinn er sem kunnugt er ekki
gaullisti eins og fyrirrennarar
hans. Sjálfstæð utanrikisstefna
Frakka hefur fallið I góðan
jarðveg hjá ráðamönnum i Sovét-
rlkjunum.
1 sameiginlegri frétta-
tilkynningu, sem gefin var út að
loknum fundi þjóðarleiðtoganna,
segir, að þeir hafi látið i ljós
áhuga á að bæta sambúð og efla
samvinnu rikjanna — bæði I sam-
skiptum þeirra á milli og i afstöðu
til fjölda alþjóðamála.
Leonid Zamyatin, talsmaður
Bresjnefs, sagði i gær á fundi með
fréttamönnum, að samvinna
Frakklands og Sovétrikjanna
væri dæmi um, hvernig riki sem
greindi á hugmyndafræðilega,
gætu unnið saman að lausn
deilumála.
Fréttaskýrendur telja, að þá
Brésjnef og Giscard d’Estaing
hafi greint á um afstöðuna til
öryggismálaráðstefnu Evrópu,
sem standa á I Génf. Sovét-
stjórnin vill, að gerður verði
samningur milli austurs og vest-
urs i lok ráðstefnunnar, en
franska stjórnin hefur verið and-
vig gerð sliks friðarsáttmála,
nema dregið yrði úr þeim tak-
mörkunum á ferðafrelsi sovézkra
borgara sem nú eru I gildi.
Þjóðarleiðtogarnir ræddu eink-
um um samskipti Sovétrikjanna
og Frakklands, en létu utanrikis-
ráðherra rikjanna um að ræða
alþjóðamál. Ráðherrarnir féllust
báðir á rétt Palestinuaraba til að
stofna eigið riki I Palestinu og
sömuleiðis á rétt Israelsmanna
til að styrkja þau landamæri
Israel, sem viðurkennd væru —
að sögn háttsettra embættis-
manna, er fund þeirra sátu.
Þeir Brésjnef og Giscard
d’Estaing undirrita væntanlega I
dag samning um viðskipti Sovét-
manna og Frakka, sem m.a. felur
I sér, að viðskiptin aukist um
halming á næstu fimm árum.
Blaðburðarfólk
óskast:
í KÓPAVOGI:
Reynihvamm og Birkihvamm
Upplýsingar í síma 4-20-73
í REYKJAVÍK:
Laufásveg, Stigahlíð, Hraunteig,
Sundlaugaveg
Upplýsingar í síma 1-23-23
Á SELTJARNARNESI:
Skólabraut og Melabraut -
Upplýsingar í síma 1-23-23
HEIMSHORNA Á MILU
Reuter—Kampala. Stjórn
Uganda hefur hótað að ráðast
inn I Tanzaniu til að koma I
veg fyrir — að hennar áliti —
yfirvofandi árás frá Tanzanfu
á Uganda.
Talsmaður Ugandastjórnar
sagði hana hafa I höndum
sannanir fyrir áformum
þriggja aðila um árás á
Uganda: Júlíusar Nyerere,
forseta Tanzaniu, Kenneth
Kaunda, forseta Zambiu, og
Milton Obote, fyrrum forseta
Uganda. sem hrökklaðist frá
völdum i uppreisn Idi Amins,
núverandi forseta landsins.
Talsmaðurinn sagði, að
málalið hefði verið þjálfað I
Tanzanlu, að undirlagi Ny-
ereres forseta,! þvi skyni að
ráðast á Uganda og hefði
Kaunda veitt fé til að greiða
liðinu málann.
Og hann bætti við: — Þeim
Nyerere, Kaunda og Obote
verður veitt ærleg ráðning,
hvað sem hún kostar, þvi að
betra er að koma i veg fyrir
sjúkdóm en lækna hann.
Fullyrti hann að Ugandaher
legði til atlögu og réðist inn I
Tanzaniu,ef nauðsyn bæri til.
Reuter—Teheran. Að minnsta
kosti 25 manns létu Iffið, þegar
þak á aðalsal flugstöðvar-
byggingarinnar á Mehrabad-
flugvelli féll skyndilega
saman vegna snjóþyngsla.
Að sögn útvarps og sjón-
varps I tran höfðu 25 lik fund-
ízt sfðdegis I gær I rústum
flugstöðvarbyggingarinnar,
en björgunarsveitir voru þá
enn að störfum I von um að
finna e.t.v. einhverja á lifi I
rústunum.
Venjulega eru hundruð
manna saman komin I
stöðvarbyggingunni, en færri
voru þar staddir i gær, er slys-
ið varð, vegna þess að mikill
hluti af innanlandsflugi lá
niðri sökum stórhrlðar, er
geisaði I Iran I gær.
Stöðvarbyggingin hefur
þjónað bæði millilanda- og
innanlandsflugi. 011 flugum-
ferð um flugvöllinn lá þvi niðri
I gær og óvist var, hvenær hún
gæti hafizt á ný.
Yfirmaður flugmála i Iran
sagði siðdegis I gær, að 12 lík
hefðu þegar fundizt, en óttast
væri að alls 50 hefðu látið lifið.
I tilkynningu Iransstjórnar
sem gefin var út siðar, segir,
að óttast sé að milli 50 og 60
hafi látizt.
Reuter—Washington. Tilkynnt
var I Washington I gær, að
kolanámumenn i Bandarikj-
unum, sem verið hafa I verk-
falli að undanförnu, hefðu fall-
izt á nýgerða kjarasamninga
og sneru þvl aftur til vinnu —
liklega eftir helgi.
Arnold Miller, forseti sam-
bands bandariskra námu-
manna sagði i gær, að at-
kvæðagreiðsla um kjara-
samninga er gerðir voru milli
leiðtoga námumanna og at-
vinnurekenda hefði farið svo,
að 56% greiddu atkvæði með
samningum en 44% á móti.
Námumenn hafa verið I
verkfalli I tæpan mánuð — eða
frá 12. nóvember s.l. Verkfall-
iö hefur einkum komið hart
niður á stáliðnaði I Bandarikj-
unum.
NTB—London. Sovézkir raða-
menn hafa skorað á Yasser
Arafat, leiðtoga PLO (Sam-
taka Palestinuaraba) að
mynda útlagastjórn, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um i London.
Sovézkir ráðamenn fullviss-
uðu Arafat um — meðan hann
dvaldi I Moskvu nýlega — að
Sovétrikin yrðu fyrst rlkja
utan Arabarikja til að viður-
kenna sllka stjórn.
Fréttaskýrendur segja að
Sovétstjórnin ætli sér með
þessu að styrkja stöðu slna I
viðræðum þeim um frið I Mið-
jarðarhafslöndum, sem nú
standa fyrir dyrum.