Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. desember 1974. TÍMINN 9 Furðu margt og furðuljóst Kristján Friðriksson: Farsældarríkið og manngildisstefnan. Skuggsjá. Það er nýstárleg bók, sem / Kristján Friöriksson, hefur hér J samiö. Bækur um þjóömála- stefnur eru ekki afar margar á islenzku, en það sem þaö er fjallar einkum um sósialismann á ýmsum stigum eöa þá auðvaldsfræöi. Það er eölilegt, 1 þvi að marzistar hafa öörum fremur rekið trúboö á fræöileg- um grundvelli. En hér hefur Kristján ráðizt i þaö að gera grein fyrir hugmyndafræði flokks sins, Framsóknar- flokksins, eins og stefna hans kemur honum fyrir sjónir og hann vill aö hún sé. Þetta er ekki neitt hálfverk hjá Kristjáni þvi að hann gerir hvort tveggja að reka i stuttu yfirliti sögu hugmynda- fræöinnar á sviöi þjóðfélags- skipunar og hagfræöi og fjalla um dýpstu rök mannlegs eölis. Hér er nefnilega veriö að leita eftir farsælustu skipun mannfélagsmála og þá er jöfn- um höndum gefinn gaumur að reynslu fenginnar hagstjórnar og áhrifa skipulagsins á einstaklinginn. Aö þvi leyti er það ekkert efamál aö Kristján tekur efniö réttum tökum. Og vissulega er þetta verkefni sem varðar hvern og einn. Þegar Kristján gerir grein fyrir manngildisstefnunni segir hann m.a.: „Kjarninn er, aö samkvæmt manngildisstefnunni, sem er hiö hugmyndafræðilega afl aö baki framsóknarstefnu er litið á alla einstaklinga sem jafn réttháa, en fyrst og fremst breytilega einstaklinga”. — „Sjálft hið sósialiska kerfi er i eðli sinu kerfun á þvi ókerfanlega, sem er hinn enda- laust margbreytilegi maöur”. Hérer vitanlega ekki tækifæri til aö rökræða kenningar Kristjáns almennt, en auövitað má margt um þær segja, enda margt i stuttu ágripi sem hæfir að skýra nánar. Þó tel ég furöu margt sagt furðuljóst i jafn litilli bók. Höfundur gerir sögulegt yfir- lit um uppruna Framsóknar- flokksins og sögu hans. Auðvitað hafa menn skipti af opinberum málum og eru kosnir á þing án þess alltaf sé um að ræöa samfellda hugmyndafræði um þjóöfélagsmálin. Hug-' myndafræðin er þvi hvergi nærri altæk i stjórnmálasög- unni, en samt sem áöur hafa flokkar jafnan heildarstefnu i atvinnumálum, o.fl. Og vissu- lega höfðu forustumenn Fram- sóknarflokksins ákveönar hug- myndir um þaö hvernig þjóö- félag þeirra ætti að mótast. Kaflinn um rikisstjórn Her- manns Jónassonar 1934 er sér- stakrar athygli verður en á timabilinu 1927 til 1940 telur höfundur aö gerzt hafi merki- legasti kafli Islandssögunnar frá landnámsöld. Orörétt segir hann: „Eysteinn og Hermann voru hetjur 4. áratugsins. Þjóðin fær þeim seint fullþakkað dugnaö þeirra og úrræöasemi á þeim erfiöu timum. Þeir höföu for- ustu um aö snúa vörn i sókn”. Sá timi er nú svo langt aö baki aö viö ættum aö vera menn til aö ræöa fræðilega um hann og stjórnarfarið þá. Ég held, aö þá hafi veriöstjórnaö svo, að af þvi mætti læra. En þá réöi rikis- stjórnin nokkru um þaö, hvaö geröist i landinu. Og þaö er dýrt spaug, ef þjóö þolir ekki aö henni sé stjórnaö. Ég tel aö Kristjáni Friöriks- syni hafi heppnazt tilraun sin meö gerð þessarar bókar. Hún er ávöxtur áratugaglimu viö mannfélagsfræðina. Fyrir áhugamenn um stjórnmál og þjóömál er hún kjörin umræöu- grundvöllur. Fyrir alla, sem vilja skilja þjóöfélag sitt er hún veröugt umhugsunarefni. Þaö væri gaman aö taka hana til meöferðar i góöum leshring i góöu tómi. Kristján er kennari aö námi, og þvi er þaö engin furöa þó hann dvelji lengst viö skóla- málin, þegar hann ræðir um framkvæmd manngildis- stefnunnar, enda eru skóla- málin býsna örlagarik, jafnvel þó ekki sé gert ráö fyrir aö þriöjungur ævinnar fari I skóla- nám. En hér skulu aö lokum tekin upp til áréttingar nokkur orö Kristjáns af siöustu blaösiöu bókar hans: „öll megin-vandamál Is- lendinga eru stjórnmálalegs eölis. Þau verður þvi aö leysa á sviöi stjórnmálanna. Stjórn- málin eru þvi mál málanna”. „Alveg sama er aö segja um heimsvandamálin. Þau eru stjórnarfarslegs eölis. — Við Is- lendingar gætum lagt lið svo um 'munaði I þessari baráttu, ef ekki brestur hug og dug. H. Kr. Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður i Iðnó sunnudaginn 15. desember kl. 2. e.h. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kjara- og samningamál. Félagsmenn mætið vel og sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin. Krefjast 200 mílna fiskveiðilögsögu FORMANNARAÐSTEFNA Far- manna- og fiskimannasambands tslands var haldin dagana 7.-8. desember s.l. Skorar ráðstefnan á rikisstjórnina og Alþingi aö gera eftirfarandi aö meginstefnu varö- andi fiskveiöilögsöguna og frek- ari útfærslu hennar aö semja ekki við erlenda aöila um veiöi- heimildir innan 50 milna mark- anna, frekar en gert hefur veriö, aö framlengja ekki samninginn viö Breta um veiöirétt þeirra, þegar hann cr útrunninn, og aö lýsa yfir útfærslu fiskveiöilög- sögunnar i 200 sjómilur samdægurs og nefndur samning- ur viö Breta fellur úr gildi. Ennfremur andmælti ráöstefn- an efnahagsráöstöfunum stjórn- valda. Öryggismál voru einnig rædd á ráðstefnunni, og tekiö var fram, aö á hverju skipi, sem hefur gúmbjörgunarbát, eigi aö kynna áhöfn staösetningu og meöferö þeirra, aö minnsta kosti á þriggja mánaöa fresti. Einnig skal kynna skipverjum reykköfunartæki ásamt meöferö og notkun flug- linutækja, og aö skipverjum séu sérstaklega kynnt hættuleg störf, og þeir þjálfaðir. I SKEIFUNN11511SÍIV SKEIFUNNI15IISIMI 86566 Viðskiptakortaverð fyriralla Opið til kl. 10 í kvöld og 6 á morgun BORÐSTOFUSETT Eik • Fura • Hnota • Palisander • Teak NÚ ER RÉTTI TÍAAINN til að festa sér borðstofusett ÚRVALIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRA Veljið vöruna þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt Opið í öllum deildum til kl. 10 húsið Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.