Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 13. desember 1974. Föstudagur 13. desember 1974. TÍMINN 13 Rannsóknadeildir Landspítalans LEGGJUM ÁHERZLU Á AÐ BÆTA ÞJÓNUSTU VIÐ LÆKNA OG SJÚKRAHÚS ÞETTA FYRSTA ÁR Rætt við Margréti Guðnadóttur prófessor um rannsóknastofu í sýklafræði Rannsóknastofa i sýklafræöi er til hiisa I gamla þvottahúsinu á Landspftalalóöinni. Timamyndir GE Þessar dúfur eru einu tilraunadýrin á rannsóknastofunni, enn sem komiö er. Þær eru i sérklefa, sem skilinn er frá öörum hluta hússins. Eins er vinnuklefi meö sérinngangi til aö gripa til, ef smitandi far- sótt brýzt út Iborginni, en þá er gott aö geta unniö viö sýni úr sjúklingum i einangrun. 25 læknanemar geta unniö i kennslustofunni I einu. Rannsóknadeildir Landspitalans hafa veriö látnar sitja á hakanum I uppbyggingusjúkrahússins.Þær eru ýmist til húsa í kjöllurum eöa útihúsum, flestar i miklum þrengslum. Röntgendeildin hefur alla tiö veriö i kjallara aöal- sjúkrahússins. Hún hefur nú veriö stækkuö, og enn er veriö aö vinna aö frekari útfærslu hennar meö þvi aö taka gamla eldhúsiö undir, eftir aö matseld var flutt I nýja byggingu. Þaö er hreint krafta- verk, aö starfsfólk röntgen- deildarinnar skuli hafa unniö sin störf öll þessi ár við þau vinnu- skilyrði, sem þeim hafa veriö bú- in. En allir innlagöir sjúklingar koma þangaö til myndatöku, og auk þess f jöldi fólks utan úr bæ. — Viö þessi skilyröi hljóta rann- sóknadeildirnar aö veröa flösku- háls á starfsemi sjúkrahússins. Og þaö er sannarlega dýr hver dagur, ef ekki er hægt aö anna rannsóknum á sjúklingum á æski- legum hraöa, þegar kostnaöur viö hvert sjúkrarúm á Landspítalan- um er orðinn 9.700 kr. á dag. Viö komumst á snoöir um að gamla þvottahúsinu á Land- spitalalóöinni hefur verið breytt, og þaö gert að rannsóknastofu i sýklafræði, svo enn hefur sú regla ekki verið brotin að rannsókna- deildirnar séu i útihúsum. Við fengum leyfi Margrétar Guðna- dóttur prófessors i sýklafræði við Háskóla íslands til að koma i heimsókn og heyra um þessa nýju deild, en hún hefur fengið þetta húsnæði til afnota fyrir verklega kennslu og rannsóknir. Þar starfa nú ellefu manns með stúdentum. Kennsla i sýklafræði við Há- skóla íslands hefur verið á hrak- hólum, eins og raunar öll kennsla i læknadeild, þar sem nú eru þó hvorki meira né minna en rúm- lega 400 nemendur. — Við fluttum hingað inn i ágúst, sagði Margrét Guðnadóttir prófessor, — þótt enn sé frágangi við breytingu hússins ekki að fullu lokið. Rikisspitalar stóðu undir kostnaði við breytingarnar, en Háskóli tslands keypti nauð- synleg tæki og efnivörur. Fyrir einum 7—8 árum var tek- in ákvöruri um að Rikisspitalarn- ir og Háskólinn byggðu saman læknadeildarbyggingar á Land- spitalalóðinni. Þar yrði varanlegt húsnæði fyrir sýklarannsókna- deild. Nú, það er ekki hægt að gera allt I einu. Viðbyggingu við fæöingardeild er ekki lokið, og verið er að byggja geðdeild, svo gripið hefur verið til þess ráðs að reisa bráðabirgðahúsnæði fyrir sýklarannsóknadeildina til að brúa það bil, sem verður þar til framtiöarhúsnæði verður risið af grunni. Bakteriurannsóknir hafa farið fram við mjög mikil þrengsli i Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstig i umsjá Arinbjarnar Kolbeinssonar dósents. Til við- bótar við húsnæðið i gamla þvottahúsinu, sem er 380 fermetr- ar að flatarmáli er verið að byggja 400 fermetra bráða- birgðahús fyrir bakteriurann- sóknir hér á lóðinni. Verða bakteriurannsóknirnar áfram við Barónsstig, þangað til það hús- næði verður tilbúið, en hafa jafn- Cr kennslustofunni. Þar eiga læknanemar einnig aö geta haft aöstööu til aö vinna aö verkefnum á sumrin. Arinbjörn Kolheinsson dósent, ásamt aöstoöarmönnum, leiöbeinir læknanemum I verklegu námi i bakteriufræöi. Það er gaman að athuga far- sóttir á eyju eins og íslandi. og svo virðist sem alger tilviljun geti ráðið hvað berst hingað af slíkum sjúkdómum. SJ framt nokkra aðstöðu hér hjá okkur. Kennslustofa er hér fyrir 25 nemendur, og hana notum við sýklafræðikennararnir i lækna- deild eftir þörfum. Þá mun kenn- ari i örverufræði við verkfræði- og visindadeild Háskólans fá starfs- aðstöðu hér. — Sýklafræðin greinist i sundur? — Hún greinist aðallega i bakteriufræði og veirufræði. En einnig kennum við grundvallar- atriði ónæmisfræði. Ég kenni veirufræðina. — Er rannsóknastofan i sýkla- fræði bæði háskólastofnun og starfar i þágu Landspitalans? — Já, og ég tel að það fari ágætlega saman. Það er litið dýr- ara að reka alla rannsóknastarf- semina á þennan hátt, en að koma upp sýnikennslu eingöngu. Þessi lausn er þvi hagkvæm, og verður auk þess meira lifandi fyrir læknanemana I framtiðinni. Ég álit, að þeir hafi gott af að komast i snertingu við raunverulega vinnu fyrir sjúklinga og þær far- sóttir, sem ganga hverju sinni. — Fólk talar um að það sé meö vírussjúkdóm eða veirusjúkdóm, en fæst okkar kunnum vist nokkur skil á muninum á bakteriu og veiru? — Orðið sýkill skýrir sig sjálft. Sýkill eða sóttkveikja veldur sjúkdómi. En sýklar geta verið margskonar, bæði veirur, bakteriur, sveppir og einfrum- ungar. Veirur valda mislingum, hlaupabólu, bólusótt, rauðum hundum, mænusótt, hettusótt, inflúensu og ristli. En það eru ekki þessir sjúkdómar, sem fólk á við þegar það talar um að það sé með virussjúkdóm, heldur ýmsar ókennilegar kvefpestir og annað þess háttar, sem orsakast af ein- um 300—400 veirutegundum öðr- um. en þeim, sem eru valdar áðurnefndra sjúkdóma. Bakteriur valda hinsvegar t.d. berklum, svæsnari hálsbólgum og svæsnari lungnabólgum, blöðru- bólgu, nýrnasjúkdómum og kig- hósta. Þessir sjúkdómar eru yfir- leitt þyngri en þeir, sem orsakast af veirum, og bakteriur eru venjulega taldar skæðari sótt- kveikjur en veirur. Margskonar lyfjameðferð gagnar gegn bakteriusjúkdóm- um, en við eigum engin meðul eða ráð, sem bita á veirurnar enn sem komið er. Veirur eru allt aðrar lifverur en bakteriur. Þær siarnefndu geta vaxið á tilbúnu æti, en veirur er ekki hægt að rækta nema i lifandi frumu. Við höfum ekkert efni gegn veirunum, sem ekki drepur svo og svo mikið af heilbrigðum frumum lika. Alltaf er verið að reyna að finna lyf, sem óhætt er að nota gegn veirusjúkdómum, án þess að skaða vefi, en slik lyf hafa ekki fundizt enn. — Bakteriufræðin er þá trúlega eldri en veirufræðin? — Já, miklu eldri. Að visu tók brezki læknirinn Jenner upp kúa- bólusetninguna 1798. Bólusótt er veirusjúkdómur. Það er kúabóla einnig, og Jenner tók eftir þvi, að þeir sem sýktust af kúabólu, fengu ekki bólusótt. En á þessum tima var hvorug veiran þekkt, sem sjúkdómnum olli. Fyrstu tilraunir til að rækta veirur voru einungis gerðar á dýrum, þannig að menn sáu að- eins áverkann og sjúkdóminn, sem þær ollu, en ekki sjálfan sökudólginn. Það var ekki fyrr en eftir 1950, aö verulegur skriður komst á veirufræðina sem visindagrein. En 1949 hafði tekizt við athugun á mænusóttinni að rækta lifandi frumur I glösum og sýkja þær með mænusóttarveiru. Nú verða gifurlegar framfarir á hverju ári i veirufræði. Grund- vallarrannsóknir á gerð veira tengjast liffræði almennt, sér- staklega rannsóknum á sam- eindaliffræði. — Hver eru helztu viðfangsefni rannsóknastofunnar nýju? — Verkefni rannsóknastofunn- ar verða eiginlega fjórþætt. 1 fyrsta lagi rannsóknir á aðsend- um sýnum frá sjúkrahúsum og starfandi læknum. Sú þjónusta hefur verið mjög litil og óað- gengileg, og munum við leggja aðaláherzlu þetta ár á að bæta hana eins og við getum. 1 öðru lagi rannsóknir á farsótt- um, sem upp kunna að koma, og Margrét Guðnadóttir prófessor almennar athuganir á gangi far- sótta á íslandi. 1 þriðja lagi athuganir á árangri ónæmisaðgerða. Og loks i fjórða lagi grundvallarrannsókn á hæggengum taugasjúkdómum. • — Hverskonar sýni hafið þið fengið á þessum fyrstu mánuð- um? — Við fáum sýni úr sjúkling- um, sem grunur leikur á að séu meö ýmsa veirusjúkdóma. Nú hafa til dæmis verið i gangi rauðir hundar i þrjú ár, og það kemur mikið af sýnum frá ófriskum kon- um, sem hætta er talin á að hafi fengið rauða hunda snemma á meðgöngutimanum. Rauðra hunda faraldur stendur miklu lengur yfir en t.d. inflúensa. Rauðir hundar eru yfirleitt land- lægir I alltaf tvö ár, en inflúensa aðeins i um tvo mánuði. Rauðir hundar eru ekki eins smitandi og influensa, og hver einstaklingur gengur lengur með þá. Nú er einnig að byrja hettusóttarfarald- ur. Varðandi rauða hunda er rétt að geta þess, að við vinnum að þvi að rannsaka mótefni gegn veir- unni, sem þeim veldur, i blóði úr öllum ófriskum konum, sem til næst I mæðraskoðun. Þetta er gert I samvinnu við Fæðingar- deildina og Heilsuverndarstöð Reykjavikur og I framhaldi af stórri könnun, sem læknanemar gerðu fyrir nokkrum árum. Þessi athugun ætti að gefa góða hug- mynd um hve mikill hluti kvenna á barneignaaldri er I hættu að fá sjúkdóminn. Þetta gæti svo verið góöur undirbúningur að bólusetn- ingu, ef gott bóluefni verður til. Bóluefni, sem framleidd hafa verið erlendis gegn rauðum hund- um, hafa enn ekki reynzt nógu vel, en það kemur að þvi, að gott bóluefni verður til. Þá vinnum við að annarri könn- un, en það er eftirrannsókn á árangri mislingabólusetningar. Spurningalistar hafa verið sendir til barna og unglinga, sem bólu- sett voru hér I þéttbýlinu árin 1965—’66, til að kanna, hvort mislinga hafi orðið vart meðal þeirra. Siðustu tólf árin hefur Sigriöur Guömundsdóttir B.Sc. starfar aö rannsóknum á hæggengum taugas júkdómum. efnaskortur framundan. Eitt verkefni, sem ég hef áhuga á, en veit ekki hvenær við getum byrj- að á, er að gera kort yfir gang mildari veirusjúkdóma, sérstak- lega kvefsóttanna, og reyna að fá einhverja hugmynd um, hve mik- ;5 af þeim berst hingað til lands. Þannig sæum við einnig hvað hver tegund kemur þétt. Það er athyglisvert t.d. að B- stofna inflúensa virðist ekki hafa komið hingað i 10 ár. B-stofn af inflúensu er þó oft á ferðinni i ná- grannalöndunum. A-stofnar af in- flúensu hafa hinsvegar komið hingað á hverju ári. B-stofnar af inflúensu ræktuðust siðast hér 1962. Ég hélt með sjálfri mér, að þetta væri til- viljun, við hefðum bara fengið sýni úr sjúklingum með A-stofna inflúensu. En þegar ég fór að lita nánar i þetta og rannsaka mótefni barna, þá virtist sem B-stofn hefði alls ekki komið hér siðan. Þetta hefur i för með sér, að ef B- stofna inflúensa berst til landsins, verður hún mik.lu skæðari en ella, og orsakar mun meira vinnutap en B-stofn gerir þar. sem hann kemur oftar og fólk hefur myndað ónæmi fyrir veikinni. Annar stofn af inflúensu nær sér ekki svo auðveldlega. þegar einn hefur þegar breiðzt út. einnig verið fylgzt með árangri mislingabólusetningar I fullorönu fólki á Norður- og Austurlandi. Niðurstöður þessara athugana munu gefa visbendingu um, hvort æskilegt sé að taka upp mislinga- bólusetningu i almennar ónæmis- aðgerðir á börnum hér. Bæði þessi verkefni eru beinlin- is hagnýt, en verkefnin, sem varða hæggenga taugasjúkdóma eru fræðilegri. Það er sem sagt enginn verk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.