Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 13. desember 1974. „ Ég kem strax", sagði hún við barnið og brá skýlu yf ir höfuðið. Beta lá í hnipri á bekk. Beinabert andlitið var korg- grátt. Hún virtist þjást mjög. Katrín settist fyrir f raman hana. „Hvernig líður þér?" spurði hún lágt. „Illa", hvíslaði Beta hásum rómi. „Það er nú að fara alveg yfir um á henni gömlu Brúnku". Katrín reis á fætur og gekk til Lydíu, sem stóð við hlóð- irnar. „Hvenær veiktist mamma þín?" spurði hún. „Fyrirsvosem klukkutíma", hvíslaði Lydía. „Hún fór að sækja vatn út í brunn, og svo kom ég að henni liggjandi hérna við húsgaflínn. Blóðið bogaði upp úr henni". Katrin gekk aftur að beði sjúku konunnar. „Hvar verkjar þig sárast?" spurði hún hlýlega. Betra reyndi að bera höndina að bakinu, en þessi litla áreynsla var henni um megn. Það setti að henni hósta, og blóð vætlaði út rnilli varanna. Katrín studdi hana, svo að hún gat setið uppi meðan hún hóstaði, og reyndi að lina þjáningar hennar. En hún gat lítið annað gert henni til hagræðis en þurrka blóðið af vörum hennar. Vegna and- þrengslanna gat vesalings Beta ekki lagzt út af, svo að þær reyndu að hlúa að henni sitjandi með koddum og sængum. En samt sem áður leið henni illa. Beta lá milli heims og helju í tvær vikur. Katrín var þann tíma eins oft heima hjá henni og sjálfri sér og reyndi eftir beztu getu að hjúkra grannkonu sinni. En það var auðséð, að þess var ekki langt að bíða, að alveg „færi yf ir um á gömlu Brúnku", eins og Beta hafði sjálf komizt að orði. Hun var ólæknandi herfang hvíta dauðans, sagði fólk. Katrínu duldist ekki fremur en öðrum, hvert stefndi. Einn daginn bráði dálítið af Betu, svo að hún gat talað fáein orð. Þetta var í síðasta skipti, sem Katrín talaði við vinkonu sína í lifanda lífi. „Katrin", hvíslaði hún hásum rómi, „ég hef aldrei talað um það, hve gott mér hefur þótt að eiga þig að granna. Ég hef ekki notið mikils yndis f líf inu, en mest af þeirri litlu ánægju, sem mér hefur hlotnazt, á ég þér að þakka. Nú er úti ævin mín, þó að ég viti ekki til hvers ég hef lif að. Alla mína daga hef ég orðið að búa við eymd og þrældóm og allsleysi. Ég hef aldrei getað lifað eins og manneskja. Ef börnin mín eiga að lifa sama lífi og ég hef lifað, þá vildi ég heldur, að þau yrðu mér samferða strax í dag. Ég vildi óska....ég vo-na....að það komi hingað margir þínir lí-íkar.....þá.....eignast mínir líkar forsvarsmenn". Kraftar hennar voru á þrotum. Augu Katrínar stóðu full af tárum, þegar hún hagræddi vinkonu sinni. „Ég er í meiri þakkarskuld við þig, Beta", sagði hún klökk. „Þú ert fyrsti og eini vinurinn, sem ég eignaðist á Álandseyjum. Þitt skarð verður aldrei fyllt". Sjúklingurinn kinkaði kolli af veikum burðum og snöggvast brá fyrir of urlitlum glampa í augum hennar. Eftir þetta mælti hún ekki orð frá vörum. Henni þyngdi aftur og varðæerfiðara um andardrátt. Lydía hafði sent yngstu systur sínar með litlu börnin að Klifi til þess að engin vandræði hlytust af þeim. Þær Katrín vöktu næturlangt viðdánarbeðinn. Um nónbíl daginn eftir lauk ævibaráttu Betu, og hin þreytta kona hlaut loks síðustu hvíldina. Katrín og Lydía önduðu báðar léttar. Loks hafði þá aumingja manneskjan tæmt bikar þjáninga sinna í botn og öðlazt frið. Þær flýttu sér að veita henni nábjargirnar og kross- leggja handleggina áður en þeir stirðnuðu. Hún var létt eins og fjöður upp að taka og báðum flaug þeim hið sama í hug: Hér höfðu ormar og gerlar lítið verk að vinna. Það var ekki annað en skinin beinin, sem dauðinn hlaut að herfangi, því að líf ið hafði tært sérhverja hold- tægju af líkama hennar. Útför Betu var ekki viðhafnarmikil. Hún var lögð í óheflaða kistu, og líkklæðin voru eins fátækleg og hugsazt gat. Vinnumaður Larssons ók kistunni í mykju- vagni í kirkjugarðinn. Hann hafði ekki einu sinni svo mikið við, aö hann skæf i vagnkassann innan, svo að það lagði af honum megna mykjulykt, þrátt fyrir ífuru- greinarnar, sem hann var þakinn með. Það hafði þánað, en nú var aftur komið frost, svo að svell var á öllum vegum. Vinnumaðurinn ók hratt til kirkjugarðsins, og vagninn skrikaði og skrölti á svell- unum. Likfylgdin, þurrabúðarfólk úr kotunum uppi á ásnum, varð að hlaupa við fót til þess að dragast ekki aftur úr. Allir voru með öndina i hálsinum, því að ekki var annað sýnna en kistan myndi kastast út úr vagninum á hverri stundu. Það var kalt og næðingssamt í nýja kirkjugarðinum, þar sem Beta hlaut leg meðal sinna líka. Prestinum virtist dauðkalt, enda hraðaði hann embættisverkum sínum sem mest hann mátti. Einhver sagði, að hann hefði aldrei kastað nema tveim rekum á kistuna. Og nii ilffiií!! i FÖSTUDAGUR 13. desember 7.00 Morgunútvarp. fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Sigurður Grétar Guðmundsson les ,,Litla sögu um litla kisu” eftirLoft Guðmundsson (9). i2.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: úr end- urminningum Krúsjeffs. Sveinn Kristinsson les þýð- ingu slna (5). 15.00 Miödegistónleikar. Her- mann Prey og Anneliese Rothenberger syngja meö hljómsveitum dúetta úr óperunum „Madama Butt- erfly” eftir Puccini og „Arabellu” etir Richard Strauss. Hljómsveitarstjór- ar: Guiseppe Patané og Kurt Graunke. Þjóðar- hljómsveitin I Belglu leikur „Judith”, ballettsvitu eftir Renier Van Der Velden, Leonce Gras stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson. GIsli Hall- dórsson les (21). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands I Há- skólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Páll P. Pálsson. Einieikari á planó: Dagmar Simonkova frá Tékkósióvakiu. a. „Flower Shower” eftir Atla Heimi Sveinsson (frumflutning- ur). b. „Soireé musicale” eftir Benjamin Britten. c. Planókonsert nr. 1 I b-moll eftir Pjotr Tsjalkovský. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30 Otvarpssagan: „Ehren- gard” eftir Karen Blixen. Kristján Karlsson Islensk- aði. Helga Bachmann leik- kona lýkur lestri sögunnar (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Frá sjón- arhóli neytenda. Hrafn Bragason borgardómari flytur erindi. 22.35 Bob Dylan. Ómar Valdi- marsson . les úr þýðingu sinni á ævisögu hans eftir Anthony Scaduto og kynnir hljómplötur, — sjöundi þátt- ur. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 13. desembeii 1974 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Eldfuglaeyjarnar. Fræöslumyndaflokkur um dýrallf og náttúrufar á Trlnidad og fleiri eyjum i Vestur-Indium. t regnskógum Trinidads. Þýöandi og þulur Gisli Sigurkarlsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.20 Kapp meö forsjáÆrezk sakamálamynd. Þýðandi Kristmann Eiösson. 22.15 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Svala Thorlacius. Dagskrárlok um, eða laust eftir kl. 23.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.