Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 23
Föstudagur 13. desember 1974. TIMINN 23 Framtíð tlminn mun leiða það i ljós. Vissulega hafa jákvæð atriði náð fram að ganga eins og flutn- ingur herliösins inn á vallar- svæðið og aðgreining hers og al- menns farþegaflugs. Annað atriði, sem ég vil minn- ast á, eru byggðamálin. Þrátt fyrir það, að þau hafi verið bar- áttumál Framsóknarflokksins frá upphafi, var það nú samt svo, að Akureyraring SUF taldi rfka ástæðu til að samtökin tækju þetta mál til itarlegrar meöferðar. Þetta var gert og unnin upp svokölluð byggða- stefna SUF, sem ýmsir væntan- lega þekkja. Þessi starfsemi, sem vissulega var litin misjöfn- um augum, er að minu áliti eitt bezta verk, sem S.U.F. hefur unniö á þeim tima sem ég hef verið þar i stjórn. Það má segja að þar hafi enginn nýr sannleik- ur verið dreginn fram, en þær umræöur, sem á eftir komu, urðu bæði málefninu og Fram- sóknarflokknum til góðs og var ánægjulegt að sjá það á siðasta flokksþingi, að þær urðu grund- völlur þeirra ályktana, sem flokksþingið samþykkti um byggöamál. Og ég treysti þvi, að ötullega verði unnið að fram- kvæmd þeirrar stefnu, er þar var mörkuð og i framhaldi af þvi mikla átaki sem vinstri stjórnin áorkaöi i þeim efnum. t þeim efnum, ber nú hæst hið aukna framlag til Byggðasjóðs. Það er að segja að i það minnsta verði varið til hans 2% af ríkis- tekjum. Þótt við teljum ýmsir þörfina vera meiri, en sem svarar 2 aurum af hverri krónu, er þetta vissulega þýðingarmik- ið spor, sérstaklega ef þess verður vandlega gætt að þessu fé verði einvörðungu varið sem viðbótarfjármagni. Þriðja atriðið, sem ég vil gera að um- ræðuefni, er sú staðreynd, að forystumenn Sambands Ungra Framsóknarmanna siðastliðin 15-20 ár, hafa með örfáum undantekningum lent utan áhrifa I Framsóknarflokknum, eftir að þeir hafa látið af for- ystustörfum i S.U.F. Ýmsir hafa tilhneigingu til að afgreiða þetta á þann einfalda hátt að um sé að kenna óheppilegum og óskynsamlegum vinnubrögð- um. Þarna er um að ræða tugi manna, sem hlotið hafa trúnað unga fólksins um allt land og við skulum varast að láta svona ódýra skýringu nægja. Þaö verður að skyggnast dýpra og leita eftir þvi, hvort ekki er að finna i skipulagi og starfsháttum Framsóknar- flokksins, þá veikleika, er or- saki a.m.k. að einhverju leiti þessa þróun. I mínum huga er það ekki vafamál, að ef áfram- hald verður á þeirri þróun að sterkara sé að kynna sig á öðr- um vettvangi, en i starfi fyrir DIÓfflAfAIUR Fjölbreyttar veitingar. Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 1 2—14.30 og 19—23.30. VÍniARDfDAR HOTEL LOFTLEIÐIR Framsóknarflokkinn, til þess að öðlast traust til trúnaðarstarfa, felur það i sér ótviræð feigðar- merki fyrir öflugt félagsstarf og baráttuanda unga fólksins inn- an Framsóknarflokksins. Ég hef I orðum minum hér að framan lagt áherzlu á, að ræða á hreinskilinn hátt, nokkur atriði er að minu mati eru þýöingarmikil. Ég tel ekki ástæðu til að tiunda á samkomu sem þessari hin fjölmörgu já- kvæðu atriði i starfsemi Fram- sóknarflokksins, þau mega . samt sem áöur alls ekki gleym- ast, en okkur, sem viljum efla með starfi okkar vöxt og við- gang flokksins, ber skylda til þess að leita aö þeim atriðum, sem betur mættu fara og finna leiðir til úrbóta. Við getum á engan hátt horft fram hjá þvi, að kosningaúrslit undanfarinn áratug hafa ekki verið Framsóknarflokknum eins hagstæð og við höfðum vænzt. Þann tima, sem fram- undan er, til næstu kosninga verður þvi aö nota til að leita ástæðanna og finna leiðir til hagstæöari útkomu i þeim efn- um. t slika vinnu er Samband ungra framsóknarmanna tilbú- ið að leggja fram alla þá starfs- krafta, sem það hefur yfir að ráða. En ýmsar ástæður hafa leitt til þess, að upp hafa risið allhá- værar raddir um það, að leggja ungsamtökin niður, eða veru- lega að draga úr starfskrafti þeirra. En ég, sem vissulega hef hugleitt þetta atriði mikið og kynnt mér viðhorf fjölda fólks út um allt land, er að sannfærast betur og betur um þaö, að slikt má ekki gerast, nema að vand- lega athuguðu máli. Við skulum gera okkur það ljóst, að undan- farandi erfiöleikar i sambúð flokksins og S.U.F. mega ekki móta um of afstöðu manna til þessa máls. Það er staðreynd, að öll ungpólitisku samtökin hér á landi og á Norðurlöndum, hafa sama aldursmark og SUF og þau hafa ekki i huga að lækka það, vegna þess, að menn eru sannfærðir um að styrkleiki þeirra minnkar og menn telja sina flokka ekki mega við þvi að slikt gerist. Hins vegar er það ljóst, að til þess að SUF geti haldið uppi nægilega öflugu starfi, verður á einhvern hátt að tryggja þvi aukið fjármagn til starfsemi sinnar, svo aö það geti I rikari mæli náö til hins stóra hóps, sem virkja þarf til aukinna stjórnmálaafskifta. I landi, sem býr við lýðræði, er nauðsynlegt, að unga fólkið kynnist stjórnmálum, hugsi um þjóömál. Tómlæti ungs fólks um stjórnmálastarfsemi er hættu- merki I lýðræðisþjóðfélagi. Slikt verður innan tiðar að tómlæti hjá þorra þjóðarinnar. Stjórn- málaflokkar verða að starfa i lýðræðisþjóðfélagi og unga fólk- ið má ekki verða að afskipta- lausum áhorfendum. Þaö á að verá gagnrýnið, róttækt og ófeimið við að láta skoðanir sin- ar i ljósi og berjast fyrir þeim. En slikar skoðanir þurfa að vera byggðar á nægilegri þekk- ingu og skilningi á þeim málum, sem það berst fyrir.. Að efla sllka þekkingu er ef til vill þýðingarmesta verkefni ung- pólitisku samtakanna. Á þeim tima, sem ég á eftir að vera i forystu Sambands ungra framsóknarmanna vona ég að það beri gæfu til þess, að efla félagslegan og pólitiskan rþroska félagsmanna sinna, verði ótrauð baráttusveit fyrir þeim stefnumálum og hugsjón- um sem það berst fyrir, og starfsemi SUF verði þvi og Framsóknarflokknum til gagns og til sóma. | ÚTBOÐ Tilboö óskast I gatnagerð og lagnir I Seljahverfi, 6. áfanga. tJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 27. des. 1974 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Þi3 sem eigiS vörubíla og þungavinnuvélar, nú er óþarfi að koma að kaldri vinnuvél, við höfum 100% vörn gegn því. PRIMUS vélarhitarinn sér um það. PRIMUS vélarhitarinn er fyrir vélar með allt að 100 lítra kælikerfi og hefur tvöfaldan öryggisbúnað gegn yfirhitun. PRIMUS vélarhitarinn gengur fyrir gasi, hefur sjálfstæðan rafkveikibúnað, tengdur 12-24 volta spennu frá rafgeymi tækisins og er algjörlega óháður öðru rafkerfi en vélarinnar sjálfrar. PRIMUS vélarhitarinn er með 24 klst. hitunartímastilli. PRIMUS vélarhitarinn flýtir gangsetningu og lengir endingu vélarinnar. PRIMUS vélarhitarinn er sjálfvirkur, sparneytinn, fyrirferðarlítill, (stærð 16x10x30 cm) auðveldur í uppsetningu, ódýr í rekstri, eykur þægindi og öryggi. PRIMUS HEILDVERSLUN - SKÚLATÚNI 6 REYKJAVÍK - SlMI 19460

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.