Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 19
Föstudagur 13. desember 1974. TÍMINN 19 Valur G. Oddsteinsson, Úthlíð í V-Skaftafellssýslu: Framsóknarmenn munu standa vörð um hagsmuni fólksins um allt land Valur G. Oddsteinsson frá <Jt- hllö I Vestur-Skaftafellssýslu var einn af fulltrúum ungra framsóknarmanna á 16. flokks- þinginu. Viðtókurn hann tali og spuröum fyrst um hans byggðarlag og helztu hags- munamál þess. — I minni sveit er eingöngu um búskap að ræða og hafa þvi flestir framfærslu sina af land- búnaðarframleiðslu. Okkar verkefni og áform beinast þvi fyrst og fremst að þvi að bæta aðstöðu okkar á þvi sviði, en þar er af ýmsu að taka. Byggja þarf Ibúöarhús, hUs yfir bústofninn, fóðurforðann og vélarnar, rækta og girða landið o.s.frv. Að þess- um verkefnum er unnið smátt og smátt, en það er lika for- senda þess að mögulegt sé fyrir fólkið að halda áfram búskapn- um. Það þarf mikið fjármagn til þessara hluta og þvi er brýn nauðsyn á þvi, að lánamálum bænda verði komið i það horf, að þeim sé gert kleift að byggja upp á jörðum slnum á eðlilegan hátt. Landbúnaðurinn og dreifbýlissveitirnar hafa fengið minna fjármagn til upp- byggingar undanfarin ár heldur en t.d. sjávarútvegur, og vona ég að nú sé röðin komin að okkur I sveitunum. Landbúnað- urinn er undirstaðan að lífs- framfæri fjölda manna i bæjum og kauptúnum um allt land og i Reykjavik er drjúgur hópur fólks, sem hefur lifsframfæri sitt af að vinna úr vörum bænda. Hinir löngu landflutningar valda þvi að allar vörur til okk- ar verða mjög dýrar. Það er þvi eitt af okkar hjartans málum, að byggð verði höfn við Dyrhólaey, en um 260 kilómetr- ar eru til næstu hafnar. Vaxta- möguleikar byggðarinnar myndu auk þess aukast við hafnaraðstöðu þar. Við höfum enga tryggingu fyrir þvi, að ná á hvaða tima sem er sambandi i gegn um sima við t.d. lækna og bruna- varnirogerþaðvægastsagt al- varlegt ihugunarefni. — Hvernig gengur starfsemi FUF I sýslunni? — Byggð i V-Skaftafellssýslu er mjög dreifð og langt milli staða. Þetta bitnar ekki hvað sizt á félagslifinu og hefur starf- semi FUF ekki farið varhluta af þvi. Við höfum þvi talið eðlilegt að starfa I sem nánustum tengslum við önnur fram- sóknarfélög I sýslunni. Haldnir eru sameiginlegir fundir, árshátiðir o.fl. og erum við ákveðnir I að hafa það svo áfram. — Stjórnmálaástandið? — Það urðu mér mikil von- brigði að ekki skyldi takast að mynda nýja vinstri stjórn, en úr þvi sem komið er, er ég ánægð- ur yfir þvi að Framsóknarflokk- urinn hefur enn góða aðstöðu til að standa vörð um lifshagsmuni þjóöarinnar. Á ég ekki hvað sizt við landhelgismálið, en þegar hefur komið i ljós að sjálfstæðis- menn voru tilbúnir til að glopra þvi út úr höndunum á sér. Auk þess má til nefna fáránlega yfir- lýsingu Heimdellinga varðandi landhelgismálið. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt átt frumkvæðið að upp- byggingu og endurreisn lands- byggðarinnar og heldur þvi starfi vafalaust áfram, þótt við skæðan keppinaut sé að etja, sem eru hin blindu sérhags- munaöfl Reykjavikurfhaldsins. Hverthugur þeirra stefnir hefur skýrlega komið i ljós i málgögn- um þeirra. Greinilegt er að þessi öfl vita ekkert um það, hvernig liftaugar þjóðarinnar kvislast um landið og eru tilbúin til að skera á hinar mikilvæg- ustu þeirra þegar þau hafa að- stöðu til. Ég veit að framsóknarmenn munu standa vörð um hagsmuni fólksins um allt land, þó að það kunni jafn- vel að koma niður á núverandi stjórnarsamstarfi. — Hvað finnst þér um varnarmálin? — Ég tel að vinna beri að þvi að herinn fari úr landi sem allra fyrst og að forðast beri allar þær aðgerðir sem gætu orðið til að binda hann hér. Það var þjóðar- hneisa að hafa hér ameriska hersjónvarpið og mikið spor i rétta átt að takmarka það við herstöðina. — Að lokum Valur, hvernig likar þér setan á flokksþinginu? — Ég hef ekki fyrr tekið þátt I flokksþingi, en sé ekki eftir þeim tima sem farið hefur i það. Hér hafa verið rædd helztu þjóð- félagsvandamálin og hvernig Framsóknarflokkurinn getur beitt sér fyrir þvi að gera okkar þjóðfélag að þjóðfélagi sam- hjálpar og jafnréttis. — hs — Eggert Jóhannesson formaður SUF: Stöndum vörð um framtíð SUF SUF krefst einbeittrar og sjálfstæðrar stefnu í utanríkis- og varnarmálum Kjördæmisþing fram- sóknarm anna i Reykjaneskjördæmi var haldið i félags- heimilinu Stapa, Ytri- Njarðvik, s.l. sunnu- dag. Formaður SUF, Eggert Jóhannesson, hélt þar ræðu um mál- efni Sambands ungra framsóknarmanna, og höfum við fengið hand- rit ræðu hans til birtingar, en hún vakti verðskuldaða athygli. Ágætu Reyknesingar! Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að misvindasamt hefur verið hjá okkur ungum fram- sóknarmönnum. En við þekkj- um það viðar, að þó hvassviðri hafi verið um stund og eitthvað látið undan, gengur slikt yfir og uppbygging og endurbætur hef j- ast strax og lægir. Þetta hefur verið og er verk- efni núverandi stjórnar S.U.F. Það var gæfa samtakanna að á miöstjórnarfundinum, sem haldinn var i haust bættust okk- ur, sem eftir stóðu af stjórninni góðir liðsmenn, sem sannað hafa gamla orötakiö, sem segir að ávallt komi maður i manns staö. A hitt er lika rétt að minna, að einmitt þessir atburðir urðu til þess að menn urðu almennt sammála um þörfina á þvi að efla og bæta samstarfið innan flokksins. Þetta kom greinilega fram á hinu ánægjulega, ný- liðna flokksþingi, þar sem að okkar áliti voru samþykkt mörg mikilvæg atriði i þessa veru. Það er samt langt i land að þar hafi allir hlutir verið af- greiddir, sem nauðsynlegt er að fjalla um, og viö ungir menn munum leggja rika áherzlu á að breyta. óhikað munum við gagnrýna þau atriði, sem að okkar mati orka tvimælis i starfi og stefnumörkun Fram- sóknarflokksins. Sérstaklega verður vandlega fylgzt með framvindu utanrikis- mála, bæði er varðar einbeitta og sjálfstæða afstöðu á erlend- um vettvangi og varnarmálun- um. Ég vil geta þess hér, að þegar greidd voru atkvæði á sameiginlegum fundi þingflokks og framkvæmdastjórnar um þann kafla i málefnasamningn- um, er fjallaði um varnarmál, greiddi ég einn atkvæði gegn honum. Ég gerði þá grein fyrir atkvæði minu, að án athuga- semda eða sérstakrar bókunar i málefnasamningnum um það, að þar sem þetta væri ekki sú stefna, sem Framsóknarflokkn- um hefði verið mótuð og hann barizt fyrir, gæti ég ekki sam- þykkt þetta. Með þessu værum við að efla þann draug, þ.e. deilurnar um varnarmálin sem erfiöastur hefur reynzt okkur á undanförnum árum. Ég ætla ekki nú að leggja dóm á það, hvort ég tók þarna rétta afstöðu, Framhald á bls. 23. Er útvarpsráð eitt athugavert? Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórnar- frumvarp þess efnis,að kjör útvarpsráðs fylgi ávallt i kjölfar alþingiskosninga. Þetta frum- varp vekur ósjálfrátt upp þá spurningu hvort slikt eigi ekki að gilda miklu viðar. Hvort ekki sé eðlilegt að ráðningartimi stefnumótandi embættismanna miðist við það lika. Æviráðning slikra starfsmanna hlýtur að orka tvimælis og oft á tiðum virðist hún hafa orðið til þess að rikjandi rikisstjórn hefur haft þann hátt á að i stað breytinga i efstu stöðum hefur verið sett ný hæð ofan á pýramidann til þess að ná valdi á embættismannakerfinu. Landið og þjóðin Yfirráð yfir landi og landsgæðum hefur orðið sivaxandi umræðu-og ágreiningsefni. Á siðustu árum hafa ýmsir menn dregið i efa hina alda- gömlu hefð islenzkra bænda um yfirráðarétt á landinu og gæðum þess. Islendingar eru svo lánsamir að búa i stóru landi með óspilltri nátt- úru. Slikum auðæfum verður þjóðin öll að njóta góðs af og sameinast um skynsamlegt skipulag er bæði samræmist þörfum dreifbýlis og þétt- býlis, og gæta þess jafnframt að hvers konar mannvirkjagerð spilli ekki hinni ómenguðu og dýrmætu islenzku náttúru. Dreifing valds og þekkingar Sifellt vex þeirri skoðun fylgi að efla beri sjálfstjórn sveitarfélaganna og samtaka þeirra og jafnframt draga úr hinu sivaxandi valdi embættismanna og skrifstofubákns rikis- valdsins.... Nærsýn augu þess kerfis hafa oft á tiðum komið i ljós og skapað ómælda fyrirhöfn og óþarfa óþægindi fjölmörgum aðilum út um allt land. Meginskilyrði raunhæfrar breytingar i þessum efnum er endurskoðun á tekju- skiptingu rikis og sveitarfélaga. Breyta verður hinum gifurlega flutningi fjármagns frá borgurunum til rikisvaldsins, sem siðan deilir þvi aftur út eftir torrötuðum leiðum i frum- skógi skriffinnskunnar. Að sjálfsögðu verður rikisvaldið að móta heildarstefnu, en útfærslan á að færast i stórauknum mæli i hendur sveitarfélaga og landshlutasamtaka, færa ákvörðunartökuna nær þvi fólki, sem við á að búa. Má þar t.d. nefna ýmsa þætti skólamála, heilbrigðismála, samgöngumála, orkumála og tryggingamála. Það fer hins vegar ekki milli mála að til þess að þetta geti gerzt verður jafn- framt að flytja margvislega þekkingu lika út um land. Breyttir atvinnuhættir vegna hinnar öru tækniþróunar kalla á verulega sérþekkingu. Dreifing fjölþættrar sérþekkingar ásamt auknu ráðstöfunarfé er eitt af grundvallarat- riðum eðlilegrar byggðaþróunar. E. Jóh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.