Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.12.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. desember 1974. TÍMÍNN 11 r \ Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Happdrættislán til hringvegarins Allar horfur eru nú á, að Alþingi samþykki fyrir áramótin meiriháttar fjáröflun til að full- ljúka sem fyrst gerð fullkomins hringvegar um landið. 1 fjárhagsnefnd neðri deildar hefur náðst samkomulag milli fulltrúa allra flokka um að rikissjóður gefi út á næstu fjórum árum happ- drættisskuldabréf að upphæð allt að 2000 mill- jónum króna og verði fjármunir þeir, sem inn koma fyrir sölu happdrættisskuldabréfanna, látnir renna til vegasjóðs og þeim varið að tveimur þriðju til að greiða kostnað við gerð hringvegarins frá Reykjavik til Akureyrar um Norðurland og að einum þriðja til að greiða kostnað við gerð hringvegarins frá Reykjavik til Egilsstaða um Suðurland. Hér er um þá kafla hringvegarins að ræða, þar sem umferð er mest og framkvæmdir þvi einna mest aðkallandi. Sá kafli hringvegarins, sem hér er ekki meðtalinn, þ.e. kaflinn milli Akureyrar og Egilsstaða, verð- ur engan veginn hafður útundan, heldur reynt að styrkja hann samtimis. Fyrir þjóðina er mikilvægt af ýmsum ástæðum, að gerð fullkomins hringvegar sé hraðað sem mest. Gott vegasamband milli landshluta er mik- ill ávinningur fyrir dreifbýlið og er óþarft að rif ja hér upp rökin fyrir þvi. Það bætir aðstöðu borgar- búa til ferðalaga og ætti að geta dregið úr utan- ferðum. Þá ætti það að draga úr sliti á bilum og úr bensinnotkun, en það er ekki sizt mikilvægt atriði á timum hins háa oliuverðs. Þannig mætti halda áfram að færa rök fyrir mikilvægi þess að flýta gerð fullkomins hringvegar sem mest. Siðan Halldór E. Sigurðsson tók við embætti samgönguráðherra hefur hann látið athuga, hvernig helzt mætti flýta fyrir uppbyggingu hringvegarins. M.a. hefur verið gerð itarleg at- hugun á þeim vegarköflum, sem hægt er að setja á slitlag, án meiriháttar undirbúnings. Ráðherr- ann skýrði frá þessu og ýmsum öðrum fyrir- ætlunum sinum i ræðu, sem hann flutti i efri deild siðastl. miðvikudag og nánar mun getið hér i blaðinu. En ekkert getur orðið úr þessum fram- kvæmdum, nema aflað sé fjár til þeirra. Þess vegna hefur samgöngumálaráðherra verið mikill hvatamaður að þvi, að happdrættislánaleiðin verði farin að verulegu leyti til að afla fjár til hringvegarins, en meira þarf til að sjálfsögðu. Það greiddi fyrir þessari hugmynd, að nokkrir þingmenn norðanlands fluttu fyrir nokkru frum- varp um happdrættislán rikissjóðs fyrir hönd vegasjóðs vegna framkvæmda við hringveginn milli Reykjavikur og Akureyrar um Norðurland. Þvi frumvarpi hefur nú verið breytt af fjárhags- nefnd neðri deildar i það form, sem greint er frá i upphafi þessarar greinar. Happdrættislánaleiðin var fyrst farin að ráði i sambandi við vegamál, þegar vegurinn var lagð- ur um Skéiðarársand og þannig opnaður hring- vegur um landið. Þetta gaf þá góða raun. Vafa- laust eru landsmenn áfram fúsir til að ávaxta fé sitt þannig, að það bæti samgöngurnar i landinu og geri það þannig betra og byggilegra. Þess vegna er það tvimælalaust rétt stefna, að nota þessa fjáröflunarleið til að flýta gerð fullkomins hringvegar. Jafnframt er þá stefnt að þvi, að skortur á fjármagni til hringvegarins dragi ekki úr öðrum vegaframkvæmdum. Þ.Þ. Roy D. Laird, The Christian Science AAonitor: Mistök Rússa í landbúnaði Rekstur stórbúanna hefur ekki gefizt vel Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist fyrir skömmu i The Christian Science Monitor. Höfundur hennar er prófessor viö Kansas- háskóla, sérfróður um rúss- neskan landbúnað. t grein- inni færir hann rök að þvl, að rekstrarkerfi Rússa sé þrándur I vegi landbúnaðar- ins, og þvi gangi hann lakar hjá þeim en t.d. Kanada- monnum, þótt ytri skilyrði séu sambærileg. HEIMSRAÐSTEFNAN um matvæli, sem haldin var i haust, undirstrikaði mjög ótvirætt þá staðreynd, að mannkynið rambar á barmi afar alvarlegs og ef til vill hörmulegs matarskorts. Ann- ar árangur ráðstefnunnar er enn óráðinn. Ef til vill leyfir enginn sér að fullyrða upp- hátt, að Sovétrikin eigi þarna fyrir sök að svara, að svo miklu leyti sem mannlegum mistökum er um að kenna. Auðvitað hefir málið fleiri en eina hlið. Offjölgun mann- kyns veldur miklu, en sama má vitaskuld segja um hitt, að hinum ýmsu þjóðum hefir ekki tekizt að nýta matarfram- leiðslumöguleika sina sem skyldi. bannig stendur á um Sovétrikin. Hin gifurlega viðáttumiklu ræktarlönd i Sovétrikjunum hefðu að undanförnu átt að geta gefið af sér yfriðnóga fæðu, en Sovétmenn hafa flutt inn firnin öll af korni. Á þann hátt eiga þeir sinn þátt i þvi, að kornbirgðir i heiminum eru nú minni en þær hafa verið áratugum saman. Veðurfar ræður auðvitað afar miklu hér um, en auk óviðráöanlegra or- saka má nefna óheppilega stefnu Sovétmanna i landbún- aðarmálum, sem átt hefir sinn þátt i þvi, að matvælafram- leiðslan i landinu hefir verið miklu minni en möguleikar voru á. ÖSANNGJARNT væri að bera beint saman uppskeru af hverri ekru lands i Banda- rikjunum og Sovétrikjunum, en samanburður við Kanada er ekki ósanngjarn. Taka má hveiti sem dæmi i þessu sam- bandi, en þaö er mikilvægara en aðrar korntegundir. Hveiti- uppskera af hverri ekru i Sovétrikjunum er um þremur tiundu minni en i Kanada. Ar- in 1970-1972 nam hveitiupp- skera Kanadamanna að meðaltali rúmum 26 skeffum enskum af ekru, saman borið við 17,7 skeffur i Sovétrikjun- um. Arin fimm 1968-1972 nam meðaluppskera alls korns i Sovétrikjunum 173,6 milljón- um lesta á ári. Ef Rússar hefðu upp skorið jafn mikið og Kanadamenn hefði ársfram- leiðslan numið 231 milljón smálesta og þeir verið sjálfum sér nógir i þessu efni. Þá væri nú til ráðstöfunar til sveltandi og vanþróaðra þjóða þær kornbirgðir, sem Sovétmenn hafa keypt i Bandarikjunum og Kanada. Léleg uppskera i Sovét- rikjunum á rætur að rekja til þvingandi kennisetninga, óheppilegrar stefnu og slæms efnahagsástands, einkum þó á liðinni tið. SIÐAN Leonid Brézjnev tók við völdum hefir mikið áunnizt i efnahagsmálunum. Betur má þó ef duga skal. Enn er borið á akra i Rússlandi hel- mingi minna en tiðkast i Bandarikjunum. Full ástæða er þó til að ætla, aö sparnaður Dmitri Polyansky landbúnaðarráöherra Rússa hamli ekki til muna eftir nokk- ur ár. Það var stefna Stalins, að ræna sveitirnar fjármagni til þess að ýta undir þunga- iðnaðinn. Nú hafa orðið stefnuhvörf i þessu efni og landbúnaðurinn er styrktur riflega, sennilega svo nemur fast að 20 milljörðum rúblna á ári. En hvað sem þessu liður mun engin fjárfesting geta bætt úr bágu frumkvæði bænda við framleiðsluna, en það er bein afleiðing samyrkj- unnar. Samyrkjukerfiö þjón- aðihins vegar þeim tvenna til- gangi valdhafanna i Moskvu, að efla miðstjórnarvaldið og knýja fram kommúnisma i sveitunum. SAGA samyrkjunnar er margslungin, en mestu ræður sú staðreynd, að með henni halda leiötogarnir áfram að neyöa allt of stórum búum upp á bændur i nafni Marx-Lenin- ismans. Starfsmenn á ökrum og i korngeymslum geta ekki tekið sig fram um neitt.-Bænd- ur i Sovétrikjunum eru ekki annað en vélmenni, hlekkjuð viö dráttarvélar sinar eða bú- stofn, — og er þá orðum Marx aðeins vikið við. Allt vald á sovézku búi og allar meginákvarðanir hvila á forstjóra, sem hefir að meðal- tali yfir að ráða 1000 manns og 10 þúsund ekrum ræktarlands. Vestrænarathuganirhafa leitt i ljós, að hlutfallsbundinn sparnaður getur komið hart niður á afköstum og afkomu, einkum vegna ákvarðana, sem taka verður á réttum tima. Ef ekki er brugðizt við sjúkdómum eða óhagstæðri veðráttu á réttri stundu getur það kostað stórtjón á bústofni eða uppskeru. ATHUGANIR Bandarikja- manna benda til, að töp vegna kerfisins rýri kornuppskeru Sovétmanna um 18 af hundraði. Meira missist þó við framleiðslu annarra matvæla. Veður veldur afar miklu og ófullnægð fjárfestingarþörf landbúnaðarins i Sovétrikjun- um er enn mikil. En þessir þættir ráða þó ekki mestu um það, hve sovézkur landbúnað- ur er langt á eftir landbúnaði i Bandarikjunum. Framleiðsla bandariskra bænda nam árið 1970 102 kiló- um kjöts á mann, en sovézkir bændur framleiddu 51 kg á mann og hafa þó meira ræktað land til umráða. Rússneskir leiðtogar i heilbrigðismálum boða, að kjötneyzla ætti að nema 82 kilóum á mann. Þarna liggur skýringin á þvi, að Sovétmenn reyndu einkum fyrir sér um kaup á fóðurkorni i Bandarikjunum áriö 1974. Mannaflabruðl Sovétmanna er meira en landbruðlið. Bandariskur meðlbóndi erjar 5,5sinnum meira land en rúss- neski samyrkjubóndinn, framleiðir tólf sinnum meira korn en hann og fjórtán sinn- um meira kjöt. Samt svara sovézkir bústjórar játandi ef þeir eru spurðir, hvort þá vanti aukið vinnuafl, eins og ég gerði árið 1970. ATBURÐUR einn, sem gerðist fyrir fáum árum, varpar ljósi á ástandiö i sovézkum landbúnaði. Heilu héraði mistókst að standa við tilætlaðar smjörafgreiðslur til rikisins. Yfirvöld héraösins reyndu að leysa sinn vanda með sérstæðum hætti. Þau af- hentu rikinu allt smjör, sem þau höfðu handbært, en fóru siðan i rikisverzlanirnar og keyptu mikið af smjöri, sem þau bættu viö næstu afhend- ingu til borgarinnar. Þannig reyndu þau að standa við framleiðsluáætlunina. Landbúnaðarsyndir Sovét- manna stafa af mörgu. Land- búnaðarkerfið, sem knúið var fram i sveitunum, ,er þó bæði bruð1unarsamara og ábyrgðarlausara en dæmi eru um annars staðar. Kenninga- kröfur og valdaþarfir stjórn- arinnar i Kreml gefa engar vonir um þær kerfisbreyting- ar, sem nauðsynlegar eru, ef Sovétmenn eiga að fullnægja eigin þörfum, hvað þá þörfum sveltandi mannkyns. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.