Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 4
4 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR Hin íslenska fálkaorða: Sextán fengu heiðursmerki ORÐUVEITING Sextán Íslendingar hlutu heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkorðu nú í ár. Forseti Íslands sæmdi þá orðunni að venju á nýársdag. Stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu fengu þau Mark- ús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Valgerður Sverrisdóttir ráðherra. Riddarakross hlutu Ásmund- ur Jónsson framkvæmdastjóri fyrir framlag til nýsköpunar á sviði tónlistar, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir fyrir störf í þágu trúar og kirkju, Birgir D. Sveinsson kennari fyrir störf í þágu tónlistar, Björgólfur Guð- mundsson athafnamaður fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar, Edda Heiðrún Back- man leikkona fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar, Eiríkur Smith listmálari fyrir myndlist- arstörf, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fyrir störf í þágu sveitarstjórna og byggðamála, María Th. Jónsdóttir, formaður Félags aðstandenda Alz- heimerssjúkra, fyrir störf í þágu velferðar og málefna minnissjúkra, Már Sigurðsson ferðamálafrömuður fyrir frum- kvæði í uppbyggingu ferðaþjón- ustu, Ragnar Bjarnason söngvari fyrir framlag til ís- lenskrar tónlistar, Sigurður Björnsson yfirlæknir fyrir störf í þágu krabbameinslækninga, Sigurveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi kennari, fyrir störf í þágu mennta- og félagsmála, dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor fyrir vísindastörf og Örlygur Kristfinnsson safn- stjóri fyrir framlag til uppbygg- ingar Síldarminjasafnsins. ■ Nöfnin birt í fjölmiðlum Birting lista nafna fólks sem er saknað ber árangur á Norðurlöndum. Þjóðarsorg hefur verið um helgina í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi vegna hamfaranna í Asíu. NORÐURLÖND Þjóðarsorg var í Dan- mörku í gær og víða flaggað í hálfa stöng vegna náttúruhamfaranna í Asíu á annan í jólum, þar sem hundraða Dana er enn saknað. Þjóðarsorg var í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð á nýársdag. Vonir dvína hratt um að finna megi þá norrænu ríkisborgara sem enn er saknað. „Þetta hefur verið eins og löng martröð,“ sagði Erik Normann Svendsen, biskup í Danmörku, í ræðu sem hann flutti á minningar- athöfn í Vorrar frúar kirkju í Kap- mannahöfn í gær. Minningarathöfnina sóttu danskir ráðamenn og konungsfjöl- skyldan, þar á meðal Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og Margrét drottning. Yfirvöld í Danmörku, Noregi og Finnlandi hafa tekið þá ákvörðun að birta í fjölmiðlum lista með nöfnum þeirra sem enn er saknað, í þeirri von að upplýsingar berist um einhverja á listanum. Í Danmörku var í gær birtur listi nafna 268 af alls 387 manns, sem saknað var frá hamfarasvæð- unum í Asíu. Fjórum tímum síðar var hægt að strika 140 manns út af þessum lista vegna ábendinga sem bárust lögreglunni í kjölfar birt- ingarinnar. Einnig hafði verið birtur í Finn- landi listi yfir 193 finnskra ríkis- borgara, sem saknað var. Staðfest var að fimm Finnar fórust í ham- förunum. Meira en 400 Norðmanna er enn saknað og hyggst norska lögreglan birta í fjölmiðlum í dag lista yfir alla Norðmenn sem enn er óvíst um. Nú þegar er vitað um 21 Norð- mann sem lét lífið í hamförunum. Sænsk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að 2.915 Svía væri enn saknað á hamfarasvæðunum í Asíu. Staðfest var að 52 Svíar höfðu látist, en fastlega var reikn- að með því að sú tala myndi hækka verulega. Í gær komu síðustu sænsku ferðamennirnir heim til Svíþjóðar frá hamfarasvæðunum í Taílandi, að undanskildum 50 Svíum sem enn liggja á sjúkrahúsi í Bangkok. Þeir komast líklega til heimkynna sinna á morgun. Í gær var lokið við að flytja heim til Finnlands nær alla þá 3.000 finnsku ferðamenn sem staddir voru á Taílandi, í Indónesíu eða á Sri Lanka þegar jarðskjálft- inn mikli og flóðbylgjan riðu yfir. Finnska flugfélagið Finnair hafði séð um heimflutninginn, sem hófst á mánudag í síðustu viku. ■ AKUREYRI Þaðan er farið með sjúkraflug fyrir Norðurland og Norðausturland. Slökkviliðið á Akureyri: Sjúkraflug aukið SJÚKRAFLUG Þrjú hundruð sjúkra- flug voru farin frá Akureyri á síðasta ári. Árið þar á undan voru þau 271. „Við sjáum um sjúkra- flug frá Norður- og Norðaustur- landi,“ segir Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri, en einnig er flogið með sjúkraflug frá Ísafirði og Vestmannaeyjum. Slökkviliðið á Akureyri vinnur að samhæfingu verklags með starfsmönnum Flugfélags Íslands og læknum Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Þessi vaxandi fjöldi sjúkrafluga er því orðinn stór hluti daglegra starfa slökkvi- liðsmannanna ■ Áttu von á að fjárhagur þinn vænkist á nýju ári? Spurning dagsins í dag: Stundar þú líkamsrækt? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 49% 51% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Skálmöldin í Írak: Nítján létust í bílsprengju BAGDAD, AP Alls létust 27 í árásum andspyrnumanna í Írak í gær, þar af nítján þegar bílsprengja sprakk í norðurhluta Bagdad. All- ir nema einn þeirra sem létust voru í írösku öryggissveitunum. Sprengjan sprakk þegar bíllinn var skammt frá bækistöð banda- ríska hersins. Á öðrum stað í borginni dóu fimm lögreglumenn í sprengjuárás. Bandarískum hermönnum hefur verið fjölgað mjög í borg- inni Mosul þar sem árásir hafa aukist eftir því sem nær dregur kosningum síðar í mánuðinum. Bandaríkjamenn segja að kosn- ingunum verði ekki slegið á frest þrátt fyrir stigvaxandi ofbeldi. ■ Dómsúrlausn sænska vinnudómstólsins: Deila með íslenska hliðstæðu KJARAMÁL Starfsgreinasamband Íslands fagnar niðurstöðu sænska vinnudómstólsins um launakjör lettneskra verkamanna í Svíþjóð. Í málinu taldi lettneskt verktaka- fyrirtæki þvingunaraðgerðir sænska byggingasambandsins ólögmætar, en sambandið greip til þeirra þegar fyrirtækið neitaði að fara eftir sænskum kjarasamn- ingum. Vinnudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að sænskir kjarasamningar hefðu fullt gildi gagnvart erlendum verktökum. SGS telur að þessi deila sé hlið- stæð þeirri sem ASÍ á í við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo og að niðurstaða dómstólsins sé mik- ilvæg og leiðbeinandi fyrir leik- reglur á íslenskum vinnumarkaði. - at AÐ LOKINNI ORÐUVEITINGU Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra, óskar Ragnari Bjarnasyni til ham- ingju með orðuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Rifrildi um ökugjald: Bitinn í hálsinn LÍKAMSÁRÁS Leigubílstjóri var bit- inn í hálsinn af farþega í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum að- faranótt sunnudags. Þegar komið var á leiðarenda upphófst rifrildi um ökugjald milli farþega og leigubílstjóra og endaði það með því að farþeginn beit leigubílstjór- ann í hálsinn þannig að húðflipi losnaði frá hálsi hans. Farþeginn fékk að gista fangageymslu lög- reglunnar um nóttina og var yfir- heyrður næsta dag. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík var árás- armaðurinn ölvaður. -lkgLEITAR EIGINKONU SINNARCarl Michael Bergman frá Svíþjóð hefur leit- að eiginkonu sinnar í Taílandi án árangurs frá því flóðbylgja skall á hóteli hennar fyrir viku. Átján mánaða syni þeirra var bjargað. M YN D /A P 04-05 2.1.2005 21.16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.