Fréttablaðið - 03.01.2005, Qupperneq 4
4 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR
Hin íslenska fálkaorða:
Sextán fengu heiðursmerki
ORÐUVEITING Sextán Íslendingar
hlutu heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkorðu nú í ár. Forseti
Íslands sæmdi þá orðunni að
venju á nýársdag.
Stórriddarakross fyrir störf í
opinbera þágu fengu þau Mark-
ús Sigurbjörnsson, forseti
Hæstaréttar, og Valgerður
Sverrisdóttir ráðherra.
Riddarakross hlutu Ásmund-
ur Jónsson framkvæmdastjóri
fyrir framlag til nýsköpunar á
sviði tónlistar, séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir fyrir störf í
þágu trúar og kirkju, Birgir D.
Sveinsson kennari fyrir störf í
þágu tónlistar, Björgólfur Guð-
mundsson athafnamaður fyrir
framlag til viðskiptalífs og
menningar, Edda Heiðrún Back-
man leikkona fyrir störf í þágu
íslenskrar leiklistar, Eiríkur
Smith listmálari fyrir myndlist-
arstörf, Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri fyrir störf í þágu
sveitarstjórna og byggðamála,
María Th. Jónsdóttir, formaður
Félags aðstandenda Alz-
heimerssjúkra, fyrir störf í
þágu velferðar og málefna
minnissjúkra, Már Sigurðsson
ferðamálafrömuður fyrir frum-
kvæði í uppbyggingu ferðaþjón-
ustu, Ragnar Bjarnason
söngvari fyrir framlag til ís-
lenskrar tónlistar, Sigurður
Björnsson yfirlæknir fyrir störf
í þágu krabbameinslækninga,
Sigurveig Guðmundsdóttir,
fyrrverandi kennari, fyrir störf
í þágu mennta- og félagsmála,
dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir
prófessor fyrir vísindastörf og
Örlygur Kristfinnsson safn-
stjóri fyrir framlag til uppbygg-
ingar Síldarminjasafnsins. ■
Nöfnin birt í fjölmiðlum
Birting lista nafna fólks sem er saknað ber árangur á Norðurlöndum.
Þjóðarsorg hefur verið um helgina í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og
Finnlandi vegna hamfaranna í Asíu.
NORÐURLÖND Þjóðarsorg var í Dan-
mörku í gær og víða flaggað í hálfa
stöng vegna náttúruhamfaranna í
Asíu á annan í jólum, þar sem
hundraða Dana er enn saknað.
Þjóðarsorg var í Finnlandi, Noregi
og Svíþjóð á nýársdag.
Vonir dvína hratt um að finna
megi þá norrænu ríkisborgara
sem enn er saknað.
„Þetta hefur verið eins og löng
martröð,“ sagði Erik Normann
Svendsen, biskup í Danmörku, í
ræðu sem hann flutti á minningar-
athöfn í Vorrar frúar kirkju í Kap-
mannahöfn í gær.
Minningarathöfnina sóttu
danskir ráðamenn og konungsfjöl-
skyldan, þar á meðal Anders Fogh
Rasmussen forsætisráðherra og
Margrét drottning.
Yfirvöld í Danmörku, Noregi og
Finnlandi hafa tekið þá ákvörðun
að birta í fjölmiðlum lista með
nöfnum þeirra sem enn er saknað,
í þeirri von að upplýsingar berist
um einhverja á listanum.
Í Danmörku var í gær birtur
listi nafna 268 af alls 387 manns,
sem saknað var frá hamfarasvæð-
unum í Asíu. Fjórum tímum síðar
var hægt að strika 140 manns út af
þessum lista vegna ábendinga sem
bárust lögreglunni í kjölfar birt-
ingarinnar.
Einnig hafði verið birtur í Finn-
landi listi yfir 193 finnskra ríkis-
borgara, sem saknað var. Staðfest
var að fimm Finnar fórust í ham-
förunum.
Meira en 400 Norðmanna er enn
saknað og hyggst norska lögreglan
birta í fjölmiðlum í dag lista yfir
alla Norðmenn sem enn er óvíst
um. Nú þegar er vitað um 21 Norð-
mann sem lét lífið í hamförunum.
Sænsk stjórnvöld skýrðu frá
því í gær að 2.915 Svía væri enn
saknað á hamfarasvæðunum í
Asíu. Staðfest var að 52 Svíar
höfðu látist, en fastlega var reikn-
að með því að sú tala myndi hækka
verulega.
Í gær komu síðustu sænsku
ferðamennirnir heim til Svíþjóðar
frá hamfarasvæðunum í Taílandi,
að undanskildum 50 Svíum sem
enn liggja á sjúkrahúsi í Bangkok.
Þeir komast líklega til heimkynna
sinna á morgun.
Í gær var lokið við að flytja
heim til Finnlands nær alla þá
3.000 finnsku ferðamenn sem
staddir voru á Taílandi, í Indónesíu
eða á Sri Lanka þegar jarðskjálft-
inn mikli og flóðbylgjan riðu yfir.
Finnska flugfélagið Finnair hafði
séð um heimflutninginn, sem hófst
á mánudag í síðustu viku. ■
AKUREYRI
Þaðan er farið með sjúkraflug fyrir
Norðurland og Norðausturland.
Slökkviliðið á Akureyri:
Sjúkraflug
aukið
SJÚKRAFLUG Þrjú hundruð sjúkra-
flug voru farin frá Akureyri á
síðasta ári. Árið þar á undan voru
þau 271. „Við sjáum um sjúkra-
flug frá Norður- og Norðaustur-
landi,“ segir Erling Þór
Júlínusson slökkviliðsstjóri, en
einnig er flogið með sjúkraflug
frá Ísafirði og Vestmannaeyjum.
Slökkviliðið á Akureyri vinnur
að samhæfingu verklags með
starfsmönnum Flugfélags Íslands
og læknum Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri. Þessi vaxandi
fjöldi sjúkrafluga er því orðinn
stór hluti daglegra starfa slökkvi-
liðsmannanna ■
Áttu von á að fjárhagur þinn
vænkist á nýju ári?
Spurning dagsins í dag:
Stundar þú líkamsrækt?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
49%
51%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
Skálmöldin í Írak:
Nítján létust í
bílsprengju
BAGDAD, AP Alls létust 27 í árásum
andspyrnumanna í Írak í gær, þar
af nítján þegar bílsprengja
sprakk í norðurhluta Bagdad. All-
ir nema einn þeirra sem létust
voru í írösku öryggissveitunum.
Sprengjan sprakk þegar bíllinn
var skammt frá bækistöð banda-
ríska hersins. Á öðrum stað í
borginni dóu fimm lögreglumenn
í sprengjuárás.
Bandarískum hermönnum
hefur verið fjölgað mjög í borg-
inni Mosul þar sem árásir hafa
aukist eftir því sem nær dregur
kosningum síðar í mánuðinum.
Bandaríkjamenn segja að kosn-
ingunum verði ekki slegið á frest
þrátt fyrir stigvaxandi ofbeldi. ■
Dómsúrlausn sænska
vinnudómstólsins:
Deila með
íslenska
hliðstæðu
KJARAMÁL Starfsgreinasamband
Íslands fagnar niðurstöðu sænska
vinnudómstólsins um launakjör
lettneskra verkamanna í Svíþjóð.
Í málinu taldi lettneskt verktaka-
fyrirtæki þvingunaraðgerðir
sænska byggingasambandsins
ólögmætar, en sambandið greip til
þeirra þegar fyrirtækið neitaði að
fara eftir sænskum kjarasamn-
ingum. Vinnudómstóllinn komst
að þeirri niðurstöðu að sænskir
kjarasamningar hefðu fullt gildi
gagnvart erlendum verktökum.
SGS telur að þessi deila sé hlið-
stæð þeirri sem ASÍ á í við ítalska
verktakafyrirtækið Impregilo og
að niðurstaða dómstólsins sé mik-
ilvæg og leiðbeinandi fyrir leik-
reglur á íslenskum vinnumarkaði.
- at
AÐ LOKINNI ORÐUVEITINGU
Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra,
óskar Ragnari Bjarnasyni til ham-
ingju með orðuna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Rifrildi um ökugjald:
Bitinn
í hálsinn
LÍKAMSÁRÁS Leigubílstjóri var bit-
inn í hálsinn af farþega í miðbæ
Reykjavíkur á þriðja tímanum að-
faranótt sunnudags. Þegar komið
var á leiðarenda upphófst rifrildi
um ökugjald milli farþega og
leigubílstjóra og endaði það með
því að farþeginn beit leigubílstjór-
ann í hálsinn þannig að húðflipi
losnaði frá hálsi hans. Farþeginn
fékk að gista fangageymslu lög-
reglunnar um nóttina og var yfir-
heyrður næsta dag. Samkvæmt
lögreglunni í Reykjavík var árás-
armaðurinn ölvaður. -lkgLEITAR EIGINKONU SINNARCarl Michael Bergman frá Svíþjóð hefur leit-
að eiginkonu sinnar í Taílandi án árangurs frá
því flóðbylgja skall á hóteli hennar fyrir viku.
Átján mánaða syni þeirra var bjargað.
M
YN
D
/A
P
04-05 2.1.2005 21.16 Page 2