Fréttablaðið - 03.01.2005, Qupperneq 10
3. janúar 2005 MÁNUDAGUR
SÍMTÖL Hvert símtal í þjónustu-
númerið 118 kostar yfirleitt á bil-
inu sextíu til 120 krónur. Upphafs-
gjald fyrir hringingar í númerið
er fimmtíu krónur ef hringt er úr
farsíma en lítið eitt lægra ef
hringt er úr heimilissíma. Auk
þess kostar hver mínúta sem talað
er rétt tæpar sextíu krónur ef
hringt er úr farsíma en fimmtíu
krónur ef hringt er úr heimasíma.
Fréttablaðið þekkir dæmi um
símnotanda sem greiddi rúmlega
tvö þúsund krónur fyrir þrjátíu
hringingar úr heimasíma í 118.
Fyrir rúmlega sextíu símtöl í
GSM-síma í sama mánuði greiddi
hann tvö hundruð krónum minna,
en í heild námu símtölin þrjátíu
við 118 meira en fjörutíu prósent-
um af símreikningnum.
Áframflutningur í símanúmer
gegnum 118 kostar þrjár krónur
og hefur verð þeirrar þjónustu
verið auglýst í fjölmiðlum. Hins
vegar hefur verð símtala við 118
ekki verið auglýst.
„Þjónustan sem 118 býður upp
á hefur afskaplega lítið verið aug-
lýst en áframflutningsþjónustan
var auglýst þegar hún var ný,“
segir Eva Magnúsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Símans. „Þá er verð-
skrá okkar aðgengileg á netinu
hverjum þeim sem hana vilja
skoða.“ ■
HALLAREKSTUR Samkvæmt fjár-
hagsáætlun Dalvíkurbyggðar
stefnir í 105 milljóna króna halla-
rekstur á þessu ári. Er það heldur
minni halli en á síðasta ári en þá
var reksturinn neikvæður um
tæpar 130 milljónir króna.
Heildarskuldir sveitarfélags-
ins verða á næsta ári tæplega 1,5
milljarðar króna en þar af eru
tæplega 600 milljónir vegna fé-
lagslegra íbúða. Heildartekjur
Dalvíkurbyggðar verða rúmar
800 milljónir króna samkvæmt
áætlun næsta árs.
Eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga fylgist með fjár-
hagsstöðu sveitarfélagsins en hef-
ur ekki séð ástæðu til sérstakra
aðgerða enn sem komið er. - kk
VERSLUN „Þeir sem flytja inn og
selja falsaða merkjavöru geta átt
von á opinberri málsókn frá
ákæruvaldi og refsingu,“ segir
Hróbjartur Jónatansson hæsta-
réttarlögmaður. Tollgæslan Kefla-
víkurflugvelli hefur á þessu ári
lagt hald á hundruð kílóa af fals-
aðri merkjavöru, aðallega fatnað
og blekhylki.
„Eftirlit hefur verið að aukast
og í kjölfarið erum við að finna
miklu fleiri sendingar af falsaðri
merkjavöru,“ segir Guðbjörn Guð-
björnsson, deildarstjóri fraktdeild-
ar Tollgæslunnar Keflavíkurflug-
velli. „Þessi mál eru einnig mjög í
brennidepli í nágrannalöndum
okkar þannig að oft fáum við vís-
bendingar um slíkan innflutning
að utan.“ Rannsókn málanna
stendur yfir en að sögn Guðbjörns
eru brotin litin alvarlegum augum.
„Sá sem af ásetningi brýtur
gegn lögum um vörumerki þarf að
sæta sektum og refsing getur eftir
atvikum varðað fangelsi allt að
þrjá mánuði,“ segir Hróbjartur.
„Þá getur fyrirtæki sem stendur í
fölsun sjálft fengið á sig fjársekt
til viðbótar sekt einstaklingsins
sem í hlut á.“
Innflutningur falsaðra merkja-
vara kemur alltaf upp annað slagið
hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt
fyrir að slík mál endi ekki öll með
ákæru. „Til þess að hægt sé að
refsa þarf ásetningur um brot að
liggja að baki,“ segir Hróbjartur.
„Vara getur komið hingað til
lands án þess að menn hafi ásetn-
ing til að brjóta af sér, það er hægt
að kaupa vöru án þess að vera viss
um að hún sé fölsuð. Hægt er að
stöðva dreifingu á slíkum vörum
án þess að viðkomandi aðilum sé
refsað persónulega.“
Fölsun merkjavarnings er mjög
víðtækur og skipulagður iðnaður í
heiminum, sérstaklega í Asíu og
Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts.
„Þar fer víða fram skipulögð fram-
leiðsla á fölsuðum varningi í þeim
tilgangi að hagnast á þekktum
vörumerkjum,“ segir Hróbjartur.
helgat@frettabladid.is
†mis starfsmanna- og stéttarfélög
veita styrki vegna dansnámskei›a.
Mambó
Tjútt
Freestyle
Salsa
Brú›arvals
Barnadansar
Samkvæmisdansar
Sérnámskei› fyrir hópa
N‡justu tískudansarnir
Börn – Unglingar – Fullor›nir
Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Bolholti 8 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is
VI‹ BJÓ‹UM
UPP Í DANS Á
N†JU ÁRI
Innritun og
uppl‡singar alla
daga kl. 12–19
í síma 553 6645
e›a me› tölvupósti til
dans@dansskoli.is
Þjónustunúmerið 118:
Símtalið getur kostað á
annað hundrað króna
EVA MAGNÚSDÓTTIR
Upplýsingafulltrúi Símans segir þjónustu-
númerið 118 afskaplega lítið verið auglýst.
Austurland:
Íslandsbanki
á Egilsstaði
ÞENSLA Íslandsbanki opnar nýtt
útibú á Egilsstöðum í ársbyrjun
og verður það til húsa þar sem
Bónus var áður. Tveir þjónustu-
fulltrúar hafa verið ráðnir til
starfa í útibúinu, sem í fyrstu
verður stýrt frá útibúi Íslands-
banka á Reyðarfirði sem opnað
var fyrir rúmu ári.
Samhliða fólksfækkun á
Austurlandi fækkaði útibúum
bankanna í fjórðungnum. Þetta
breyttist þó aftur eftir að ljóst
var að reist yrði álver í Reyðar-
firði og hefur þeim fjölgað á
ný.
Til skamms tíma var Lands-
bankinn einn banka með útibú á
Reyðarfirði en nú eru þrjár
bankastofnanir þar með útibú.
Öll eru þau við sömu götuna
sem sumir kalla Wall Street.
- kk
Fjárhagsstaða Dalvíkurbyggðar:
Skuldirnar aukast
Fölsuð merkja-
vara áberandi
Hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru
haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á
lögum um vörumerki geta varðað fangelsi.
GALLABUXUR
Gallabuxur með þekktum tískumerkjum eru meðal þess varnings sem falsaður er skipulega.
AUGLÝSING UM HLUTHAFAFUND
NORÐURLJÓSA HF.
Hluthafafundur Norðurljósa hf. verður haldinn kl.
8.30 þriðjudaginn 11. janúar 2005 í fundarherbergi
yfirstjórnar félagsins að Lynghálsi 5, Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Breytingar á samþykktum félagsins. Fyrir
fundinum liggur eftirfarandi tillaga að
breytingum á samþykktum félagsins.
1.1.1. Tilgangi félagsins verði breytt þannig að hann
verði eignarhald og viðskipti með hlutabréf,
rekstur fasteigna og lánastarfsemi.
1.1.2. Fellt verði niður ákvæði um að boða þurfi til
hluthafafundar með auglýsingu í útbreiddum
fjölmiðli.
1.1.3. Stjórnarmönnum verði fækkað í þrjá og tveir
stjórnarmenn skuldbindi félagið.
1.1.4. Sett verði inn ákvæði í samþykktir félagsins
sem heimila að halda stjórnarfundi í gegnum
síma eða með fjarfundarbúnaði.
2. Kosning stjórnar. Í samræmi við breyttar
samþykktir verður kosin ný stjórn fyrir félagið.
f.h. stjórnar Norðurljósa hf.
Skarphéðinn Berg Steinarsson
stjórnarformaður.
10-11 2.1.2005 21:08 Page 2