Fréttablaðið - 03.01.2005, Page 16
Hver er fyrirmyndin? spyrja
sumir frammi fyrir skáldsagna-
persónum og í kjölfarið: Hver á
þetta að vera? Samkvæmt
þessu sjónarmiði er skáldskap-
urinn í rauninni bara viður-
kennd aðferð við að segja frá
því sem ekki er hægt að segja
frá öðruvísi út af lagalegum og
siðferðilegum boðum og bönn-
um. Litið er á skáldsöguna sem
nokkurs konar fjarvistarsönnun
fyrir þann sem vill koma ein-
hverju á framfæri um samborg-
ara sína en treystir sér ekki til
að gera það með beinum hætti.
Skáldskapurinn er þá aðferð við
að koma því á framfæri sem
„ólyginn sagði mér“.
Við höfum átt höfunda sem
blikka okkur lesendur yfir
skáldsöguna og haga skrifum
sínum og kynningu á verki sínu
eins og þeir vilji segja við okk-
ur: „Þótt ég kalli þennan mann
Friðrik hér þá er ég í rauninni
að skrifa um hann Baldur og
allt það - þið vitið... blikk
blikk...“
Þeir reyna með öðrum orðum
að hafa persónuna þannig að
hún þekkist og treysta á að hluti
af lestrarnautninni hjá viðtak-
andanum sé að meðtaka þennan
þekkjanleika. Þetta er göfgað
slúður. Í lesandanum vaknar lít-
ill slúðurkarl og tekur að
kjammsa á þessum dulkóðaða
óhróðri. Þetta henti fyrir þessi
jólin því miður Þráin Bertels-
son sem kaus að fylgja eftir vel
heppnaðri endurminningabók
sinni í fyrra með slíku riti um
Björgólf Guðmundsson.
Við höfum líka átt viðtakend-
ur sem reyna að breyta skáld-
skap í slúður: hver á þetta að
vera? spyrja þeir og taka síðan
að þylja upp alls kyns fólk sem
ekki hefur annað til saka unnið
en að eitthvað í lífi þess eða fari
líkist einhverju sem er að finna
í skáldsögu.
Þetta er samt ekki einfalt.
Grandalaus hef ég hitt móðgaða
konu sem spurði mig hvers
vegna ég væri að skrifa svona
um mann sem stóð nærri henni.
Það kom sem sé á daginn að til-
teknir taktar og kækir persónu í
skáldsögu eftir mig minntu á
þennan mann sem í sögunni var
ekki allskostar farsæll í sínum
störfum. Hvað gat ég sagt? Hún
trúði mér ekki þegar ég sagði
að þetta gerðist allt í hausnum á
mér - og henni - þetta væri
skálduð persóna, samsett úr
ótal manneskjum, ætlað að vera
í senn dæmigerð fyrir eitthvað
og eiga sér sjálfstætt líf sem
einstaklingur... Hún hélt að ég
væri bara að fara með fjarvist-
arsönnunina... Ég hef lesið lista
með nöfnum manna sem sagðir
voru fyrirmyndir að persónu í
síðustu skáldsögu minni af því
að eitthvað skaraðist þótt eng-
inn þeirra hefði hvarflað að mér
á meðan ég var skálda persón-
una. Ég hef líka freistast til að
nota mann sem raunverulega
var á dögum sem fyrirmynd
persónu. Það var Þorlákur Ó.
Johnson og bókin Úr heimsborg
í grjótaþorp sem Lúðvík Krist-
jánsson, sá góði sagnfræðingur,
skrifaði um þennan mikla
undramann, eins og Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðing-
ur rakti á sínum tíma í vandaðri
úttekt í gamla Tímanum. Per-
sónan varð samt ekki til fyrr en
ég sleppti Þorláki.
Þessi íslenska fyrirmynda-
umræða tók á sig sérkennilega
mynd hér í Fréttablaðinu fyrir
jólin þegar Eysteinn Þorvalds-
son sá ástæðu til að bera af sér
sakir um að vera hvorki meira
né minna en fyrirmynd að sjálf-
um morðingjanum í Kleifar-
vatni Arnaldar Indriðasonar.
Ástæðan var sú að hann hafði
ekki þrifist í austur-þýskum
skóla á sínum tíma, rétt eins og
gildir um þann sem verður
mannsbani í téðri bók. Ein-
hverjum kann að virðast Ey-
steinn heldur viðkvæmur enda
var hann aldrei sagður beinlínis
slík fyrirmynd í upphaflegri
grein Árna Snævarr heldur lát-
ið nægja að segja frá ævintýr-
um hans og annarra SÍA manna
í Austur-Þýskalandi - gerð grein
fyrir leiktjöldum Arnaldar.
Þetta er hins vegar heillandi
saga og SÍA menn hafa frá
mörgu að segja. Sú ranghug-
mynd hefur komist á kreik að
þeir hafi verið óduglegir að
greina frá upplifunum sínum
fyrir austan járntjald. Það hafa
þeir alls ekki verið - þvert á
móti - og spurning hvort ekki
væri fengur að safni endur-
minninga þessa fólks fyrir ein-
hver jólin...
En viðkvæmni Eysteins er
skiljanleg og okkur ber að virða
hana. Svona umræða hefur að
geyma tilmæli um að lesandi
skuli hafa hina raunverulegu
persónu í huga á meðan hann
les. Slíkt þrengir ekki bara kosti
lesandans við að skapa sér eigin
mynd af hinni uppdiktuðu per-
sónu sem verður til í galdrinum
þegar hugur lesanda fer að
starfa með huga höfundar - og
er undrið mikla í bókmenntum -
heldur eru slík tilmæli til þess
fallin að draga verkið niður á
plan hins göfgaða slúðurs.
Hver á persónan að vera?
Hún sjálf – alveg eins og við
hin. ■
A tlæti og framtíð barna okkar var leiðarstefið í áramóta-ávörpum leiðtoga þjóðarinnar að þessu sinni. Það fer velá því, enda er okkur vart falið merkilegra verkefni í líf-
inu en að koma börnum okkar til þroska og farsældar. Það hlut-
verk er svo samofið því meginverki lífs okkar að hegða okkur
vel og skynsamlega til þess að við megum leggja okkar af
mörkum til uppbyggingar réttláts og farsæls samfélags.
Forsala aðgöngumiða að farsæld framtíðarinnar er núna og
því fagnaðarefni að forseti, forsætisráðherra og biskup Íslands
minni á þau verðmæti sem okkur eru falin með uppeldi barna
okkar. Áramótin gefa tækifæri til þess að stíga á stokk og
strengja heit. Annað mál er hvernig okkur tekst að vinna úr
heitstrengingunum.
Orð eru til alls fyrst. Tilkynning forseta Íslands um stofnun
menntaverðlauna er fagnaðarefni. Verðlaun geta, ef vel er að
þeim staðið, verið ágætlega til þess fallin að vekja athygli á
mikilvægum þáttum í samfélagi okkar. Menntun er einn þeirra
þátta sem mikilvægastir eru til þess að skapa bæði einstakling-
um og þjóðinni sjálfri forsendur til hagsældar og þroska.
Átök vegna kjaramála kennara á árinu sem nú hefur kvatt
voru ofarlega í huga ráðamanna við áramót. Átök sem skildu
eftir sig sár sem verður að græða. Stjórnendur ríkis og sveitar-
félaga verða að horfa til þess sem eins af mikilvægustu verk-
efnum komandi tíma að efla sjálfsvirðingu kennarastéttarinnar
og tilfinningu hennar fyrir mikilvægi sínu í samfélaginu. Þjóð-
in hefur ekki efni á því að slík grundvallarstétt í samfélaginu
verði sárindum og beiskju að bráð. Sú hætta er fyrir hendi nú.
Menntun þarf að vera ofar á forgangslista stjórnvalda og vinna
þarf markvisst að því að kennarastéttin búi við kjör sem endur-
spegla að við metum grunnmenntun barna okkar í það minnsta
með sambærilegum hætti og nágrannar okkar á Norðurlöndum.
Forsætisráðherra gerði málefni og mikilvægi fjölskyldunnar
að umfjöllunarefni sínu. Fjölskyldan er víðfeðmt hugtak og
mikilvægt þegar hugað er að aðbúnaði barna í samfélaginu að
stjórnvöld skilgreini ekki fjölskylduhugtakið of þröngt. Þeirrar
tilhneigingar hefur gætt þar sem fjálglega er rætt um gildi og
mikilvægi fjölskyldunnar að hugtakið sé þröngt skilgreint og
hið þrönga fjölskylduhugtak notað til að kasta rýrð á annað
heimilisform en sambúð karls og konu með börnum sínum.
Markmið fjölskyldu, í hvaða formi sem hún birtist, er sam-
búð sem einkennist af virðingu og trausti. Heimili þar sem
tækifæri eru fyrir börn að þroska hæfileika sína og verða heil-
steyptar manneskjur sem kunna að deila lífi sínu af sanngirni
og ábyrgð með öðru fólki. Stjórnvöld geta lagt eitt og annað af
mörkum til þess að uppalendur fái betri tækifæri til þess að
veita börnum sínum aðgang að verðmætum framtíðarinnar.
Barnabætur eru til að mynda tekjutengdar hér á landi og mun
lægri en á Norðurlöndunum.
Verkefnin eru næg og gott til þess að vita að aðbúnaður
barna og möguleikar þeirra til bjartrar framtíðar séu efst í
huga ráðamanna um þessi áramót. ■
3. janúar 2005 MÁNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Áherslu á aðbúnað barna og möguleika þeirra til
þroska og tækifæra bar hæst í áramótaávörpum
leiðtoga þjóðarinnar.
Menntun og
börn í forgang
ORÐRÉTT
Markúsarguðspjall
Raunar væri gaman að sjá við
tækifæri viðtal við þann áskrif-
anda sem horfir á ávarp út-
varpsstjóra, sem ku vera næsti
dagskrárliður á eftir Skaupinu.
Kannski horfir konan hans.
Jónas Haraldsson blaðamaður.
Viðskiptablaðið 31. desember.
Stjórnmálaskýrandi ársins?
Maður ársins er Usama bin
Laden, fyrir að vera enn á lífi,
fyrir að hafa hrakið Bandaríkja-
her frá Sádí-Arabíu, fyrir að
hafa einangrað Bandaríkin í
heiminum og fyrir að hafa breytt
þjóðskipulagi Bandaríkjanna í
eins flokks fasisma.
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit-
stjóri.
DV 30. desember.
Annar eins banki
Menn geta svo nefnt útrásina
hvað sem er. Það veit hins vegar
á gott þegar banki eins og Bank
of Scotland lánar Íslendingum á
einu bretti marga tugi milljarða
króna til að kaupa og endurfjár-
magna breskt stórfyrirtæki.
Bankinn hlýtur að sjá einhverja
glóru í þeim viðskiptum ñ ella
myndi hann ekki lána krónu.
Jón G. Hauksson ritstjóri um kaup
Baugs á Big Food Group.
Frjáls verslun 11. tbl. 2004.
Skarpur
Fjölmiðlafrumvarpið var ríkis-
stjórninni og þó ekki síst Davíð
Oddssyni erfitt.
Týr, dálkahöfundur Viðskiptablaðsins,
hugleiðir atburði ársins við áramót.
Viðskiptablaðið 31. desember.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
FYRIRMYNDIR
SKÁLDSAGNAPERSÓNA
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Þessi íslenska fyrir-
mynda-umræða tók
á sig sérkennilega mynd
hér í Fréttablaðinu fyrir jól-
in þegar Eysteinn Þorvalds-
son sá ástæðu til að bera
af sér sakir um að vera
hvorki meira né minna en
fyrirmynd að sjálfum morð-
ingjanum í Kleifarvatni Arn-
aldar Indriðasonar...
,,
Vinningar verða afhendir hjá
Office 1, Skeifunni. Reykjavík.
Með því að taka þátt
ertu kominn í SMS klúbb.
99 kr/skeytið
Vinningar eru:
Miðar f. 2 á Blade Trinity
Blade 1 og 2 á DVD
Aðrar DVD myndir
Margt fleira.
Sendu SMS skeytið JA B3F
á númerið1900 og þú gætir unnið.
9. hver vinnur
2 X bíómiðar á 99kr.-
Hver á þetta að vera?
Harrods næst?
Í áramótahefti Frjálsrar verslunar rekur
Sigrún Davíðsdóttir umsvif Egyptans
Mohammed Al Fayed í bresku við-
skiptalífi. Hann er meðal annars aðal-
eigandi stórverslunarinnar Harrods í
London og hefur það farið fyrir brjóstið
á mörgum íhaldssömum Bretum sem
finnst hann ekki heppilegt andlit fyrir
jafn þekkt fyrirtæki. Minnir sú afstaða
um sumt á gremju ým-
issa Dana yfir kaup-
um Baugs og
tengdra aðila á
Magasin du Nord á
dögunum. Í lok
greinarinnar
segir Sigrún
að orðrómur
hafi nýlega verið á kreiki um að Philip
Green, gamall viðskiptafélagi Baugs-
manna, hefði í hyggju að kaupa Harr-
ods af Al Fayed. Það hafi verið borið til
baka. En „miðað við framsókn ís-
lenskra verslunarmanna í London þá
eru það kannski engir órar að
ímynda sér að Harrods komist á
endanum í eigu
Íslendinga,“ skrifar Sigrún.
Nýársleikur Björns
Í pistli á vefsíðu sinni í gær
bregður Björn Bjarnason á
„nýársleik“ með tíu spurningum
frá franska sjónvarpsmanninum
Bernard Pivot, sem telur þær
gagnast við „að greina hugsan-
ir, tilfinningar og skoðanir ein-
staklinga“. Því miður svarar Björn
spurningunum ekki sjálfur en hér er
gestaþraut ráðherrans og Pivot: 1.
Hvaða orð er þér kærast? 2.Hvaða orð
vilt þú síst? 3. Hvað vekur þig til sköp-
unar eða andlega og tilfinningalega?
4. Hvað dregur úr þér allan vilja og
mátt? 5. Hvaða blótsyrði er þér
tamast? 6. Hvaða hljóð eða
hávaði finnst þér bestur? 7.
Hvaða hljóð eða hávaði
finnst þér verstur? 8. Hvaða
starf annað en það, sem
þú sinnir, langar þig helst
að reyna? 9.Hvaða starfi
mundir þú ekki vilja gegna?
10. Sé himnaríki til, hvað vilt
þú vilja heyra Guð segja, þeg-
ar þú kemur að Gullna hliðinu?
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
16 og 41 (16-17) Leiðari 2.1.2005 19:46 Page 2