Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2005, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 03.01.2005, Qupperneq 19
3MÁNUDAGUR 3. janúar 2005 Guðrún Jóhannesdóttir, eig- andi verslunarinnar Kokku, hefur skipulagt eldhúsið sitt heima fyrir á þann veg að gott er að vinna í því. „Við fluttum inn fyrir þremur árum og þá var eldhúsið agalegt,“ segir Guðrún þegar hún er beðin um að segja okkur frá eldhúsinu sínu. „Við erum reyndar ekki sú týpa af Íslendingum sem rífur allt út og setur nýtt áður en flutt er inn,“ segir Guðrún og lýsir því hvernig hún og maðurinn hennar létu sig hafa það að vinna í eldhús- inu agalega áður en þau hófust handa við að breyta því. „Við rifum svo allt út og byrj- uðum frá grunni þar sem eldhúsið var það slæmt að ekkert var hægt að endurnýta. Hins vegar höfum við byggt það upp smátt og smátt og eigum enn smáræði eftir eins og höldur á skápa og gólfefni,“ segir Guðrún, sem er afskaplega ánægð með útkomuna og þá sér- staklega vinnuaðstöðuna. „Eld- húsið er bara til að vinna í því en við höfum ekkert matarborð í eld- húsinu heldum notum bara stórt borðstofuborð sem er frammi,“ segir Guðrún en þau hjónin eru mikið eldhúsfólk og hafa hagað málum á þann veg að þau gæti bæði unnið í einu í eldhúsinu. Jafnframt eru þau með tvo ofna í eldhúsinu, sem er frekar óhefð- bundið. „Gaseldavélin sem við settum hingað inn er bara lítil með einum ofni þannig að við héldum ofninum sem var hér fyrir. Það er mjög praktískt að hafa tvo ofna, og maður þarfnast þess ótrúlega oft,“ segir Guðrún. Helsta kost þess að skipuleggja eldhús eftir að flutt er í húsnæðið segir Guðrún vera þann að þá gef- ist tími til að átta sig á hvernig sé best að hafa hlutina og átta sig á rýminu. „Þar sem við gerðum þetta smám saman tel ég útkom- una vera betri en ella og ég er mjög ánægð með þetta,“ segir Guðrún. kristineva@frettabladid.is Eldhúsið hjá Guðrúnu Jóhannesdóttur í Kokku er afar gott vinnueldhús. Góð vinnuaðstaða fyrir mestu Fissler pottar og pönnur - finndu muninn! sími 568 6440 Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 [ GLUGGAÞVOTTUR ] Gluggaþvottur er ekki mjög skemmtilegur en hægt er að gera hann tiltölulega auðveldan. Nokkur ráð til að halda gluggum hreinum Ef sólin skín úti, vertu þá með sól- gleraugu þegar þú þrífur glugg- ana. Þannig sérðu betur þá bletti sem þú átt eftir og hvar strokurnar eftir hreinsivökvann liggja. Þrífðu gluggann frá botni upp í topp innan frá en frá hlið til hliðar utan frá svo þú vitir á hvorri hlið stokurnar eru. Ef gluggarnir þínir eru rosalega skítugir þá getur þú bætt tveim til þrem teskeiðum af ediki í hverja fjóra lítra af vatni. Það svínvirkar á blettina. Það virkar vel að nota saman- krumpað dagblað til að þurrka gluggana. Það sparar líka þvotta- klúta því dagblöðin fara hvort sem er í ruslið fyrr eða síðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Vandaðar heimilis og gjafavörur Kringlunni - sími : 533 1322 Lokað í dag! Útsalan hefst á morgun 02-03 heimili c.i.m. 2.1.2005 16.29 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.