Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 38
38
ATVINNA
Matreiðslumaður
Framtíðarstarf á Nordica hoteli
Óskum eftir að ráða góðann matreiðslumann í
metnaðarfullt starf við veislueldhús hótelsins.
Leitað er eftir ábyrgum, samstarfsfúsum og dugleg-
um aðila. Hæfniskröfur við matreiðslu veislurétta
gerðar til viðkomandi.
Unnið er samkvæmt hefðbundinni vaktavinnu mat-
reiðslumanna.
Framtíðarstarf við morgunverðarhlaðborð á Nordica
hoteli
Óskum eftir að ráða jákvæðan, samstarfsfúsan og
duglegan starfsmann í metnaðarfullt starf við dag-
lega uppsetningu á morgunverðarhlaðborði innan
eldhús hótelsins.
Unnið er 15 daga í mánuði á vöktum frá kl. 04:00-
11:00
Starfsreynsla á matvælasviði æskileg og/eða
menntun úr matsveinanámi
Í starfinu felst meðal annars :
• Framsettning og umsjón á allri matvöru
• Bakstur
• Eldamennska
• Almenn Þrif og frágangur
• Hitastigseftirlit
• Skráning við gámes kerfi
Störfin eru laus nú þegar og er óskað eftir umsókn-
um á tölvupósti til yfirmatreiðslumanns
(hakon@icehotel.is )
Nánari upplýsingar í síma 444 5054 / 840 0111
Störf á ferðaskrifstofu
Iceland Excursions Allrahanda óskar
eftir að ráða í eftirtalin störf:
Markaðsfulltrúi
Símsvörun og móttaka
Starfsmaður í bókhald
Iceland Excursions Allrahanda er alhliða ferðaþjónustufyrir-
tæki og ferðaskrifstofa í örum vexti. Fyrirtækið kappkostar
að veita góða og persónulega þjónustu við ferðamenn á
Íslandi.
Við leitum að drífandi einstaklingum sem vilja verða hluti
af skemmtilegum hóp í góðu starfsumhverfi. Um framtíð-
arstörf er að ræða.
Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg.
Umsóknum skal skila fyrir 10. janúar á skrifstofu Iceland
Excursions Allrahanda að Höfðatúni 12, 105 Reykjavík eða
á tölvupóstfangið: atvinna@iea.is.
Einnig er hægt að fylla út umsókn á heimsíðu okkar:
www.icelandexcursions.is
Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trún-
aðarmál.
Nánari upplýsingar gefa Þórir Garðarsson í s. 540 1304 og
Heiðar Eiríksson í s. 540 1306.
Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu
umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem
einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðar-
innar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að
búa og starfa í Hafnarfirði.
Nýr skóli á Völlum
Skólastjóri grunnskóla
Staða skólastjóra við nýjan grunnskóla á
Völlum í Hafnarfirði er laus til umsóknar.
Þar er í hönnun þriggja hliðastæðna grunnskóli og leik-
skóli í sama húsnæði. Nýr skólastjóri tekur þátt í að
móta umgjörð skólastarfsins og stefnu skólans í samráði
við fræðsluyfirvöld og aðra hagsmunaaðila.
Ráðið verður í 50 % stöðu skólastjóra grunnskólans frá
1. febrúar 2005 ( eða eftir samkomulagi) og fulla stöðu
frá 1. ágúst 2005 eða eftir nánara samkomulagi.
Starfsemi grunnskólans hefst haustið 2005 en leikskól-
inn tekur til starfa haustið 2006.
Meginhlutverk skólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á
daglegri starfsemi og rekstri skólans en einnig að veita
skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar.
Umsækjandi þarf að hafa til að bera eftirfarandi
þætti:
• Kennaramenntun
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða
kennslufræði og reynslu af stjórnun.
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Metnað og áhuga fyrir nýjungum
Grunnskólinn verður byggður fyrir allt að 700 - 750 börn
Í Hafnarfirði eru íbúar tæplega 22.000 og í bænum eru
7 grunnskólar og 14 leikskólar og er þjónustusamningur
við einn til viðbótar.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustustofnun í þágu
menntunar í bæjarfélaginu og þar starfa sérhæfðir starfs-
menn sem veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir
hverju sinni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Baldursson,
fræðslustjóri í síma 5855800, netfang magnusb@hafnar-
fjordur.is en fræðslustjóri er næsti yfirmaður skólastjóra.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launa-
nefndar sveitarfélaga og KÍ.
Umsókn þarf að innihalda yfirlit um menntun og reynslu
ásamt ítarlegri greinargerð um fyrirhugaðar áherslur í
skólastarfi.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar
jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Umsókn skal skilað á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður, eigi síðar en 10.
janúar 2005.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Snjall forritari óskast
Hugbúnaðarfyrirtæki óskar eftir reyndum
forritara í spennandi verkefni.
Reynsla á eftirfarandi sviðum er nauðsynleg:
SQL/Oracle, ASP, .NET, SOAP og xml.
Viðkomandi þarf að vera skipulagður, geta unnið sjálfstætt
og hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir réttan mann.
Umsóknir og ferilsskrár sendist hgg@hgg.is fyrir 07.01.2005Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
34-35-36-37-38-39 smáar 2.1.2005 16:06 Page 6