Fréttablaðið - 03.01.2005, Qupperneq 40
Lofthreinsitæki
Nýtt!
ECC ehf
Skúlagötu 17
101 Reykjavík
Sími 511 1001
ecc@ecc.is
www.ecc.is
Upplýsingar í síma 511 1001
Opið frá 09.00 til 18.00
hreinsar loftið, eyðir
lykt og drepur sýkla
Kröftugt jónastreymi
Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til
við að eyða m.a. ryki, mengun, veirum og frjódufti.
Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna.
Bakteríudrepandi útfjólublár lampi
Útfjólubláa ljósið drepur ýmsa sýkla og
bakteríur og eyðir lykt (t.d. reykinga- og matarlykt)
Kröftug ryksöfnun
Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhrein-
indum í stað hefðbundins fílters.
Þrjú skref
HI, MED og LOW stillingar og Turbo stilling
fyrir mismunandi aðstæður. (Blá ljós sýna stillingu).
Gaumljós
Ljós sýna hvort þrífa þarf stál blöðin
eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds.
Mikill orkusparnaður
Vegna orkusparandi hönnunar notar
tækið aðeins 28W/klst.
Byltingarár
Íbúðalánasjóðs
Nú er rétt ár síðan félagsmálaráð-
herra tilkynnti um fyrirhugaðar
breytingar á fyrirkomulagi skulda-
bréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs, en sú
breyting ásamt ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að hækka láns-
hlutfall almennra íbúðalána sjóðsins
í 90% hefur bylt íbúðalánamarkaði á
Íslandi.
Í tengslum við tilkynninguna var
því haldið fram að breytingin myndi
að öllum líkindum verða til lækkunar
vaxta íbúðalána Íbúðalánasjóðs, sem
síðan myndi að öllum líkindum leiða
til lækkunar langtímaraunvaxtastigs
í landinu. Það stóð ekki á gagnrýnis-
röddum sem efuðust um að breyting-
arnar myndu hafa þessar afleiðingar
í för með sér, en reynslan hefur sýnt
að vextir íbúðalána hafa lækkað enn
meira en björtustu vonir stóðu til
fyrir ári síðan.
Breytingar á skuldabréfaútgáf-
unni fólust í því að leggja niður hús-
bréfakerfið, koma á fót nýjum, öfl-
ugum skuldabréfaflokkum sem
færðir voru að alþjóðlegum stöðl-
um, skráðir í Kauphöll Íslands og
gefni út í Euroclear, öflugustu upp-
gjörsmiðstöð heims. Í kjölfar þess
tók Íbúðalánasjóður að veita ein-
göngu peningalán á lægri vöxtum en
áður. Fyrri hluti ársins fór í undir-
búning að breytingunum sem urðu
þann 1. júlí. Íbúðalánasjóður fékk til
liðs við sig einn öflugasta banka
Evrópu, Deutsche Bank, sem veitti
ráðgjöf við breytingarnar og mestu
skuldabréfaskipti Íslandssögunnar.
Enda var allir undirbúningur unn-
inn í samræmi við það sem best ger-
ist á alþjóðlegum fjármálamörkuð-
um og ber ítarleg útboðslýsing þess
best vitni. Þessi aðferðafræði virtist
vera nýjung á Íslandi þar sem ýms-
ir aðilar á markaði og í fjölmiðlum
gagnrýndu einmitt þau atriði við
framkvæmd skuldabréfaskiptanna
sem féllu að aðferðafræði skulda-
bréfaskipta á alþjóðlegum fjármála-
markaði.
Skuldabréfaskiptin fólust í því að
eigendum húsnæðisbréfa og mark-
flokkum húsbréfa var gefinn kostur
á að skipta þeim yfir í hin nýju,
alþjóðlega viðskiptavænu íbúðabréf
Íbúðalánasjóðs. Skemmst er frá því
að segja að skuldabréfaskiptin tók-
ust frábærlega og var árangurinn
betri en Deutsche Bank hafði áður
kynnst.
Afleiðingar breytinganna hafa
verið víðtækar. Íbúðalánasjóður
hefur lækkað vexti af almennum út-
lánum um nær 1%. Þá urðu breyting-
arnar til þess að íslenski bankar tóku
loks að bjóða almenningi íbúðalán á
mannsæmandi vöxtum, en bankarnir
bjóða nú íbúðalán á helmingi lægri
vöxtum en áður tíðkaðist í banka-
kerfinu. Sú þróun er afar jákvæð og
mikilvæg fyrir heimilin í landinu.
Í raun er hægt að tala um bylt-
ingu á íbúðalánamarkaði, byltingu
sem Íbúðalánasjóður kom af stað
með breytingum sínum þann 1. júlí
síðastliðinn.
Höfundur er sviðsstjóri þróunar- og
almannatengsla Íbúðalánasjóðs.
Bústaðakirkja
Bústaðakirkja stendur við
Bústaðaveg og Tunguveg og
var vígð fyrsta sunnudag í að-
ventu árið 1971. Fyrsti sóknar-
presturinn var séra Ólafur
Skúlason en nú gegnir séra
Pálmi Matthíasson embætt-
inu. Helgi Hjálmarsson arki-
tekt hannaði kirkjuna, sem er
640 fermetrar að flatarmáli
og 1.040 fermetrar á hæð.
Glerlistaverk í kirkjunni eru
eftir Leif Breiðfjörð. Kirkjan
stendur í brekku mót sól og
var tillit tekið til þess við
hönnun hennar. Sóknarmörk
Bústaðakirkju eru Grensás-
vegur og Eyrarland að Reykja-
nesbraut og Miklabraut að
bæjarmörkum Kópavogs.
Upplýsingarnar eru fengnar af
www.kirkja.is
SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU*
*Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins.
10/12 - 16/12
FJÖLDI
TÍMABIL
0
50
100
150
200
250
300
249 250
17/12 - 22/12
200
12/11 - 18/11
263
19/11-25/11
245
26/11-2/12
285
3/12-9/12
HALLUR MAGNÚSSON
HÚSIN Í BÆNUM
24- fast bak lesen 2.1.2005 16.26 Page 2