Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 44
FÓTBOLTI „Stundum er talað um meistaraheppni og ég held að við höfum haft hana í dag,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, eftir sigur síns liðs gegn Liverpool á nýársdag. Joe Cole var hetja Chelsea í leiknum en hann skoraði eina mark leiksins þegar 10 mínútur voru til leiksloka eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Cole endurtók þannig leikinn frá því í fyrri leik liðanna í október þegar hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri. „Við vorum mjög heppnir í dag. Ég vorkenni Rafael Benitez að hafa ekki fengið jafntefli, það hefðu ver- ið sanngjarnari úrslit,“ sagði Mour- inho. Benitez var óánægður með Mike Riley, dómara leiksins, og taldi hann meðal annars hafa sleppt augljósri vítaspyrnu. „Þetta voru ósanngjörn úrslit. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og stjórnuðum leiknum. Tveir hlutir breyttu leiknum; meiðsli Xabi Alonso og þegar Tiago tók boltann með hendinni innan teigs en Riley flautaði ekki,“ sagði Benitez bál- reiður eftir leikinn. Í ljós hefur komið að Alonso er ökklabrotinn og verður frá keppni næstu sex vikurnar. Eiður Smári Guðjohn- sen var í byrjunarliði Chelsea en átti afar rólegan dag. Hermann Hreiðarsson og fé- lagar í Charlton áttu aldrei glætu gegn meisturum Arsenal og er Freddie Ljungberg kominn á skotskóna eftir að hafa verið frá í nokkrar vikur vegna mígrenis. Hann skoraði tvö mörk og nýliðinn Robin van Persie eitt. „Ljungberg var ekki orðinn heill á öðrum degi jóla, hann var skárri gegn Newcastle en í dag lék hann eins og hann á að sér. Hann var frábær,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn. Manchester United hefur ekki gefið titilvonirnar upp á bátinn og vann liðið góðan úti- sigur á Middlesbrough. „Eng- inn er að spila betur en við í augnablikinu,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., og Steve McClaren hjá Middles- brough sagði ýmislegt til í þeim ummælum. „Þeir hafa fengið 28 stig af 30 mögulegum í síðustu leikj- um. Það er ekki slæmt. Ég held að þetta verði þriggja liða keppni allt fram í síðustu um- ferðirnar.“ ■ 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR VIð hrósum ... ... íslenska landsliðsframherjanum Heiðari Helgusyni, sem heldur áfram að fara á kostum með liði Watford í ensku 1. deildinni. Á nýársdag skoraði hann sigurmarkið gegn Millwall. Heiðar byrjaði tímabilið rólega og skoraði aðeins eitt mark fram að 16. október en síðan þá hefur hann farið á kostum og skorað 11 mörk. „Ég ætlaði mér alls ekki að gera þetta og ég vil biðjast afsökunar. Ég vona að hann nái sér fljótt.“ Frank Lampard er prúðmennskan uppmáluð en ljót tækling hans varð til þess að Xabi Alonso ökklabrotnaði. sport@frettabladid.is Meistaraheppni Chelsea Jose Mourinho segir að meistaraheppni hafi skilað sínu liði sigri gegn Liver- pool á nýársdag. Arsenal og Manchester United eru að ná sér á strik á nýjan leik og fylgja Chelsea eins og skugginn. Sími 562-3811 ÚTSALAN hefst á morgun kl: 10.00 Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. febrúar nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 860-0122 Gleðilegt ár! Byrjum námskeiðin 10. janúar Upplýsingar í síma: 561 5620 Enska úrvalsdeildin ÚRSLIT LIVERPOOL–CHELSEA 0–1 0–1 Joe Cole (80.). FULHAM–CRYSTAL PALACE 3–1 1–0 Andy Cole (4.), 1–1 Andy Johnson, víti. (35.), 2–1 Andy Cole (60.), 3–1 Tomasz Radzinski (73.). ASTON VILLA–BLACKBURN 1–0 1–0 Nolberto Solano (88.). BOLTON–WEST BROM 1–1 0–1 Zoltan Gera (13.), 1–1 El-Hadji Diouf. (85.). CHARLTON–ARSENAL 1–3 0–1 Freddie Ljungberg (35.), 1–1 Talal El Karkouri. (45.), 1–2 Freddie Ljungberg (48.), 1–3 Robin van Persie (67.). MAN. CITY–SOUTHAMPTON 2–1 1–0 Paul Bosvelt (19.), 2–0 Shaun Wright- Phillips. (40.), 2–1 Kevin Phillips, víti (90.). NEWCASTLE–BIRMINGHAM 2–1 1–0 Shola Ameobi (4.), 2–0 Lee Bowyer (44.), 2–1 Emile Heskey (64.). PORTSMOUTH–NORWICH 1–1 0–1 Damien Francis (9.), 1–1 Yakubu Aiyegbeni, víti (61.). TOTTENHAM–EVERTON 5–2 1–0 Dean Marney (16.), 2–0 Reto Ziegler (27.), 2–1 Tim Cahill (40.), 3–1 Miguel Pedro Mendez (59.), 4–1 Robbie Keane (68.), 5–1 Dean Marney (80.), 5–2 James McFadden ( 87.). MIDDLESBROUGH–MAN. UTD. 0–2 0–1 Darren Fletcher (9.), 0–2 Ryan Giggs (79.). STAÐAN CHELSEA 21 16 4 1 41:8 52 ARSENAL 21 14 5 2 51:23 47 MAN. UTD. 21 12 7 2 33:13 43 EVERTON 21 12 4 5 25:22 40 MIDDLESB. 21 10 5 6 34:26 35 LIVERPOOL 21 10 4 7 34:21 34 TOTTENHAM 21 9 5 7 29:21 32 CHARLTON 21 9 4 8 24:31 31 ASTON VILLA 21 7 7 7 23:24 28 MAN. CITY 21 7 6 8 26:22 27 PORSTMOUTH 21 7 6 8 25:28 27 BIRMINGHAM 21 6 8 7 24:23 26 NEWCASTLE 21 6 7 8 33:39 25 BOLTON 21 6 6 9 27:30 24 FULHAM 21 6 3 12 25:36 21 BLACKBURN 21 3 10 8 19:33 19 NORWICH 21 2 10 9 18:37 16 CR. PALACE 21 3 6 12 21:34 15 SOUTHAMPT. 21 2 8 11 19:34 14 WEST BROM 21 1 9 11 17:43 12 LEIKIR GÆRDAGSINS JOE COLE Hefur heldur betur reynst Chelsea dýrmætur í leikjum liðsins gegn Liverpool á leiktíðinni. Í báðum leikjunum hefur hann komið inn á og skorað sigurmarkið. Hér sést hann fagna marki sínu í leiknum á nýársdag. 44-45 (20-21) Sport 2.1.2005 18:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.