Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 19
Það hefur oft verið talið að ís- lenskir kjarasamningar hafi ein- kennst af sveigjanleika umfram mörg önnur lönd og verið ein helsta ástæða þess hversu vel okkur hafi tekist að byggja upp með markvissum hætti kaupmátt hér á landi. Þetta hefur ekki síst verið álit atvinnurekenda. Þar hafa menn bent á hina svokölluðu markaðslaunasamninga sem gott framtak af hálfu verkalýðsfélag- anna. Þar er einungis kveðið á um gólf með strípuðum lágmarks- launataxta. Öll vitum við að á markaði hafa gilt hér laun sem markast af getu og hæfni starfs- manna. Einungis byrjendur og til- tölulega örfáir hafa verið á um- ræddum lágmarkstöxtum. Nú er þessi staða að breytast. Fyrirtæki hér á landi eru í vaxandi mæli með Impregilo og SA í broddi fylkingar að breyta þessu. Þau nota þessa lágmarkstaxta fyrir vel menntaða starfsmenn með víðtæka margra ára reynslu við sérhæfð störf m.a. við byggingu virkjana. Sama gildir reyndar um vaxandi fjölda annarra starfa í þjóðfélaginu. Þetta er að breyta samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja, þau mega sín einskis gegn þeim fyrir- tækjum sem nýta sér þessa mögu- leika. Afstaða Samtaka atvinnu- lífsins í þessu máli vekur ætíð mikla undrun, því hún gengur sannarlega í berhögg við hags- muni yfirgnæfandi fjölda aðildar- fyrirtækja samtakanna. Forsvars- menn SA ganga erinda örfárra innlendra stórfyrirtækja og svo erlendra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl hér á landi. Þar eru notaðar kunnar upphrópanir gegn málflutningi launafólks eins og „Pólitískar bomdur“, og vikist er undan því að fjalla um grund- vallaratriði þessa máls. Sem er fyrst og síðast samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja og kjör þeirra sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Þetta mun leiða til þess að stéttarfélögin munu í nóvember næstkomandi endurskoða launa- kerfi almennra kjarasamninga og hverfa frá markaðslaunasamn- ingum yfir í niðurnegld launa- kerfi. Sveigjanleiki íslenskra kjarasamninga mun því hverfa og geirnegld launakerfi með lág- markslaunum sem eru í grennd við almenn launakjör hér á landi sett inn í þá. Reyndar sér maður að þetta er svona víða erlendis, líklega sakir þess að félagar okkar hafa þegar gengið í gegnum samskonar hremmingar og við erum að upplifa hérlendis þessa dagana. Ég trúi því ekki að fram- kvæmdastjóri SA sé að tala fyrir hönd hinna almennu félagsmanna Samtaka atvinnulífsins. ■ Kárahnjúkar: Endalok markaðslaunasamninga? 19LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 Undirboð eru eðlileg Samkeppni á markaði er heil- brigð og eðlileg. Gildir þar einu hvort fyrirtæki keppa sín á milli eða launþeg- ar. Samkeppn- in snýst um að bjóða sem besta þjón- ustu á sem lægsta verði. Því er að öllu jöfnu talið eðlilegt að sá sem best get- ur boðið verði hlutskarpastur. Forðast ber að horfa á vinnumarkað sem lokað svæði. Verkamenn, mennta- menn og aðrir hafa frá upphafi tíma ferðast á milli svæða og sótt þangað vinnu ef litla vinnu eða bágindi er að finna í heima- landinu. Besta dæmið um þetta er þegar stór hluti íslensku þjóð- arinnar fluttist búferlum til Kanada í leit að vinnu, mat og betra lífi vegna skorts hér á landi. Frá því að Íslendingarnir fóru vestur um haf hefur ekkert breyst hvað varðar eðli málsins. Verkalýðsfélög reyna hvað þau geta til að beita fyrirtæki og stjórnvöld þvingunum til að halda vinnulaunum í hámarki. Þeir ganga jafnvel svo langt að krefjast stjórnvaldsaðgerða til að þvinga tiltekin fyrirtæki til að greiða hærri laun en samn- ingar þeirra kveða á um. Þeir reyna að hindra útlendinga frá því að fá hér vinnu, reyna að fá undarlegustu hluti samþykkta í lög og svo mætti lengi telja. Til dæmis eru launþegar þeir einu sem hafa lögverndaðan rétt á því að brjóta gerða samninga, nefna þeir þann rétt verkfalls- rétt. Sú tíska er orðin þreytt að nefna í sífellu krónutölur þegar rætt er um laun erlendra verka- manna. Verkamenn sem koma hingað frá fjarlægum löndum til að vinna tiltekið verk senda laun sín heim til fjölskyldna sinna þar sem kaupmáttur hverrar krónu er margfaldur á við hér landi. Verkalýðsfélögum væri nær að tala um hvernig tekjur erlendu verkamannanna koma út í heimalandi þeirra saman- borið við sambærilega vinnu þar í landi. Getur verið að þeir hafi það margfalt betra? Getur hugs- ast að þeir séu meira en til í að vinna á umsömdum launum? Hver sem svörin kunna að vera við þessum spurningum er rétt- ur þeirra helgur að semja sjálfir um kjör sín og fá frelsi frá þvingandi samningum íslenskra verkalýðsfélaga. Gefa þarf fólki möguleika á að finna lífsham- ingjuna og skapa sér og sínum betri morgundag. Frelsið er for- senda framfara nú sem áður. Opna þarf markaði og hleypa inn í landið velviljuðu fólki sem leitar hamingjunnar, rétt eins og Íslendingum var hleypt inn í Kanada þegar þörfin var sem mest. Höfundur er framkvæmda- stjóri Frjálshyggjufélagsins. GUÐMUNDUR GUNNARSSON FORM. RAFIÐNAÐARSAMBANDSINS UMRÆÐAN KJÖR VIÐ KÁRAHNJÚKA Afstaða Samtaka atvinnulífsins í þessu máli vekur ætíð mikla undrun, því hún gengur sannarlega í ber- högg við hagsmuni yfir- gnæfandi fjölda aðildar- fyrirtækja samtakanna. ,, FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.