Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 RÍKISRÁÐ Á GAMLÁRSDAG Davíð hefur vikið fyrir Halldóri við borðsenda á ríkis- stjórnarfundum en ekki úr áramótamið- opnu Morgunblaðsins. Starfsmaður Framsóknar: Davíð köttur í bóli bjarnar Gagnrýni Péturs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Framsóknarflokksins, á Morgun- blaðið fyrir að birta áramótagrein Davíðs Oddssonar á virðingarstað í miðopnu blaðsins hefur vakið mikla athygli. Heimildir Frétta- blaðsins herma að litið sé með vel- þóknun á skrif Péturs í stjórnar- ráðshúsinu, hvort sem menn þar véluðu um eður ei. Pétur sem skrifaði greinina í Tímann, vefrits flokksins, segist skrifa gagnrýni sína á Morgunblaðið í eigin nafni: „Ég hef ekki hugmynd um hvort þessar hugmyndir fara saman við skoðanir flokksins.“ Pétur rekur hvernig smátt og smátt hafi Morgunblaðið fjar- lægst Sjálfstæðisflokkinn. En síð- an segir hann: „Undanfarin miss- eri hafa birst ýmsar vísbendingar og sést mörg merki þess að það sé að taka sig upp gamalt ástarsam- band blaðs og flokks...[Þ]að verð- ur ekki frekar um það deilt að undir núverandi ritstjórn er Morgunblaðið málgagn Sjálfstæð- isflokksins. Hvað er annað hægt að segja um þá ákvörðun blaðsins að leggja miðopnu sína undir ára- mótagrein formanns Sjálfstæðis- flokksins en setja greinar annarra stjórnmálaforingja, þar á meðal forsætisráðherra, skör lægra?“ Pétur bendir á að síðustu 13 ár hafi formaður Sjálfstæðisflokks- ins jafnframt verið forsætisráð- herra og því hafi Morgunblaðið haft augljós rök fyrir því að birta grein hans í miðopnu án þess að menn litu á það sem frávik frá hinni yfirlýstu stefnu um að raun- veruleg tengsl blaðs og flokks heyrðu sögunni til. „Svona gera menn ekki – lengur. Það sjá allir sem vilja. Árið 2005 tala ekki einu sinni gamlir vinir og velunnarar um Moggann sem „blað allra landsmanna“. „ Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, segir að rit- stjórar blaðsins vilji ekkert segja um málið; þeir muni tjá sig á síð- um Morgunblaðsins ef ástæða þyki til. Hjálmar Árnason, for- maður þingflokks framsóknar- manna, segir Pétur tala í eigin nafni en ekki flokksins í greininni en sagðist aðspurður hafa orðið undrandi þegar hann sá að grein formanns Sjálfstæðisflokksins en ekki núverandi forsætisráðherra hefði verið í öndvegi um áramótin í Morgunblaðinu. - ás FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N Gallup 2004: Vinstri grænir juku fylgið Vinstri grænir eru eini stjórn- málaflokkurinn sem bætti við sig fylgi á síðasta ári. Fylgi þeir- ra jókst um 6 prósentustig frá fyrstu Gallup-könnun ársins til þeirrar síðustu eða úr 13% í rúm 19%. Sjálfstæðismenn töpuðu þremur prósentustigum, fóru úr 38% í 35%. Framsóknar- menn töpuðu tveimur prósentu- stigum og fóru úr 14% í 12% hjá Gallup á árinu. Samfylkingin stendur í stað með 30% og frjálslyndi flokkurinn tapar tveimur prósentustigum og fengi 4% en fékk 6% í fyrstu könnun ársins. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.