Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 21
21LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 Útlendingarnir hugsa lengur Forstjóri Össurar, Jón Sigurðsson, var gestur Grein- ingar Íslandsbanka á afkomuspárfundi bankans. Jón kynnti lauslega það helsta sem fyrirtækið fæst við og reynslu þess af erlendum fjárfestum. Hann sagði erlenda fjárfesta ekki þolinmóðari en innlenda í sjálfu sér og Íslendingar væru ekki síður faglegir í fjárfestingum sínum. Helst mætti segja að munur- inn lægi í því hversu langan tíma erlendu fjárfestarnir tækju sér í að taka ákvörðun. Ákvörðun sem Íslendingar tækju á nokkrum dögum eða viku tæki nokkra mánuði hjá erlendum fjárfestum. Jón sagði það hins vegar tvímælalaust hafa mikla kosti í för með sér að hafa erlenda fag- fjárfesta í hluthafahópnum, en stjórnendur yrðu að vanda sig til að tryggja að allir hluthaf- ar fengju upplýsingar á sama tíma. Jón sagði að samkvæmt sinni reynslu hefði hlutabréfamarkaði á Íslandi fleygt fram og siðferði á markaðnum væri ekki síðra hér en á hlutabréfamarkaði á Norðurlöndunum. Stoðtæki stjórnmálamanna Jón kynnti tæknina í framleiðslu Össurar á tölvu- stýrðu hné sem fyrirtækið hefur nýlega kynnt. Hnéð forritar sig sjálft og lærir á notanda sinn og sér fyrir næstu hreyfingar hans. Það hefur því „vit“ á því sem notandinn gerir næst. Á grundvelli þessarar tækni hyggst félagið framleiða fleiri vörur. Framtíðar- músíkin er stoðtæki sem hægt verði að tengja við taugakerfi notandans. Slíkt er þó ekki í sjónmáli. Jón var spurður um regluumhverfi fyrirtækja, en stjórnmálamenn hafa viljað gera bragarbót á því. Jón sagði umhverfið gott og mátti skilja að hann teldi ekki þörf á breytingum. Ein- hverjir höfðu á orði hvort fyrirtækið þyrfti ekki að fara að hanna gervihöfuð fyrir stjórnmálamenn sem forritaði sig sjálft og hefði vit fyrir þeim í hverju skrefi. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.433* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 274 Velta: 2.390 milljónir +1,61% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Og Vodafone tilkynnti í gær um skipulagsbreytingar hjá félag- inu. Viðar Þorkelsson verður að- stoðarforstjóri félagsins. Tveir stjórnendur hverfa á braut. Kauphöllin tilkynnti í gær að nú þurfa félög sem skráð eru í Úrvalsvísitöluna að gefa út til- kynningar sínar á ensku jafnhliða íslensku. Lyfjafyrirtækið Actavis hefur undirritað samning við Háskóla Íslands sem felur í sér að stofn- aður er sjóður til styrktar nem- endum við skólann. Hluthafafundir útgerðarfélag- anna HB Granda og Tanga sam- þykktu í gær samruna félaganna. Hlutafé HB Granda hækkar um 227,7 milljónir að nafnvirði. vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,20 -0,78% ... Atorka 5,75 – ... Bakkavör 25,20 +5,00% ... Burðarás 11,90 – ... Flugleiðir 10,00 +1,01% ... Íslandsbanki 11,00 – ... KB banki 474,00 +3,72% ... Kögun 47,00 +1,51% ... Landsbankinn 11,95 -0,42% ... Marel 48,70 -0,20% ... Medcare 6,02 -0,50% ... Og fjarskipti 3,30 +2,17% ... Samherji 10,90 – ... Straumur 9,35 -0,53% ... Össur 75,50 Bakkavör 5,00% KB banki 3,72% Og fjarskipti 2,17% Actavis -0,78% Straumur -0,53% Jarðboranir -0,50% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Greiningardeildir gera ráð fyrir mun minni hagnaði af hlutabréfaeign á þessu ári en í fyrra. Almennt eru horfur í rekstri fyrirtækja nokkuð góðar fyrir árið og lækkun á verði hlutabréfa talin ólíkleg. KB banki mun skila mestum hagnaði skráðra fyrirtækja árin 2004 og 2005 samkvæmt spá greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans. Hagnaður KB banka í ár verður samkvæmt spánum á bilinu 15,2 til 18,5 millj- arðar fyrir árið 2005. Greining Íslandsbanka býst við tapi á fjórða ársfjórðungi ársins 2004 hjá Landsbankanum vegna lakara gengis á hlutabréfamarkaði. Landsbankinn gerir ráð fyrir nei- kvæðum áhrifum hlutabréfaverðs á afkomu KB banka á síðasta fjórðungi, en minni á Íslands- banka sem hefur dregið verulega úr hlutabréfaeign sinni innan- lands. Fjármálafyrirtæki munu að öllum líkindum njóta mun minni gengishagnaðar á þessu ári, en á því síðasta. Greiningardeildirnar eru til- tölulega bjartsýnar fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins fyrir komandi ár. Ekki er talin von til þess að árið í ár verði í nokkurri líkingu við árið í fyrra sem var metár í hækkun hlutabréfa. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hækkun hlutabréfa verði fimmtán prósent á árinu og telur miklar hækkanir síðasta árs í samræmi við væntingar um hagnað þeirra á árinu. Þannig hafi kennitölur svo sem hlutfall hagn- aðar og virðis og arðsemi eigin- fjár ekki breyst að verulegu marki þrátt fyrir miklar hækkan- ir á árinu. Atli Guðmundsson sérfræðing- ur Greining Íslandsbanka segir útrás fyrirtækja ráða miklu um framhaldið á hlutabréfamarkaði. Hún verði stóra málið, líkt og á síðasta ári. Hann segir skamma reynslu komna á útrásina og því fylgi varnaðarorð um að hugsan- lega vanmeti menn áhættuna af útrásarverkefnum. Útrás bank- anna, skráning Actavis í London og yfirtaka Bakkavarar á Geest er meðal þess sem líklegt er til þess að hafa áhrif á þróun hlutabréfa- verðs á árinu. haflidi@frettabladid.is SPÁÐ Í FRAMTÍÐINA Fjárfestar spáðu í spilin á morgunverðarfundi Íslandsbanka í gær. Þeir horfa tiltölulega bjartsýnir til þró- unar hlutabréfaverðs á árinu 2005. Ekki er þó talið líklegt að hækkun á markaði verði í líkingu við reynsluna síðustu tvö ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA *Tölurnar eru frá kl. 15.00 í gær. Minni hækkun hlutabréfa í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.