Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2005, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 08.01.2005, Qupperneq 21
21LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 Útlendingarnir hugsa lengur Forstjóri Össurar, Jón Sigurðsson, var gestur Grein- ingar Íslandsbanka á afkomuspárfundi bankans. Jón kynnti lauslega það helsta sem fyrirtækið fæst við og reynslu þess af erlendum fjárfestum. Hann sagði erlenda fjárfesta ekki þolinmóðari en innlenda í sjálfu sér og Íslendingar væru ekki síður faglegir í fjárfestingum sínum. Helst mætti segja að munur- inn lægi í því hversu langan tíma erlendu fjárfestarnir tækju sér í að taka ákvörðun. Ákvörðun sem Íslendingar tækju á nokkrum dögum eða viku tæki nokkra mánuði hjá erlendum fjárfestum. Jón sagði það hins vegar tvímælalaust hafa mikla kosti í för með sér að hafa erlenda fag- fjárfesta í hluthafahópnum, en stjórnendur yrðu að vanda sig til að tryggja að allir hluthaf- ar fengju upplýsingar á sama tíma. Jón sagði að samkvæmt sinni reynslu hefði hlutabréfamarkaði á Íslandi fleygt fram og siðferði á markaðnum væri ekki síðra hér en á hlutabréfamarkaði á Norðurlöndunum. Stoðtæki stjórnmálamanna Jón kynnti tæknina í framleiðslu Össurar á tölvu- stýrðu hné sem fyrirtækið hefur nýlega kynnt. Hnéð forritar sig sjálft og lærir á notanda sinn og sér fyrir næstu hreyfingar hans. Það hefur því „vit“ á því sem notandinn gerir næst. Á grundvelli þessarar tækni hyggst félagið framleiða fleiri vörur. Framtíðar- músíkin er stoðtæki sem hægt verði að tengja við taugakerfi notandans. Slíkt er þó ekki í sjónmáli. Jón var spurður um regluumhverfi fyrirtækja, en stjórnmálamenn hafa viljað gera bragarbót á því. Jón sagði umhverfið gott og mátti skilja að hann teldi ekki þörf á breytingum. Ein- hverjir höfðu á orði hvort fyrirtækið þyrfti ekki að fara að hanna gervihöfuð fyrir stjórnmálamenn sem forritaði sig sjálft og hefði vit fyrir þeim í hverju skrefi. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.433* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 274 Velta: 2.390 milljónir +1,61% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Og Vodafone tilkynnti í gær um skipulagsbreytingar hjá félag- inu. Viðar Þorkelsson verður að- stoðarforstjóri félagsins. Tveir stjórnendur hverfa á braut. Kauphöllin tilkynnti í gær að nú þurfa félög sem skráð eru í Úrvalsvísitöluna að gefa út til- kynningar sínar á ensku jafnhliða íslensku. Lyfjafyrirtækið Actavis hefur undirritað samning við Háskóla Íslands sem felur í sér að stofn- aður er sjóður til styrktar nem- endum við skólann. Hluthafafundir útgerðarfélag- anna HB Granda og Tanga sam- þykktu í gær samruna félaganna. Hlutafé HB Granda hækkar um 227,7 milljónir að nafnvirði. vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,20 -0,78% ... Atorka 5,75 – ... Bakkavör 25,20 +5,00% ... Burðarás 11,90 – ... Flugleiðir 10,00 +1,01% ... Íslandsbanki 11,00 – ... KB banki 474,00 +3,72% ... Kögun 47,00 +1,51% ... Landsbankinn 11,95 -0,42% ... Marel 48,70 -0,20% ... Medcare 6,02 -0,50% ... Og fjarskipti 3,30 +2,17% ... Samherji 10,90 – ... Straumur 9,35 -0,53% ... Össur 75,50 Bakkavör 5,00% KB banki 3,72% Og fjarskipti 2,17% Actavis -0,78% Straumur -0,53% Jarðboranir -0,50% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Greiningardeildir gera ráð fyrir mun minni hagnaði af hlutabréfaeign á þessu ári en í fyrra. Almennt eru horfur í rekstri fyrirtækja nokkuð góðar fyrir árið og lækkun á verði hlutabréfa talin ólíkleg. KB banki mun skila mestum hagnaði skráðra fyrirtækja árin 2004 og 2005 samkvæmt spá greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans. Hagnaður KB banka í ár verður samkvæmt spánum á bilinu 15,2 til 18,5 millj- arðar fyrir árið 2005. Greining Íslandsbanka býst við tapi á fjórða ársfjórðungi ársins 2004 hjá Landsbankanum vegna lakara gengis á hlutabréfamarkaði. Landsbankinn gerir ráð fyrir nei- kvæðum áhrifum hlutabréfaverðs á afkomu KB banka á síðasta fjórðungi, en minni á Íslands- banka sem hefur dregið verulega úr hlutabréfaeign sinni innan- lands. Fjármálafyrirtæki munu að öllum líkindum njóta mun minni gengishagnaðar á þessu ári, en á því síðasta. Greiningardeildirnar eru til- tölulega bjartsýnar fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins fyrir komandi ár. Ekki er talin von til þess að árið í ár verði í nokkurri líkingu við árið í fyrra sem var metár í hækkun hlutabréfa. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hækkun hlutabréfa verði fimmtán prósent á árinu og telur miklar hækkanir síðasta árs í samræmi við væntingar um hagnað þeirra á árinu. Þannig hafi kennitölur svo sem hlutfall hagn- aðar og virðis og arðsemi eigin- fjár ekki breyst að verulegu marki þrátt fyrir miklar hækkan- ir á árinu. Atli Guðmundsson sérfræðing- ur Greining Íslandsbanka segir útrás fyrirtækja ráða miklu um framhaldið á hlutabréfamarkaði. Hún verði stóra málið, líkt og á síðasta ári. Hann segir skamma reynslu komna á útrásina og því fylgi varnaðarorð um að hugsan- lega vanmeti menn áhættuna af útrásarverkefnum. Útrás bank- anna, skráning Actavis í London og yfirtaka Bakkavarar á Geest er meðal þess sem líklegt er til þess að hafa áhrif á þróun hlutabréfa- verðs á árinu. haflidi@frettabladid.is SPÁÐ Í FRAMTÍÐINA Fjárfestar spáðu í spilin á morgunverðarfundi Íslandsbanka í gær. Þeir horfa tiltölulega bjartsýnir til þró- unar hlutabréfaverðs á árinu 2005. Ekki er þó talið líklegt að hækkun á markaði verði í líkingu við reynsluna síðustu tvö ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA *Tölurnar eru frá kl. 15.00 í gær. Minni hækkun hlutabréfa í ár

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.