Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 232 stk.
Keypt & selt 31 stk.
Þjónusta 32 stk.
Heilsa 15 stk.
Skólar & námskeið 4 stk.
Heimilið 23 stk.
Tómstundir & ferðir 4 stk.
Húsnæði 35 stk.
Atvinna 25 stk.
Tilkynningar 7 stk.
Banki allra landsmanna410 4000 | landsbanki.is
4,15%Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
67
26
12
/2
00
4
Góðan dag!
Í dag er laugardagurinn 8. jan.,
8. dagur ársins 2005.
Reykjavík 11.09 13.35 16.01
Akureyri 11.18 13.19 15.21
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Draumabíll Skarphéðins Þráinssonar
komst í hendur hans árið 1991 en
þurfti þó talsverða meðhöndlun.
„Pontinn hefur því varla verið sýnilegur
síðustu 14 ár, en fór þó á sína fyrstu bíla-
sýningu á Egilsstöðum sumarið 2003, en
svo fær hann að kíkja út á bestu sólar-
dögum sumarsins,“ segir Skarphéðinn um
Pontiac Firebird 1970 bílinn sinn sem geng-
ur undir nafninu Pontinn sem geymdur er
nú í góðu skjóli úti á landi.
„Ég hef alla tíð verið með króníska dellu
fyrir amerískum bílum og á þeim tíma sem
ég keypti Pontann var þetta klárlega komið
út í trúarbrögð. Þetta var í þá daga þegar
lífið snerist að stórum hluta um að rúnta,
tvö skilyrði man ég að réðu ríkjum, annað
hvort að vera með góðar græjur í bílnum,
eða vera með mótor sem gaf frá sér
almennilegt hljóð,“ segir Skarphéðinn og
hlær en bílinn gerði hann svo upp, málaði á
hann örn og eldtungur og er hann ótrúlega
fallegur.
„Við uppgerðina var leitast við að halda
sem mest í upprunalega eiginleika bílsins,
en þó var sett undir hann 12 bolta hásing í
stað 10 bolta og drifskaft endursmíðað með
sverari hjöruliðum, ásamt ýmsum smáat-
riðum sem með lítilli fyrirhöfn er hægt að
breyta aftur í upprunalegt horf,“ segir
Skarphéðinn sem lýsir því hvernig hver
einasti hluti bílsins var skrúfaður í sundur
og yfirfarinn enda hafi ansi mikið verið
slitið í bílnum og sem þurfti að gera við eða
endurnýja.
„Málningarvinnuna fékk ég góða aðstoð
við, en strákarnir í Bílamálun máluðu hann.
Þetta var auðvitað mikil tilraunamennska
og ákveðin áhætta í kjölfarið, en ég er mjög
ánægður með hann og vafalaust mesta
listaverk sem komið hefur frá strákunum,“
segir Skarphéðinn og tekur fram að Árni
Björnsson bílamálari hafi málað örninn
sem prýðir húddið. En myndasyrpu um
uppgerð bílsins má sjá á eftirfarandi slóð,
www.internet.is/skarpi.
„Þetta var svo sannarlega draumabíllinn
minn, Amerískur sportbíll með V8 mótor!
Hvaða 19 ára strák dreymir ekki um það?
Ég held að þetta verði ekki síður draumur
þegar ég verð kominn með gráa fiðringinn,
þá er nú gott að geta skroppið á rúntinn,“
segir Skarphéðinn. ■
Alger draumabíll
bilar@frettabladid.is
Hyundai setti nýtt sölumet hér
á landi árið 2004 með samtals
788 selda bíla eins og
kemur fram á vef-
síðu B&L, bl.is.
Sala bílategund-
arinnar hefur því
aukist um tæp
þrettán prósent milli ár-
anna 2003 og 2004. Mest seldist
af Santa Fe, eða 280 eintök, og
214 eintök af fimmdyra smábíln-
um Getz. Í þriðja sæti var sjö-
manna fjölskyldubíllinn Trajet
sem seldist í tæplega 80 eintök-
um.
Toyota Yaris var söluhæsti bíll
ársins 2004 þegar árið var gert
upp eins og kemur fram á vef-
síðu Toyota á Íslandi, toyota.is.
Alls seldust 792 eintök af Yaris en
næst á eftir honum kom Toyota
Corolla með 769 eintök. Fimm
Toyota bifreiðar eru á listanum
yfir tíu söluhæstu bílana árið
2004. Alls seldust 3.199 Toyota
fólksbílar á síðasta ári sem sam-
svarar 26,7 prósenta markaðs-
hlutdeild. Næst á eftir kom
Volkswagen með
1071 bifreiðar og
8,9 prósent
markaðshlut-
deild og síð-
an Ford með
936 bifreiðar og 7,8 pró-
sent markaðshlutdeild.
Volkswagen er söluhæsti
vinnubíll síðasta árs en á árinu
seldi Hekla alls 349
Volkswagen og Caddy
Transporter bifreiðar. Hekla
er nú með 22,81 prósenta
markaðshlutdeild á vinnu-
bílamarkaði en sala á
Volkswagen vinnubílum jókst
um 140 prósent frá árinu á und-
an. Hekla hefur enn fremur feng-
ið nýjan Caddy í sölu sem er með
gíraffalúgu en hún opnar aftur-
rými bílsins út frá þaki. Það auð-
veldar allan flutning á alls kyns
vörum.
Dekkjaframleiðandinn
Bridgestone er um þessar
mundir að endurskoða starfsemi
sína í Evrópu en Bridgestone er
stærsti dekkjaframleiðandi heims.
Markmið með þessari endurskoð-
un er að auka framleiðnina en
gert er ráð fyrir fimmtíu prósenta
söluaukningu á öryggisdekkjum á
þessu ári. Bridgestone rekur nú
fimm verksmiðjur í Evrópu
með tíu þúsund starfsmönn-
um. Þrjár verksmiðjur eru á
Spáni, ein í Frakklandi og ein
í Póllandi en velta fyrirtækisins í
Evrópu er um 12,5 prósent af
heildarveltu í heiminum.
Skarphéðinn Þráinsson með mynd af bílnum sínum sem hann hefur í geymslu úti á landi yfir veturinn.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
fyrir bílinn
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Í dag gengum
við framhjá
lokaðri kirkju.
Er Guð enn
í jólafríi?
Nýr Passat að koma
BLS. 3
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Aldrei hafa
selst fleiri
BMW bifreið-
ar hér á landi
og í fyrra eða
samtals 143.
Til saman-
burðar má
nefna að á
Audi var sal-
an 110 bif-
reiðar, á Lex-
us 98 og af
Mercedes Benz seldust 23. Þá átti BMW jafnframt
mestu söluaukninguna á milli ára eða 68%, og átti því
einnig mestu hlutfallslegu aukninguna á milli áranna
2003 og 2004 í flokki úrvalsbíla. Á þessu sama tímabili
jókst salan til að mynda á Audi um 29,5% en dróst sam-
an um 34,5% á Mercedes Benz og um 2% á Lexus.
Að sögn Karls Óskarssonar, sölustjóra BMW hjá
B&L, var nýi X5 jeppinn söluhæstur ásamt 3 línunni
með yfir 90 seld eintök. „Jafnframt seldum við vel af
nýju 5 línunni og nýja X3 jeppanum eða um 40 eintök
samtals. Þá fór nýja 1 línan afar vel af stað hjá okkur
undir lok ársins.“ ■
Pontiac Firebird, árgerð 1970, sem Skarphéðinn
Þráinsson gerði upp.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
BMW aldrei selst betur
Um 68% söluaukning frá því í fyrra