Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 54
YOGA Í HAFNARFIRÐI Guðjón Sveinsson Gamla Bókasafnið í Hafnarfirði Nýtt námskeið hefst 10. janúar Kennt verður tvisvar í viku mánudögum og miðvikudögum kl. 18-00 innritun í síma 822 2870 Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Heimsmeistaramótið í Túnis Sjómenn Toyota 46 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Fyrsta plata óperusöngvarans Kristján Jóhannssonar í sex ár, Portami Via, seldist í aðeins 2.300 eintökum hjá útgefanda fyrir þessi jól. Síðasta plata Kristjáns hér á landi, Helg eru jól, seldist í um 8.000 eintökum fyrir jólin 1998. Hefur hún í dag selst í um það bil 10 þúsund eintökum samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki Kristjáns, Skífunni. Vanalega hafa plötur Krist- jáns selst í rúmlega 10 þúsund eintökum hér á landi og því hlýt- ur gengi nýju plötunnar að valda honum og Skífunni miklum von- brigðum. „Við höfum ekki hug- mynd um hversu mikið platan seldist því skilin eru ekki komin inn. En platan hefur örugglega selst minna en væntingar stóðu til,“ segir Eiður Arnarsson, út- gáfustjóri Skífunnar. Hann tekur það fram að platan hafi komið seint út hér á landi, þann 1. des- ember, og því verið í stuttan tíma á markaðnum. Vitaskuld hafi læt- in í kringum Kristján þó einnig haft sitt að segja varðandi þessa dræmu sölu. Miðað við skilatölur sem birt- ast um miðjan þennan mánuð má búast við að eintökunum 2.300 eigi eftir að fækka umtalsvert. Venjulega er 5-10% eintaka af plötum skilað aftur frá búðum til útgefenda eftir jól og miðað við þau læti sem voru í kringum Kristján er ekki ólíklegt að sú prósentutala verði hærri í hans tilviki. Portami Via hafði selst í um það bil 1.500 eintökum áður en hann kom fram í Kastljósi til að svara ásökunum sem komu í kjölfar tónleika í Hallgríms- kirkju þar sem hann söng til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Eftir það hægðist mikið á sölunni og má telja líklegt að platan endi í tæpum 2.000 eintök- um. freyr@frettabladid.is KRISTJÁN JÓHANNSSON: RÚMLEGA TVÖ ÞÚSUND PLÖTUR SELDAR FYRIR JÓL Hrapandi plötusala Kristjáns 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Kristín Ólafsdóttir og kvik- myndafyrirtækið Klikk product- ion sem hefur gert heimildar- mynd um sýn útlendinga á Ís- landi. Meðal þeirra sem Kristín ræddi við er Íslandsvinurinn Damon Albarn, söngvari bresku hljómsveitarinnar Blur. HRÓSIÐ Lárétt: 1 brunaleifar, 5 á potti, 6 prófgráða, 7 tveir eins, 8 ambátt, 9 bað, 10 komast, 12 ger- ast, 13 guggin, 15 frá, 16 eldhúsáhald, 18 lengd- areining. Lóðrétt: 1 tíðar, 2 hrygla, 3 tveir eins, 4 skortir vit, 6 dútla, 8 tal, 11 geislahjúp, 14 stúlkunafn, 17 verkfæri. Lausn. Lárétt: 1aska,5lok,6ba,7gg,8man,9laug, 10ná,12ske,13grá, 15af, 16ausa,18alin. Lóðrétt: 1algengar, 2sog,3kk,4vangefin,6 bauka,8mas,11áru,14ása,17al. Snjóbrettamótið RVK-Stunt fest verður haldið í fyrsta sinn á Arnarhóli klukkan 20.00 í kvöld. Um jib-boðsmót er að ræða þar sem keppendur renna sér frjálst í klukkutíma og dæma síðan sjálfir hverjir stóðu sig best. Þeir þrír efstu fá auka hálftíma til að keppa um fyrstu þrjú sæt- in. Eftir mótið verða tón- leikar haldnir á Gauki á stöng þar sem rokksveitirn- ar Klink, Brain Police, Drep og Dogdaze troða upp. Þar verður jafnframt verðlaunaafhending. Auk þriggja efstu sætanna verða bestu tilþrifin verð- launuð. ■ Snjóbrettatilþrif á Arnarhóli Á SNJÓBRETTI Það verður vafalítið hart barist á snjóbrettamótinu á Arnarhóli í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir: Besta megrunarleik- fimin er fólgin í því að hrista höfuðið þegar manni er boðið aftur á diskinn. Edda Björgvins- dóttir: Besta ráðið til að losna við jólaspikið er að laxera í nokkra daga og éta svo ein- göngu hörfræ fram að páskum! Unnur Ösp Stefánsdóttir: Mæli með því að fara út að dansa:) Fara og finna góðan stað og flotta dansfélaga, gleyma sér á dans- gólfinu og missa sig í tómri dansfullnægju. Helst í 3-4 klukkutíma! Þetta er skemmtilegasta hreyfingin og maður verður sjúklega sætur af þessu! Svitnar þvílíkt og vaknar með mega harðsperrur. Döns- um inní nóttina á vit ævintýranna... Guðrún Ásmundsdóttir: Ég veit varla hvað það ógeðslega fyrir- brigði jólaspik er. Ég hef hafið nýtt líf, og spik for- tíðarinnar er horfið í gleymsku og dá. Þessi jól hafa verið helguð nýjum gúrú, hann kemur ekki frá austurlöndum eins og hinir, hann kemur að westan heitir Herbal og kennir okkur gömlu fituboll- unum að til er nýtt líf í jukki. Við hætt- um öllu sukki, mætum í jólaboðin með jukkbrúsann okkar við belti, hristum okkur einn á meðan aðrir detta í nam- mið. Látum sem við sjáum ekki þegar eiginmaðurinn er að laumast yfir til ná- grannanna til að fá að smakka á leifum af spikfeitri önd eða kalkún sem fólkið hefur ekki haft sálarþroska til að forð- ast. Auðvitað hef ég komið mér upp nýju bragði á jukkið mitt, yfir hátíðirnar sulla ég í greninálabragði því jól eru jú alltaf jól. Björk Jakobsdóttir: Fara út að ganga með hundinn, fara á skíði, gera skattskýrsluna, sjá hvað maður skuldar mikið í skatt, missa matarlystina, sofa ekki neitt, vinna eins og brjálæðingur fyrir skuldunum og vera hrikalega happí með þetta allt og sérstaklega með það að jólaspikið er komið til að vera. | 5STELPUR SPURÐAR | Hvernig á að losna við jólaspikið? PLÖTUR ÁRITAÐAR Kristján Jóhannsson áritaði nýju plötuna sína á Akureyri fyrir jólin. Var honum vel tekið af gestum og gangandi, samt seldi hann ekki nema 2.300 plötur. ■ SNJÓBRETTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.