Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 54

Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 54
YOGA Í HAFNARFIRÐI Guðjón Sveinsson Gamla Bókasafnið í Hafnarfirði Nýtt námskeið hefst 10. janúar Kennt verður tvisvar í viku mánudögum og miðvikudögum kl. 18-00 innritun í síma 822 2870 Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Heimsmeistaramótið í Túnis Sjómenn Toyota 46 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Fyrsta plata óperusöngvarans Kristján Jóhannssonar í sex ár, Portami Via, seldist í aðeins 2.300 eintökum hjá útgefanda fyrir þessi jól. Síðasta plata Kristjáns hér á landi, Helg eru jól, seldist í um 8.000 eintökum fyrir jólin 1998. Hefur hún í dag selst í um það bil 10 þúsund eintökum samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki Kristjáns, Skífunni. Vanalega hafa plötur Krist- jáns selst í rúmlega 10 þúsund eintökum hér á landi og því hlýt- ur gengi nýju plötunnar að valda honum og Skífunni miklum von- brigðum. „Við höfum ekki hug- mynd um hversu mikið platan seldist því skilin eru ekki komin inn. En platan hefur örugglega selst minna en væntingar stóðu til,“ segir Eiður Arnarsson, út- gáfustjóri Skífunnar. Hann tekur það fram að platan hafi komið seint út hér á landi, þann 1. des- ember, og því verið í stuttan tíma á markaðnum. Vitaskuld hafi læt- in í kringum Kristján þó einnig haft sitt að segja varðandi þessa dræmu sölu. Miðað við skilatölur sem birt- ast um miðjan þennan mánuð má búast við að eintökunum 2.300 eigi eftir að fækka umtalsvert. Venjulega er 5-10% eintaka af plötum skilað aftur frá búðum til útgefenda eftir jól og miðað við þau læti sem voru í kringum Kristján er ekki ólíklegt að sú prósentutala verði hærri í hans tilviki. Portami Via hafði selst í um það bil 1.500 eintökum áður en hann kom fram í Kastljósi til að svara ásökunum sem komu í kjölfar tónleika í Hallgríms- kirkju þar sem hann söng til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Eftir það hægðist mikið á sölunni og má telja líklegt að platan endi í tæpum 2.000 eintök- um. freyr@frettabladid.is KRISTJÁN JÓHANNSSON: RÚMLEGA TVÖ ÞÚSUND PLÖTUR SELDAR FYRIR JÓL Hrapandi plötusala Kristjáns 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Kristín Ólafsdóttir og kvik- myndafyrirtækið Klikk product- ion sem hefur gert heimildar- mynd um sýn útlendinga á Ís- landi. Meðal þeirra sem Kristín ræddi við er Íslandsvinurinn Damon Albarn, söngvari bresku hljómsveitarinnar Blur. HRÓSIÐ Lárétt: 1 brunaleifar, 5 á potti, 6 prófgráða, 7 tveir eins, 8 ambátt, 9 bað, 10 komast, 12 ger- ast, 13 guggin, 15 frá, 16 eldhúsáhald, 18 lengd- areining. Lóðrétt: 1 tíðar, 2 hrygla, 3 tveir eins, 4 skortir vit, 6 dútla, 8 tal, 11 geislahjúp, 14 stúlkunafn, 17 verkfæri. Lausn. Lárétt: 1aska,5lok,6ba,7gg,8man,9laug, 10ná,12ske,13grá, 15af, 16ausa,18alin. Lóðrétt: 1algengar, 2sog,3kk,4vangefin,6 bauka,8mas,11áru,14ása,17al. Snjóbrettamótið RVK-Stunt fest verður haldið í fyrsta sinn á Arnarhóli klukkan 20.00 í kvöld. Um jib-boðsmót er að ræða þar sem keppendur renna sér frjálst í klukkutíma og dæma síðan sjálfir hverjir stóðu sig best. Þeir þrír efstu fá auka hálftíma til að keppa um fyrstu þrjú sæt- in. Eftir mótið verða tón- leikar haldnir á Gauki á stöng þar sem rokksveitirn- ar Klink, Brain Police, Drep og Dogdaze troða upp. Þar verður jafnframt verðlaunaafhending. Auk þriggja efstu sætanna verða bestu tilþrifin verð- launuð. ■ Snjóbrettatilþrif á Arnarhóli Á SNJÓBRETTI Það verður vafalítið hart barist á snjóbrettamótinu á Arnarhóli í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir: Besta megrunarleik- fimin er fólgin í því að hrista höfuðið þegar manni er boðið aftur á diskinn. Edda Björgvins- dóttir: Besta ráðið til að losna við jólaspikið er að laxera í nokkra daga og éta svo ein- göngu hörfræ fram að páskum! Unnur Ösp Stefánsdóttir: Mæli með því að fara út að dansa:) Fara og finna góðan stað og flotta dansfélaga, gleyma sér á dans- gólfinu og missa sig í tómri dansfullnægju. Helst í 3-4 klukkutíma! Þetta er skemmtilegasta hreyfingin og maður verður sjúklega sætur af þessu! Svitnar þvílíkt og vaknar með mega harðsperrur. Döns- um inní nóttina á vit ævintýranna... Guðrún Ásmundsdóttir: Ég veit varla hvað það ógeðslega fyrir- brigði jólaspik er. Ég hef hafið nýtt líf, og spik for- tíðarinnar er horfið í gleymsku og dá. Þessi jól hafa verið helguð nýjum gúrú, hann kemur ekki frá austurlöndum eins og hinir, hann kemur að westan heitir Herbal og kennir okkur gömlu fituboll- unum að til er nýtt líf í jukki. Við hætt- um öllu sukki, mætum í jólaboðin með jukkbrúsann okkar við belti, hristum okkur einn á meðan aðrir detta í nam- mið. Látum sem við sjáum ekki þegar eiginmaðurinn er að laumast yfir til ná- grannanna til að fá að smakka á leifum af spikfeitri önd eða kalkún sem fólkið hefur ekki haft sálarþroska til að forð- ast. Auðvitað hef ég komið mér upp nýju bragði á jukkið mitt, yfir hátíðirnar sulla ég í greninálabragði því jól eru jú alltaf jól. Björk Jakobsdóttir: Fara út að ganga með hundinn, fara á skíði, gera skattskýrsluna, sjá hvað maður skuldar mikið í skatt, missa matarlystina, sofa ekki neitt, vinna eins og brjálæðingur fyrir skuldunum og vera hrikalega happí með þetta allt og sérstaklega með það að jólaspikið er komið til að vera. | 5STELPUR SPURÐAR | Hvernig á að losna við jólaspikið? PLÖTUR ÁRITAÐAR Kristján Jóhannsson áritaði nýju plötuna sína á Akureyri fyrir jólin. Var honum vel tekið af gestum og gangandi, samt seldi hann ekki nema 2.300 plötur. ■ SNJÓBRETTI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.