Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 33
LAUGARDAGUR 8. janúar 2005
RÍKISRÁÐ Á GAMLÁRSDAG Davíð hefur
vikið fyrir Halldóri við borðsenda á ríkis-
stjórnarfundum en ekki úr áramótamið-
opnu Morgunblaðsins.
Starfsmaður Framsóknar:
Davíð köttur
í bóli bjarnar
Gagnrýni Péturs Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra þingflokks
Framsóknarflokksins, á Morgun-
blaðið fyrir að birta áramótagrein
Davíðs Oddssonar á virðingarstað
í miðopnu blaðsins hefur vakið
mikla athygli. Heimildir Frétta-
blaðsins herma að litið sé með vel-
þóknun á skrif Péturs í stjórnar-
ráðshúsinu, hvort sem menn þar
véluðu um eður ei. Pétur sem
skrifaði greinina í Tímann, vefrits
flokksins, segist skrifa gagnrýni
sína á Morgunblaðið í eigin nafni:
„Ég hef ekki hugmynd um hvort
þessar hugmyndir fara saman við
skoðanir flokksins.“
Pétur rekur hvernig smátt og
smátt hafi Morgunblaðið fjar-
lægst Sjálfstæðisflokkinn. En síð-
an segir hann: „Undanfarin miss-
eri hafa birst ýmsar vísbendingar
og sést mörg merki þess að það sé
að taka sig upp gamalt ástarsam-
band blaðs og flokks...[Þ]að verð-
ur ekki frekar um það deilt að
undir núverandi ritstjórn er
Morgunblaðið málgagn Sjálfstæð-
isflokksins. Hvað er annað hægt
að segja um þá ákvörðun blaðsins
að leggja miðopnu sína undir ára-
mótagrein formanns Sjálfstæðis-
flokksins en setja greinar annarra
stjórnmálaforingja, þar á meðal
forsætisráðherra, skör lægra?“
Pétur bendir á að síðustu 13 ár
hafi formaður Sjálfstæðisflokks-
ins jafnframt verið forsætisráð-
herra og því hafi Morgunblaðið
haft augljós rök fyrir því að birta
grein hans í miðopnu án þess að
menn litu á það sem frávik frá
hinni yfirlýstu stefnu um að raun-
veruleg tengsl blaðs og flokks
heyrðu sögunni til. „Svona gera
menn ekki – lengur. Það sjá allir
sem vilja. Árið 2005 tala ekki einu
sinni gamlir vinir og velunnarar
um Moggann sem „blað allra
landsmanna“. „
Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri
Morgunblaðsins, segir að rit-
stjórar blaðsins vilji ekkert segja
um málið; þeir muni tjá sig á síð-
um Morgunblaðsins ef ástæða
þyki til. Hjálmar Árnason, for-
maður þingflokks framsóknar-
manna, segir Pétur tala í eigin
nafni en ekki flokksins í greininni
en sagðist aðspurður hafa orðið
undrandi þegar hann sá að grein
formanns Sjálfstæðisflokksins en
ekki núverandi forsætisráðherra
hefði verið í öndvegi um áramótin
í Morgunblaðinu.
- ás
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L
B
ER
G
M
AN
N
Gallup 2004:
Vinstri grænir
juku fylgið
Vinstri grænir eru eini stjórn-
málaflokkurinn sem bætti við
sig fylgi á síðasta ári. Fylgi þeir-
ra jókst um 6 prósentustig frá
fyrstu Gallup-könnun ársins til
þeirrar síðustu eða úr 13%
í rúm 19%. Sjálfstæðismenn
töpuðu þremur prósentustigum,
fóru úr 38% í 35%. Framsóknar-
menn töpuðu tveimur prósentu-
stigum og fóru úr 14% í 12% hjá
Gallup á árinu. Samfylkingin
stendur í stað með 30% og
frjálslyndi flokkurinn tapar
tveimur prósentustigum og
fengi 4% en fékk 6% í fyrstu
könnun ársins. ■