Fréttablaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 27
Verðbólgan er mál málanna þessa
dagana. Samkvæmt mælingu Hag-
stofunnar er tólf mánaða hækkun
verðlags 4,0% og sleikir þannig efri
viðmiðunarmörk verðbólgumark-
miðs Seðlabankans. Fari verðbólgan
yfir þessi mörk „ber Seðlabankanum
að gera ríkisstjórninni opinberlega
grein fyrir ástæðum þess og leiðum
til úrbóta“, samkvæmt heimasíðu
Seðlabankans.
Af einstökum liðum vísitölu neyslu-
verðs hefur húsnæði hækkað mest,
eða um 11,5% frá janúar 2004.
Þannig er hlutdeild hækkunar hús-
næðisverðs í 4% hækkun vísitölunn-
ar 2,2%, eða ríflega helmingur. Það
er því ekki að ástæðulausu sem
greiningardeild KB banka spyr hvort
verðbólga sem að mestu skýrist af
hækkun á húsnæðisverði geti talist
almenn verðbólga. Þessi spurning á
ekki síður rétt á sér þegar tekið er til-
lit til þess að skiptar skoðanir eru á
því hvort taka eigi húsnæðisverð
með í útreikningi á vísitölu neyslu-
verðs. Húsnæðisverð er til dæmis
ekki tekið með í samræmdri vísitölu
neysluverðs.
En hvað með aðrar verðhækkanir
síðustu tólf mánuði? Þjónusta hækk-
aði um 3,6% og er hlutdeild þessar-
ar hækkunar 1,1% af 4% hækkun
vísitölunnar. Þar af vegur hækkun
opinberrar þjónustu 0,3%. Það er
ekki stór hluti af hækkun síðustu tólf
mánaða, en hafa ber í huga að opin-
ber þjónusta hækkaði um 4,4%
núna um áramótin. Innlendar vörur
hafa hækkað um 3,1% sem jafngild-
ir 0,5% af hækkun vísitölunnar.
Athygli vekur að á meðan innfluttar
vörur hafa hækkað um 0,7% sem
þýðir 0,2% hækkun vísitölunnar hef-
ur gengisvísitala krónunnar lækkað
um 8%. Hvers vegna skilar sterkari
króna sér ekki í lægra verði á innflutt-
um vörum? Skýringanna gæti verið
að leita í því að töf er á því að styrk-
ing krónunnar skili sér í verði á inn-
fluttum vörum. Því gætum við átt von
á því að innfluttar vörur lækkuðu í
verði á komandi mánuðum. Einnig
gætu innflutningsvörur hafa hækkað
í verði erlendis sem vegur á móti
gengisbreytingunni. Þetta gæti skýrt
hækkun á einstökum vörum, en dug-
ar skammt sem almenn skýring þar
sem verðlag í OECD-ríkjunum hækk-
aði aðeins um tæplega 2% í fyrra.
Þriðja skýringin væri að á þeim tíma
sem krónan styrktist og innflutningur
lækkaði í verði hefði álagning aukist.
Innflytjendur og búðareigendur nytu
því góðs af styrkingu gengisins en
ekki neytendur.
Að lokum vænti ég þess að lesendur
þessa dálks í síðustu viku hafi áttað
sig á því að hagvöxtur á síðasta ári
var ekki 50%. Prentvillupúkinn hljóp
í greinina og í stað 50% átti að
standa 5,5%. Sá hálfi umbreyttist í
núll. Á tveimur öðrum stöðum í
greininni breyttist hálfur í gríska staf-
inn ómega. Þannig átti viðskiptahall-
inn að vera 6,5% af landsframleiðslu
í fyrra og verðbólga 3,5% á þessu ári.
ÞJÓÐARBÚSKAPURINN
KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR
Verðbólga og hagvöxtur í fyrra
MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 2005
Stjórn Valsmanna hf.
Hluthafafundur hjá Valsmönnum hf.
haldinn miðvikudaginn 19. janúar árið 2005 kl. 20.00
í Valsheimilinu að Hlíðarenda, Reykjavík.
DAGSKRÁ.
1. Tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum Valsmanna hf.
á byggingarrétti á Hlíðarendareit.
2. Tillögur um heimild til stjórnar Valsmanna hf. um
hlutafjáraukningu í félaginu.
Gert er ráð fyrir að forgangsréttur verði ekki virkur nema fyrir
hluta aukningarinnar.
3. Önnur mál.
Athygli vekur að á meðan innfluttar vörur hafa hækkað um 0,7% sem þýðir 0,2% hækk-
un vísitölunnar hefur gengisvísitala krónunnar lækkað um 8%. Hvers vegna skilar sterk-
ari króna sér ekki í lægra verði á innfluttum vörum?
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/STEFÁN