Fréttablaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 2005 13 Þokkaleg loðnuvertíð fram að þessu: Biðu í sólarhring eftir að fá að landa SJÁVARÚTVEGUR Háberg GK, skip Samherja, landaði 1.150 tonnum af loðnu í Grindavík í gærmorgun. Loðnan er sú fyrsta sem landað er í Grindavík á árinu, samkvæmt vef Samherja. Þar segir að hún sé stór og góð og fari öll í bræðslu. Þorsteinn Símonarson, skip- stjóri Hábergs, segir loðnuna hafa veiðst á flottroll á Seyðisfjarðar- dýpi. Um 34 tíma hafi tekið að sigla til Grindavíkur frá miðun- um. Samherji hefur keypt skipið Högaberg sem einnig er á loðnu- veiðum, og leigt Seley ÞH sem á að flytja hráefni frá vinnsluskip- unum. - gag HORST KOEHLER Þetta verður í annað sinn sem ísraelska þingið verður ávarpað á þýsku. Ísraelskir þingmenn: Vilja ekki heyra þýsku JERÚSALEM, AP Nokkrir ísraelskir þingmenn eru uggandi yfir vænt- anlegri ræðu sem Horst Koehler, forseti Þýskalands, ætlar að flytja á þýsku í ísraelska þinginu 2. febrúar. Þeir segja að það gæti ýft upp sár þeirra sem lifðu af helför- ina. Koehler mun ávarpa þingið í tilefni þess að 40 ár eru liðin síðan formleg tengsl mynduðust milli ríkjanna. Nokkrir þingmenn hafa hótað að sniðganga athöfnina og segja hana móðgun við fórnarlömb helfararinnar og að það sé ekki tímabært að þýska fái að heyrast innan veggja þingsins. Þetta verð- ur þó ekki í fyrsta sinn sem forseti Þýskalands ávarpar þingið því hann gerði það líka árið 2000. ■ AUGLÝSINGUM KOMIÐ UPP Stuðningsmenn allra frambjóðenda í kosn- ingunum í Írak vinna nú hörðum höndum að því að koma kosningaáróðrinum áleiðis. Danski herinn: Heim eftir rúmt ár JYLLANDS-POSTEN, DANMÖRK Verk- efnum dönsku herdeildarinnar verður líklega lokið á næsta eina og hálfa ári. Þetta hefur Jyllands- Posten eftir yfirmanni deildarinn- ar, ofurstanum John Dalby. Hann segir það sitt að íraska stjórnin muni ekki fara þess á leit við dönsk stjórnvöld að herdeildin verði áfram í landinu þegar hún hafi lokið verkefnum sínum. Þá vísar hann því á bug að ringulreið muni ríkja í Írak í kringum kosningarnar 30. janúar. Þær aðgerðir sem fréttist af þessa dagana séu aðgerðir öfgamanna sem eru á örvæntingafullan hátt að reyna að koma í veg fyrir framkvæmd kosninganna, sem muni færa Írak nær lýðræði og myndun ríkisstjórnar. Danmörk er á lista hinna stað- föstu þjóða. ■ SJÁVARÚTVEGUR Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldar- vinnslunnar, segir að loðnuver- tíðin hafi verið þokkaleg hingað til en ekki sé mikill kraftur í henni þessar tvær vikur sem af er. Hákon frá Grenivík er ný- kominn úr túr í gær og var að gera klárt fyrir frystingu á síð- ustu 200 tonnunum af loðnu fyrir Rússlandsmarkað. Áður hafði hann verið einn sólarhring úti á firðinum að frysta og bíða eftir að komast að bryggju. „Það er ekkert of mikið pláss hérna í höfninni. Hún er orðin alltof lítil. Hún var dýpkuð að- eins en það er ekki nóg,“ sagði Oddgeir Jóhannsson skipstjóri. Um borð í Hákoni var búið að frysta hátt í 1.400 tonn í tveimur túrum. Oddgeir sagði að um 700 tonn hefðu farið í frystilestina og svo hefði eitthvað farið í gú- anó. Tækin hefðu verið biluð og frystingin því gengið erfiðlega. „Þetta hefur verið ágætt. Við höfum bara veitt eins og tækin leyfa,“ sagði hann. - ghs SKIPSTJÓRINN Á HÁKONI Oddgeir Jóhannsson segir höfn- ina í Neskaupstað alltof litla. LANDAÐ ÚR HÁBERGI GK Vel gengur á loðnuveiðum hjá skipum Samherja. Fyrirtækið keypti skip í Færeyj- um í síðustu viku sem þegar hefur hafið veiðar. Það leigði einnig skip í Grindavík sem flytja á afla af miðunum. Landað í Grindavík: Stór og góð loðna á land

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.