Fréttablaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 25
9
TIL SÖLUTILKYNNINGAR
FASTEIGNIRTILKYNNINGAR
TILKYNNINGAR
Þorrablót Ólafsfirðingafélagsins
verður haldið laugardaginn 22. janúar í Dugguvogi 12,
miðar seldir fimmtudaginn frá 20.30 – 21.30 á sama stað.
Stjórnin.
Spennandi og skemmtilegt störf
með fötluðum einstaklingum
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar
eftir að ráða stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa á
heimili fólks með fötlun. Um er að ræða vaktavinnu
í ýmsum starfshlutföllum.
Við erum að leita að starfsfólki í Dimmuhvarf í Kópavogi og
Svöluás í Hafnarfirði. Jafnframt leitum við að starfsfólki á
fleiri heimili í Kópavogi og Hafnarfirði sem og í Garðabæ
og Mosfellsbæ.
Gefandi og áhugaverð störf sem vert er að skoða nánar. Sjá
má nánari upplýsingar um störfin á eftirfarandi heimasíðum:
http://www.smfr.is og http://www.starfatorg.is
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2005.
LANDFYLLINGAR VIÐ
GUFUNES Í REYKJAVÍK
Mat á umhverfisáhrifum
– úrskurður Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif-
um. Fallist er á, með skilyrði, gerð landfyllinga
við Gufunes í Reykjavík.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til
16. febrúar 2005.
Skipulagsstofnun
Stuðningsfjölskyldur
óskast
Félagsþjónustan í Reykjavík er í samvinnu við
marga einstaklinga, sem taka reglubundið börn til
dvalar á heimili sín. Reynslan hefur sýnt að stuðn-
ingsfjölskyldurnar vinna öflugt forvarnarstarf til að
tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra
barna sem til þeirra koma.
Um er að ræða helgardvöl, t.d. eina helgi í mánuði eða eftir
nánara samkomulagi.
Æskileg búseta er Reykjavík og nágrannasveitarfélög.
Greitt verður samkvæmt verktakasamningi
Nánari upplýsingar gefur Harpa Rún Jóhannsdóttir, forstöðu-
maður Félags-og þjónustumiðstöðvarinnar Vesturgötu 7 í
síma 535-2740,
netfang:harpa.run.johannsdottir@reykjavik.is
Melhagi - glæsileg
Vorum að fá í sölu mjög fallega og mikið standsetta 4ra herb. rishæð í
einu af þessum virðulegu húsum í vesturbænum. Franskir gluggar eru
í íbúðinni. Svalir til suðurs. Eftirsótt staðsetning. Verð 20,5 millj. 4689.
Hagamelur
Vorum að fá í sölu mjög fallega 2ja herb. íbúð á jarðhæð í fjölbýlis-
húsi við Hagamel. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu, eldhús, herbergi,
baðherbergi og hol með skápum. Úr stofu er gengið út í garð. Björt
og falleg íbúð. Stór afgirtur garður. Verð 12,6 millj. 4688.
Klapparstígur - með bílageymslu
Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 2ja herb. íbúð á 1. hæð í lyftu-
húsi. Íbúðin snýr að mestu leyti til suðurs og er mjög björt. Búið er
að leggja ljósleiðara í húsið. Gervihnattadiskur. Íbúðinni fylgir merkt
stæði í bílageymslu. Verð 15,3 millj. 4644.
Digranesvegur - mjög fallegt
Vorum að fá í sölu mjög fallegt 226 fm parhús á tveimur hæðum auk
kjallara. Húsið er byggt árið 1955 en hefur verið mikið standsett. Húsið
skiptist þannig: 1. hæð: forstofa, snyrting, gangur, tvær stofur og eldhús.
2. hæð: þrjú herbergi og baðherbergi. Kjallari: forstofa, baðherbergi, tvö
rúmgóð herbergi og þvottahús (gæti nýst sem eldhús). Rúmgóður
bílskúr á tveimur hæðum. Á neðri hæð bílskúrs er herbergi og geymsla.
Glæsilegt útsýni. Fallegur garður til suðurs. Göngufæri í þjónustu. Sjá
myndir á heimasíðu Eignamiðlunar. Verð 35,7 millj. 4699.
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér
með auglýst til kynningar tillaga að nýju deili-
skipulagi í Reykjavík.
Ellingsenreitur, reitur 1.115.3.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit sem markast
af Mýrargötu, Grandagarði og tveimur nýjum
götum í norðri og austri samkvæmt tillögu að
rammaskipulagi fyrir Mýrargötu og slippa-
svæði.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á þeim tveimur
lóðum sem eru á svæðinu verði að mestu leyti
íbúðabyggð en heimilt verði að koma þar fyrir
skrifstofum, verslun og þjónustustarfsemi.
Heimilt verður að fjarlægja núverandi bygg-
ingar. Að Grandagarði 2 er lagt til að byggja
megi allt að 7 hæðir ofan á bílageymsluhæð,
en að Mýrargötu 26 er gert ráð fyrir allt að
þremur hæðum ofan á núverandi hús og verða
byggingar að hluta til stallaðir á báðum lóðum.
Vegna nálægðar við íbúðabyggð mun ein-
göngu verða leyfilegt að reka ákveðnar
tegundir veitingastaða á jarðhæð sem eru
nánar skilgreindir á uppdrætti. Æskilegt er að
ráðstafa húsnæði sem snýr að Mýrargötu og
Seljatorgi undir starfsemi sem gerir ráð fyrir
tíðum heimsóknum viðskiptavina. Aðkoma að
bílageymslum verður frá götu norðan lóðanna.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 08:20 – 16:15, frá 19.
janúar til og með 2. mars 2005. Einnig má sjá
tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum
og athugasemdum við hana skal skila skriflega
eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags-
fulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undirritað
með nafni, kennitölu og heimilisfangi, eigi síðar
en 2. mars 2005.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 19. janúar 2005
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur