Fréttablaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 2005
S Í M E N N T U N
Listir og menning 2005
Innri tun fer f ram á Grensásvegi 16A, í s íma 580 1800 e›a á heimasí›unni www.mimir . is
- Vesturfararnir
- Madrid í máli og
myndum
- Marokkó, saga
og menning
- Sakamálasögur
- Leiklistarnám
- Menning Araba
- Söngnámskei›
- Teikning
- Myndlist
- Vatnslitamálun
- Olíumálun
- Akr‡lmálun
- Leirlist
- Glermótun
- Myndlist fyrir börn
- Leiklist fyrir börn
6-12 ára
Ei
n
n
t
v
ei
r
o
g
þ
r
ír
4
.1
21Eitthvað við
allra hæfi
Anne hafði dreymt um að koma til Íslands lengi og lét drauminn rætast síðasta haust.
Fer í Bónus á íslensku
Anne Toija er 22 ára finnsk
stúlka sem nemur okkar
ástkæra ylhýra við Háskóla
Íslands. Það hefur verið
draumur hennar lengi að
heimsækja landið okkar.
„Mig hefur langað að koma til Ís-
lands lengi. Það hefur verið eins
konar þráhyggja. Ég hef lært tals-
verða sænsku og hélt að ég gæti
tengt íslenskuna við það. En aðal-
lega var það áhuginn sem kom
mér hingað og leit ég á þetta sem
skemmtilega áskorun. Ég hef alls
ekki orðið fyrir vonbrigðum. Það
er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég
læri samt eitthvað nýtt á hverjum
degi. Til dæmis skil ég ekki af
hverju fólk hendir jólatrjánum
sínum út á götu,“ segir Anne og
hlær dátt en bætir við að henni
finnist gott að búa í miðbænum en
Anne býr á gistiheimili með nem-
endum af ýmsum þjóðernum.
Anne er í fullu námi við Há-
skólann en meðfram íslensku-
náminu tekur hún einnig áfanga í
ensku og sænsku. „Ég ætlaði bara
að vera eina önn fyrst en síðan
var ég svo hrifin af landi, þjóð og
tungu að ég ákvað að vera líka
vorönnina. Ég er líka ekki búin að
læra málið almennilega. Ég get
farið í Bónus á íslensku en það
eru viss takmörk þegar maður
lærir annað tungumál. Ef ég
myndi þora að tala meira þá væri
ég örugglega búin að læra meira,
en ég dett oft í að tala ensku því
það er auðveldara. Ég veit samt
ekki enn hvort ég vil halda áfram
í íslenskunámi eftir næsta sumar
en það væri gaman að fá gráðu.“
Námið á Íslandi er aðeins öðru-
vísi en í Finnlandi að sögn Anne
„Hér eru miklu meiri heimaverk-
efni og nemendur þurfa að vinna
meira sjálfstætt. Síðan verð ég að
mæta í tíma ef ég vil læra eitt-
hvað því maður missir talsvert úr
ef maður mætir ekki í tíma. Ein-
ingakerfið er líka öðruvísi og fæ
ég fleiri einingar hér en í Finn-
landi. En það er ekkert líkt með
íslensku og finnsku. Gjörsamlega
ekki neitt,“ segir Anne en flestir
tímarnir hennar eru á íslensku.
„Á síðustu önn töluðu kennararn-
ir sambland af íslensku og ensku.
En þeir töluðu íslensku mjög
hægt þannig að það var auðvelt að
skilja. Stundum sat ég reyndar og
skildi ekki baun og þurfti að
spyrja fólk við hliðina á mér hvað
var að gerast. Þessi önn virðist
vera miklu erfiðari. Við þurfum
að lesa heila bók á íslensku. Ég
hef ekki hugmynd hvernig ég fer
að því. Ég held ég velji mér bara
barnabók,“ segir Anne og glottir.
lilja@frettabladid.is
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?
Barnanámskeið
Keramik fyrir alla,
6 vikna námskeið fyrir 6 -15 ára
hefjast vikuna 23. - 29. jan.
Teikniæfingar og eigin mynstur
máluð á keramik.
Námskeiðsgjald kr. 8.500. -
Allt innifalið.
Hagnýtt tveggja anna nám samhliða starfi
Útskrift frá Fræðslumiðstöð sparisjóðanna.
Sautján nemendur útskrifuðust
frá Fræðslumiðstöð sparisjóð-
anna á dögunum. Allir höfðu
þeir lokið sérhæfðu viðskipta-
námi á háskólastigi sem ætlað
er stjórnendum sparisjóðanna
um land allt. Um er að ræða
hagnýtt tveggja anna nám sam-
hliða starfi, Sparnám II, sem
Fræðslumiðstöð sparisjóðanna
býður í samvinnu við Háskólann
í Reykjavík. Markmið námsins
er að auka þekkingu og hæfni
nemenda á sviði stjórnunar-
fræða, fjármála og markaðs-
mála. Nemendurnir sem út-
skrifuðust höfðu lokið tveggja
anna grunnnámi, Sparnám I,
sem byggir einnig á samstarfi
Fræðslumiðstöðvarinnar og Há-
skólans í Reykjavík.
Hér sjást útskriftarnemendurnir ásamt Gísla Jafetssyni, markaðsstjóra sparisjóðanna
og Þór Clausen frá Háskólanum í Reykjavík.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N