Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 4

Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,61 62,91 116,63 117,19 81,31 81,77 10,92 10,98 9,92 9,98 8,98 9,04 0,6036 0,6072 94,89 95,45 GENGI GJALDMIÐLA 21.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,92 +0,09% 4 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR Tilboð vegna framkvæmda við Suðurstrandarveg opnuð: Fallið var frá lægsta tilboði vegna mistaka VEGAGERÐ Framkvæmdir við Suð- urstrandarveg hefjast á næstu mánuðum. Tilboð í 5,6 kílómetra kafla við Grindavík voru opnuð í vikunni. Áætlaður kostnaður var 150 milljónir króna og átti verk- takafyrirtækið Vegamenn ehf. lægsta tilboðið. Það hljóðaði upp á 35 milljónir króna eða 23 prósent af áætluðum kostnaði. Jötunn ehf. átti langhæsta tilboðið en það hljóðaði upp á 276 milljónir. Sigurður Kr. Jóhannsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir að þegar haft hafi verið samband við forsvarsmenn Vega- manna hafi komið í ljós að þeir hafi gert mistök í útboðinu. Fyrir- tækið hafi því fallið frá verkinu. Næsthæsta tilboðið á eftir Vegamönnum er frá Nesey ehf. Það hljóðar upp á tæpar 85 millj- ónir króna eða 56 prósent af kostnaðaráætlun. Sigurður Kr. segir líklegt að tilboði Neseyjar verði tekið en einnig verði skoðuð tilboð frá Háfelli ehf. og Sigurði Á. Hjartarsyni sem hljóða upp á 98 og 99 milljónir króna. Fram- kvæmdir við verkið hefst á næstu mánuðum og á þeim að verða lokið í júní árið 2006. Sig- urður segir að verkið sem boðið var út núna sé aðeins lítill hluti af Suðurstrandarveginum sem mun teygja sig frá Þorlákshöfn að Grindavík. Hann segir ekki ljóst hvenær lokið verði við veginn í heild. Það velti á fjárveitingum frá ríkinu. - th Funda um trúnað í utanríkismálanefnd Forsætisráðherra tjáir sig ekki enn um Íraksmálið. Stjórnarsinnar efast ekki um að listi staðfastra þjóða sé seinni tíma gjörningur. Formaður utanríkismála- nefndar segir að ekki standi til að aflétta trúnaði á fundargerðum nefndarinnar. ÍRAKSMÁLIÐ Ég lít þetta sömu aug- um og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Wash- ington,“ sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna að- komu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að „“listinn“ [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu“. Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur kom- ið fram. „Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni,“ svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. „Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utan- ríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orð- inn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi,“ sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði að- spurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkis- málanefndar þrátt fyrir ósk stjórn- arandstöðunnar. „Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um með- ferð trúnaðarupplýsinga í nefnd- inni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman,“ sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi full- yrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: „Ég vil ekki tjá mig um þær upp- lýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum.“ Fréttablaðið hefur ítrekað kom- ið á framfæri ósk sinni um að Hall- dór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði. sda@frettabladid.is Samkvæmisgestir: Sex hand- teknir LÖGREGLA Sex voru handteknir í íbúð á Öldugötu í Reykjavík í gær- morgun eftir að húsráðandi í íbúð í húsinu á móti vaknaði við umgang heima hjá sér. Í ljós kom að brotist hafði verið inn hjá manninum og sjónvarpstæki heimilisins stolið. Lögreglan fann sjónvarpstækið í samkvæminu handan götunnar og voru allir samkvæmisgestirnir handteknir, þar á meðal innbrots- þjófarnir tveir. Áfengi og fíkniefni voru höfð um hönd í samkvæminu. Fólkinu var sleppt að loknum yfir- heyrslum. - hrs FRÁ MOSUL Bandarískir hermenn leita að vopnum á íröskum borgurum. Bandaríkjaher: Fjölgar áhlaupum BAGDAD, AP Níu voru handteknir og vopn gerð upptæk í áhlaupi banda- ríska hersins í írösku borginni Mosul í fyrrinótt. Bandaríski her- inn hefur fjölgað áhlaupum til að handtaka andspyrnumenn sem hafa hótað ófriði í væntanlegum kosningum. Stærstu götum Bagdad hefur verið lokað eftir tíðar bíl- sprengjur undangengna daga. Á síðastliðnum tveimur vikum hafa 200 manns verið handteknir í Mosul grunaðir um skæruhernað. Grunur liggur uppi um að margir andspyrnumenn frá borginni Fallujah hafi flúið til Mosul og komið upp bækistöðvum þar. ■ Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Stór humar og risarækjur opið í dag frá 10-14.30 Súr hvalur Harðfiskur að vestan og hákarl frá Bjarnarhöfn Þýskaland: Ævintýraferð til Íslands FERÐALÖG Þýska ferðaskrifstofan Hagag-Lloyd auglýsir nú ævintýra- ferðir með skemmtiferðaskipinu MV Bremen til landa sem eru á mörkum siðmenningarinnar, eins og segir á heimasíðu ferðaskrif- stofunnar. Einn af áfangastöðum skipsins, sem tekur rúmlega 160 farþega, er Reykjavík. Einnig fer skipið til Færeyja og Grænlands áður en það heldur til Skotlands og Þýskalands. Ferðalagið um endimörk siðmenn- ingarinnar kostar um 300 þúsund krónur. ■ Hérað: Íslandsmet í þorrablótum ÞORRABLÓT Að líkindum munu Hér- aðsmenn eiga Íslandsmetið í að blóta þorra í ár en á Héraði verða haldin níu blót á næstu vikum. Eg- ilsstaðabúar ríða á vaðið og halda þorrablót í Valaskjálf í kvöld, á bóndadaginn. Á morgun verður þorrablót eldri borgara á Héraði haldið á sama stað. Blótafjöldi Héraðsmanna mun væntanlega falla Valgerði Sverr- isdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, vel í geð. Fyrir réttu ári sagði hún að líklegra væri til ár- angurs að markaðssetja íslensk þorrablót en eyða milljónatugum í að reyna að selja lambakjöt á er- lendum mörkuðum. - kk SUÐURSTRANDARVEGUR Vegurinn mun liggja milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Ekki er ljóst hvenær framkvæmdum við veginn verður lokið. ■ UTANRÍKISMÁL BJÖRN HÆTTIR Björn Dagbjarts- son sendiherra hefur að eigin ósk látið af störfum. Björn var skip- aður sendiherra í Maputo í Mosambík árið 2001 og varð þá fyrsti sendiherra Íslands sem bú- settur var í Afríku. BJÖRN BJARNASON „Listinn“ er í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Hefur ekki tjáð sig um málið frá því á mánudag. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR „Ekki stendur til að aflétta trúnaði á fund- argerðum utanríkismálanefndar.“ PÉTUR GUNNARSSON „Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörð- unarinnar en ekki listans á þessum fundi.“ 04-05 21.1.2005 21.10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.