Fréttablaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 54
„Við búum okkur til þetta land þar sem allir tala í ljóðum,“ segir Pétur Eggerz, einn þriggja leikara í Landinu Vifru, nýju íslensku leikriti sem frumsýnt verður í Möguleikhúsinu á morgun. Þær Aino Freyja Järvelä og Alda Arnardóttir leika í þessu verki ásamt Pétri Eggerz, en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Leikritið er unnið upp úr barnaljóðum Þórarins Eldjárn og nafnið er sótt í eitt kvæð- anna. Leikgerðin er unnin af þeim fjórum í sameiningu, en viðbótartexta í bundnu máli gerði Pétur. „Það er svo mikið af skemmtilegum persónum og skringilegheitum í þessum ljóð- um, þannig að það verður óskap- lega gaman að spinna sig út frá þeim. Það erfiðasta var að geta ekki valið öll kvæðin hans í þessa sýningu.“ Sýningin er öll í bundnu máli og tilgangurinn er meðal annars sá að leggja áherslu á mikilvægi ljóðmálsins. „Í byrjun biðjum við börnin um að yrkja ljóð og síðan skila þau þeim inn. Í lok sýningarinn- ar verður síðan eins konar ljóða- happdrætti þar sem við drögum út þrjú af ljóðunum og fellum þau inn í sýninguna í lokaatrið- inu. Það er svo merkilegt að ljóð virðast höfða mjög til barna og þau yrkja mjög mikið.“ Mikið er um tónlist í þessu verki. Hún er eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hefur samið lög við nokkur ljóðanna sérstaklega fyrir þessa sýningu, en útsetn- ingar gerði Guðni Franzson. „Þannig að við erum ekki með neina aukvisa með okkur,“ segir Pétur. ■ 42 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… Á skurðarborði augans, sýn- ingu á verkum Valgerðar Guð- laugsdóttur sem verður opnuð í Listasafni ASÍ við Freyjugötu klukkan 15.00 í dag. Á sýningunni vinnur Valgerður með ímynd kvenlíkamans í nútíma þjóðfé- lagi... Aukasýningu á Þetta er allt að koma sem verður í Þjóðleikhús- inu á fimmtudaginn... Hinni frábæru leiksýningu Böndin á milli okkar á Litla sviði Þjóðleikhússins. Ákveðið hefur verið að bjóða BA- nám í leiklist í Listaháskóla Ís- lands í haust. Um er að ræða fyrstu háskóla- gráðu fyrir þá sem vilja leggja stund á leikstjórn, dramatúrgíu eða leikritun. Með náminu skap- ast tækifæri til rannsókna á sviði leiklistar, innlendrar sem erlendr- ar, auk þess sem möguleikar á nýsköpun í listgreininni munu vaxa. Námið er jöfnum höndum fræðilegt og verklegt. Á fyrsta ári er byggður upp fræði- legur grunnur og nemendur fylgj- ast að miklu leyti að í námi. Á öðru ári er byggt á þeim grunni í verklegum námskeiðum; enn fremur opnast fleiri val- möguleikar og þannig geta nemendur til að mynda óskað eftir að fara sem skiptinemar til annarra landa eða taka verkleg námskeið í öðrum deildum í stað námskeiða í eigin deild. Á þriðja ári vinna nemendur að skapandi verk- efnum, fræðilegum eða listrænum, að eigin frumkvæði eða í samráði við prófessor eða fastráðna kennara deildarinnar. Inntaka í námið er í apríl 2005. Kl. 16.00 Tíbrártónleikar í Salnum í Kópavogi. Al- ina Dubik mezzósópran og Jónas Ingi- mundarson píanó. Á efnisskrá eru söngvar slavneskra tónskálda, Tsjajkov- skí, Kartowitz, Dvorák, – og íslensk lög. menning@frettabladid.is Nýir möguleikar í Listaháskólanum Í LANDINU VIFRA Möguleikhúsið frumsýnir á morgun Landið Vifra, nýtt íslenskt leikrit sem unnið er upp úr kvæðum Þórarins Eldjárn. Þar sem allir tala í ljóðum ! Myndlistarmaðurinn Þórður Ben Sveinsson annast leiðsögn um sýn- ingu sína Borg náttúrunnar í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, og ræðir efni hennar við gesti á sunnudaginn, 23. janúar, klukkan 15.00. Myndlistarmaðurinn Þórður Ben Sveinsson kom fyrst fram sem einn af meðlimum SÚM hóps- ins á 7. áratugnum. Á sýningu á Kjarvalsstöðum árið 1982 kynnti hann í fyrsta sinn hugmyndir sínar um nýja tegund borgarbyggðar og byggingarlistar sem mótaðist af aðstæðum á Íslandi, náttúru lands- ins og menningu. Sýningin vakti mikla athygli og umræðu á sínum tíma. Á sýningunni í Hafnarhúsinu getur að líta framþróun í hug- myndum listamannsins um borg náttúrunnar en markmið hans er að benda á þau djúpu og afgerandi áhrif sem skipulag borgarinnar hefur fyrir það samfélag sem hún fóstrar. Sýningarstjóri er Pétur H. Ármannsson. ■ Leiðsögn listamanns ÞÓRÐUR BEN SVEINSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 54-55 (42-43) Menning 21.1.2005 18.20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.