Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 54
„Við búum okkur til þetta land þar
sem allir tala í ljóðum,“ segir
Pétur Eggerz, einn þriggja leikara
í Landinu Vifru, nýju íslensku
leikriti sem frumsýnt verður í
Möguleikhúsinu á morgun.
Þær Aino Freyja Järvelä og
Alda Arnardóttir leika í þessu
verki ásamt Pétri Eggerz, en
leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Leikritið er unnið upp úr
barnaljóðum Þórarins Eldjárn
og nafnið er sótt í eitt kvæð-
anna. Leikgerðin er unnin af
þeim fjórum í sameiningu, en
viðbótartexta í bundnu máli
gerði Pétur.
„Það er svo mikið af
skemmtilegum persónum og
skringilegheitum í þessum ljóð-
um, þannig að það verður óskap-
lega gaman að spinna sig út frá
þeim. Það erfiðasta var að geta
ekki valið öll kvæðin hans í
þessa sýningu.“
Sýningin er öll í bundnu máli
og tilgangurinn er meðal annars
sá að leggja áherslu á mikilvægi
ljóðmálsins.
„Í byrjun biðjum við börnin
um að yrkja ljóð og síðan skila
þau þeim inn. Í lok sýningarinn-
ar verður síðan eins konar ljóða-
happdrætti þar sem við drögum
út þrjú af ljóðunum og fellum
þau inn í sýninguna í lokaatrið-
inu. Það er svo merkilegt að ljóð
virðast höfða mjög til barna og
þau yrkja mjög mikið.“
Mikið er um tónlist í þessu
verki. Hún er eftir Atla Heimi
Sveinsson, sem hefur samið lög
við nokkur ljóðanna sérstaklega
fyrir þessa sýningu, en útsetn-
ingar gerði Guðni Franzson.
„Þannig að við erum ekki með
neina aukvisa með okkur,“ segir
Pétur. ■
42 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR
EKKI MISSA AF…
Á skurðarborði augans, sýn-
ingu á verkum Valgerðar Guð-
laugsdóttur sem verður opnuð í
Listasafni ASÍ við Freyjugötu
klukkan 15.00 í dag. Á sýningunni
vinnur Valgerður með ímynd
kvenlíkamans í nútíma þjóðfé-
lagi...
Aukasýningu á Þetta er allt að
koma sem verður í Þjóðleikhús-
inu á fimmtudaginn...
Hinni frábæru leiksýningu
Böndin á milli okkar á Litla sviði
Þjóðleikhússins.
Ákveðið hefur verið að bjóða BA-
nám í leiklist í Listaháskóla Ís-
lands í haust.
Um er að ræða fyrstu háskóla-
gráðu fyrir þá sem vilja leggja
stund á leikstjórn, dramatúrgíu
eða leikritun. Með náminu skap-
ast tækifæri til rannsókna á sviði
leiklistar, innlendrar sem erlendr-
ar, auk þess sem möguleikar á
nýsköpun í listgreininni munu
vaxa. Námið er jöfnum höndum
fræðilegt og verklegt.
Á fyrsta ári er byggður upp fræði-
legur grunnur og nemendur fylgj-
ast að miklu leyti að í námi. Á
öðru ári er byggt á þeim grunni í verklegum
námskeiðum; enn fremur opnast fleiri val-
möguleikar og þannig geta nemendur til að
mynda óskað eftir að fara sem skiptinemar til
annarra landa eða taka verkleg námskeið í
öðrum deildum í stað námskeiða í eigin deild.
Á þriðja ári vinna nemendur að skapandi verk-
efnum, fræðilegum eða listrænum, að eigin
frumkvæði eða í samráði við prófessor eða
fastráðna kennara deildarinnar.
Inntaka í námið er í apríl 2005.
Kl. 16.00
Tíbrártónleikar í Salnum í Kópavogi. Al-
ina Dubik mezzósópran og Jónas Ingi-
mundarson píanó. Á efnisskrá eru
söngvar slavneskra tónskálda, Tsjajkov-
skí, Kartowitz, Dvorák, – og íslensk lög.
menning@frettabladid.is
Nýir möguleikar í Listaháskólanum
Í LANDINU VIFRA Möguleikhúsið frumsýnir á morgun Landið Vifra, nýtt íslenskt leikrit
sem unnið er upp úr kvæðum Þórarins Eldjárn.
Þar sem allir
tala í ljóðum
!
Myndlistarmaðurinn Þórður Ben
Sveinsson annast leiðsögn um sýn-
ingu sína Borg náttúrunnar í Lista-
safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi,
og ræðir efni hennar við gesti á
sunnudaginn, 23. janúar, klukkan
15.00. Myndlistarmaðurinn Þórður
Ben Sveinsson kom fyrst fram
sem einn af meðlimum SÚM hóps-
ins á 7. áratugnum. Á sýningu á
Kjarvalsstöðum árið 1982 kynnti
hann í fyrsta sinn hugmyndir sínar
um nýja tegund borgarbyggðar og
byggingarlistar sem mótaðist af
aðstæðum á Íslandi, náttúru lands-
ins og menningu. Sýningin vakti
mikla athygli og umræðu á sínum
tíma. Á sýningunni í Hafnarhúsinu
getur að líta framþróun í hug-
myndum listamannsins um borg
náttúrunnar en markmið hans er
að benda á þau djúpu og afgerandi
áhrif sem skipulag borgarinnar
hefur fyrir það samfélag sem hún
fóstrar. Sýningarstjóri er Pétur H.
Ármannsson. ■
Leiðsögn listamanns
ÞÓRÐUR BEN SVEINSSON
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
54-55 (42-43) Menning 21.1.2005 18.20 Page 2