Fréttablaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 50
38 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR Við óskum ... Keflvíkingum til hamingju með Evrópuævintýrið sem lauk í fyrrakvöld. Keflavíkurliðið náði betri árangri en árið áður og þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist lengra en í fyrra þá hafa Keflvík- ingar með metnaði sínum aukið hróður íslensks körfubolta. „Ég vil samt ekkert gera stórmál úr þessu og ég trúi ekki öðru en að hægt sé að leysa þetta mál í bróð- erni.“ Haukur Ingi Guðnason er ekki að erfa það að læknamistök kosti hann það að hann missi af sínu öðru tímabili í röð.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Intersportdeild karla HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Laugardagur JANÚAR HANDBOLTI Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnu- dag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta hand- boltaþjálfara heims, Alfreð Gísla- son, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Ís- lands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. „Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúveit eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferð- inni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sæt- in,“ sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. „Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverj- ar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli,“ sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. „Þeir verða án Renato Vu- grinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar.“ Rússneska liðið er stórt spurn- ingamerki enda hafa Rússar loks- ins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er horna- maðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. „Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helming- urinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur,“ sagði Alfreð Gísla- son, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heims- meistara. henry@frettabladid.is ALFREÐ GÍSLASON Spáir því að Frakkar eða Króatar verði heimsmeistarar í handbolta. Fréttablaðið heyrði í Alfreð um komandi Heimsmeistarakeppni í Túnis. Fréttablaðið/Pjetur Okkar riðill er spurningarmerki Alfreð Gíslason telur nánast ómögulegt að spá fyrir um lyktir í riðli Íslands á HM í Túnis. Liðin í riðlinum séu mikið breytt og Ísland geti allt eins endað í fjórða sæti eins og því fyrsta. ■ ■ LEIKIR  13.30 FH og Valur mætast í Kaplakrika í DHL-deild kvenna í handbolta.  14.00 Laugdælir og Grindvíkingar mætast á Laugarvatni í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í kvennaflokki í körfubolta.  15.00 Fylkir og Valur mætast í Egilshöllinni í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta.  16.15 KS og Huginn mætast í Boganum í Powerade-mótinu í fótbolta.  16.15 Hamar/Selfoss og Fjölnir mætast í Hveragerði í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í karlaflokki í körfubolta.  16.30 Stjarnan og Víkingur mætast í Ásgarði í DHL-deild kvenna í körfubolta.  17.00 Fram og Fjölnir mætast í Egilshöllinni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.10 Enski bikarinn á Sýn. Útsending frá leik Exeter og Manchester United í ensku bikarkeppninni í fótbolta.  12.00 Upphitun á Skjá einum.  12.40 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Southampton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  14.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Manchester United og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  16.10 Bikarkeppnin í körfubolta á RÚV. Bein útsending frá leik Hamars/Selfoss og Fjölnis í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta.  17.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik West Brom og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Barcelona og Racing Santander í spænsku 1. deildinni í fótbolta.  20.00 Bandaríska mótaröðin í golfi 2005 á Sýn. Bein útsending frá Buick Invitational-mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi.  23.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá bardaga Antonio Tarver og Glen Johnson. Robbie Savagesegist hugsa for- ráðamönnum Birmingham þegj- andi þörfina þessa dagana og segist feginn því að vera á leið frá félaginu. Savage segir þá hafa farið illa með sig í kjölfar þess að hann bað um að fá að fara frá félaginu. „Þeir létu mig æfa með varaliðinu og ung- lingaliðinu eins míns liðs. Ég hef verið mjög áhyggjufullur og léttist um nokkur kíló af áhyggjum yfir framtíð minni,“ sagði knattspyrnu- maðurinn umdeildi. Damien Duff,leikmaður Chel- sea og írska lands- liðsins, telur komu Arjen Robben inn í Chelsea-liðið vera lykilinn að vel- gengni þess undan- farið. „Við sættum gagnrýni fyrir að skora ekki nóg af mörkum og þegar Robben kom inn eftir meiðsli kom hann með gífur- legan kraft og reyndist liðinu sann- kölluð vítamínsprauta. Hann hefur að mínu mati öðrum fremur verið maðurinn sem kom okkur í þessa góðu stöðu í deildinni,“ sagði Duff. Frakkinn EmanuelPetit hefur ákveðið að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna eftir að aðgerð sem hann fór í vegna meiðsla heppnaðist ekki sem skyldi. Petit, sem er 34 ára, hefur átt farsælan knatt- spyrnuferil og lék á sínum tíma með liðum eins og Arsenal, Chelsea og Barcelona. Þá er landsliðsferill kappans ekki síður glæsilegur, en hann náði þeim frábæra árangri með Frökkum að verða bæði Evr- ópu- og heimsmeistari. Andrei Kirilenko,eða AK-47 eins og hann er kallaður, er farinn að æfa á ný með liði Utah Jazz eft- ir að hafa verið frá í 2 mánuði vegna hné- meiðsla. Utah-liðið hefur verið heillum horfið án Rússans sterka og hefur hrapað hratt niður töfluna í NBA. Kirilenko er einn af fjölhæfari leik- mönnum deildarinnar og hefur meðal annars varið fleiri skot að meðaltali í leik en nokkur annar í deildinni í ár. Ken Bates, fyrrum eigandi Chel-sea, hefur keypt Leeds United, sem hefur verið í miklum fjárhags- vandræðum síðustu ár og hefur fall- ið úr úrvalsdeildinni og þurft að selja alla sína bestu leikmenn. Þetta þykja góð tíðindi á Elland Road þar sem menn eru orðnir leiðir á kreppuástandinu og þykir víst að Bates muni blása nýju lífi í hið forn- fræga félag. KörfuknattleiksliðKeflavíkur er úr leik í Evrópukeppn- inni eftir tap gegn svissneska liðinu Olympic Fribourg, 85-93, í Keflavík á fimmtudagskvöld. Leikurinn var síðari viðureign félaganna en Suðurnesja- menn töpuðu fyrri leiknum ytra, einnig með 8 stiga mun. Tapið var nokkur vonbrigði en engin ástæða er fyrir Keflvíkinga að hengja haus því þeir stóðu sig frábærlega í keppninni og verður liðið ekki árennilegt þegar kemur að úrslita- keppninni hér heima í vor. Fjölnismenn ætla að bjóða upp áfríar rútuferðir á undanúrslitaleik liðsins í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar en hann er gegn Hamar/Selfoss og fer fram í Hveragerði í dag. Rúturnar leggja af stað frá Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum klukkan 14.30 og má búast við góðri mætingu enda er þetta stærsti leikur í sögu Fjölnis. Leikurinn hefst síðan klukkan 16.15 en sigurvegarinn kemst í úrslita- leikinn í Höllinni 13. febrúar. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM GRINDAVÍK–SKALLAGRÍMUR 98–92 Grindavík: Darrel Lewis 30 (12 frák., 8 stoðs., 2 stolnir, 3 varin.), Terrel Taylor 27 (8 frák.), Páll Axel Vilbergsson 18, Taron Barker 9, Helgi Guðfinnsson 7, Pétur Guðmundsson 4, Morten Szmiedowicz 3. Skallagrímur: Jovan Zdravevski 21, George Byrd 20 (18 frák., 2 varin), Ragnar Steinsson 18 (5 frák., 7 stoðs.) Clifton Cook 16 (13 stig í 1. leikhluta) (5 stoðs.), Hafþór Gunnarsson 14, Ari Gunnarsson 3. STAÐAN KEFLAVÍK 13 10 3 1157–1012 20 Snæfell 14 10 4 1228–1144 20 NJARÐVÍK 14 9 5 1295–1125 18 Fjölnir 14 9 5 1309–1256 18 SKALLAGR. 14 8 6 1222–1184 16 ÍR 14 8 6 1275–1241 16 KR 14 7 7 1231–1207 14 Grindavík 14 7 7 1277–1291 12 HAM./SELF. 14 6 8 1274-1330 12 Haukar 13 4 9 1097–1108 8 TINDASTÓLL14 4 10 1158–1303 8 KFÍ 14 1 13 1156–1478 2 LOKA DAGU R ÚTSÖ LUNN AR 50-51 (38-39) Sport 21.1.2005 21.34 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.