Fréttablaðið - 22.01.2005, Page 6
Magnús Þorkell
Bernharðsson
Í Píslarvottum
nútímans er rakið
samspil trúar og
stjórnmála í Írak og
Íran, ljósi varpað á
sjálfsmorðsárásir og
píslarvættisdauða,
hugmyndafræði
íslamista og margt fleira
sem leynist handan
fyrirsagna fjölmiðlanna.
Þessi bók sætir miklum
tíðindum, enda er hér
skrifað af mikilli
þekkingu á
aðgengilegan hátt um málefni
sem brenna á allri heimsbyggðinni.
Er Íran næst?
KOMIN Í
VERSLANIR
Aðeins
2.990 kr.
6 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR
■ SVEITARFÉLÖG
Fylgist þú með Idol-keppninni
á Stöð 2?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Munt þú blóta þorrann??
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
55%
45%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
Ungverji með metmagn kókaíns innvortis:
Gæsluvarðhald framlengt
GÆSLUVARÐHALD Gæsluvarðhald
yfir Ungverja, sem tekinn var
með tæpt kíló af kókaíni innvortis
á Keflavíkurflugvelli í lok desem-
ber, hefur verið framlengt um sex
vikur.
Maðurinn, sem er tæplega þrí-
tugur, var með mesta magn fíkni-
efna innvortis sem vitað er til að
flutt hafi verið til Íslands. Hafði
hann gleypt efnin, sem pakkað
hafði verið í rúmlega áttatíu
hylki, á Kanaríeyjum þar sem
hann er búsettur. Frá Kanaríeyj-
um flaug maðurinn til Madrídar,
þaðan til Parísar og loks til Ís-
lands. Á ferð sinni tókst honum
ekki að halda fíkniefnapakkning-
unum innvortis og skilaði um
þriðja hluta efnanna út úr líkam-
anum á leiðinni. Hann lét það hins
vegar ekki á sig fá heldur skolaði
af hylkjunum og gleypti aftur.
Grunur tollvarða um að maðurinn
væri með fíkniefni innvortis var
staðfestur með röntgenskoðun.
Nígeríumanni sem talið var að
tengdist málinu var sleppt úr
gæsluvarðhaldi í vikunni og fór
hann úr landi samdægurs.
- hrs
Skólar í Kópavogi:
Aukin
kennsla
SKÓLAMÁL Skólanefnd Kópavogs
hefur ákveðið að bæta nemendum
9. og 10. bekkja upp hluta þeirrar
kennslu sem féll niður vegna
kennaraverkfallsins í haust.
Í tilkynningu frá skólanefnd-
inni segir að stefnt sé að því að 10.
bekkur geti fengið 60 viðbótar-
kennslustundir á hverja bekkjar-
deild og að hver bekkjardeild 9.
bekkjar eigi kost á 20 viðbótar-
kennslustundum. Einnig munu
skólarnir geta sótt um viðbótar-
kennslustundir til að koma til
móts við þá nemendur sem taldir
eru þurfa á sérstakri aðstoð að
halda vegna verkfallsins. - th
GAMAN Á SKAUTUM
Skautadagurinn er liður í heilsueflingar-
átakinu Einn, tveir og nú, sem Heilsuefling-
arráð Akureyrar stendur fyrir út skólaárið.
Akureyri:
Frítt á skauta
HEILSA Heilsueflingarráð Akur-
eyrar, í samvinnu við Skautahöll-
ina á Akureyri, standa fyrir
skautadegi í dag og verður öllum
boðið frítt á skauta auk þess sem
hægt verður að fá skauta án end-
urgjalds. Ef veður og aðrar að-
stæður leyfa verður einnig boðið
upp á útisvell við Skautahöllina.
Öllum gestum verður boðið upp á
veitingar í boði Nýju kaffi-
brennslunnar, Bakarísins við
brúna og Kexsmiðjunnar. List-
dansarar úr Skautafélagi Akur-
eyrar munu sýna listar sínar.
- kk
BANDARÍKIN, AP Lögmenn og sak-
sóknarar sem þurftu að velja fólk
í kviðdóm vegna líkamsárásar í
hjólhýsabyggð í Tennessee segj-
ast aldrei hafa lent í öðru eins.
Fólkið sem þeir gátu valið úr var
hvert öðru sérstakara og varð
verjandanum Leslie Ballin það á
að kalla þetta „kviðdómsvalið frá
helvíti“.
Skömmu eftir að kviðdómsval-
ið hófst í síðustu viku stóð einn
hugsanlegra kviðdómenda upp og
fór. „Ég er undir áhrifum morfíns
og þrælskakkur,“ sagði hann þeg-
ar hann gekk út án þess að spyrja
kóng eða prest.
Þegar saksóknari spurði hvort
einhver hugsanlegra kviðdóm-
enda hefði framið glæp svaraði
einn því til að hann hefði verið
handtekinn og fluttur á geð-
sjúkrahús eftir að hann skaut að
yngri frænda sínum. Hann sagði
frændann hafa neitað að koma
undan rúmi sínu.
Annar hugsanlegur kviðdóm-
andi sagðist eiga við áfengis-
vandamál að stríða og kvaðst hafa
verið handtekinn fyrir að reyna
að kaupa vændi af lögreglukonu í
dulargervi. „Ég hefði átt að vita
að eitthvað gruggugt var á seyði.
Hún var enn með allar tennurn-
ar.“
Á endanum tókst að velja kvið-
dóm og rétta í máli konu sem var
ásökuð fyrir að berja kærustu
bróður síns í andlitið með múr-
steini. Hún var sýknuð. ■
Val á kviðdómi reyndist erfitt:
Fólkið hvert öðru furðulegra
HJÓLHÝSABYGGÐ
Víða í Bandaríkjunum hafa myndast hjólhýsabyggðir þar sem efnaminna
fólk hefst við.
Kópavogur gæti þurft að
greiða Mjöll Frigg bætur
Eigandi Mjallar Friggjar hafði samband við skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar áður en klórverksmiðjan
fluttist þangað. Hafi fyrirtækið fengið vilyrði fyrir starfsleyfi gæti bærinn verið skaðabótaskyldur.
KLÓRGAS Kópavogsbær gæti verið
skaðabótaskyldur hafi Mjöll Frigg
fengið vilyrði bæjaryfirvalda fyr-
ir verksmiðju að Vesturvör í
Kópavogi. Það er mat Viðars Lúð-
víkssonar hæstaréttarlögmanns.
Viðar segir þó margt koma til
skoðunar bótaábyrgðar, til dæmis
hvaða upplýsingar fyrirtækið hafi
gefið upp og hvaða forsendur bæj-
aryfirvöld settu hafi þeir gefið vil-
yrðið.
Flosi Eiríksson, samfylkingar-
maður í bæjarráði Kópavogs, seg-
ir eiganda Mjallar Friggjar, Hin-
riki Morthens, hafa sagt og sýnt
fram á með tölvupósti að hann
hafi haft samband við yfirvöld í
bænum fyrir flutninginn á fundi
ráðsins í síðustu viku. Flosi segir
brýnt að senda fyrirtækinu skýr
skilaboð um að bæjaryfirvöld vilji
ekki hafa starfsemi þess á hafnar-
svæðinu.
Davíð Egilsson, forstjóri Um-
hverfisstofnunar, sem hóf rann-
sókn á málinu að beiðni umhverf-
isráðuneytisins, segir skipulags-
yfirvöld í Kópavogi þurfa að gera
upp við sig hvort starfsemi Mjall-
ar Friggjar eigi að vera við Vest-
urvör í Kópavogi eða ekki. Það sé
niðurstaða stofnunarinnar eftir
fund sem hún átti með forsvars-
mönnum Mjallar Friggjar á mánu-
dag.
„Þegar ákvörðunin liggur fyrir
er hægt að bregðast við: Annað
hvort með því að auglýsa starfs-
leyfi sem fer þá í grendarkynn-
ingu eða að fyrirtækið þurfi að
flytja,“ segir Davíð.
Viðar segir mikið þurfa að
koma til svo að bótaábyrgð sé lögð
á bæjaryfirvöld verði tjón á svæð-
inu. Sama eigi við um eftirlitsaðila
bæjaryfirvalda. Þeirra hlutverk
sé fyrst og fremst að draga úr lík-
um tjóna. Hafi bæjaryfirvöld veitt
fyrirtækinu bráðabirgðaleyfi
flokkist það sem starfsleyfi.
Munnlegt leyfi nægi, þó það séu
ekki góðir stjórnsýsluhættir.
Fyrirtækið sé því líklega ekki
bótaskylt verði tjón nema það sýni
af sér gáleysi eða ásetning.
gag@frettabladid.is
Klórframleiðsla á svæði Kópavogs-
hafnar. Lögð fram gögn frá Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðiseftir-
liti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis,
Línuhönnun og skipulagsnefnd. Sam-
kvæmt ofannefndum gögnum virðist
um mjög hættulega framleiðslu að
ræða og hafa ýmsir rætt við hafnar-
stjórnarmenn og látið í ljós ótta sinn
og andstöðu við staðsetningu slíkrar
starfsemi svo nærri íbúabyggð og
matvælaframleiðslu. Hafnarstjórn
leggst því gegn því að framleiðsla á
natrium-hypoklítíði úr klórgasi og
NaOH verði leyfð á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjórn vísar því til heilbrigðis-
nefndar að fylgst verði náið með því
að öllum öryggisreglum sé fylgt eftir á
viðunandi hátt.
- Úr fundargerð hafnarstjórnar
7. október 2004
MJÖLL FRIGG Í KÓPAVOGI Flutti starfsemi sína milli byggðalaga.
Miðað við fyrirliggjandi gögn er það
skoðun skipulagsnefndar að fram-
leiðsla á natríum hypoklítiði úr klór-
gasi og NaOH samræmist engan veg-
inn núverandi skipulagi og þeim
skipulagshugmyndum sem fyrir liggja
á Kársnesi. Því leggst skipulagsnefnd
alfarið gegn slíkri starfsemi á svæð-
i nu.
– Úr fundargerð skipulagsnefndar
Kópavogsbæjar 5. október 2004
KÓKAÍN
Ungverjinn gleypti pakkningarnar jafnharð-
an og þær skiluðu sér niður úr honum.
Danskir hermenn:
Kærðir fyrir
níðingshátt
DANMÖRK, AP Fimm danskir her-
menn hafa verið ákærðir fyrir
að misþyrma íröskum föngum
sem haldið var í herbúðum
nærri Basra í fyrra.
Hæst setti hermaðurinn, höf-
uðsmaður, sætir fjórum ákær-
um fyrir vanrækslu við störf.
Höfuðsmaðurinn og fjórir her-
lögreglumenn eru allir ákærðir
fyrir að neita föngum um mat og
vatn, neyða þá til að vera í
óþægilegum stellingum við yfir-
heyrslur og að nota niðrandi
orðalag um þá.
Farið verður fram á fangels-
isdóm yfir höfuðsmanninum.
Hann var ekki nafngreindur en
vitað er að í fyrra sætti Annem-
ette Hommel rannsókn fyrir að
misþyrma föngum. Hún tjáir sig
ekkert um fréttirnar nú. ■
KOSNINGAR 10. DESEMBER Fé-
lagsmálaráðuneytið hefur stað-
fest sameiningu fjögurra sveit-
arfélaga í Austur-Húnavatns-
sýslu. Sameiningin tekur gildi 1.
janúar á næsta ári. Ný sveitar-
stjórn verður kjörin 10. desem-
ber næstkomandi. Sveitarfélög-
in sem sameinuðust eru Bólstað-
arhlíðarhreppur, Sveinsstaða-
hreppur, Svínavatnshreppur og
Torfalækjarhreppur. Nafn hins
sameinaða sveitarfélags verður
auglýst síðar.
06-07 21.1.2005 19:42 Page 2