Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 16
Katrín JúlíusdóttirReis upp
eftirlífshættulegtheilablóðfallKatrín Júlíusdóttir er hin nýjaíslenska kona. Sjálfstæð, frökk ogfrjáls. Einstæð móðir sem siturekki við símann og bíður heldurhringir sjálf. Hún viðurkennir aðvera mikill djammari í sér í viðtalivið Helgarblað DV. En kann þó aðmeta smærri tilbrigði lífsins, ný-risin upp eftir lífshættulegt áfallsem næstum reið henni að fullu.
Bls. 26-27 og 41
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 18. TBL. – 95. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005] VERÐ KR. 295
MegrunarátakHelgarblaðs DV Dagný
og Valli litli vega
samtals 300 kíló
Atvinnulausu stórmenninSiggi G farinn á skíði og Karl Garðarsson í naflaskoðun Bls. 32-33
Sætu börnin
með skrýtnu
nöfnin
Engill, Rómeó,
Karkur og
Hlökk
FLOTTAR KONUR
Á FLOTTUM
BÍLUM
Hilmir
Snær
hættur í
Þjóðleikhúsinu
Bls. 2
Bls. 14-15
Bls. 28-29
Játningar
djammþing-
mannsins Kötu
Júl sem reis upp
eftir lífs-
hættulegt
heilablóðfall
Guðmundur Magnússon, þú segir
eftirfarandi í grein þinni 12. janúar
síðastliðinn, sem ég get ekki fellt
mig við, og er ég áreiðanlega ekki
einn um það, ef fólk skoðar málið.
Með áliti þínu ertu raunverulega að
rýra nauðsyn þess að Ísland verði
tekið af lista hinna tilleiðanlegu
þjóða, sem þú telur sjálfsagt annars
staðar í greininni, með því að benda
í aðrar óskyldar áttir. Þú segir: „Það
er annar handleggur að spurningin
um hvort Íslendingar eigi að vera á
listanum eða ekki er fráleitt brýn-
asta úrlausnarefnið í málefnum
Íraks um þessar mundir. Mikilvæg-
ast er að alþjóðasamfélagið, þar á
meðal Íslendingar, finni leiðir til að
koma á friði og lýðræði í Írak.“ Það
er auðvitað rétt hjá þér Guðmundur,
„að það sé annar handleggur.“
Blöndum því ekki þessum tveimur
aðskildu málum saman.
Þú verður einnig að skilja Guð-
mundur, að það er ekkert sem Ís-
land getur gert til að endurbyggja
Írak, né raunar getur „alþjóðasam-
félagið nokkuð gert,“ fyrr en
Bandaríkin hypja sig frá Írak (og
Afganistan líka), með allt sitt víg-
véladrasl, leppa og tilleiðanlegar
þjóðir sínar. Þá verða Sameinuðu
þjóðirnar að meta hversu miklar
skaðabætur innrásaþjóðirnar, þá
sérstaklega Bandaríkin og England,
verða að greiða Írösku þjóðfélagi
sem var hertekið og hersetið ólög-
lega, án nútíma laga og siðferðis. Þá
fyrst getur „alþjóðasamfélagið“
eins og þú kallar það í draumórum
þínum, tekið til handanna. Ég vil
fremur kalla það „samvinnu“ sjálf-
stæðra þjóða, sem mundu þá hjálp-
ast að undir forustu Sameinuðu
þjóðanna að endurreisa Írak, og
reyndar Afganistan líka, á kostnað
Bandaríkjanna og Breta.
Hermennskubrölt okkar Íslend-
inga – í yfirskyni líknar og hjálpar-
starfa, í þágu Bandaríkjamanna út
um heim, eftir að þeir hafa brotið
lög og velsæmi, sprengt allt til hel-
vítis og misþyrmt viðkomandi
landsmönnum, svo að Bandaríkin
eru hötuð meir en verstu pestir – er
í senn hlálegt og sárgrætilegt. Við
gengum svo sannarlega ekki í
NATO, né Sameinuðu þjóðirnar, til
þess að þjóna slíku brjálæði. Við
höfum ekki leyft Kananum afnot af
landi voru til þess sem er aðeins
einn glæpanna sem er verið að
fremja á þjóð vorri á vorum dögum.
Við megum alls ekki bera neina
ábyrgð á ólöglegum gjörðum sið-
lausra og valdasjúkra útlendinga og
yfirgangi þeirra gegn öðrum þjóð-
um. Það eina sem íslenska þjóðin
fer fram á við stjórnvöld og alþing-
ismenn vora, er að þeir einbeiti sér
að hagsmunum Íslendinga á Íslandi.
Þar eru yfirdrifin verkefni fyrir
okkur öll. Öll okkar stefna verður
að byggjast á grundvelli þjóðrækn-
innar og ábyrgðar á hagsmunum Ís-
lensku þjóðarinnar – einvörðungu!
Hafðu í huga Guðmundur, að Íslend-
ingar neituðu jafnvel að gerast
stofnmeðlimir Sameinuðu þjóðanna
vegna þess að það átti að neyða þá
til að segja Japönum og Þjóðverjum
stríð á hendur. Hvað þá nú að vera
þátttakendur og hvetjandi sam-
þykkjendur í ólöglegri og siðlausri
innrás vígvelda í varnarlaust og
þjáð land sem innrásaraðilarnir
héldu í viðskiptabanni undir stans-
lausum og miskunnarlausum loft-
árásum í tugi ára. Fólk skal ekki
fara á mis við þá staðreynd, að
manndómur, drengskapur og þjóð-
arstolt, býr enn með íslensku þjóð-
inni! Höldum okkur heima fyrir og
gegnum skyldum okkar á Íslandi, á
grundvelli þjóðrækninnar og hags-
muna þjóðar vorrar. Hér eru yfir-
drifin verkefni að vinna, og hér
liggja skyldur okkar og heit! Við Ís-
lendingar getum jú aðstoðað útlend-
inga í átthögum þeirra undir ýms-
um kringumstæðum ef svo ber við,
en fyrsta og fremsta skylda okkar,
er við okkar eigin þjóð, á Íslandi! ■
22. janúar 2005 LAUGARDAGUR
Fremst skylda er við eigin þjóð
Hún er hugmyndarík og hefur mjög glöggtauga fyrir fólki sem passar fyrirtækinu.Hún er með mjög öflugt fólk í kringum sig
og er líka dugleg að hvetja fólkið sitt og styðja.
Hún er hörku veiðikona, stundar stangveiði og afl-
ar best á inniskónum, nennir ekki alltaf í vöðlurn-
ar. Það er ekkert óalgengt að sjá hana á töfflum á
árbakkanum, með veiðistöngina og risastóran háf,“
segir einn viðmælandi blaðsins um Katrínu Péturs-
dóttur, framkvæmdastjóra Lýsis hf. Katrín hlaut á
fimmtudaginn viðurkenningu Félags kvenna í at-
vinnurekstri, en sú viðurkenning er árlega
veitt þeirri konu sem þykir hafa skar-
að fram úr í viðskiptum.
Katrín er dóttir Erlu
Tryggvadóttur, Ólafssonar
sem stofnaði Lýsi hf. á
sínum tíma. Hins vegar
fór sá hluti fjölskyld-
unnar sem Katrín til-
heyrir út úr fyrir-
tækinu fyrir
mörgum árum og
stofnaði fyrir-
tækið Fiskafurð-
ir – Lýsisfélag í
Þ o r l á k s h ö f n .
F i s k a f u r ð i r
voru í hörku-
samkeppni við
Lýsi hf. sem
endaði með því
að Katrín réðst í
það stórvirki að
kaupa Lýsi hf.,
eftir margra ára
taprekstur þess
fyrirtækis – og rétti
það af.
Þeir sem þekkja
Katrínu segja hana
síður en svo hafa fengið
Lýsi hf. á silfurfati. „Hún
er búin að vinna frá því
að hún var krakki, vann
alltaf með skóla, ávallt
með puttana í ein-
hverjum viðskipt-
um,“ segir ein vin-
kona Katrínar og
bætir við: „Hún hefur
alltaf verið rosalega dugleg kona
og er ofboðslega skemmtileg.“
Þegar Katrín tók við viðurkenningunni sagðist
hún hafa verið í viðskiptum frá sex ára aldri.
Systkini hennar voru að fikta við að reykja og hún
ákvað að hafa þau að féþúfu. Í hvert sinn sem hún
stóð þau að því að reykja urðu þau að borga henni
fyrir að segja ekki foreldrunum frá því. Hins veg-
ar fór viðskiptahugmyndin flatt þegar systkinin
hættu að fikta við reykingar. Hún áttaði sig á því að
engin framtíð og ábati væru í viðskiptum sem
byggðu á svo óheiðarlegum grunni og bætti við:
„Heiðarleiki er grundvallaratriði í viðskiptum.“
Þeir sem þekkja Katrínu eru á einu máli um að
hún sé dugnaðarforkur – og eldklár. „Það sem er þó
best við hana er að hún er alltaf hún sjálf og mjög
„original“ persóna,“ segir önnur vinkonan. „Þú
sérð hana úti að skemmta sér með glæsilegustu
konum landsins. Sjálf er Katrín ómáluð, með hárið
óblásið, í gallabuxum og bol – en það er hún sem er
hrókur alls fagnaðar. Hún er rosalegur húmoristi
og segir góðar sögur, svo fólk sogast að henni.
Katrín, sem er fædd 1962, er stúdent frá Versl-
unarskóla Íslands og iðnrekstrarfræðing-
ur frá Tækniháskóla Íslands. Hún
tók við Lýsi hf. 1999 og hefur því
snúið þróun fyrirtækisins við á
fimm árum, úr taprekstri í veltu
upp á einn og hálfan milljarð.
Með sameiningu við Þurrk-
vinnsluna er veltan fjórir
milljarðar. Auk fóðurfram-
leiðslu eru helstu afurðir
fyrirtækisins lýsi,
fjölvítamín og sam-
pakkningar, eins og
L ý s i - D - K a l k ,
H e i l s u t v e n n a ,
Liðamín og
fleira. Stöðug
þróunarvinna
hefur verið í
gangi í fyrir-
tækinu í þau
fimm ár sem
Katrín hefur
rekið það,
meðal annars
þróun og
vinnsla á há-
karlalýsi og
túnfiskslýsi. Á
þessum fimm
árum hafa orðið
breytingar í
f r a m l e i ð s l u ,
rekstri og
m a n n a h a l d i .
Meiri hagkvæm-
ni náðist og sala á afurðum
fyrirtækisins hefur aukist all veru-
lega á seinustu fimm árum. Afurðirnar
hafa fengið mjög góða umfjöllun, niðurstöður úr
rannsóknum hafa nánast allar verið mjög jákvæð-
ar – og almennt er fólk sammála um ágæti Lýsisaf-
urða. Eftir sameiningu Lýsis hf. og Þurrkvinnsl-
unnar um seinustu áramótin, starfa um 65 manns
hjá fyrirtækinu. Níutíu prósent af framleiðslu fyr-
irtækisins er til útflutnings um allan heim, en
helstu útflutningsmarkaðir eru Bretland, Pólland
og Asía.
Það eru því margar ástæður fyrir því að Félag
kvenna í atvinnurekstri álítur Katrínu líklegasta
kvenna til þess að vera öðrum konum hvatning og
fyrirmynd. ■
MAÐUR VIKUNNAR
Aflar best á inniskónum
KATRÍN PÉTURSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI LÝSIS
HELGI GEIRSSON
RAFMAGNSFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
ÍRAK OG STEFNA
ÍSLANDS
TE
IK
N
: H
EL
G
I S
IG
. W
W
W
.H
U
G
VE
R
K
A.
IS
16-17 Umræðan 21.1.2005 21.28 Page 2