Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 24
24 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR BYRON LÁVARÐUR (1788-1824) fæddist þennan dag. Uppákomur á afmælisári SENDIRÁÐ ÍSLANDS Í KÍNA: TÍU ÁRA „Dauðinn er tíðum táranna efni, þó tíma vorn þriðjung við dveljum í svefni.“ Sjötti baróninn af Byron, George Gordon lávarður, var eitthvert víð- lesnasta enska ljóðskáld síns tíma. Best eru þekkt ljóð hans Childe Harold’s Pilgrimage og Don Juan, óklárað við dauða hans. Þá var Byron alræmdur fyrir lífsstíl sinn, sem tæpast þótti hófstilltur. timamot@frettabladid.is Ingibjörg Pálmadóttir ritaði undir rekstrarleyfi fyrir Íslenska erfðagrein- ingu hf. til að byggja upp og reka miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði þennan dag árið 2000. Miklar deilur stóðu um gagnagrunninn og þótti mörgum sem verið væri að færa fyrirtækinu á silfurfati við- kvæmar persónuupplýsingar þjóðar- innar. Deilurnar um ágæti gagnagrunnsins héldu enda áfram enn um sinn og lýstu nokkrir læknar því meðal ann- ars yfir að þeir myndu ekki afhenda gögn í grunninn nema með skrif- legu leyfi sjúklinga sinna. Í rekstrar- leyfinu var hins vegar gert ráð fyrir því að Erfðagreining semdi við heil- brigðisstofnanir og heil- brigðisstarfsfólk um af- hendingu gagna. Land- læknir áréttaði í viðtali við Morgunblaðið síðar í mánuðinum að gagnagrunnurinn gæti verið mjög mikilvægt rannsóknatæki. „Ef vel tekst til getur hann ver- ið mjög áhugaverður til faraldsfræðilegra rann- sókna, lýðheilsurann- sókna og ættartengsla sjúkdóma,“ sagði hann við blaðið og minnti á að búið væri að ganga mjög langt til að tryggja öryggi gagnanna hvað varðaði persónuvernd. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var ánægður með leyfið en hafði orð á að fyrir- tækinu væri gert að greiða nokkuð hátt gjald fyrir það. „Þetta er að vissu leyti auðlindaskattur og er í fyrsta skipti sem slíkt er lagt á atvinnustarf- semi hér,“ sagði Kári í viðtali við Morgunblaðið og benti á að gjaldtakan slagaði hátt í tekjuskatt sjávarútvegs í 15 ár þar á undan. ÍSLENSK ERFÐAGREINING ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1258 Þorgils skarði Böðvarsson, af ætt Sturlunga, veginn 32 ára gamall, að Hrafnagili í Eyjafirði. 1910 Öflugur jarðskjálfti upp á 7,1 á Richter út af Öxarfirði fannst í flestum landshlut- um. Tjón varð lítið. 1918 Mesta frost sem mælst hef- ur á Íslandi, -37,9 gráður, á Grímsstöðum á Fjöllum. 1962 Scottice, sæsíminn milli Ís- lands og Skotlands um Færeyjar, tekinn í notkun. 1970 Fyrsta „júmbóþotan“ í far- þegaflugi lendir á Heath- row-flugvelli. 1983 Tvö snjóflóð féllu á kaup- túnið á Patreksfirði. Fjórir létust og á fjórða tug missti heimili sitt. ÍE fékk rekstarleyfi fyrir gagnagrunn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Lilja Ísberg Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður Efstaleiti 10, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. janúar. Nína Þórðardóttir, Tómas Ingi Olrich, Gunnar Þórðarson, Sunneva Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 31. janúar kl. 15.00. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Skarphéðinn Jóhannsson Garðvangi, Garði, áður Njarðvík lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 18. janúar. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 26. janúar kl. 14. Þórdís Skarphéðinsdóttir Álfheiður Skarphéðinsdóttir, Ólafur E. Þórðarson Jensa S. Skarphéðinsdóttir, Wolfgang Quellmann Barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sören M. Aðalsteinsson Valbraut 7, Garði, áður til heimilis að Eiðsvallagötu 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 24. janúar kl. 13.30. Magnús Sigurbjörn Sörensson, Sólbjört Hilmarsdóttir Steinar Sigurjón Sörensson, Anna Magnúsdóttir Amalía Vilborg Sörensdóttir, Einar Hermannsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra , sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns. Hafsteins Einarssonar Bergi, Seltjarnarnesi. F.h. fjölskyldunnar: Auður Sigurðardóttir. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir yndislega umönnun á erfiðum tímum. Félag CP á Íslandi hefur opnað skrifstofuaðstöðu í húsnæði Sjónar- hóls að Háaleitisbraut 11 í Reykja- vík, en skrifstofan verður fyrst um sinn opin annan hvern fimmtudag milli klukkan þrjú og fimm. Skrif- stofan verður fyrst opin á fimmtu- daginn í næstu viku. Þá hefur félag- ið einnig opnað endurbætta vefsíðu á slóðinni www.cp.is. CP, sem stundum er nefnt heila- lömun, er algengasta tegund hreyfi- hömlunar. Félag CP á Íslandi var stofnað árið 2001 og eru félagar nú rúmlega 200 talsins, fatlaðir, að- standendur og fagaðilar. Í tilefni af nýju skrifstofunni var félagsmönnum og velunnurum fé- lagsins boðið til móttöku í síðustu viku þar sem veitt voru í fyrsta sinn fyrirmyndarverðlaun félagsins. Þau eru veitt einstaklingum sem skarað hafa fram úr og eru öðrum til fyrirmyndar. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Kristín Rós Há- konardóttir og Jón Oddur Halldórs- son, sem náðu frábærum árangri á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu nú nýverið. Þá tók félagið við sama tækifæri á móti veglegri peninga- gjöf frá fjölskyldu Auðar Eiríks- dóttur, sem lést í október síðastliðn- um, en barnabarn hennar er með CP. „Gjöfin verður lögð í sjóð sem notaður verður til að gefa út barna- bók, þar sem fatlað barn verður eitt af söguhetjunum,“ segir í tilkynn- ingu félagsins. ■ AFMÆLI Erla Þorsteinsdóttir söng- kona er 72 ára í dag. Sigurður Björgúlfsson arkítekt er 55 ára í dag. Sveinn Bragason arkitekt er 43 ára í dag. María Ellingsen leikkona er 41 árs í dag. Guðmundur Hrafnkelsson handbolta- kempa er fertugur í dag. Hlynur Birgisson knattspyrnumaður er 37 ára í dag. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona er 37 ára í dag. ANDLÁT Oddrún Jörgensdóttir lést miðvikudag- inn 5. janúar. Brynheiður Ketilsdóttir, frá Ketilsstöð- um, Mýrdal, Austurgerði 1, Vestmanna- eyjum, lést þriðjudaginn 11. janúar. Elenóra Jónsdóttir, Nóa, Mjóuhlíð 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. janúar. Sóley Magnúsdóttir, Skólastíg 9, Bol- ungarvík, lést fimmtudaginn 13. janúar. Vilborg S. Einarsdóttir (Monna), Digra- nesvegi 36, Kópavogi, lést þriðjudaginn 18. janúar. Davíð Guðmundsson, Kristnibraut 43, Reykjavík, lést miðvikudaginn 19. janúar. Roy Ó. Breiðfjörð lést miðvikudaginn 19. janúar. Elísabet Kristjánsdóttir, Hrepphólum, Hrunamannahreppi, lést fimmtudaginn 20. janúar. JARÐARFARIR 13.00 Ágúst Gíslason, Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju. 13.30 Þuríður Guðmundsdóttir, frá Ás- garði, Völlum, Miðvangi 22, Egils- stöðum, verður jarðsungin frá Eg- ilsstaðakirkju. 14.00 Brynheiður Ketilsdóttir, frá Ket- ilsstöðum, Mýrdal, Austurgerði 1, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju. 14.00 Halldór Kristinn Bjarnason, dval- arheimilinu Hornbrekku, Ólafs- firði, verður jarðsunginn frá Ólafs- fjarðarkirkju. 14.00 Ragnar Örn, Fellsmúla 11, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Sauð- árkrókskirkju. 14.00 Ríkharður Jónsson, Ólafsbraut 38, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju. 14.00 Sóley Magnúsdóttir, Skólastíg 9, Bolungarvík, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1561 Sir Francis Bacon, heimspekingur og rithöfundur. 1849 August Strindberg, rithöfundur og leikrita- skáld. 1935 Sam Cooke söngvari. 1940 John Hurt leikari. 1959 Linda Blair leikkona. 1960 Michael Hutchence, söngvari INXS. 1965 Diane Lane leikkona. Um þessar mundir er sendiráð Íslands í Kína 10 ára og í gær- kvöld, á sjálfan afmælisdaginn, bauð Eiður Guðnason sendiherra til málsverðar á heimili sínu í Kína. „Þetta boð er fyrir um 40 kínverska gesti sem hafa átt samskipti við sendiráðið á ýms- um sviðum. Aðallega er þetta fólk úr opinbera geiranum,“ sagði Eiður Guðnason sendiherra þegar um hálftími var í að fyrstu gestir berðu dyra. Eiður segir fleiri viðburði í undirbúningi í tilefni af afmæli sendiráðsins. „Það er verið að undirbúa íslenska kvikmynda- viku í vor í samráði við Kvik- myndamiðstöð Íslands og hlutað- eigandi stofnun hér, sem er þá Kvikmyndastofnun ríkisins. Sá undirbúningur er á byrjunar- stigi,“ segir Eiður, sem þó segist hafa fundað einu sinni með stofn- uninni í Kína, auk þess hann hef- ur fundað um málið með Lauf- eyju Guðjónsdóttur, forstöðu- manni Kvikmyndamiðstöðvar. „Það er ekki búið að dagsetja þetta, en það er gert ráð fyrir að sýndar verði kannski fjórar leiknar myndir, ein heimildar- mynd og syrpa af stuttmyndum, verði þessi áform að veruleika.“ Hann sagði þó ekki alveg einfalt að koma sýningunni á koppinn. „Það þarf að setja kínverskan texta við þessar myndir svo þær komi áhorfendum hér að fullu gagni.“ Þá sagði Eiður einnig gert ráð fyrir því að í tengslum við af- mælisárið yrðu haldnir tónleikar í Kína í haust. „En það er allt á umræðustigi ennþá,“ sagði hann og kvað ekki búið að ákveða hvernig þeir yrðu eða hvernig tónlist yrði boðið upp á. Hann sagðist þó ekki óttast að utanrík- isráðuneytið fylltist af ferðaglöð- um tónlistarmönnum þegar þetta spyrðist út. „Það er allt í lagi, við tökum vel á móti öllum.“ Fyrsti sendiherra Íslands í Kína var Hjálmar W. Hannesson, sem tók við þeirri stöðu árið 1995. „Ólafur Egilsson tók svo við af honum og ég er búinn að vera í rúm tvö ár, kom í byrjun árs 2003,“ segir Eiður, sem lætur vel af því að vera sendiherra í Kína. „Það er að mörgu leyti mik- ið ævintýri að fylgjast með því sem hér er að gerast, upplifa þró- unina og kynnast þessari merki- legu þjóð, menningu hennar og sögu.“ ■ BLÓMAGJÖF Á AFMÆLINU Eric Wo (til vinstri), framkvæmdastjóri Landmark, fyrir- tækisins sem á og rekur bygginguna þar sem sendiráð Íslands í Peking er til húsa, færði sendiráðinu myndarlega blóma- skreytingu á tíu ára afmæli þess. Við hlið hans stendur Eiður Guðnason sendiherra. Tímamót í sögu félags: CP á Íslandi opnar skrifstofu 24-25 Tímamót/Viðskipti 21.1.2005 19.13 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.