Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 25
LAUGARDAGUR 22. janúar 2005 25
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.566
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 145
Velta: 805 milljónir
+0,54%
MESTA LÆKKUN
vidskipti@frettabladid.is
Actavis 41,00 +0,99% ... Atorka 5,78 -
0,17% ... Bakkavör 25,40 – ... Burðarás 12,60 +1,20% ... Flugleiðir 12,10
+1,26% ... Íslandsbanki 11,30 +0,44% ... KB banki 485,00 +0,83% ...
Kögun 47,20 +0,43 ... Landsbankinn 12,60 +0,40% ... Marel 52,40 – ...
Medcare 5,90 – ... Og fjarskipti 3,40 -0,58% ... Samherji 11,35 -0,44% ...
Straumur 10,00 – ... Össur 82,00 -
Flugleiðir 1,26%
Burðarás 1,20%
KB banki 0,83%
Og fjarskipti -0,58%
Samherji -0,44%
Atorka -0,17
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Sama hækk-
un í desember
Samræmd vísitala neysluverðs í
EES-ríkjum hækkaði um 0,3 pró-
sent frá nóvember til desember í
fyrra.. Á sama tíma hækkaði vísi-
talan fyrir Ísland einnig um 0,3
prósent frá fyrra mánuði.
Frá desember 2003 var árs-
verðbólgan mæld með sam-
ræmdri vísitölu neysluverðs,
2,2 prósent að meðaltali í ríkjum
EES, 2,4 prósent á evrusvæðinu
og 2,9 prósent á Íslandi.
Mesta verðbólga á Evrópska
efnahagssvæðinu á þessu tólf
mánaða tímabili var 7,4 prósent
í Lettlandi og 5,8 prósent í
Slóvakíu. - hh
ICELAND TIL ÍSLENDINGA Yfirgnæfandi
meirihluti hluthafa Big Food Group, sem
meðal annars rekur Iceland verslunarkeðjuna,
samþykkti tilboð Baugs í fyrirtækið. Íslending-
ar taka við rekstri Big Food 11. febrúar.
Yfirtökutil-
boð Baugs
samþykkt
Hluthafar Big Food Group sam-
þykktu yfirtökutilboð fjárfesta
undir forustu Baugs í félagið. Þar
með hefst formlegt ferli uppkaupa
hluta í Big Food Group sem lýkur
með því að fjárfestarnir munu taka
við stjórn félagsins 11. febrúar
næstkomandi.
Við yfirtöku Big Food mun velta
fyrirtækja sem Baugur stjórnar
fara fast að landsframleiðslu ís-
lensku þjóðarinnar og munu yfir 50
þúsund manns starfa hjá fyrir-
tækjunum. Bank of Scotland hefur
yfirumsjón með fjármögnun
kaupanna, en frá henni var gengið
eina mínútu fyrir miðnætti 17. des-
ember síðastliðinn. - hh
Kaupmáttur eykst minna
Kaupmáttur hefur ekki
aukist minna í áratug en
áratugurinn er samfelld sig-
urganga launaumslagsins.
Kaupmáttaraukning launa í fyrra
var sú minnsta í heilan áratug.
Kaupmáttur jókst um 1,5 prósent.
Að meðaltali hefur kaupmáttur
aukist um 3,6 prósent á ári
síðastliðinn áratug.
Laun hækkuðu í fyrra um 4,7
prósent að meðaltali, en verðbólgan
sá til þess að lítill hluti varð eftir í
launaumslögunum sem raunveru-
leg hækkun.
Laun hækkuðu vegna kjara-
samninga, en þensla var ekki mikil
á vinnumarkaði og launaskrið því
ekki mikið. Greining Íslandsbanka
segir líkur á að sú staða muni
breytast á þessu ári. Jafnframt
muni verðbólga fara lækkandi að
því gefnu að krónan haldist sterk.
Íslandsbanki spáir því að kaup-
máttur muni vaxa um 2,5 prósent á
þessu ari.
Kaupmáttur hefur aukist sam-
fellt síðastliðinn áratug og var árið
1998 metár, þegar kaupmátturinn
jókst um heil 7,6 prósent. Þá fóru
saman miklar launahækkanir og
lítil verðbólga. - hh
GÓÐUR ÁRATUGUR Kaupgeta Íslendinga
hefur vaxið stöðugt í heilan áratug. Kaupmáttur
hefur aukist um 3,6 prósent á ári að meðaltali.
Metuppgjör
Straums
Straumur fjárfestingabanki jók
útlán sín um 112 prósent milli þriðja
og fjórða ársfjórðungs. Hagnaður
Straums í fyrra nam 6,4 milljörðum
króna sem er 64 prósenta aukning
og hefur aldrei verið meiri.
Gengishagnaður á fjórða árs-
fjórðungi var 28 milljónir, en var
3,5 milljarðar á þriðja ársfjórð-
ungi. Lækkanir voru á hlutabréfa-
markaði á fjórða ársfjórðungi.
Þórður Már Jóhannesson, for-
stjóri Straums segir uppgjörið
sýna uppbyggingu í fjárfestinga-
bankastarfsemi, góðan rekstur og
hagstæð ytri skilyrði. - hh
24-25 Tímamót/Viðskipti 21.1.2005 15:46 Page 3