Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 29
LAUGARDAGUR 22. janúar 2005
Tæplega sex ár eru síðan Ford
Focus var fyrst kynntur. Síðan
hafa meira en fjórar milljónir
Ford Focus bíla hafa verið
keyptar.
Hinn endurhannaði Ford
Focus hefur fengið mikið lof í
bílablöðum. Hann fær til dæm-
is hæstu einkunn eða 5 stjörnur
hjá hinni virtu árekstrarpróf-
unarstöð Euro NCAP – alls 35
stig sem er mesti stigafjöldi
sem gefinn hefur verið í
þessum flokki bíla. Auk þess
hefur hann fengið fjöldan allan
af alþjóðlegum gullverðlaunum
og þrettán sinnum hefur hann
verið valinn bíll ársins í
Evrópu og Norður-Ameríku.
Margs konar aukabúnaður
er í boði í nýja Focusnum. Má
þar nefna Bluetooth fyrir síma,
DVD-spilara og skjá, radd-
stýringu fyrir hljómtæki, síma
og leiðsögukerfi, tengi fyrir
heyrnartól og kælingu í
hanskahólfi.
Úrval Focus er mikið, 3
dyra, 5 dyra, 4 dyra Sedan og
Wagon, beinskiptir eða sjálf-
skiptir. Við val á búnaði eru
kostirnir einnig margir; Focus
Ambiente, Focus Trend, Focus
Ghia, Focus Sport og Focus
Titanium.
Nýi Ford Focusinn verður
frumsýndur í öllum útibúum
fyrirtækisins, í Reykjavík, á
Akureyri og í Reykjanesbæ.
Þrjár stjörnur munu svipta
hulunni af bílnum kl. 11.15 í
dag, Kalli Bjarni í Reykjanes-
bæ, Margrét Eir á Akureyri og
Jónsi, Í svörtum fötum, í
Reykjavík.
Miðað við búnað og gæði
telst verðið á Ford Focus
hagstætt. Focus Trend-útgáfan
með 1.6. lítra vél kostar til
dæmis frá kr. 1.896.000. ■
Endurhannaður Ford Focus hefur fengið mikið lof.
Nýr og betri Ford Focus
Við viljum benda viðskiptavinum okkar á að við erum með til sölu frá
FAI: spyrnur, spindilkúlur, stýrisenda og pakkningar á einstaklega
góðum verðum.
g
Pakkningar og pakkningasett.
Spyrnur, spindilkúlur og
stýrisendar.
Tímareimasett.
Vatnsdælur.
Einnig ventlar, tímareimar,
olíudælur, knastásar og
knastásasett.
www.kistufell.com
Nýr Ford Focus verður frumsýndur á þremur stöðum í dag
ALLT Á EINUM STAÐ
• HEILSÁRSDEKK
• OLÍS SMURSTÖÐ
• BÓN OG ÞVOTTUR
• HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• NAGLADEKK
• RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• BREMSUKLOSSAR
• PÚSTÞJÓNUSTA
SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ
28-29 (02-03) Allt bílar 21.1.2005 15:19 Page 3