Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 42
22. janúar 2005 LAUGARDAGUR
Su
mar
sól
19
.950 kr.
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Fyrstir koma
- fyrstir fá!
Alicante
Beint leigu-
flug me›
Icelandair
í allt sumar!
Sumarhúsa-
eigendur
og a›rir
farflegar
til Spánar!
Flugáætlun
Flug fram og til baka
með flugvallarsköttum.
Verð miðast við að bókað sé
á Netinu, ef bókað er í síma eða
á skrifstofu bætast 2.000 kr.
við hverja bókun.
Netverð frá
19. og 31. mars
11. apríl
18. maí
og síðan alla
miðvikudaga
í sumar til
5. október.
Í hringiðu öxulvelda hins illa
Málefni Mið-Austurlanda hafa held-
ur betur verið í brennidepli undan-
farin misseri. Ólga, átök og ofstæki
eru lykilorð í fréttum af svæðinu og
allt útlit er fyrir að svo verði áfram.
Flest er okkur framandi í fari þeirra
þjóða sem á svæðinu búa, við sjáum
á skjánum reiða menn með vefjar-
hötta hrópa á torskiljanlegu tungu-
máli og lesum um konur huldar
blæjum frá hvirfli til ilja. Er ein-
hver leið að skilja líf og þankagang
íbúanna í austri?
Munar um meira en einn staf
Magnús Þorkell Bernharðsson,
lektor í nútímasögu við Williams
College í Massachusetts í Banda-
ríkjunum, er sérfræðingur í mál-
efnum Mið-Austurlanda og því er
það fagnaðarefni að út er komin bók
eftir hann um sögu stjórnmála og
trúarbragða í tveimur af umtöluð-
ustu löndum svæðisins, Íran og
Írak. Bókin heitir Píslarvottar nú-
tímans og er skrifuð á íslensku fyrir
íslenska lesendur.
Enda þótt Írak og Íran hafi lengi
vel verið fréttaefni um allan heim
telur Magnús greinilegt að fólk vilji
vita meira um sögu svæðisins svo
það geti metið stöðuna á gagnrýnni
hátt. „Frá okkar bæjardyrum séð
eru þessi tvö lönd nánast einn og
sami hluturinn, eini munurinn er að
eitt endar á n-i, hitt á k-i.Þegar bet-
ur er að gáð kemur í ljós að þau eru
í raun mjög ólík, hafa komið með
mismunandi lausnir á vandamálum
sínum en eiga þó um leið ýmislegt
sameiginlegt. Því þótti mér áhuga-
vert að nota þessi lönd sem nokkurs
konar tilraunastofu til að skoða
vandamál svæðisins í heild, reynslu
þessara ríkja og viðhorf þeirra til
umheimsins.“
Vesturlandabúum gengur oft illa
að skilja hvaða hvatir búa að baki
þeim atburðum sem eiga sér stað í
Mið-Austurlöndum hverju sinni.
Ástæðan er einföld, fæst okkar
þekkja þennan heimshluta svo
nokkru nemi og þá siði og venjur
sem þar tíðkast. „Þetta fólk tekur
mjög lógíska afstöðu til lífsins út
frá sínum reynsluheimi og til að
skilja þá afstöðu verðum við að
kanna þennan reynsluheim. Því
verður að fjalla um stjórnmál á
þessu svæði út frá því sem er að
gerast þar,“ bendir Magnús á.
Íslam er stjórnarandstaðan
Í hugum margra eru íslam og
stjórnmál algerlega samofin enda
virðist átrúnaðurinn drífa stjórn-
málaþróunina í Mið-Austurlöndum
áfram. Það kann því að koma ein-
hverjum á óvart að nánast frá önd-
verðu hafa flestir múslimar verið
þeirrar skoðunar að veraldlegir
leiðtogar, sem þó nytu velvildar
klerkanna, ættu að stjórna ríkinu.
En hvernig stendur þá á því að ís-
lamskar hreyfingar eru jafn áber-
andi og raun ber vitni í stjórnmál-
um svæðisins? „Ég held að skýring-
in liggi að hluta til í þeirri staðreynd
að á síðustu öld lögðu leiðtogar
þessara ríkja áherslu á að skilja á
milli trúar og stjórnmála og stofna
nútímasamfélag að vestrænum
hætti. Þeir náðu hins vegar ekki að
leysa nein vandamál, heldur varð
fámenn klíka vellrík á meðan fólkið
varð enn fátækara. Það missti því
alla tiltrú á þessum nútímalausnum
sem áttu að leysa allt og fór í stað-
inn að leita á önnur mið, í eitthvað
kunnuglegt sem mátti treysta,“ seg-
ir Magnús. Sem samnefnari fólks-
ins varð trúin þannig að stjórnar-
andstöðu.
Þetta er jafnframt skýring þess
að íbúar á svæðinu gjalda oft var-
hug við hugmyndum Vesturlanda-
búa um betra þjóðfélag. Frá því að
þessi þjóðríki voru nánast búin til á
teikniborði sigurvegara heimsstyrj-
aldarinnar fyrri hafa afskipti Breta
og síðar Bandaríkjamanna á svæð-
inu verið mikil en sjaldnast til góðs.
„Íbúar Íraks og Írans hafa haft
mjög misjafna reynslu af því sem
kemur frá Vesturlöndum og því eru
þeir ekki vissir um hver sé raun-
verulegur tilgangur þessara er-
lendu ráðgjafa og hugmynda þeirra.
Er tilgangurinn að tryggja velferð
þegnanna eða að gæta hagsmuna
Vesturlanda?“
Ótryggt ástand í Írak
Magnús fylgist grannt með þró-
un mála í Írak þessa dagana en þar
verður gengið til kosninga um
næstu helgi. Hann segir skiptar
skoðanir vera um kosningarnar á
meðal Íraka enda tryggi þær einar
og sér ekki að lýðræði verði komið á
í landinu. Ofbeldi í landinu muni að
öllum líkindum aukast fram að kjör-
degi og ástandið verði ótryggt að
honum loknum. „Vera má að fólk
þori hreinlega ekki á kjörstað nema
kannski í ákveðnum hverfum og
svæðum. Þá getur það gerst að
ákveðnir listar, til dæmis Kúrda og
sjía, nái yfirburðakosningu sem er á
skjön við fylgi þeirra. Þetta myndi
leiða af sér enn meiri ólgu því súnn-
íar myndu þá einangrast enn frek-
ar,“ segir hann.
Írakar eru uggandi um sinn hag
en þeirri skoðun hefur verið fleygt í
Bandaríkjunum að auðveldast sé að
skipta ríkinu upp í þrjú smærri ríki.
Kúrdar byggju þá í norðri og síjar í
suðri í friði og spekt, en súnníar
yrðu að búa í miðríkinu, bláfátækir
og auðlindalausir. „Þetta finnst
mörgum í Bandaríkjunum súnn-
íarnir eiga skilið,“ segir Magnús en
auðheyrt er að honum líst illa á
þessar hugmyndir enda er skipting
þjóðarbrotanna eftir landsvæðum
ekki eins skýr og hugmyndirnar
gera ráð fyrir.
Magnús er ekki viss um hvað
taki við að kosningunum loknum.
„Ég býst reyndar við að sjíum muni
ganga mjög vel en þá er spurningin
hvers konar sjía við erum að tala
um. Sá aðili sem ég myndi fylgjast
með er Ali Sistani erkiklerkur en
hann hefur gífurleg áhrif þótt hann
hafi lítið beitt sér.“ Styrkleiki
Sistanis er fólginn í því að hann
tengist hvorki Baath-flokki Sadd-
ams Hussein né hernámsöflunum,
ólíkt mönnum á borð við Allawi
bráðabirgðaforsætisráðherra, sem
þiggur umboð sitt frá Bandaríkja-
mönnum en er hataður af Írökum.
Því segir Magnús að Bandaríkja-
menn óttist Sistani mjög og leggi sig
í líma við að þóknast honum þar
sem hann gæti hleypt öllu í bál og
brand sýndist honum svo.
Íran næst á listanum?
Að lokum berst talið að Íran en
sá kvittur hefur lengi verið á
kreiki að Bandaríkjamenn hyggist
koma klerkastjórninni þar frá
völdum þegar verkefni þeirra í
Írak er lokið, nú síðast í vikunni
með skrifum bandaríska blaða-
mannsins Seymour Hersh. „Hvort
það er líklegt eins og staðan er
núna er erfitt að segja, en þetta
hefur verið rætt í fullri alvöru því
staðan í Íran er orðin mjög alvar-
leg, mun alvarlegri en hún var í
Írak hvað varðar gereyðingar-
vopn,“ segir Magnús en bendir um
leið á að Íran og Írak eru ekki sami
hluturinn. Íran er mun stærra og
fjölmennara, með stærri her og
hugsanlega kjarnorkuvopn. „Það
gæti hins vegar verið virðuleg út-
gönguleið úr Írak að fara með
hernaðinn þaðan til Írans,“ segir
hann þó.
„Þessi umræða hefur staðið yfir
lengi en mér finnst árásin ekki vera
jafn líkleg í dag og ég taldi fyrir
kannski átján mánuðum síðan,“ seg-
ir hann og telur að vandræðin í Írak
hafi þar sitt að segja. „En ef landa-
kortið er skoðað kemur í ljós að
Bandaríkjamenn eru búnir að um-
kringja Íran með bækistöðvum sín-
um. Þeir eru í Afghanistan, Katar,
Úsbekistan, Tyrklandi og auðvitað
Írak.“
Magnús segir að Bandaríkja-
menn séu á villigötum telji þeir að
þrýstingurinn sem þeir beita nú
Írani verði til þess að klerkastjórn-
in hrökklist frá völdum. „Þessar
umræður hafa þau áhrif að staða
klerkaveldisins styrkist, þjóðin
þjappar sér eðlilega að baki stjórn-
inni þegar verið er að umkringja
landið og ræða um að ráðast þar
inn. Ef tilgangurinn er að veikja
stjórnina og koma á breytingu er
þessi taktík að hafa þveröfug
áhrif. Menn hafa ekki efni á til-
slökunum í frjálsræðisátt þegar
óvinaherir standa gráir fyrir járn-
um á landamærunum.“
sveinng@frettabladid.is
Magnús Þorkell Bernharðsson býst við að róstusamt verði í Írak enn um sinn en er ekki jafn sannfærður
um að ráðist verði á Íran á næstunni. Hann hefur skrifað bók um sögu og stjórnmál þessara landa.
BJARTARA FRAM UNDAN NÚ ÞEGAR TÍMI SADDAMS ER AÐ BAKI? Ofbeldisverk
munu halda áfram að setja svip sinn á íraskt samfélag allt fram að kosningum. Hvað þá
tekur við veit enginn.
MAGNÚS ÞORKELL BERNHARÐSSON „Þessi umræða hefur staðið yfir lengi en mér finnst árás í Íran ekki vera jafn líkleg í dag og ég
taldi fyrir kannski átján mánuðum síðan.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
42-43 (30-31) Helgarefni 21.1.2005 19:37 Page 2