Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 48

Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 48
Fór með „fix“ á spítalann Benedikta var í tvo daga á spítal- anum, rétt á meðan mesta bólgan var að hjaðna. Svo var hún farin, enda ekkert að hafa þar nema ró- andi töflur, sem komu að litlu haldi í niðurferðinni. „Ég kom daginn eftir að hún lagðist inn með „fix“ fyrir hana,“ segir Guðjón Egill. „Hún var með æðalegg til að setja lyf í og ég sprautaði bara í hann.“ Þau tvö héldu alltaf saman í gegnum öll þessi ár, þótt ótrúlegt megi virðast. Þau segja að þau hafi notast hvort við annað í allri neyslunni og miklu betra hefði verið að vinna saman í afbrotum heldur en að vera einn á báti. Sá sem væri í neyslu bilaðist á end- anum ef hann væri alltaf einn. Þau höfðu frétt að farið væri að bjóða upp á viðhaldsmeðferð á Vogi. Árið 1999 ákváðu þau að prófa hana. Þau fengu lyf, en féllu. „ V i ð reyndum að sprauta okk- ur með því, en það gaf ekki neina vímu. Í þetta skipti gerð- um við alls ekki allt sem átti að gera. Við fórum ekki í AA – samtökin af neinni alvöru, né hófum eigið upp- byggingarstarf sem er hluti af meðferðinni.“ Svo árið 2001 ákváðu þau að gera allt sem þau gætu til taka á sínum málum, enda orðið um líf eða dauða að tefla. Verulega hafði fækkað í kunningjahópnum því fíklarnir voru að deyja hver af öðrum. Þau segja að starf AA – samtakanna hafi þá verið búið að taka miklum breytingum hér á Ís- landi. Menn hefðu verið farnir að nota markvisst 12 spora kerfið. Þau fóru í viðhaldsmeðferð á Vogi og urðu virk í AA. „Lyfið sem gefið er í meðferð- inni blekkir ópíumstöðina, þannig að fíknin er ekki til staðar,“ segja þau og segjast hafa vonað af öllu hjarta að þau væru nú sloppin. En Benedikta féll og Guðjón Egill líka. „Það hafa alltaf verið raddir úti í samfélaginu, til dæmis hópur í AA-samtökunum sem hafa verið að reyna að fá okkur til að hætta í viðhaldsmeðferðinni. Þetta fólk vill skilgreina lyfið sem við tökum sem vímugefandi lyf, sem það er alls ekki. Ég var búin að vera edrú í átta mánuði þegar ég lét undan þessu fólki, sem er lítill en hávær hópur,“ segir hún. „Það var sífellt að tala um að ég væri ekki edrú af því að ég tæki lyfið og ég gæti alls ekki eignast andlega gott líf með- an ég væri á því. Ég hætti, en það leið ekki nema mánuður, þá var ég komin í morfínneyslu aftur. Ég hafði þá fyllst af alls konar rang- hugmyndum og þráhyggju. Ég gerði þetta án samráðs við lækna og því fór sem fór. Þetta er stór- hættulegur hópur þeim sem taka einhver lyf til að koma sér á rétt- an kjöl í lífinu.“ Risastór misgjörðalisti Guðjón Egill og Benedikta voru í harðri neyslu í viku. Þau voru fimm sem héldu hópinn þá. Einn félaginn tók of stóran skammt skömmu síðar og dó, annar var myrtur af öðrum morfínfíkli og sá þriðji situr nú í fangelsi fyrir meiri háttar afbrot. Þau tvö hringdu á Vog eftir vikuna, fengu að koma strax inn og var veitt aðstoð. Eftir stutt tímabil í edrúmennsku stofnuðu þau 12 spora húsið í nóvember 2002, sem þau reka nú. Þau leggja allt sem þau geta af mörkum til að hjálpa þeim sem lentu á grýttu lífsbrautinni. Þau hafa reynsl- una. Meðferðin sem þau bjóða upp á annars vegar er fyrir fólk sem liggur inni, en þar er pláss fyrir 20 manns. Þá bjóða þau upp á prógramm alla virka daga fyr- ir hádegi. Þangað geta allir kom- ið sem vilja og tekið þátt. Loks reka þau göngudeild fyrir há- degi. Þau fá styrki til að fjár- magna starfsemina, meðal ann- ars frá Reykjavíkurborg, auk þess sem þeir sem eru inniliggj- andi greiða ákveðna upphæð á mánuði. Markmið starfseminnar er að hjálpa fólki til að stöðva neysl- una og snúa líf- inu til betri vegar aðallega með aðstoð 12 spora kerfis- ins. Þau segj- ast hafa náð ótrúlegum ár- angri með skjólstæðinga 12 spora hússins og eru að vonum ánægð. „Við fengum rosa kraft í lífið okkar þegar við fórum að vinna með 12 spora kerfinu og gera eitthvað róttækt í andlegum málefnum okkar,“ segir Guðjón Egill. „Við skrifuðum risastóran lista með öllu því sem við höfð- um gert rangt gagnvart öðrum, bæði veraldlega, líkamlega og andlega. Þegar við lítum til baka erum við fyrst og fremst undr- andi á hve mikil geðveiki var í þessu öllu saman.“ „Við erum fyrst núna að sjá bilunina,“ bætir Benedikta við. „Svo eru margir hlutir sem við erum ekki alveg búin að vinna úr. Við misstum báða strákana frá okkur. Sá eldri er kominn til okkar aftur frá foreldrum mín- um, en sá yngri er hjá föður Guðjóns Egils og stjúpu. Við erum þeim innilega þakklát fyr- ir alla hjálpina með strákana. Þau björguðu lífi þeirra. Það fer ekki úr huga mér í dag hve fegin ég er að við skyldum hafa slopp- ið úr klóm dauðans. Það kemur aldrei upp núna að ég leiði hug- ann að því að fara aftur í neyslu.“ Þeim er mikið niðri fyrir þeg- ar talið berst að þeirri ströngu vinnu sem þau standa nú í. „Þegar maður kemur út úr meðferðinni þá hefst vinnan við að hreinsa til í lífi sínu,“ segir Guðjón Egill. „Maður verður að hreinsa allt út úr hausnum á sér, ekki það sem aðrir hafa gert MÉR, heldur það sem ÉG er bú- inn að gera öðrum. Og maður verður að bæta fyrir það. Við erum búin að sjá alltof marga sem hafa verið með okkur í brennivíninu, hassinu, am- fetamíninu og svo framvegis, sem fara hálfa leið í þessum efn- um, en hætta svo – og falla.“ Vinir og kunningjar dánir Þau segja það gríðarlega mikið fagnaðarefni að fá að upplifa það að vera frjáls. „Við hefðum dáið, eins og allir hinir kunningjarnir, ef við hefð- um ekki hætt. Á því tímabili sem við höfum verið í þessu hafa dáið á milli 20 og 30 manns. Þar af voru 7 – 8 nánir vinir. Þeir voru að taka of stóra skammta. Langt gengnir fíklar eiga svo stutta ævi ef þeir ekki hætta. Það þolir eng- inn til lengdar þessa gríðarlegu vanlíðan sem étur mann upp. Þetta fólk deyr ef það heldur áfram í neyslu. Það er ótrúlegur fjöldi af sprautufíklum þarna úti. Við eigum fullt af vinum þarna sem eru enn þá að þjást. En þeir eru ekki eins heppnir og við, að geta komist inn í viðhaldsmeð- ferðina á Vogi og náð að fóta sig aftur. Þeim eru öll sund lokuð ef Vogur neyðist til að loka á frekari inntökur í meðferðina vegna fjár- skorts. Það er talað um að með- ferðin sé dýr. Ein vika hjá okkur í neyslunni var pottþétt tíu sinn- um dýrari heldur en eitt ár í með- ferðinni. Þá erum við bara að tala um í búðunum. Þá eru ótalin tímabilin í fangelsi, ofbeldisverk og annað sem kemur fram sem beinn kostnaður fyrir þjóðfélag- ið. Þessi sparnaður er eins og að dæla úr bensíndælu en tíma ekki að kaupa brúsann undir bununa.“ Guðjón Egill og Benedikta segja að þeim líði óskaplega vel í dag. Þau eru komin vel á veg með að byggja líf sitt upp að nýju. Þau eru í góðu og þéttu sambandi við foreldra sína, ömmur og afa. Þau vinna af krafti við að hjálpa öðr- um sem leita til þeirra í 12 spora húsið. Benedikta er komin í nám í Fjölbraut í Ármúla. „Við erum svo rosalega glöð að vera edrú. Við eigum heimili. Við erum fjölskylda og hluti af stærri fjölskyldu. Við eigum orð- ið marga mjög góða og trausta vini í AA – samtökunum. Við eig- um líf.“ jss@frettabladid.is 36 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR Þ að varð uppi fótur og fit íþjóðfélaginu seint á síðastaáratug þegar upp komu hugmyndir um svokallaða við- haldsmeðferð ópíumfíkla. Um- ræðan sú litaðist af vanþekkingu á eðli meðferðarinnar og mark- miðum. Margir töldu það hreint ekki í verkahring heilbrigðiskerf- isins að dæla dópi í „dópista“ til þess að þeim liði betur. Það myndi jafnvel freista enn fleiri að feta þennan grýtta veg og ólíklegt væri að nokkrum batnaði á því að fá „ókeypis dóp“. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, hóf ásamt starfs- fólki sínu viðhaldsmeðferðir fyrir ópíumfíkla árið 1999. Nú eru 40 sjúklingar í slíkri meðferð. Um 30 þeirra eru í nokkuð góðum málum, en hinir 10 hafa verið skemur í meðferðinni og eru styttra á veg komnir. En í heildina hefur orðið bylting í lífi þessa fólks eftir að það hóf viðhaldsmeðferðina á Vogi. „Þetta er fólk sem er að koma af skilorði, ljúka afplánun í fang- elsum, fara aftur í vinnu, taka upp sambúðir aftur sem hafa slitnað, taka við uppeldi barna sem hefur rofnað og endurhæfast félagslega hægt og rólega meðan það er í við- haldsmeðferðinni,“ sagði Þórar- inn spurður um hverju hún hefði breytt fyrir þann hóp ópíumfíkla sem nú fær lyf og meðferð á Vogi. „Síðan hætta menn kannski að lokinni langri meðferð eða þá að ekki þykir ástæða til að breyta um, þannig að menn eru í öllu falli orðnir starfhæfir og í góðu formi eins og sagt er.“ Vandlega metið Þórarinn sagði það vandlega metið áður en meðferðin hefðist hvort hún kæmi yfir höfuð til greina fyr- ir viðkomandi fíkil. Hún hentaði alls ekki öllum. „Hún kemur fyrst og fremst til greina fyrir þá sem lengi hafa verið í slíkri neyslu og hafa reynt aðrar meðferðarleiðir. Viðhaldsmeðferð getur ekki orðið nema til staðar sé ríkur samstarfsvilji af hendi sjúk- ljngs. Ef matið reynist já- kvætt er viðkomandi sjúklingur settur á þau lyf sem notuð eru og síðan fer hann í endurhæfingu annað hvort á Staðarfell eða á Vík. Eftir meðferðina eru sjúkling- urinn í mjög skipulögðu meðferð- arsambandi við Vog í ár eða svo. Hann þarf að sækja lyfin sín reglu- lega og er jafnframt í stöðugu sam- bandi við lækna og starfsfólkið.“ Spurður um hvers konar lyf væri notuð í viðhaldsmeðferðinni sagði Þórarinn að um væri að ræða lyf sem í væri ópíumefni. Það væri í töfluformi og í töflurn- ar væri blandað andefni við ópí- um sem gerði það að verkum að ekki væri hægt að sprauta lyfinu í æð, því það væri ekki til neins. „Lyfjafræðilega er erfitt að út- skýra þetta fyrir leikmönnum, en lyfjafræðin gerir það að verkum að hægt er að meðhöndla ópíumfíkn með lyfjum að einhverju leyti. Það er það sem málið snýst um. Sjúk- lingarnir eru eðlilegir, rétt eins og annað fólk, hvorki í vímu né frá- hvörfum. Tilfinningaviðbrögð þeirra eru eðlileg að þessu leyti og það er ekki hægt að finna út að heilastarfsemi þeirra sé skert. Þeir hafa sömu hæfileika og aðrir til annarra hluta. Þeir geta til að mynda alið upp börn og ekið bílum vandræðalaust. Svona viðhalds- meðferð er ekki til við annarri fíkn. Þessi meðferð varð til fyrst og fremst vegna sérstakra eiginleika þeirra lyfja sem notuð eru.“ Árangur meðferðar Spurður að því hvernig þessu fólki reiði svo af, hvort það losni undan fíkninni eða þurfi að nota viðhaldslyfin til frambúðar, sagði Þórarinn að oft væri meðferðin lögð upp þannig að hún væri ófyrirséð. Fremur væri reiknað með því að fólk væri á lyfjunum í langan tíma. „Það hendir þó flesta, líklega um 80 prósent af sjúklingunum, að þeir óski eftir því sjálfir að losna af lyfjunum. Þá verður að meta hvort það er tímabært og áhættunnar virði að leggja í það. Þannig hafa einhverjir hætt við- haldsmeðferð eftir langan tíma og eru án lyfja. Þessa sjúklinga má telja á fingrum annarar handar. En hinir, sem eru búnir að vera lengi í viðhaldsmeðferð hjá okkur, eru í góðu jafn- vægi og í góðum bata, eru um þrjátíu talsins. Þeim virðist ganga vel. Tíu manns eru að jafna sig og ná jafnvægi í meðferðinni. Þarna er fólk sem hefur verið á alls konar sjúkrastofn- unum eða í sérstökum meðferðum, en er nú farið að taka þátt í sam- félaginu, starfa og lifa í sátt og samlyndi við aðra þjóðfélagsþegna.“ jss@frettabladid.is Fólk er algerlega án vímu Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla á Vogi er í sjálfheldu vegna fjárskorts. Ekki er hægt að taka inn nýja fíkla. Einhverjir trúa því að þarna sé fólki haldið í „hæfilegri“ vímu frá degi til dags. Það er rangt, segir yfirlæknirinn, sem leiðir lesendur í allan sannleika um meðferðina. „Þetta er fólk sem er að koma af skil- orði, ljúka afplánun í fang- elsum, fara aftur í vinnu, taka upp sambúðir aftur sem hafa slitnað, taka við uppeldi barna sem hefur rofnað og endurhæfast fé- lagslega hægt og rólega meðan það er í viðhalds- meðferðinni.“ ,, „Við hefðum dáið, eins og allir hinir kunningjarnir, ef við hefð- um ekki hætt.“ ,, (FRAMHALD AF SÍÐU 34) VIÐHALDSMEÐFERÐ Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, segir að viðhaldsmeðferð ópíum- fíkla hafi skilað miklum og dýrmætum árangri. 46-49 (34-37) Fíkniefni 21.1.2005 19:49 Page 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.