Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 52
22. janúar 2005 LAUGARDAGUR Nú er karlalands- liðið í handbolta að hefja keppni á enn einu stórmótinu og væntingarnar eru hverjar? Ekki mikl- ar, samkvæmt hand- boltaspekingum. Hinn nýráðni þjálf- ari, Viggó Sigurðs- son, er með frekar ungt lið í hönd- unum sem hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum stórmót- um. Inni á milli leynast þó gamlir refir eins og Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson sem búa yfir mikilli reynslu. Ekki er þó búist við allt of góðum árangri liðsins, enda hópurinn talinn lakari en oft áður. Að mínu mati skiptir það ekki máli hvort væntingar almenn- ings varðandi sæti landsliðsins á stórmóti eru miklar eða litlar. Svo lengi sem strákarnir okkar leggja sig alla fram í leikjunum og gefast aldrei upp, sama á hverju gengur, mega þeir alveg eins lenda í síðasta sæti. Aðal- málið er að þeir berjist til síðasta manns, eins og þeir eiga alltaf að gera er þeir spila fyrir land og þjóð. Þetta eru væntingarnar sem ég geri til landsliðsins og þær eiga að duga. Það skiptir mig minna máli hvort þeir kom- ist upp úr riðlinum, verði á með- al sex efstu, eða hvað það nú er, þó svo að auðvitað væri það skemmtilegast. Margoft hafa Íslendingar búist við því að landsliðið gæti loksins náð medalíu á hinu og þessu stór- mótinu. Svo virðist sem strákarn- ir hafi orðið fyrir áhrifum af þess- um væntingum því í hvert skipti sem þær hafa verið miklar hafa þeir klikkað allsvakalega. Vænt- ingar eiga samt ekki að hafa áhrif á þessa leikmenn. Það á að vera nóg áskorun fyrir þá að berjast eins og ljón fyrir land og þjóð og sjá síðan hvað gerist. Það er í það minnsta ljóst að ég mun fylgjast spenntur með fyrir framan sjónvarpið og ef strákarn- ir standast ekki mínar væntingar, og vonandi þjálfarans, eru þeir ekki verðugir þess að vera í lands- liðinu. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR BJARNASON SKRIFAR UM VÆNTINGAR TIL HANDBOLTALANDSLIÐSINS. Berjist til síðasta manns! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Sérðu í alvörunni illa? Nei, en ég sé oft í móðu! Með gleraugunum verður hins vegar allt mjög skýrt! Það er kannski ástæðan fyrir því að þú hefur verið með svona ljótum konum! Þú sást ekki hvernig þær litu út fyrr en of seint! Kannski er sú tíð lið- in! Þar sem þú sérð ágætlega finnur þú kannski konu sem lít- ur ekki út eins og traktor! Heeey! Kannski ekki! Þú hefur lagt af elskan! Þú varst miklu þykkari áður! Nei, hæættu nú! Þú segir nokkuð... Þarna er það! Hefur þú einhvern tímann séð eitthvað jafn fallegt? Ohhh... Stanislaw... Palli, við þurfum að tala saman. Til sölu Líf mitt er ein STÓR kreppa! Slökkvið á sjónvarpinu krakkar....það er kominn matur! Uss! Við heyrum ekki í sjónvarpinu! Nú þurfa styrktaraðilar ykkar að ræða við ykkur...Komið að borða! Oó...það er auglýsingahlé. S M Á R A L I N D Sími 517 7007 Náttföt 4490 kr. 1990 kr. Flísgalli 6990 kr. 3990 kr. Áður Nú Við á hársnyrtistofunni Ónix bjóðum Kolbrúnu velkomna til starfa. Allir gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir. Ónix • Laugavegi 101 • S.551 6160 52-53 (40-41) Skrípó 21.1.2005 19.20 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.